Aflétting veiðibanns á rjúpu

Þriðjudaginn 04. nóvember 2003, kl. 19:48:02 (1200)

2003-11-04 19:48:02# 130. lþ. 20.14 fundur 154. mál: #A aflétting veiðibanns á rjúpu# þál., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 130. lþ.

[19:48]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég var að reyna að segja áðan þá kynnti ég þessa ákvörðun í ríkisstjórn. Hún var ekki borin þar upp til atkvæðagreiðslu eða samþykktar eða synjunar. Ég var að kynna hana. Það er ekki hægt að túlka það sem ríkisstjórnarákvörðun eins og ég heyri að menn vilja gjarnan toga þetta í. (Gripið fram í.) Hún var kynnt í ríkisstjórninni.

Varðandi það hvort hægt sé að leyfa veiðar núna í mánuð þá er það ekki mat okkar sérfræðinga. Miðað við hvernig stofninn er og allar aðstæður væri kannski hægt að leyfa veiðar í viku, rúma viku. Það er ekki talið eðlilegt að gera það í ljósi öryggisaðstæðna. Mánuður er bara of mikið, því miður, þannig er staðan. Mánuður er of mikið og þess vegna var ekki hægt að taka þá ákvörðun.