Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 397. máls.

Þskj. 706  —  397. mál.Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2008, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009–2010.)
    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2008, frá 4. júlí 2008, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/44/EB frá 5. september 2007 um breytingu á tilskipun ráðsins 92/49/EBE og tilskipunum 2002/83/EB, 2004/39/EB, 2005/68/EB og 2006/48/EB að því er varðar reglur um málsmeðferð og viðmiðanir vegna varfærnismats við yfirtökur og aukningu eignarhlutdeildar í fjármálageiranum.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 79/2008, frá 4. júlí 2008, um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/44/EB frá 5. september 2007 um breytingu á tilskipun ráðsins 92/49/EBE og tilskipunum 2002/83/EB, 2004/39/EB, 2005/68/EB og 2006/48/EB að því er varðar reglur um málsmeðferð og viðmiðanir vegna varfærnismats við yfirtökur og aukningu eignarhlutdeildar í fjármálageiranum.
    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/44/EB inniheldur tæknileg ákvæði er varða virka eignarhluti í lánastofnunum, vátryggingafélögum og fjármálafyrirtækjum með leyfi til verðbréfaviðskipta. Í tillögu þessari er gerð grein fyrir efni gerðarinnar sem hér um ræðir, en hún felur ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem hér um ræðir er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðinni sjálfri.

2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar, nema eitthvert þeirra beiti heimild skv. 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum.
    Að því er Ísland varðar hefur stjórnskipulegur fyrirvari almennt einungis verið settur þegar innleiðing ákvörðunar kallar á lagabreytingar hér landi, en í því tilviki leiðir af 21. gr. stjórnarskrárinnar að afla ber samþykkis Alþingis áður en ákvörðun er staðfest. Slíkt samþykki getur Alþingi alltaf veitt samhliða viðeigandi lagabreytingu, en einnig hefur tíðkast að heimila stjórnvöldum að skuldbinda sig að þjóðarétti með þingsályktun áður en landsréttinum er með lögum breytt til samræmis við viðkomandi ákvörðun.
    Áðurnefnd 21. gr. stjórnarskrárinnar tekur til gerðar þjóðréttarsamninga en hún á augljóslega einnig við um þau tilvik þegar breytingar eru gerðar á slíkum samningum. Samkvæmt ákvæðinu er samþykki Alþingis áskilið ef samningur felur í sér afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef hann horfir til breytinga á stjórnarhögum ríkisins. Síðarnefnda atriðið hefur verið túlkað svo að samþykki Alþingis sé áskilið ef gerð þjóðréttarsamnings kallar á lagabreytingar hér á landi.
    Umrædd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar felur í sér breytingu á EES-samningnum en þar sem hún kallar á lagabreytingar hér á landi var hún tekin með stjórnskipulegum fyrirvara. Í samræmi við það sem að framan segir er óskað eftir samþykki Alþingis fyrir þeirri breytingu á EES-samningnum sem í ákvörðuninni felst.

3. Efni gerðarinnar.
    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/44/EB geymir tæknileg ákvæði er varða virka eignarhluti í lánastofnunum, vátryggingafélögum og fjármálafyrirtækjum með leyfi til verðbréfaviðskipta. Helstu breytingarnar sem hún mælir fyrir um eru eftirfarandi:
          Breyting á skilgreiningu hugtaksins virkur eignarhlutur (e. qualifying holding).
          Ekki er lengur gert ráð fyrir umsókn um samþykki fyrir því að mega eignast eða fara með virkan eignarhlut.
          Nákvæmari reglur um viðbrögð lögbærs stjórnvalds við tilkynningu aðila um að hann hyggist eignast eða auka við virkan eignarhlut, svo sem tímafresti.
          Reglur um framkvæmd mats lögbærs stjórnvalds á hæfi þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut. Upptalning viðmiða sem hafa skal hliðsjón af við slíkt hæfismat.
          Lögbært yfirvald getur sett sig upp á móti kaupum eða aukningu á virkum eignarhlut á grundvelli tæmandi viðmiða. Ef þau gera ekki athugasemd innan tiltekins tímafrests öðlast viðkomandi sjálfkrafa rétt til að fara með hlutinn.

4. Lagabreytingar og hugsanleg áhrif hér á landi.
    Innleiðing tilskipunar 2007/44/EB kallar á tilteknar breytingar á ákvæðum laga um vátryggingastarfsemi og lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Meginbreytingin frá gildandi lögum er að ekki er gert ráð fyrir umsókn til Fjármálaeftirlitsins um að mega fara með virkan eignarhlut, aðeins tilkynningu. Sá sem tilkynnir getur þó ekki farið með eignarhlutinn fyrr en liðinn er sá tímafrestur sem Fjármálaeftirlitið hefur til þess að setja sig upp á móti kaupunum eða aukningunni. Við mat sitt á hæfi þess sem tilkynnir verður Fjármálaeftirlitið að styðjast eingöngu við þau viðmið sem upp eru talin í tilskipuninni og verða lögfest við innleiðingu hennar. Þá eru tímafrestir Fjármálaeftirlitsins styttir frá því sem nú er. Frumvarp til laga um vátryggingastarfsemi hefur verið lagt fram á Alþingi og verið tekið til fyrstu umræðu en í kjölfar hennar var því vísað til viðskiptanefndar (229. mál á 138. löggjafarþingi). Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki hefur verið lagt fram á Alþingi og bíður 1. umræðu (343. mál).Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 79/2008

frá 4. júlí 2008

um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með hliðsjón af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist hér á eftir „samningurinn“, einkum 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)             IX. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 66/2008 frá 6. júní 2008 ( 1 ).

2)             Fella ber inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/44/EB frá 5. september 2007 um breytingu á tilskipun ráðsins 92/49/EBE og tilskipunum 2002/83/ EB, 2004/39/EB, 2005/68/EB og 2006/48/EB að því er varðar reglur um málsmeðferð og viðmiðanir vegna varfærnismats á öflun og aukningu eignarhlutdeildar á sviði fjármála ( 2 ).

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:

1. gr.


IX. viðauki við samninginn breytist sem hér segir:

1.             Eftirfarandi undirliður bætist við í lið 7a (tilskipun ráðsins 92/49/EBE), 11. lið (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/83/EB), 14. lið (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/48/EB) og lið 31ba (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB):

            „–     32007 L 0044: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/44/EB frá 5. september 2007 (Stjtíð. ESB L 247, 21.9.2007, bls. 1).“

2.             Eftirfarandi bætist við í lið 7b (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/68/EB):

            „eins og henni var breytt með:

            –         32007 L 0044: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/44/EB frá 5. september 2007 (Stjtíð. ESB L 247, 21.9.2007, bls. 1).“

3.             Liður 7a (tilskipun ráðsins 92/49/EBE) breytist sem hér segir:

            i)         Núverandi aðlögunarliður a) verði aðlögunarliður b).

            ii)    Eftirfarandi aðlögunarliður bætist við á undan hinum nýja aðlögunarlið b):

                    „a)    Ákvæði 15. gr., 15. gr. a, 15. gr. b og 15. gr. c um varfærnismat á fyrirhuguðum kaupanda gilda ekki ef aðsetur fyrirhugaðs kaupanda, eins og hann er skilgreindur í tilskipuninni, eða lögsagan sem hann fellur undir, er utan yfirráðasvæðis samningsaðila.“

4.             Liður 7b (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/68/EB) breytist sem hér segir:

            i)         Núverandi ótölusettur aðlögunarliður verði aðlögunarliður b).

            ii)    Eftirfarandi aðlögunarliður bætist við á undan hinum nýja aðlögunarlið b):

                    „a)    Ákvæði 19. gr., 19. gr. a og 20. gr. um varfærnismat á fyrirhuguðum kaupanda gilda ekki ef aðsetur fyrirhugaðs kaupanda, eins og hann er skilgreindur í tilskipuninni, eða lögsagan sem hann fellur undir, er utan yfirráðasvæðis samningsaðila.“

5.            11. liður (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/83/EB) breytist sem hér segir:

            i)         Núverandi aðlögunarliðir b), c) og d) verði aðlögunarliðir c), d) og e).

            ii)    Eftirfarandi aðlögunarliður bætist við á eftir aðlögunarlið a):

                    „b)    Ákvæði 15. gr., 15. gr. a, 15. gr. b og 15. gr. c um varfærnismat á fyrirhuguðum kaupanda gilda ekki ef aðsetur fyrirhugaðs kaupanda, eins og hann er skilgreindur í tilskipuninni, eða lögsagan sem hann fellur undir, er utan yfirráðasvæðis samningsaðila.“

6.             14. liður (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/48/EB) breytist sem hér segir:

            i)         Núverandi aðlögunarliðir c) og d) verði aðlögunarliðir d) og e).

            ii)    Eftirfarandi aðlögunarliður bætist við á eftir aðlögunarlið b):

                    „c)    Ákvæði 19. gr., 19. gr. a, 19. gr. b, 20. gr. og 3. mgr. 21. gr. um varfærnismat á fyrirhuguðum kaupanda gilda ekki ef aðsetur fyrirhugaðs kaupanda, eins og hann er skilgreindur í tilskipuninni, eða lögsagan sem hann fellur undir, er utan yfirráðasvæðis samningsaðila.“

7.             Liður 31ba (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB) breytist sem hér segir:

            i)         Núverandi ótölusettur aðlögunarliður verði aðlögunarliður b).

            ii)    Eftirfarandi aðlögunarliður bætist við á undan hinum nýja aðlögunarlið b):

                    „a)    Ákvæði 10. gr., 10. gr. a og 10. gr. b um varfærnismat á fyrirhuguðum kaupanda gilda ekki ef aðsetur fyrirhugaðs kaupanda, eins og hann er skilgreindur í tilskipuninni, eða lögsagan sem hann fellur undir, er utan yfirráðasvæðis samningsaðila.“

2. gr.


