Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 19:05:08 (1180)

2003-11-04 19:05:08# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., SKK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[19:05]

Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þingmanni fyrir að fjalla ekki um Héðinsfjarðargöngin í þetta skiptið heldur ræða það sem hér er til umræðu. Hann getur haft sínar skoðanir og verið með ýmsar fabúleringar á því hvaða meðferð þetta mál fékk innan þingflokks Sjálfstfl. en hún var eðlileg. Það breytir því hins vegar ekki (Gripið fram í: Var það samþykkt?) að einstakir þingmenn mega hafa sínar skoðanir á málunum. Það breytir því ekki, hv. þingmaður, að einstakir þingmenn mega hafa sínar skoðanir á málunum. (Gripið fram í: Sautján.) Auðvitað værum við flutningsmenn þessarar tillögu mjög ánægðir með það ef þingmenn Samf. styddu hana en við erum ekkert að biðla, og það sagði ég áðan, til Samf. um það að hún komi stjórnarflokkunum til aðstoðar varðandi einhvern meintan hristing sem þar er, á stjórnarheimilinu, eins og hér hefur verið haldið fram. Við höfum aldrei beðið um aðstoð Samf. í því sambandi og gerum það heldur ekki nú.