Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 800, 128. löggjafarþing 447. mál: skipulag ferðamála (afnám Ferðamálasjóðs).
Lög nr. 156 19. desember 2002.

Lög um breytingu á lögum um skipulag ferðamála, nr. 117/1994, með síðari breytingum.


1. gr.

     C-liður 1. mgr. 8. gr. laganna fellur brott.

2. gr.

     IV. kafli laganna, Ferðamálasjóður, fellur brott.

3. gr.

     Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Frá og með 1. janúar 2003 yfirtekur ríkissjóður allar eignir og skuldir Ferðamálasjóðs. Byggðastofnun er falið að sjá um innheimtu á útlánum sjóðsins. Innköllun til lánardrottna Ferðamálasjóðs skal eigi gefin út. Umboð stjórnar sjóðsins fellur niður frá sama tíma.

4. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003.

Samþykkt á Alþingi 13. desember 2002.