Lögfræðiaðstoð við efnalítið fólk

Fimmtudaginn 11. mars 2004, kl. 18:17:38 (5281)

2004-03-11 18:17:38# 130. lþ. 82.10 fundur 568. mál: #A lögfræðiaðstoð við efnalítið fólk# þál., AtlG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 130. lþ.

[18:17]

Atli Gíslason (andsvar):

Herra forseti. Það kann vel að vera að það sem hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir benti á, að við fáum ekki málefnalega andstöðu eða svör við þingmálum sem snerta mannréttindi hvað þá önnur, hafi leitt til þess að hér eru mjög stundaðar fyrirspurnir um störf Alþingis. Það er spurt um störf þingsins, það eru eilífar utandagskrárumræður og annað slíkt. Kannski fækkaði þeim eitthvað ef menn fengju málefnalega umræðu um þessi brýnu mál.