Aðgerðir gegn fátækt

Þriðjudaginn 10. febrúar 2004, kl. 14:47:06 (4006)

2004-02-10 14:47:06# 130. lþ. 61.8 fundur 21. mál: #A aðgerðir gegn fátækt# þál., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 130. lþ.

[14:47]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin er vond, segir hv. þm. Ég vil þó minna á að kaupmáttur hefur aukist hér meira en annars staðar, (Gripið fram í.) almannatryggingar hafa hækkað, núna síðast á fjárlögum vorum við að bæta við einum milljarði til yngri öryrkja. Við höfum einnig aukið barnabætur á hverju ári og svo mætti lengi telja.

Varðandi fyrirspurn hv. þm. Rannveigar Guðmundsdóttur um nefnd sem var skipuð eftir tillögu frá hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur get ég bara skýrt frá því hér og nú að skýrslan er að koma frá nefndinni, hún mun koma innan nokkurra vikna. Þetta hefur verið mikil vinna og það er verið að lesa plaggið yfir þessa dagana þannig að hún mun koma hér fram.