Lax- og silungsveiði o.fl.

Fimmtudaginn 06. nóvember 2003, kl. 14:43:32 (1330)

2003-11-06 14:43:32# 130. lþ. 22.6 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv. 116/2003, AKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur, 130. lþ.

[14:43]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað eru allar tölur sem við tölum um í þessu sambandi ,,ef`` og ,,kannski`` tölur, nema þær tölur sem við höfum fengið upplýsingar um frá Hagstofu Íslands. Þær eru borðleggjandi. Við getum ekki neitt spáð fyrir um framtíðina.

Hins vegar efa ég ekki að hagsmunir eru í húfi varðandi verslun með íslensk hrogn eða seiði. Það undirstrikar hversu slæleg vinnubrögð og hagsmunagæsla, skulum við bara segja, landbrn. fyrir hönd þessarar atvinnugreinar hafa verið fram á þennan dag, að það skuli lenda í eindaga að tryggja að lagaumhverfið sé í lagi fyrir þessa atvinnugrein. Þetta er allt saman undirstrikun á því.