Íslenskur og norskur texti tilskipunar 2007/44/EB, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.

3. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi 5. júlí 2008 að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi borist sameiginlegu EES-nefndinni ( * ).

4. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.
Fylgiskjal II.


TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2007/44/EB
frá 5. september 2007
um breytingu á tilskipun ráðsins 92/49/EBE og tilskipunum 2002/83/EB, 2004/39/EB, 2005/68/EB og 2006/48/EB að því er varðar reglur um málsmeðferð og viðmiðanir vegna varfærnismats við yfirtökur og aukningu eignarhlutdeildar í fjármálageiranum
(Texti sem varðar EES)


EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 2. mgr. 47. gr. og 55. gr.,
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,
með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar Evrópubandalaganna ( 1 ),
með hliðsjón af áliti Seðlabanka Evrópu ( 2 ),
í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans ( 3 ),
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)          Með tilskipun ráðsins 92/49/EBE frá 18. júní 1992 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum varðandi frumtryggingar, aðrar en líftryggingar (þriðja tilskipun um skaðatryggingar) ( 4 ), tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/83/EB frá 5. nóvember 2002 um líftryggingar ( 5 ), tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB frá 21. apríl 2004 um markaði fyrir fjármálagerninga ( 6 ), tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/68/EB frá 16. nóvember 2005 um endurtryggingu og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/48/EB frá 14. júní 2006 um stofnun og rekstur lánastofnana (endursamin) ( 7 ) eru settar reglur um aðstæður þar sem einstaklingur eða lögaðili hefur tekið ákvörðun um að yfirtaka eða auka virka eignarhlutdeild í lánastofnun, líftryggingafélagi, vátrygginga- eða endurtryggingafélagi, eða fjárfestingarfyrirtæki.
2)          Í lagarammanum hefur, fram til þessa, hvorki verið kveðið á um nákvæmar viðmiðanir vegna varfærnismats við fyrirhugaða yfirtöku né reglur um beitingu þeirra. Nánari útlistunar er þörf á viðmiðunum og fyrirkomulagi varfærnismats til að stuðla að nauðsynlegu réttaröryggi, skýrleika og áreiðanleika að því er varðar matsferlið, svo og niðurstöður þess.
3)          Hlutverk lögbærra yfirvalda, bæði í málum innanlands og yfir landamæri, er að framkvæma varfærnismat innan ramma skýrrar og gagnsærrar málsmeðferðar og á grundvelli afmarkaðs fjölda skýrra matsviðmiðana sem eru alfarið varfærnislegar. Því er nauðsynlegt að fastsetja þær viðmiðanir sem nota skal við mat til eftirlits með hluthöfum og stjórn í tengslum við fyrirhugaða yfirtöku og skilgreina skýra málsmeðferð við beitingu þeirra. Þessi tilskipun kemur í veg fyrir að upphafleg skilyrði fyrir leyfi séu sniðgengin með því að yfirtaka virka eignarhlutdeild í félaginu, sem fyrirhugað er að yfirtaka. Þessi tilskipun kemur ekki í veg fyrir að lögbær yfirvöld taki tillit til skuldbindinga, sem fyrirhugaður yfirtökuaðili tekur á sig til þess að uppfylla varfærniskröfur samkvæmt matsviðmiðunum, sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun, að því tilskildu að það hafi ekki áhrif á réttindi fyrirhugaðs yfirtökuaðila samkvæmt þessari tilskipun.
4)          Varfærnismat á fyrirhugaðri yfirtöku skal á engan hátt fella niður tímabundið eða það koma í staðinn fyrir kröfur um viðvarandi varfærniseftirlit og önnur viðeigandi ákvæði, sem gilt hafa um félagið, þar sem yfirtakan er áformuð, frá því það fékk upphaflega leyfi.
5)          Þessi tilskipun kemur ekki í veg fyrir að markaðsaðilar starfi á virkan hátt á verðbréfamarkaði. Upplýsingarnar, sem þörf er á til að meta fyrirhugaða yfirtöku, svo og matið á því hvort mismunandi viðmiðanir eru virtar, skulu því m.a. vera í réttu hlutfalli við þátttöku fyrirhugaðs yfirtökuaðila í stjórn félagsins sem fyrirhugað er að yfirtaka. Lögbær yfirvöld skulu, í samræmi við góða stjórnsýsluvenjur, ganga frá mati sínu án tafar og tilkynna fyrirhuguðum yfirtökuaðila einnig um það ef niðurstaða matsins er jákvæð, a.m.k. ef fyrirhugaður yfirtökuaðili fer fram á slíkt.
6)          Á mörkuðum sem verða æ samþættari og þar sem samstæðuskipulag kann að ná til margra aðildarríkja er yfirtaka á virkri eignarhlutdeild háð athugun í mörgum aðildarríkjum. Það skiptir því miklu máli að málsmeðferð og varfærnismat séu eins samræmd og hægt er innan Bandalagsins og að aðildarríkin setji ekki strangari reglur. Því skal samræma, eins og kostur er, viðmiðunarmörk fyrir tilkynningu um fyrirhugaða yfirtöku eða ráðstöfun á virkri eignarhlutdeild, matsmeðferð, skrána yfir matsviðmiðanir og önnur ákvæði þessarar tilskipunar sem beitt verður við varfærnismat í fyrirhuguðum yfirtökum. Þessi tilskipun kemur ekki í veg fyrir að aðildarríkin krefjist þess að lögbærum yfirvöldum sé tilkynnt um yfirtökur eignarhlutdeildar, sem eru undir þeim viðmiðunarmörkum sem mælt er fyrir um í þessari tilskipun, enda kveði aðildarríki ekki á um fleiri en eitt viðbótarviðmiðunarmark undir 10% í þessu sambandi. Hún kemur ekki heldur í veg fyrir að lögbær yfirvöld veiti almennar leiðbeiningar um hvenær slík eignarhlutdeild telst hafa í för með sér veruleg áhrif.
7)          Til að tryggja skýrleika og áreiðanleika matsmeðferðarinnar skal ákveða takmarkað hámarkstímabil til að ganga frá varfærnismati. Á meðan matsmeðferð stendur skulu lögbær yfirvöld ekki geta gert hlé á þessum tíma nema einu sinni og þá einungis til þess að óska eftir viðbótarupplýsingum og að því loknu skulu þau, undir öllum kringumstæðum, ljúka við matið innan hámarksmatstíma. Þetta kemur ekki í veg fyrir að lögbær yfirvöld fari fram á frekari skýringar, jafnvel eftir að frestinum til að ganga frá umbeðnum upplýsingum eða gera fyrirhuguðum yfirtökuaðila kleift að leggja fram viðbótarupplýsingar lýkur, hvenær sem er innan hámarksmatstíma, að því tilskildu að sá tími sé virtur. Þetta kemur ekki heldur í veg fyrir að lögbær yfirvöld andmæli fyrirhugaðri yfirtöku, eftir því sem við á, hvenær sem er á hámarksmatstímanum. Samstarf milli fyrirhugaðs yfirtökuaðila og lögbærra yfirvalda skal því eiga sér stað á öllu matstímabilinu. Regluleg samskipti milli fyrirhugaðs yfirtökuaðila og lögbærra yfirvalda eftirlitsskylda félagsins, sem fyrirhugað er að yfirtaka, geta einnig hafist áður en kemur að formlegri tilkynningu. Í slíku samstarfi skal felast raunveruleg viðleitni til gagnkvæmrar aðstoðar, t.d. svo að hægt sé að komast hjá óvæntum beiðnum um upplýsingar eða að upplýsingar séu óvænt lagðar fram seint á matstímabilinu.
8)          Að því er varðar varfærnismat felur viðmiðunin „orðspor fyrirhugaðs yfirtökuaðila“ í sér ákvörðun um hvort einhverjar efasemdir séu uppi um ráðvendni og starfshæfni fyrirhugaðs yfirtökuaðila og hvort þær efasemdir eigi við rök að styðjast. Slíkar efasemdir kunna t.d. að vakna vegna fyrri viðskiptahátta. Mat á orðspori skiptir einkum máli ef fyrirhugaður yfirtökuaðili er óeftirlitsskylt félag en greiða skal fyrir því ef yfirtökuaðili hefur starfsleyfi og heyrir undir eftirlit innan Evrópusambandsins.
9)          Í skrá sem aðildarríkið tekur saman skal tilgreina þær upplýsingar, sem hægt er að fara fram á vegna mats, nákvæmlega eftir þeim viðmiðunum sem settar eru fram í þessari tilskipun. Upplýsingarnar skulu vera í réttu hlutfalli við það hvers eðlis fyrirhuguð yfirtaka er og lagaðar að því, einkum ef fyrirhugaður yfirtökuaðili er óeftirlitsskylt félag eða með staðfestu í þriðja landi. Einnig skal gera ráðstafanir til þess að fara megi fram á stuttorðaðri upplýsingar í rökstuddum tilvikum.
10)          Brýnt er að lögbær yfirvöld hafi náið samstarf sín á milli þegar þau meta hæfi fyrirhugaðs yfirtökuaðila ef um er að ræða eftirlitsskylt félag með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða í öðrum geira. Þótt talið sé við hæfi að lögbært yfirvald, sem ber ábyrgð á eftirliti með félaginu sem fyrirhugað er að yfirtaka, taki áfram endanlega ákvörðun að því er varðar varfærnismat, skal það taka fullt tillit til álits lögbæra yfirvaldsins sem ber ábyrgð á eftirliti með fyrirhuguðum yfirtökuaðila, einkum að því er varðar matsviðmiðanir sem tengjast þeim aðila beint.
11)          Framkvæmdastjórnin skal, í samræmi við þau réttindi og skyldur, sem kveðið er á um í sáttmálanum, geta fylgst með beitingu ákvæða um varfærnismat við yfirtökur til þess að hún geti sinnt þeim verkefnum sem henni hafa verið falin með tilliti til framkvæmdar laga Bandalagsins. Með hliðsjón af 296. gr. sáttmálans skulu aðildarríkin hafa samstarf við framkvæmdastjórnina með því að láta henni í té, að lokinni matsmeðferð, upplýsingar sem varða varfærnismat sem lögbær yfirvöld hafa framkvæmt, ef beðið er um slíkar upplýsingar í þeim tilgangi einum að ganga úr skugga um hvort aðildarríkjunum hafi láðst að uppfylla skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun.
12)          Í framtíðinni kann að vera þörf á að breyta þessum matsviðmiðunum til að taka mið af markaðsþróun og þörfinni fyrir samræmda beitingu alls staðar í Bandalaginu. Samþykkja skal slíkar tæknilegar breytingar í samræmi við ákvörðun ráðsins 1999/468/EB frá 28. júní 1999 um reglur um meðferð framkvæmdavalds sem framkvæmdastjórninni er falið ( 1 ).
13)          Þar eð aðildarríkin geta ekki fyllilega náð markmiði þessarar tilskipunar, sem er að koma á samræmdum málsmeðferðarreglum og matsviðmiðunum alls staðar í Bandalaginu, og þar eð því verður betur náð á vettvangi Bandalagsins, vegna þess hve aðgerðirnar eru umfangsmiklar og hafa víðtæk áhrif, er Bandalaginu heimilt að samþykkja ráðstafanir í samræmi við dreifræðisregluna eins og kveðið er á um í 5. gr. sáttmálans. Í samræmi við meðalhófsregluna, eins og hún er sett fram í þeirri grein, er ekki gengið lengra en nauðsyn krefur í þessari tilskipun til að ná þessu markmiði.
14)          Bandalagið hefur áform um að hafa fjármálamarkaði sína áfram opna fyrir umheiminum og stuðla þannig að auknu frelsi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í þriðju löndum. Það væri öllum markaðsaðilum til hagsbóta að fá jafnan aðgang að fjárfestingum alls staðar í heiminum. Aðildarríkin skulu skýra framkvæmdastjórninni frá tilvikum þar sem lánastofnanir Bandalagsins, fjárfestingarfyrirtæki, aðrar fjármálastofnanir eða vátryggingafélög, sem yfirtaka lánastofnanir, fjárfestingarfyrirtæki, aðrar fjármálastofnanir eða vátryggingafélög í þriðju löndum, fá ekki sömu meðferð og innlendir yfirtökuaðilar og sæta verulegum hindrunum. Framkvæmdastjórnin skal leggja til ráðstafanir til úrbóta í slíkum tilvikum eða vekja máls á þeim á réttum vettvangi.
15)          Í samræmi við 34. gr. samstarfssamningsins milli stofnana um betri lagasetningu ( 2 ) eru aðildarríkin hvött til að taka saman, bæði í eigin þágu og í þágu Bandalagsins, eigin töflur sem sýna, eftir því sem við verður komið, samsvörun milli þessarar tilskipunar og ráðstafana til að lögleiða hana og að birta þær.
16)          Því ber að breyta tilskipunum 92/49/EBE, 2002/83/EB, 2004/39/EB, 2005/68/EB og 2006/48/EB til samræmis við þetta.
SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:

