Veðurþjónusta

Föstudaginn 16. apríl 2004, kl. 12:55:09 (6524)

2004-04-16 12:55:09# 130. lþ. 98.18 fundur 784. mál: #A veðurþjónusta# frv., GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 130. lþ.

[12:55]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ákveðin þjónusta skal seld á kostnaðarverði o.s.frv. eins og komið hefur fram. En ég vil ítreka spurningu mína varðandi kostnað Veðurstofunnar við að fá til sín upplýsingar. Er með sama hætti gert ráð fyrir að Veðurstofan greiði Landhelgisgæslunni fyrir upplýsingar sem Landhelgisgæslan aflar varðandi veðurfar og útbreiðslu hafíss? Landhelgisgæslan er rekin sem sérstök stofnun og þarf tekjur eins og aðrar stofnanir.

Síðan vil ég ítreka spurningu mína varðandi Siglingastofnun. Er ráðgert að Veðurstofan greiði Siglingastofnun fyrir aðgang að upplýsingakerfi Siglingastofnunar varðandi sjólag og sjávarföll?