Verðtrygging lána

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 18:23:27 (5161)

2004-03-10 18:23:27# 130. lþ. 81.9 fundur 700. mál: #A verðtrygging lána# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., VF
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 130. lþ.

[18:23]

Valdimar L. Friðriksson:

Hæstv. forseti. Það er eitt sem ég tók eftir að var ekki rætt um hér áðan en gaman væri að fá að vita. Það er varðandi verðtryggingu í öðrum löndum. Er það ekki rétt hjá mér að nánast sé búið að afleggja hana í nágrannalöndum okkar, ef ekki víðar?

Eins og fram hefur komið er fyrst og fremst með verðtryggingunni verið að hugsa um hag lánardrottnanna en ekki hagsmuni almennings. Það er svolítið sérstakt á þessum tímum núna að menn skuli ekki velta því alvarlega fyrir sér að fella verðtrygginguna niður þegar lánastofnanir skila þvílíkum arði eins og við heyrum á degi hverjum.