1. gr.
Breytingar á tilskipun 92/49/EBE

Tilskipun 92/49/EBE er breytt sem hér segir:
1.    í stað annarrar málsgreinar í g-lið 1. gr. komi eftirfarandi:
    „Að því er varðar þessa skilgreiningu, í tengslum við 8. og 15. gr. og annars konar eignarhlutdeild, sem um getur í 15. gr., ber að taka tillit til atkvæðisréttarins, sem um getur í 9. og 10. gr. tilskipunar 2004/109/EB ( *), svo og skilyrða um samlagningu eignarhluta sem mælt er fyrir um í 4. og 5 mgr. 12. gr. þeirrar tilskipunar.
    Aðildarríki skulu ekki taka tillit til atkvæðisréttar eða hlutabréfa sem fjárfestingarfyrirtæki eða lánastofnanir kunna að eiga eftir að hafa veitt sölutryggingu vegna fjármálagerninga og/eða markaðssett fjármálagerninga á skuldbindandi grundvelli skv. 6. lið A-þáttar í I. viðauka við tilskipun 2004/39/EB ( **), að því tilskildu að þessi réttindi séu ekki nýtt eða notuð á annan hátt til að hlutast til um stjórn útgefandans og að þeim sé ráðstafað innan eins árs frá yfirtökunni.
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/ 109/EB frá 15. desember 2004 um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað (Stjtíð. ESB L 390, 31.12.2004, bls. 38).
    ( **)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB frá 21. apríl 2004 um markaði fyrir fjármálagerninga (Stjtíð. ESB L 145, 30.4.2004, bls. 1). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2007/44/EB (Stjtíð. ESB L 247, 21.9.2007, bls. 1).“
2.    ákvæðum 15. gr. er breytt sem hér segir:
    a)    í stað 1. mgr. komi eftirfarandi:
        „1. Aðildarríkin skulu krefjast þess að einstaklingur eða lögaðili, eða slíkir aðilar í samstarfi (hér á eftir nefndir fyrirhugaður yfirtökuaðili), sem hafa tekið ákvörðun um að annaðhvort yfirtaka, beint eða óbeint, virka eignarhlutdeild í vátryggingafélagi eða auka frekar, beint eða óbeint, virka eignarhlutdeild sína í vátryggingafélagi svo mikið að hlutfall viðkomandi aðila af atkvæðisrétti eða hlutafé nemi eða fari yfir 20%, 30% eða 50% eða þannig að vátryggingafélagið yrði dótturfélag hans (hér á eftir nefnd fyrirhuguð yfirtaka), tilkynni það áður skriflega lögbærum yfirvöldum í ríki vátryggingafélagsins, sem þeir hyggjast yfirtaka eða auka eignarhlutdeild sína í, og skýri þeim frá hve stórum hluta í félaginu þeir hyggjast ráða yfir, eins og um getur í 4. mgr. 15. gr. b. Aðildarríkin þurfa ekki að beita 30% viðmiðunarmörkunum ef þau, í samræmi við a-lið 3. mgr. 9. gr. tilskipunar 2004/109/EB, beita viðmiðunarmörkum sem miðast við einn þriðja hluta.“
    b)    ákvæði 1. mgr. a falli brott.
    c)    í stað 2. mgr. komi eftirfarandi:
        „2. Aðildarríkin skulu krefjast þess að einstaklingur eða lögaðili, sem hefur tekið ákvörðun um ráðstafa, beint eða óbeint, virkri eignarhlutdeild í vátryggingafélagi, tilkynni það áður skriflega lögbærum yfirvöldum í heimaaðildarríkinu og skýri þeim frá hve stórum hluta í félaginu hann hyggst ráða yfir. Hlutaðeigandi skal einnig tilkynna lögbærum yfirvöldum ef hann hefur tekið ákvörðun um að minnka virka eignarhlutdeild sína svo mikið að hlutfall atkvæðisréttar eða hlutafjár hans fari niður fyrir 20%, 30% eða 50% eða að vátryggingafélagið hætti að vera dótturfélag hans. Aðildarríkin þurfa ekki að beita 30% viðmiðunarmörkunum ef þau, í samræmi við a-lið 3. mgr. 9. gr. tilskipunar 2004/109/EB, beita viðmiðunarmörkum sem miðast við einn þriðja hluta.“
3.    eftirfarandi greinar bætist við:
     „15. gr. a
    1.     Lögbær yfirvöld skulu, þegar í stað og a.m.k. innan tveggja virkra daga frá viðtöku tilkynningarinnar, sem krafist er skv. 1. mgr. 15. gr., sem og frá hugsanlegri viðtöku síðar á upplýsingum, sem um getur í 2. mgr. þessarar greinar, senda fyrirhuguðum yfirtökuaðila kvittun fyrir viðtöku.
    Lögbær yfirvöld skulu hafa mest 60 virka daga frá þeim degi þegar þeim berst kvittun fyrir viðtöku tilkynningarinnar og allra þeirra skjala sem aðildarríkið fer fram á að fylgi tilkynningunni á grundvelli skrárinnar sem um getur í 4. mgr. 15. gr. b (hér á eftir nefnt matstímabil) til þess að framkvæma matið sem kveðið er á um í 1. mgr. 15. gr. b (hér á eftir nefnt matið).
    Lögbær yfirvöld skulu tilkynna fyrirhuguðum yfirtökuaðila um það hvenær matstímabilinu lýkur þegar þau kvitta fyrir viðtöku.
    2.     Á matstímabilinu er lögbærum yfirvöldum heimilt, ef þörf krefur og eigi síðar en á 50. virka degi matstímabilsins, að fara fram á nánari upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að ljúka við matið. Slíkar beiðnir skulu vera skriflegar og í þeim skal tilgreina hvaða viðbótarupplýsinga sé þörf.
    Á tímabilinu frá því að lögbær yfirvöld biðja um upplýsingarnar þar til svar berst frá fyrirhuguðum yfirtökuaðila skal gera hlé á matstímabilinu. Hléið má ekki vara lengur en 20 virka daga. Lögbærum yfirvöldum er heimilt að biðja um frekari eða nánari upplýsingar en það má ekki leiða til þess að hlé sé gert á matstímabilinu.
    3.     Lögbær yfirvöld geta framlengt hléið, sem um getur í annarri undirgrein 2. mgr., í allt að 30 virka daga ef fyrirhugaður yfirtökuaðili er:
    a)    staðsettur eða eftirlitsskyldur utan Bandalagsins eða
    b)    einstaklingur eða lögaðili sem ekki heyrir undir eftirlit samkvæmt þessari tilskipun eða tilskipunum 85/611/EBE ( *), 2002/83/EB ( **), 2004/39/EB, 2005/68/EB ( ***) eða 2006/48/ EB (4) *.
    4.     Ákveði lögbær yfirvöld, að loknu mati sínu, að andmæla fyrirhugaðri yfirtöku, skulu þau, innan tveggja virkra daga og á sjálfu matstímabilinu, tilkynna það fyrirhuguðum yfirtökuaðila skriflega og rökstyðja þá ákvörðun. Með fyrirvara um landslög er heimilt að birta opinberlega viðeigandi yfirlýsingu um ástæður fyrir ákvörðuninni að fenginni beiðni fyrirhugaðs yfirtökuaðila. Þetta kemur ekki í veg fyrir að aðildarríki heimili lögbæru yfirvaldi að birta slíka yfirlýsingu þótt ekki liggi fyrir beiðni frá fyrirhuguðum yfirtökuaðila.
    5.     Andmæli lögbær yfirvöld ekki fyrirhugaðri yfirtöku skriflega á matstímabilinu telst hún samþykkt.
    6.     Lögbærum yfirvöldum er heimilt að fastsetja hámarkstímabil til að ganga frá fyrirhugaðri yfirtöku og framlengja það eftir því sem við á.
    7.     Aðildarríkin geta ekki gert strangari kröfur um tilkynningu til lögbærra yfirvalda eða sett strangari skilyrði fyrir samþykki þeirra á beinum eða óbeinum yfirtökum á atkvæðisrétti eða hlutafé en sett eru í þessari tilskipun.
     15. gr. b
