Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 360. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 880  —  360. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 47/2003, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn.

Frá utanríkismálanefnd.


    
    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Bergdísi Ellertsdóttur og Finn Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti og Jónínu S. Lárusdóttur frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 47/2003 frá 16. maí 2003, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) og XIX. viðauka (Neytendavernd) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/65/EB frá 23. september 2002 varðandi fjarsölu á fjármálaþjónustu fyrir neytendur og um breytingu á tilskipun ráðsins 90/619/EBE og á tilskipunum 97/7/EB og 98/27/EB.
    Sala á fjármálaþjónustu er undanþegin gildissviði laga nr. 46/2000, um húsgöngu- og fjarsölu, en markmiðið nú er að samræma reglur á Evrópska efnahagssvæðinu og tryggja neytendavernd við fjarsölu á fjármálaþjónustu. Er tilskipuninni ætlað að styrkja réttarstöðu neytenda, m.a. með því að kveða á um rétt neytenda til að falla frá fjarsölusamningi um kaup á fjármálaþjónustu. Innleiða þarf efni tilskipunarinnar fyrir 15. október 2004 en samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu verður frumvarp líklega ekki lagt fram fyrr en á haustþingi. Utanríkismálanefnd telur rétt að vekja athygli á að verulegar líkur eru á að ekki verði staðið við innleiðingarfrestinn af þeim sökum.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.   

Alþingi, 11. febr. 2004.Jónína Bjartmarz,


varaform., frsm.


Guðmundur Árni Stefánsson.


Guðlaugur Þór Þórðarson.Rannveig Guðmundsdóttir.


Steingrímur J. Sigfússon.


Einar K. Guðfinnsson.Dagný Jónsdóttir.


Ágúst Ólafur Ágústsson.