Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 12. maí 2004, kl. 23:27:47 (8057)

2004-05-12 23:27:47# 130. lþ. 113.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 113. fundur, 130. lþ.

[23:27]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Með fullri virðingu fyrir þeim sérfræðingum sem unnu skýrsluna og skýrslunni sjálfri vil ég spyrja hv. þingmann hvort hann telji það góð vinnubrögð að skipa nefnd fárra sérfræðinga sem kanna umhverfi sitt og setja saman skýrslu, kalla ekki til og vinna ekki með þeim sem eiga svo að vinna í því umhverfi sem lögin skapa, ef frv. verður að lögum. Telur hann þetta lýðræðisleg vinnubrögð? Telur hann að unnið hafi verið með lýðræðislegum hætti? Telur hann eðlilegt að þeir aðilar úti á vinnumarkaðnum sem koma að þessu máli hafi ekki verið kallaðir til og hafi ekki komið að samningu frv.?