    1.     Við mat á tilkynningunni, sem kveðið er á um í 1. mgr. 15. gr. og upplýsingunum, sem um getur í 2. mgr. 15. gr. a, skulu lögbær yfirvöld, til að tryggja trausta og varfærna stjórnun vátryggingafélagsins sem fyrirhugað er að yfirtaka, og að teknu tilliti til hugsanlegra áhrifa fyrirhugaðs yfirtökuaðila á vátryggingafélagið, leggja mat á hæfi fyrirhugaðs yfirtökuaðila og það hversu fjárhagslega traust fyrirhuguð yfirtaka er með hliðsjón af öllum eftirfarandi viðmiðunum:
    a)    orðspori fyrirhugaðs yfirtökuaðila,
    b)    orðspori og reynslu hvers þess aðila sem kemur til með að stjórna viðskiptum vátryggingafélagsins í kjölfar fyrirhugaðrar yfirtöku,
    c)     fjárhagslegu trausti fyrirhugaðs yfirtökuaðila, einkum í tengslum við þá gerð viðskipta sem eru stunduð og áformað er að stunda í vátryggingafélaginu sem fyrirhugað er að yfirtaka,
    d)    því hvort vátryggingafélagið getur farið að og haldið áfram að fara að varfærniskröfunum, sem byggjast á þessari tilskipun og, eftir atvikum, öðrum tilskipunum, nánar tiltekið tilskipun 73/239/EBE, 98/78/EB (5) *, 2002/13/ EB (6) * og 2002/87/EB (7) *, einkum hvort uppbygging samstæðunnar, sem það verður hluti af, sé þannig að hægt sé að hafa skilvirkt eftirlit með henni, skiptast á upplýsingum um hana milli lögbærra yfirvalda á skilvirkan hátt og ákvarða skiptingu ábyrgðar milli lögbærra yfirvalda,
    e)    því hvort gildar ástæður séu til að ætla að peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka, í skilningi 1. gr. tilskipunar 2005/60/EB (8) *, eigi sér stað, hafi átt sér stað eða hafi verið reynd í tengslum við fyrirhugaða yfirtöku eða hvort fyrirhuguð yfirtaka geti aukið hættuna á því.
    2.     Lögbær yfirvöld geta ekki andmælt fyrirhugaðri yfirtöku nema til þess liggi haldbær rök á grundvelli viðmiðananna sem settar eru fram í 1. mgr. eða upplýsingarnar, sem fyrirhugaður yfirtökuaðili veitir, séu ófullnægjandi.
    3.     Aðildarríki skulu hvorki setja nein fyrirfram skilyrði um hlutfall eignarhlutdeildar, sem verður að yfirtaka, né heimila lögbærum yfirvöldum sínum að kanna fyrirhugaða yfirtöku með tilliti til hagrænna þarfa markaðarins.
    4.     Aðildarríkin skulu birta opinberlega skrá yfir upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma matið og senda ber lögbærum yfirvöldum um leið og tilkynninguna sem um getur í 1. mgr. 15. gr. Upplýsingarnar, sem krafist er, skulu vera í réttu hlutfalli við eðli fyrirhugaðs yfirtökuaðila og fyrirhugaðrar yfirtöku og lagaðar að því. Aðildarríkin skulu ekki krefjast annarra upplýsinga en þeirra sem skipta máli varðandi varfærnismatið.
    5.     Hafi lögbæru yfirvaldi verið tilkynnt um tvær eða fleiri fyrirhugaðar yfirtökur eða tvö eða fleiri tilvik fyrirhugaðrar aukningar á virkri eignarhlutdeild í sama vátryggingafélagi skal, með fyrirvara um 1., 2. og 3. mgr. 15. gr. a, meðferð þess á fyrirhuguðum yfirtökuaðilum vera án mismununar.
     15. gr. c
    1.     Viðeigandi lögbær yfirvöld skulu hafa fullt samráð sín á milli þegar þau framkvæma mat ef fyrirhugaður yfirtökuaðili er:
    a)    lánastofnun, líftryggingafélag, vátryggingafélag, endurtryggingafélag, fjárfestingarfyrirtæki eða rekstrarfélag í skilningi 2. liðar 1. gr. a í tilskipun 85/611/EBE (hér á eftir nefnt rekstrarfélag verðbréfasjóðs) með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð,
    b)    móðurfélag lánastofnunar, líftryggingafélags, vátryggingafélags, endurtryggingafélags, fjárfestingarfyrirtækis eða rekstrarfélags verðbréfasjóðs með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð, eða
    c)    einstaklingur eða lögaðili sem hefur yfirráð yfir lánastofnun, líftryggingafélagi, vátryggingafélagi, endurtryggingafélagi, fjárfestingarfyrirtæki eða rekstrarfélagi verðbréfasjóðs með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð.
    2.     Lögbær yfirvöld skulu veita hver öðrum, án óþarfa tafa, allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru eða skipta máli fyrir matið. Að því er þetta varðar skulu lögbæru yfirvöldin senda hver öðrum allar upplýsingar sem málið varðar, ef óskað er eftir því, og allar mikilvægar upplýsingar að eigin frumkvæði. Taki lögbæra yfirvaldið, sem veitt hefur vátryggingafélaginu, sem fyrirhugað er að yfirtaka, starfsleyfi, ákvörðun skal tilgreina í henni sjónarmið eða fyrirvara sem lögbæra yfirvaldið, sem ber ábyrgð á fyrirhuguðum yfirtökuaðila, hefur látið í ljósi eða gert.
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Tilskipun ráðsins 85/611/EBE frá 20. desember 1985 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um fyrirtæki um sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum (Stjtíð. EB L 375, 31.12.1985, bls. 3).Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/1/ EB (Stjtíð. ESB L 79, 24.3.2005, bls. 9).
    ( **)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/ 83/EB frá 5. nóvember 2002 um líftryggingar (Stjtíð. EB L 345, 19.12.2002, bls. 1). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2007/44/EB.
    ( ***)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/ 68/EB frá 16. nóvember 2005 um endurtryggingu (Stjtíð. ESB L 323, 9.12.2005, bls. 1), Tilskipuninni var breytt með tilskipun 2007/44/EB.
    4) *    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/ 48/EB frá 14. júní 2006 um stofnun og rekstur lánastofnana (endursamin) (Stjtíð. EB L 177, 30.6.2006, bls. 1). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2007/44/EB.
    5) *    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/78/ EB frá 27. október 1998 um viðbótareftirlit með vátrygginga- og endurtryggingafélögum í vátrygginga- eða endurtryggingahópi (Stjtíð. EB L 330, 5.12.1998, bls. 1). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2005/68/EB.
    6) *    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/ 13/EB frá 5. mars 2002 um breytingu á tilskipun ráðsins 73/239/EBE að því er varðar kröfu um gjaldþol skaðatryggingafyrirtækja (Stjtíð. EB L 77, 20.3.2002, bls. 17).
    7) *    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/ 87/EB frá 16. desember 2002 um viðbótareftirlit með lánastofnunum, vátryggingafélögum og verðbréfafyrirtækjum sem eru hluti af fjármálasamsteypu (Stjtíð. ESB L 35, 11.2.2003, bls. 1). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2005/1/EB.
    8) *    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/ 60/EB frá 26. október 2005 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis og til fjármögnunar hryðjuverkastarfsemi (Stjtíð. ESB L 309, 25.11. 2005, bls. 15).“
4.    í 51. gr. bætist eftirfarandi undirliður við:
    „—    breytingar á viðmiðunum, sem settar eru fram í 1. mgr. 15. gr. b, með framtíðarþróun í huga og til að tryggja samræmda beitingu þessarar tilskipunar.“

