Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 15. desember 2003, kl. 12:49:30 (3498)

2003-12-15 12:49:30# 130. lþ. 51.5 fundur 428. mál: #A stjórn fiskveiða# (línuívilnun o.fl.) frv. 147/2003, GHj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 130. lþ.

[12:49]

Guðjón Hjörleifsson:

Herra forseti. Frumvarpið um línuívilnun er hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna. Lengi má deila um prósentur línuívilnunar en 16% línuívilnun varð niðurstaðan. Ég er mjög sáttur við þá breytingu að útdeildum byggðakvóta í núverandi mynd skuli lagður á á tveimur árum en í stað þess hafi hæstv. sjútvrh. heimild til úthlutunar vegna sértækra aðgerða. Ég er jafnframt mjög sáttur við að þak sé sett á línuívilnun í þorski, 3.375 tonn. Ég treysti á að viðunandi þak vegna línuívilnunar verði sett á ýsu og steinbít á þessu fiskveiðiári. Þess vegna segi ég já.