Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 10:29:16 (2859)

2003-12-06 10:29:16# 130. lþ. 44.2 fundur 420. mál: #A greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks# (tímabundin vinnslustöðvun o.fl.) frv. 136/2003, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[10:29]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst nokkuð góð rök fyrir því að það megi vera sérlög vegna hráefnisskorts í sjávarútvegi sem hefur verið á undanförnum árum. Kannski er það umhverfi að breytast. En að í þeim lögum sé gert ráð fyrir því að sérstaklega sé meðhöndlað hvað varðar uppákomur af því tagi ef brennur t.d. hjá fyrirtæki hlýtur að vera mikið umhugsunarefni vegna þess að það er í öllu falli ekki eitthvað sem ætti að ríða neitt meira yfir fyrirtæki í sjávarútvegi eða fiskvinnslu en önnur fyrirtæki í landinu. Ég spyr: Er í raun og veru hægt að bjóða upp á það gagnvart jafnræðisreglu að slík fyrirtæki séu bætt en ekki önnur?