Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 689. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Nr. 39/128.

Þskj. 1439  —  689. mál.


Þingsályktun

um skógrækt 2004–2008.


    Alþingi ályktar að á árunum 2004–2008 skuli fjármagn veitt til skógræktar á Íslandi samkvæmt þeirri sundurliðun sem kemur fram í eftirfarandi töflum. Fjárhæðir miðast við verðlag í byrjun árs 2003 og skulu þær taka breytingum í samræmi við þróun verðlags á tímabilinu.
    Fjármagni til landshlutabundinna skógræktarverkefna verði varið í samræmi við lög nr. 32/1991, um Héraðsskóga, lög nr. 93/1997, um Suðurlandsskóga, og lög nr. 56/1999, um landshlutabundin skógræktarverkefni.
    Skógrækt ríkisins verji fjármagninu til yfirstjórnar, stjórnsýslu, rannsókna og umsjónar þjóðskóganna.
    Áætlunina skal endurskoða að þremur árum liðnum.
    Áætlun þessi tekur ekki til skógræktar á vegum skógræktarfélaga og almennings.

I. Landshlutabundin skógræktarverkefni.
Fjárhæðir í millj. kr. 2004 2005 2006 2007 2008
Héraðsskógar 103 108 108 108 108
Austurlandsskógar 34 44 54 64 74
Suðurlandsskógar 102 121 139 156 174
Vesturlandsskógar 59 65 72 80 87
Skjólskógar 44 49 55 61 67
Norðurlandsskógar 98 110 122 134 146
Samtals 440 497 550 603 656

II. Skógrækt ríkisins.
Fjárhæðir í millj. kr. 2004 2005 2006 2007 2008
Yfirstjórn 36 36 36 36 36
Stjórnsýsla 37 37 37 42 47
Rannsóknir 71 74 77 80 83
Þjóðskógarnir 78 80 82 84 86
Samtals 222 227 232 242 252

Samþykkt á Alþingi 15. mars 2003.