2. gr.
Breytingar á tilskipun 2002/83/EB

Tilskipun 2002/83/EB er hér með breytt sem hér segir:
1.    í stað annarrar undirgreinar j-liðar 1. gr. komi eftirfarandi:
    „Að því er varðar þessa skilgreiningu, í tengslum við 8. og 15. gr. og annars konar eignarhlutdeild, sem um getur í 15. gr., ber að taka tillit til atkvæðisréttarins sem um getur í 9. og 10. gr. tilskipunar 2004/109/EB ( *), svo og skilyrða um samlagningu eignarhluta sem mælt er fyrir um í 4. og 5. mgr. 12. gr. þeirrar tilskipunar.
    Aðildarríki skulu ekki taka tillit til atkvæðisréttar eða hlutabréfa sem fjárfestingarfyrirtæki eða lánastofnanir kunna að eiga eftir að hafa veitt sölutryggingu vegna fjármálagerninga og/eða markaðssett fjármálagerninga á skuldbindandi grundvelli skv. 6. lið A-þáttar í I. viðauka við tilskipun 2004/39/EB ( **), að því tilskildu að þessi réttindi séu ekki nýtt eða notuð á annan hátt til að hlutast til um stjórn útgefandans og að þeim sé ráðstafað innan eins árs frá yfirtökunni.
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/ 109/EB frá 15. desember 2004 um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað (Stjtíð. ESB L 390, 31.12.2004, bls. 38).
    ( **)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/ 39/EB frá 21. apríl 2004 um markaði fyrir fjármálagerninga (Stjtíð. ESB L 145, 30.4. 2004, bls. 1). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2007/44/EB (Stjtíð. ESB L 247, 21.9.2007, bls. 1).“
2.    ákvæðum 15. gr. er breytt sem hér segir:
    a)    í stað 1. mgr. komi eftirfarandi:
        „1. Aðildarríkin skulu krefjast þess að einstaklingur eða lögaðili, eða slíkir aðilar í samstarfi (hér á eftir nefndir fyrirhugaður yfirtökuaðili), sem hafa tekið ákvörðun um að annaðhvort yfirtaka, beint eða óbeint, virka eignarhlutdeild í líftryggingafélagi eða auka frekar, beint eða óbeint, virka eignarhlutdeild sína í líftryggingafélagi svo mikið að hlutfall viðkomandi aðila af atkvæðisrétti eða hlutafé nemi eða fari yfir 20%, 30% eða 50% eða þannig að líftryggingafélagið yrði dótturfélag hans (hér á eftir nefnd fyrirhuguð yfirtaka), tilkynni það áður skriflega lögbærum yfirvöldum í ríki líftryggingafélagsins, sem þeir hyggjast yfirtaka eða auka eignarhlutdeild sína í, og skýri þeim frá hve stórum hluta í félaginu þeir hyggjast ráða yfir, eins og um getur í 4. mgr. 15. gr. b. Aðildarríkin þurfa ekki að beita 30% viðmiðunarmörkunum ef þau, í samræmi við a-lið 3. mgr. 9. gr., beita viðmiðunarmörkum sem miðast við einn þriðja hluta.“
    b)    ákvæði 1. mgr. a falli brott.
    c)    í stað 2. mgr. komi eftirfarandi:
        „2. Aðildarríkin skulu krefjast þess að einstaklingur eða lögaðili, sem hefur tekið ákvörðun um ráðstafa, beint eða óbeint, virkri eignarhlutdeild í líftryggingafélagi, tilkynni það áður skriflega lögbærum yfirvöldum í heimaaðildarríkinu og skýri þeim frá hve stórum hluta í félaginu hann hyggst halda eftir. Hlutaðeigandi skal einnig tilkynna lögbærum yfirvöldum ef hann hefur tekið ákvörðun um að minnka virka eignarhlutdeild sína svo mikið að hlutfall atkvæðisréttar eða hlutafjár hans fari niður fyrir 20%, 30% eða 50% eða það mikið að líftryggingafélagið hætti að vera dótturfélag hans. Aðildarríkin þurfa ekki að beita 30% viðmiðunarmörkunum ef þau, í samræmi við a-lið 3. mgr. 9. gr. tilskipunar 2004/109/EB, beita viðmiðunarmörkum sem miðast við einn þriðja hluta.“
3.    eftirfarandi greinar bætist við:
     „15. gr. a
     Matstímabil
    1.     Lögbær yfirvöld skulu, þegar í stað og a.m.k. innan tveggja virkra daga frá viðtöku tilkynningarinnar, sem krafist er skv. 1. mgr. 15. gr., sem og frá hugsanlegri viðtöku síðar á upplýsingum, sem um getur í 2. mgr. þessarar greinar, senda fyrirhuguðum yfirtökuaðila kvittun fyrir viðtöku.
    Lögbær yfirvöld skulu hafa mest 60 daga frá þeim degi þegar þeim berst kvittun fyrir viðtöku tilkynningarinnar og allra þeirra skjala sem aðildarríkið fer fram á að fylgi tilkynningunni á grundvelli skrárinnar sem um getur í 4. mgr. 15. gr. b (hér á eftir nefnt matstímabil) til þess að framkvæma matið sem kveðið er á um í 1. mgr. 15. gr. b (hér á eftir nefnt matið).
    Lögbær yfirvöld skulu tilkynna fyrirhuguðum yfirtökuaðila um það hvenær matstímabilinu lýkur þegar þau kvitta fyrir viðtöku.
    2.     Á matstímabilinu er lögbærum yfirvöldum heimilt, ef þörf krefur og eigi síðar en á 50. virka degi matstímabilsins, að fara fram á nánari upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að ljúka við matið. Slíkar beiðnir skulu vera skriflegar og í þeim skal tilgreina hvaða viðbótarupplýsinga sé þörf.
    Á tímabilinu frá því að lögbær yfirvöld biðja um upplýsingarnar þar til svar berst frá fyrirhuguðum yfirtökuaðila skal gera hlé á matstímabilinu. Hléið má ekki vara lengur en 20 virka daga. Lögbærum yfirvöldum er heimilt að biðja um frekari eða nánari upplýsingar en það má ekki leiða til þess að hlé sé gert á matstímabilinu.
    3.     Lögbær yfirvöld geta framlengt hléið, sem um getur í annarri undirgrein 2. mgr., í allt að 30 virka daga ef fyrirhugaður yfirtökuaðili er:
    a)    staðsettur eða eftirlitsskyldur utan Bandalagsins eða
    b)    einstaklingur eða lögaðili sem ekki heyrir undir eftirlit samkvæmt þessari tilskipun eða tilskipun 85/611/EBE ( *), 92/49/EBE ( **), 2004/39/EB, 2005/68/EB eða 2006/48/EB ( ***).
    4.     Ákveði lögbær yfirvöld, að loknu mati sínu, að andmæla fyrirhugaðri yfirtöku, skulu þau, innan tveggja virkra daga og á sjálfu matstímabilinu, tilkynna það fyrirhuguðum yfirtökuaðila skriflega og rökstyðja þá ákvörðun. Með fyrirvara um landslög er heimilt að birta opinberlega viðeigandi yfirlýsingu um ástæður fyrir ákvörðuninni að fenginni beiðni fyrirhugaðs yfirtökuaðila. Þetta kemur ekki í veg fyrir að aðildarríki heimili lögbæru yfirvaldi að birta slíka yfirlýsingu þótt ekki liggi fyrir beiðni frá fyrirhuguðum yfirtökuaðila.
    5.     Andmæli lögbær yfirvöld ekki fyrirhugaðri yfirtöku skriflega á matstímabilinu telst hún samþykkt.
    6.     Lögbærum yfirvöldum er heimilt að fastsetja hámarkstímabil til að ganga frá fyrirhugaðri yfirtöku og framlengja það eftir því sem við á.
    7.     Aðildarríkin geta ekki gert strangari kröfur um tilkynningu til lögbærra yfirvalda eða sett strangari skilyrði fyrir samþykki þeirra á beinum eða óbeinum yfirtökum á atkvæðisrétti eða hlutafé en sett eru í þessari tilskipun.
     15. gr. b
     Mat
