Greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks

Laugardaginn 06. desember 2003, kl. 10:57:19 (2868)

2003-12-06 10:57:19# 130. lþ. 44.2 fundur 420. mál: #A greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna fiskvinnslufólks# (tímabundin vinnslustöðvun o.fl.) frv. 136/2003, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 130. lþ.

[10:57]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og margoft hefur komið fram þá er fyrst og fremst um það að ræða að við erum að auka skilvirkni þessara laga og skerpa á eftirfylgni. Ég tel að með því sé ekki gripið inn í kjarasamninga með þeim hætti sem hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir hefur hér lýst, enda er mér ekki kunnugt um að tilvitnaður Aðalsteinn Baldursson hafi séð þetta frv. þegar þau ummæli hans féllu.

Varðandi spurningu hv. þm. um hvort ég væri tilbúinn að fella burt 3. gr. þá voru það ekki mín orð. Ég sagðist tilbúinn til að fara yfir málið í heild sinni, óskaði verkalýðshreyfingin eftir því, og að sjálfsögðu munum við gera það.