Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 608, 132. löggjafarþing 326. mál: tekjuskattur og eignarskattur (hækkun sjómannaafsláttar).
Lög nr. 116 19. desember 2005.

Lög um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Í stað „768“ í 1. málsl. 4. mgr. B-liðar 67. gr. laganna kemur: 787.

2. gr.

     Í stað orðanna „1. desember“ í 1. málsl. 1. mgr. 89. gr. laganna kemur: 31. desember.

3. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Vegna félaga sem hafa annað reikningsár en almanaksárið skal álagningu hagað samkvæmt eftirfarandi reglum vegna reikningsárs sem lýkur á árinu 2005. Álagningu skal haga samkvæmt þeim eignarskattsstofni sem ákvarðast í lok reikningsárs á grundvelli ákvæða laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, eins og þau lög voru 30. desember 2005. Hafi félag fengið samþykki skattstjóra fyrir öðru reikningsári en almanaksári og við þá breytingu haft skert reikningsár fyrir tímabilið frá lokum fyrra tímabils til upphafs næsta reikningsárs og jafnframt greitt eignarskatt við lok hins skerta reikningstímabils skal félagið undanþegið álagningu eignarskatts vegna reikningsárs sem lýkur á árinu 2005.

4. gr.

     Ákvæði 1. gr. öðlast gildi 1. janúar 2006 og kemur til framkvæmda við staðgreiðslu á árinu 2006 og álagningu tekjuskatts á árinu 2007. Ákvæði 2. gr. öðlast gildi 1. janúar 2006. Ákvæði 3. gr. öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. desember 2005.