    1.     Við mat á tilkynningunni, sem kveðið er á um í 1. mgr. 15. gr. og upplýsingunum, sem um getur í 2. mgr. 15. gr. a, skulu lögbær yfirvöld, til að tryggja trausta og varfærna stjórnun líftryggingafélagsins, sem fyrirhugað er að yfirtaka, og að teknu tilliti til hugsanlegra áhrifa fyrirhugaðs yfirtökuaðila á líftryggingafélagið, leggja mat á hæfi fyrirhugaðs yfirtökuaðila og það hversu fjárhagslega traust fyrirhuguð yfirtaka er með hliðsjón af öllum eftirfarandi viðmiðunum:
    a)    orðspori fyrirhugaðs yfirtökuaðila,
    b)    orðspori og reynslu hvers þess aðila sem kemur til með að stjórna viðskiptum líftryggingafélagsins í kjölfar fyrirhugaðrar yfirtöku,
    c)    fjárhagslegu trausti fyrirhugaðs yfirtökuaðila, einkum í tengslum við þá gerð viðskipta sem eru stunduð og áformað er að stunda í líftryggingafélaginu sem fyrirhugað er að yfirtaka,
    d)    því hvort líftryggingafélagið getur farið að og haldið áfram að fara að varfærniskröfunum, sem byggast á þessari tilskipun og, eftir atvikum, öðrum tilskipunum, nánar tiltekið tilskipun 98/78/EB (4) * og 2002/87/EB (5) *, einkum hvort uppbygging samstæðunnar, sem það verður hluti af, sé þannig að hægt sé að hafa skilvirkt eftirlit með henni, skiptast á upplýsingum um hana milli lögbærra yfirvalda á skilvirkan hátt og ákvarða skiptingu ábyrgðar milli lögbærra yfirvalda,
    e)    því hvort gildar ástæður séu til að ætla að peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka, í skilningi 1. gr. tilskipunar 2005/60/EB (6) *, eigi sér stað, hafi átt sér stað eða hafi verið reynd í tengslum við fyrirhugaða yfirtöku eða hvort fyrirhuguð yfirtaka geti aukið hættuna á því.
    2.     Lögbær yfirvöld geta ekki andmælt fyrirhugaðri yfirtöku nema til þess liggi haldbær rök á grundvelli viðmiðananna sem settar eru fram í 1. mgr. eða upplýsingarnar, sem fyrirhugaður yfirtökuaðili veitir, séu ófullnægjandi.
    3.     Aðildarríki skulu hvorki setja nein fyrirfram skilyrði um hlutfall eignarhlutdeildar, sem verður að yfirtaka, né heimila lögbærum yfirvöldum sínum að kanna fyrirhugaða yfirtöku með tilliti til hagrænna þarfa markaðarins.
    4.     Aðildarríkin skulu birta opinberlega skrá yfir upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma matið og senda ber lögbærum yfirvöldum um leið og tilkynninguna sem um getur í 1. mgr. 15. gr. Upplýsingarnar, sem krafist er, skulu vera í réttu hlutfalli við eðli fyrirhugaðs yfirtökuaðila og fyrirhugaðrar yfirtöku og lagaðar að því. Aðildarríkin skulu ekki krefjast annarra upplýsinga en þeirra sem skipta máli varðandi varfærnismat.
    5.     Hafi lögbæru yfirvaldi verið tilkynnt um tvær eða fleiri fyrirhugaðar yfirtökur eða tvö eða fleiri tilvik fyrirhugaðrar aukningar á virkri eignarhlutdeild í sama líftryggingafélagi skal, með fyrirvara um 1., 2. og 3. mgr. 15. gr. a, meðferð þess á fyrirhuguðum yfirtökuaðilum vera án mismununar.
     15. gr. c
     Yfirtökur af hálfu eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja
    1.     Viðeigandi lögbær yfirvöld skulu hafa fullt samráð sín á milli þegar þau framkvæma mat ef fyrirhugaður yfirtökuaðili er:
    a)    lánastofnun, líftryggingafélag, vátryggingafélag, endurtryggingafélag, fjárfestingarfyrirtæki eða rekstrarfélag í skilningi 2. liðar 1. gr. a í tilskipun 85/611/EBE (hér á eftir nefnt rekstrarfélag verðbréfasjóðs) með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð,
    b)    móðurfélag lánastofnunar, líftryggingafélags, vátryggingafélags, endurtryggingafélags, fjárfestingarfyrirtækis eða rekstrarfélags verðbréfasjóðs með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð, eða
    c)    einstaklingur eða lögaðili sem hefur yfirráð yfir lánastofnun, líftryggingafélagi, vátryggingafélagi, endurtryggingafélagi, fjárfestingarfyrirtæki eða rekstrarfélagi verðbréfasjóðs með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð.
    2.     Lögbær yfirvöld skulu veita hver öðrum, án óþarfa tafa, allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru eða skipta máli fyrir matið. Að því er þetta varðar skulu lögbæru yfirvöldin senda hver öðrum allar upplýsingar sem málið varðar, ef óskað er eftir því, og allar mikilvægar upplýsingar að eigin frumkvæði. Taki lögbæra yfirvaldið, sem veitt hefur líftryggingafélaginu, sem fyrirhugað er að yfirtaka, starfsleyfi, ákvörðun skal tilgreina í henni sjónarmið eða fyrirvara sem lögbæra yfirvaldið, sem ber ábyrgð á fyrirhuguðum yfirtökuaðila, hefur látið í ljósi eða gert.
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Tilskipun ráðsins 85/611/EBE frá 20. desember 1985 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um fyrirtæki um sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum (UCITS) (Stjtíð. EB L 375, 31.12.1985, bls. 3). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/1/EB (Stjtíð. ESB L 79, 24.3.2005, bls. 9).
    ( **)    Tilskipun ráðsins 92/49/EBE frá 18. júní 1992 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum varðandi frumtryggingar, aðrar en líftryggingar (þriðja tilskipun um skaðatryggingar) (Stjtíð. EB L 228, 11.8.1992, bls. 1). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2007/44/EB.
    ( ***)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/ 48/EB frá 14. júní 2006 um stofnun og rekstur lánastofnana (endursamin) (Stjtíð. ESB L 177, 30.6.2006, bls. 1). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2007/44/EB.
    4) *    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/78/ EB frá 27. október 1998 um viðbótareftirlit með vátrygginga- og endurtryggingafélögum í vátrygginga- eða endurtryggingahópi (Stjtíð. EB L 330, 5.12.1998, bls. 1). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2005/68/EB.
    5) *    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/ 87/EB frá 16. desember 2002 um viðbótareftirlit með lánastofnunum, vátryggingafélögum og verðbréfafyrirtækjum sem eru hluti af fjármálasamsteypu (Stjtíð. ESB L 35, 11.2.2003, bls. 1). Tilskipuninni var breytt með tilskipun 2005/1/EB.
    6) *    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/ 60/EB frá 26. október 2005 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis og til fjármögnunar hryðjuverkastarfsemi (Stjtíð. ESB L 309, 25.11. 2005, bls. 15).“
4.    í 64. gr. bætist eftirfarandi undirliður við:
    „.    breytingar á viðmiðunum, sem settar eru fram í 1. mgr. 15. gr. b, með framtíðarþróun í huga og til að tryggja samræmda beitingu þessarar tilskipunar.“

