Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar

Miðvikudaginn 03. desember 2003, kl. 18:11:47 (2474)

2003-12-03 18:11:47# 130. lþ. 41.9 fundur 173. mál: #A gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar# fsp. (til munnl.) frá samgrh., Fyrirspyrjandi GÓJ
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur, 130. lþ.

[18:11]

Fyrirspyrjandi (Guðjón Ólafur Jónsson):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. samgrh. fyrir svörin. Mér skildist á hæstv. ráðherra að það væri búið að senda út drög að frumskýrslu vinnuhópsins til umsagnar, það væri sem sagt beðið umsagnar umsagnaraðila og síðan yrði ákvörðun tekin þegar þær umsagnir liggja fyrir.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvenær hann geri ráð fyrir því að þessar umsagnir liggi fyrir. Það liggur fyrir að mat á umhverfisáhrifum tekur 8--10 mánuði eins og hæstv. ráðherra gat hér um áðan og sömuleiðis að það á að verja 1,5 milljörðum samkvæmt samgönguáætlun til verksins á tímabilinu 2006--2010.

Ég vil að endingu geta þess að ég treysti hæstv. samgrh. fyllilega til þess að þoka þessu máli áfram og mun að fullu styðja hann í því verki.