Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 254. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 1340  —  254. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um nefnd til að kanna rýrnun eigna íbúa landsbyggðarinnar.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Nefndinni bárust umsagnir um málið frá Fasteignamati ríkisins, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi, Byggðastofnun, Eyþingi – Sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi og Félagi fasteignasala.
    Í tillögunni er lagt til að kannað verði hver þróun fasteignaverðs á landsbyggðinni hafi verið samanborið við höfuðborgarsvæðið.
    Nefndin leggur til breytingar á tillögugreininni. Auk orðalagsbreytinga þykir nauðsynlegt að tiltaka hvaða tímabil skuli skoðað og jafnframt er lengdur sá frestur sem nefndin hefur til að ljúka starfi sínu.
    Nefndin tekur undir efni tillögunnar og leggur til að hún verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:


    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að setja á stofn nefnd sem kanni þróun fasteignaverðs á landsbyggðinni í samanburði við höfuðborgarsvæðið síðastliðin tíu ár. Nefndin skoði ítarlega hvernig fasteignir fólks á landsbyggðinni hafi rýrnað í verði og þá hversu mikið, leiti úrræða og komi með tillögur til úrbóta.
    Nefndin ljúki störfum fyrir árslok 2003.

    Hjálmar Árnason og Kristinn H. Gunnarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 13. mars 2003.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Gunnar Birgisson.


Árni R. Árnason.



Adolf H. Berndsen.


Össur Skarphéðinsson.


Jóhanna Sigurðardóttir.



Steingrímur J. Sigfússon.