3. gr
Breytingar á tilskipun 2004/39/EB

Tilskipun 2004/39/EB er hér með breytt sem hér segir:
1.    í stað 27. liðar í 1. mgr. 4. gr. komi eftirfarandi:
    „27)    „virk eignarhlutdeild“: bein eða óbein eignarhlutdeild í fjárfestingarfyrirtæki sem nemur 10% eða meira af hlutafé eða atkvæðisrétti, eins og sett er fram í 9. og 10. gr. tilskipunar 2004/109/EB ( *), að teknu tilliti til skilyrða um samlagningu eignarhluta, sem mælt er fyrir um í 4. og 5. mgr. 12. gr. þeirrar tilskipunar, eða annað sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun fjárfestingarfyrirtækisins sem eignarhlutdeildin er í,
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/ 109/EB frá 15. desember 2004 um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað (Stjtíð. ESB L 390, 31.12.2004, bls. 38).“
2.    í stað 3. og 4. mgr. 10. gr. komi eftirfarandi:
    „3. Aðildarríkin skulu krefjast þess að einstaklingur eða lögaðili, eða slíkir aðilar í samstarfi (hér á eftir nefndir fyrirhugaður yfirtökuaðili), sem hafa tekið ákvörðun um að annaðhvort yfirtaka, beint eða óbeint, virka eignarhlutdeild í fjárfestingarfyrirtæki eða auka frekar, beint eða óbeint, virka eignarhlutdeild sína í fjárfestingarfyrirtæki svo mikið að hlutfall viðkomandi aðila af atkvæðisrétti eða hlutafé nemi eða fari yfir 20%, 30% eða 50% eða þannig að fjárfestingarfyrirtækið yrði dótturfélag hans (hér á eftir nefnd fyrirhuguð yfirtaka), tilkynni það áður skriflega lögbærum yfirvöldum í ríki fjárfestingarfyrirtækisins, sem þeir hyggjast yfirtaka eða auka eignarhlutdeild sína í, og skýri þeim frá hve stórum hluta í félaginu þeir hyggjast ráða yfir, eins og um getur í 4. mgr. 10. gr. b.
     Aðildarríkin skulu krefjast þess að einstaklingur eða lögaðili, sem hefur tekið ákvörðun um ráðstafa, beint eða óbeint, virkri eignarhlutdeild í fjárfestingarfyrirtæki, tilkynni það áður skriflega lögbærum yfirvöldum og skýri þeim frá hve stórum hluta í félaginu hann hyggst halda eftir. Hlutaðeigandi skal einnig tilkynna lögbærum yfirvöldum ef hann hefur tekið ákvörðun um að minnka virka eignarhlutdeild sína svo mikið að hlutfall atkvæðisréttar eða hlutafjár hans fari niður fyrir 20%, 30% eða 50% eða að fjárfestingarfyrirtækið hætti að vera dótturfélag hans.
    Aðildarríkin þurfa ekki að beita 30% viðmiðunarmörkunum ef þau, í samræmi við a-lið 3. mgr. 9. gr. tilskipunar 2004/109/EB, beita viðmiðunarmörkum sem miðast við einn þriðja hluta.“
    Við ákvörðun á því hvort viðmiðanirnar fyrir virka eignarhlutdeild, sem um getur í þessari grein, séu uppfylltar, skulu aðildarríki ekki taka tillit til atkvæðisréttar eða hlutabréfa sem fjárfestingarfyrirtæki eða lánastofnanir kunna að eiga, eftir að hafa veitt sölutryggingu vegna fjármálagerninga og/eða markaðssett fjármálagerninga á skuldbindandi grundvelli skv. 6. lið A- þáttar í I. viðauka, að því tilskildu að þessi réttindi séu ekki nýtt eða notuð á annan hátt til að hlutast til um stjórn útgefandans og að þeim sé ráðstafað innan eins árs frá yfirtökunni.
    4.     Viðeigandi lögbær yfirvöld skulu hafa fullt samráð sín á milli þegar þau framkvæma matið sem kveðið er á um í 1. mgr. 10. gr. b (hér á eftir nefnt matið) ef fyrirhugaður yfirtökuaðili er:
    a)    lánastofnun, líftryggingafélag, vátryggingafélag, endurtryggingafélag, fjárfestingarfyrirtæki eða rekstrarfélag verðbréfasjóðs með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð,
    b)    móðurfélag lánastofnunar, líftryggingafélags, vátryggingafélags, endurtryggingafélags, fjárfestingarfyrirtækis eða rekstrarfélags verðbréfasjóðs með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð, eða
    c)    einstaklingur eða lögaðili sem hefur yfirráð yfir lánastofnun, líftryggingafélagi, vátryggingafélagi, endurtryggingafélagi, fjárfestingarfyrirtæki eða rekstrarfélagi verðbréfasjóðs með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð.
    Lögbær yfirvöld skulu veita hver öðrum, án óþarfa tafa, allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru eða skipta máli fyrir matið. Að því er þetta varðar skulu lögbæru yfirvöldin senda hver öðrum allar upplýsingar sem málið varðar, ef óskað er eftir því, og allar mikilvægar upplýsingar að eigin frumkvæði. Taki lögbæra yfirvaldið, sem veitt hefur fjárfestingarfyrirtækinu, sem fyrirhugað er að yfirtaka, starfsleyfi, ákvörðun skal tilgreina í henni sjónarmið eða fyrirvara sem lögbæra yfirvaldið, sem ber ábyrgð á fyrirhuguðum yfirtökuaðila, hefur látið í ljósi eða gert.“
3.    eftirfarandi greinar bætist við:
     „10. gr. a
     Matstímabil
    1.     Lögbær yfirvöld skulu, þegar í stað og a.m.k. innan tveggja virkra daga frá viðtöku tilkynningarinnar, sem krafist er skv. fyrstu undirgrein 3. mgr. 10. gr., sem og frá hugsanlegri viðtöku síðar á upplýsingum, sem um getur í 2. mgr. þessarar greinar, senda fyrirhuguðum yfirtökuaðila kvittun fyrir viðtöku.
    Lögbær yfirvöld skulu hafa mest 60 virka daga frá þeim degi þegar þeim berst kvittun fyrir viðtöku tilkynningarinnar og allra þeirra skjala sem aðildarríkið fer fram á að fylgi tilkynningunni á grundvelli skrárinnar sem um getur í 4. mgr. 10. gr. b (hér á eftir nefnt matstímabil) til þess að framkvæma matið.
    Lögbær yfirvöld skulu tilkynna fyrirhuguðum yfirtökuaðila um það hvenær matstímabilinu lýkur þegar þau kvitta fyrir viðtöku.
    2.     Á matstímabilinu er lögbærum yfirvöldum heimilt, ef þörf krefur og eigi síðar en á 50. virka degi matstímabilsins, að fara fram á nánari upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að ljúka við matið. Slíkar beiðnir skulu vera skriflegar og í þeim skal tilgreina hvaða viðbótarupplýsinga sé þörf. Á tímabilinu frá því að lögbær yfirvöld biðja um upplýsingarnar þar til svar berst frá fyrirhuguðum yfirtökuaðila skal gera hlé á matstímabilinu. Hléið má ekki vara lengur en 20 virka daga. Lögbærum yfirvöldum er heimilt að biðja um frekari eða nánari upplýsingar en það má ekki leiða til þess að hlé sé gert á matstímabilinu.
    3.     Lögbær yfirvöld geta framlengt hléið, sem um getur í annarri undirgrein 2. mgr., í allt að 30 virka daga ef fyrirhugaður yfirtökuaðili er:
    a)    staðsettur eða eftirlitsskyldur utan Bandalagsins eða
    b)    einstaklingur eða lögaðili sem ekki heyrir undir eftirlit samkvæmt þessari tilskipun eða tilskipun 85/611/EBE, 92/49/EBE ( *), 2002/ 83/EB, 2005/68/EB ( **) eða 2006/48/EB ( ***).
