Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 15. desember 2003, kl. 12:01:31 (3489)

2003-12-15 12:01:31# 130. lþ. 51.5 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, Frsm. minni hluta JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 130. lþ.

[12:01]

Frsm. minni hluta sjútvn. (Jóhann Ársælsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það sem lá fyrir, að ég taldi, kannski er það einhver misskilningur, var að hv. þm. hafði góð orð um að við mundum hittast í nefndinni milli 2. og 3. umr. Síðan varð ekkert af því og ég taldi þá að það ætti að ræða þau atriði sem menn hefðu helst verið að fást við sem ekki væru í þessu frv., þ.e. málefni bátanna sem nota beitningatrektir og þeirra báta sem eru á dagakerfi.

Það kann að hafa verið misskilningur hjá mér að hv. þm. hafi viljað ræða seinna atriðið, þá er það bara þannig, en alla vega stóð til að ræða hitt atriðið. Það er alveg á hreinu og ég bið hv. þm. að bera það til baka líka ef það hefur ekki staðið til.