Málefni aldraðra

Föstudaginn 23. apríl 2004, kl. 17:21:35 (6684)

2004-04-23 17:21:35# 130. lþ. 101.10 fundur 570. mál: #A málefni aldraðra# (hlutverk Framkvæmdasjóðs, samstarfsnefnd o.fl.) frv. 38/2004, Frsm. meiri hluta JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 130. lþ.

[17:21]

Frsm. meiri hluta heilbr.- og trn. (Jónína Bjartmarz) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil árétta að frv. gerði ráð fyrir að alltaf skyldi fara í útboð. Að leiga skyldi alltaf vera að undangengnu útboði. En í meðförum hv. heilbr.- og trn. um frv. kom nefndinni saman um að þær aðstæður gætu verið að það væri hagkvæmara fyrir ríkið að sleppa útboðinu, það væri rétt að gera ráð fyrir undanþágu frá útboðsskyldunni í lögunum og heimila að hægt væri að greiða leigu úr Framkvæmdasjóði aldraðra án útboðs. Þá vorum við í heilbr.- og trn. sérstaklega að hugsa til ýmissa sjálfseignarstofnana og félagasamtaka sem þegar hafa byggt og rekið hjúkrunarheimili sem mikill sómi er að.