Evrópska efnahagssvæðið

Fimmtudaginn 11. mars 2004, kl. 14:31:55 (5237)

2004-03-11 14:31:55# 130. lþ. 82.3 fundur 338. mál: #A Evrópska efnahagssvæðið# (ný aðildarríki) frv. 8/2004, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 130. lþ.

[14:31]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kem fyrst og fremst til að taka undir með hv. þm. Jónínu Bjartmarz að þetta hefur verið afar fróðleg umræða. Hún hefur þó að stórum hluta snúist um söguskýringar, hver greiddi atkvæði hvernig á sínum tíma, og ég er auðvitað afar þakklát fyrir að það sé rifjað upp af og til í þingsölum. En þetta er 3. umr. þessa stóra máls sem þingheimur er tiltölulega sammála um að fari hér í gegn og ég vona að framvegis getum við tekið umræðu um Evrópska efnahagssvæðið, Evrópusambandið og framtíð okkar út frá þeim veruleika sem við búum við í dag og látið stjórnmálafræðinga háskólanna um söguskýringarnar.