Fjarvera þingmanna

Þriðjudaginn 10. febrúar 2004, kl. 17:29:27 (4046)

2004-02-10 17:29:27# 130. lþ. 61.93 fundur 313#B fjarvera þingmanna# (um fundarstjórn), HBl
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 130. lþ.

[17:29]

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég tek undir þetta. Það var samkomulag um að reyna að koma málefnum þingmanna að. Eins og við sjáum hefur eitt dagskrármálið tekið lengri tíma en maður gat vænst, þrjár klukkustundir. Auðvitað er sjálfsagt að þeir þingmenn sem vanrækja störf sín með því að vera ekki við þegar þeir eiga að mæla fyrir frumvörpum hljóti að verða að sætta sig við að mál þeirra séu tekin af dagskrá.