Frágangur efnistökusvæða

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 15:12:42 (2450)

2003-12-03 15:12:42# 130. lþ. 41.5 fundur 168. mál: #A frágangur efnistökusvæða# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[15:12]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegur forseti. Ég vil þakka fyrirspurnina. Hér er vakið máls á mjög veigamiklu máli og ég hefði gjarnan viljað heyra örlítið meira í svari hæstv. umhvrh. um skoðun hennar á því hvernig til hefur tekist og hvert við stefnum í þessum málum. Mig langar að nefna í þessari örstuttu athugasemd tvær efnistökunámur sem eru í nágrenni við höfuðborgarsvæðið sem mér finnst full ástæða til að taka til alvarlegrar skoðunar í umhvrn., hvort það þurfi ekki að gera eitthvað róttækt í þeim málum. Þetta eru námurnar í Vífilsfelli og í Ingólfsfjalli. Því það má segja að verið sé að moka í burt heilu fjöllunum í þessum tilteknu námum og ég vil halda því fram að það séu fjölmargir kostir til malarnáms, sem er hægt að sækja í jarðefni, aðrir en þessir. Ég tel að hér sé verið að spilla jarðminjum og kennileitum í landslagi og ég mæli með því að hæstv. umhvrh. setji sér stefnu í þessum málum og sjái til þess að slík spjöll séu ekki unnin.