    4.     Ákveði lögbær yfirvöld, að loknu mati sínu, að andmæla fyrirhugaðri yfirtöku, skulu þau, innan tveggja virkra daga og á sjálfu matstímabilinu, tilkynna það fyrirhuguðum yfirtökuaðila skriflega og rökstyðja þá ákvörðun. Með fyrirvara um landslög er heimilt að birta opinberlega viðeigandi yfirlýsingu um ástæður fyrir ákvörðuninni að fenginni beiðni fyrirhugaðs yfirtökuaðila. Þetta kemur ekki í veg fyrir að aðildarríki heimili lögbæru yfirvaldi að birta slíka yfirlýsingu þótt ekki liggi fyrir beiðni frá fyrirhuguðum yfirtökuaðila.
    5.     Andmæli lögbær yfirvöld ekki fyrirhugaðri yfirtöku skriflega á matstímabilinu telst hún samþykkt.
    6.     Lögbærum yfirvöldum er heimilt að fastsetja hámarkstímabil til að ganga frá fyrirhugaðri yfirtöku og framlengja það eftir því sem við á.
    7.     Aðildarríkin geta ekki gert strangari kröfur um tilkynningu til lögbærra yfirvalda eða sett strangari skilyrði fyrir samþykki þeirra á beinum eða óbeinum yfirtökum á atkvæðisrétti eða hlutafé en sett eru í þessari tilskipun.
     10. gr. b
     Mat
    1.     Við mat á tilkynningunni, sem kveðið er á um í 3. mgr. 10. gr., og upplýsingunum, sem um getur í 2. mgr. 10. gr. a, skulu lögbær yfirvöld, til að tryggja trausta og varfærna stjórnun fjárfestingarfyrirtækisins sem fyrirhugað er að yfirtaka, og að teknu tilliti til hugsanlegra áhrifa fyrirhugaðs yfirtökuaðila á fjárfestingarfyrirtækið, leggja mat á hæfi fyrirhugaðs yfirtökuaðila og það hversu fjárhagslega traust fyrirhuguð yfirtaka er með hliðsjón af öllum eftirfarandi viðmiðunum:
    a)    orðspori fyrirhugaðs yfirtökuaðila,
    b)    orðspori og reynslu hvers þess aðila sem kemur til með að stjórna viðskiptum fjárfestingarfyrirtækisins í kjölfar fyrirhugaðrar yfirtöku,
    c)    fjárhagslegu trausti fyrirhugaðs yfirtökuaðila, einkum í tengslum við þá gerð viðskipta sem eru stunduð og áformað er að stunda í fjárfestingarfyrirtækinu sem fyrirhugað er að yfirtaka,
    d)    því hvort fjárfestingarfyrirtækið getur farið að og haldið áfram að fara að varfærniskröfunum, sem byggast á þessari tilskipun og, eftir atvikum, öðrum tilskipunum, nánar tiltekið tilskipun 2002/87/EB (4) * og 2006/49/EB (5) *, einkum hvort uppbygging samstæðunnar, sem það verður hluti af, sé þannig að hægt sé að hafa skilvirkt eftirlit með henni, skiptast á upplýsingum um hana milli lögbærra yfirvalda á skilvirkan hátt og ákvarða skiptingu ábyrgðar milli lögbærra yfirvalda,
    e)    því hvort gildar ástæður séu til að ætla að peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka, í skilningi 1. gr. tilskipunar 2005/60/EB (6) *, eigi sér stað, hafi átt sér stað eða hafi verið reynd í tengslum við fyrirhugaða yfirtöku eða hvort fyrirhuguð yfirtaka geti aukið hættuna á því.
    Með framtíðarþróun í huga og til að tryggja samræmda beitingu þessarar tilskipunar er framkvæmdastjórninni, í samræmi við málsmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 64. gr., heimilt að samþykkja framkvæmdaráðstafanir til að aðlaga viðmiðanirnar sem settar eru fram í fyrstu undirgrein þessarar málsgreinar.
    2.     Lögbær yfirvöld geta ekki andmælt fyrirhugaðri yfirtöku nema til þess liggi haldbær rök á grundvelli viðmiðananna sem settar eru fram í 1. mgr. eða upplýsingarnar, sem fyrirhugaður yfirtökuaðili veitir, séu ófullnægjandi.
    3.     Aðildarríki skulu hvorki setja nein fyrirfram skilyrði um hlutfall eignarhlutdeildar, sem verður að yfirtaka, né heimila lögbærum yfirvöldum sínum að kanna fyrirhugaða yfirtöku með tilliti til hagrænna þarfa markaðarins.
    4.     Aðildarríkin skulu birta opinberlega skrá yfir upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma matið og senda ber lögbærum yfirvöldum um leið og tilkynninguna sem um getur í 3. mgr. 10. gr. Upplýsingarnar, sem krafist er, skulu vera í réttu hlutfalli við eðli fyrirhugaðs yfirtökuaðila og fyrirhugaðrar yfirtöku og lagaðar að því. Aðildarríkin skulu ekki krefjast annarra upplýsinga en þeirra sem skipta máli varðandi varfærnismatið.
    5.     Hafi lögbæru yfirvaldi verið tilkynnt um tvær eða fleiri fyrirhugaðar yfirtökur eða tvö eða fleiri tilvik fyrirhugaðrar aukningar á virkri eignarhlutdeild í sama fjárfestingarfyrirtæki skal, með fyrirvara um 1., 2. og 3. mgr. 10. gr. a, meðferð þess á fyrirhuguðum yfirtökuaðilum vera án mismununar.
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Tilskipun ráðsins 92/49/EBE frá 18. júní 1992 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum varðandi frumtryggingar, aðrar en líftryggingar (þriðja tilskipun um skaðatryggingar) (Stjtíð. EB L 228, 11.8. 1992, bls. 1). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/44/EB (Stjtíð. ESB L 247, 21.9.2007, bls. 1).
    ( **)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/ 68/EB frá 16. nóvember 2005 um endurtryggingu (Stjtíð. ESB L 323, 9.12.2005, bls. 1). Tilskipuninni var breytt með tilskipun 2007/44/EB.
    ( ***)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/ 48/EB frá 14. júní 2006 um stofnun og rekstur lánastofnana (endursamin) (Stjtíð. ESB L 177, 30.6.2006, bls. 1).Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2007/44/EB.
    4) *    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/ 87/EB frá 16. desember 2002 um viðbótareftirlit með lánastofnunum, vátryggingafélögum og verðbréfafyrirtækjum sem eru hluti af fjármálasamsteypu (Stjtíð. ESB L 35, 11.2.2003, bls. 1).Tilskipuninni var breytt með tilskipun 2005/1/EB (Stjtíð. ESB L 79, 24.3.2005, bls. 9).
    5) *    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/ 49/EB frá 14. júní 2006 um eiginfjárkröfur fjárfestingarfyrirtækja og lánastofnana (endursamin) (Stjtíð. ESB L 177, 30.6.2006, bls. 201).
    6) *    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/ 60/EB frá 26. október 2005 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis og til fjármögnunar hryðjuverkastarfsemi (Stjtíð. ESB L 309, 25.11. 2005, bls. 15).“

4. gr.
Breytingar á tilskipun 2005/68/EB

Tilskipun 2005/68/EB er hér með breytt sem hér segir:
1.    í stað þriðju undirgreinar 2. mgr. 2. gr. komi eftirfarandi:
    „Að því er varðar j-lið 1. mgr., í tengslum við 12. gr. og 19.–23. gr. og annars konar eignarhlutdeild, sem um getur í 19.–23. gr., ber að taka tillit til atkvæðisréttarins, sem um getur í 9. og 10. gr. tilskipunar 2004/109/EB ( *), svo og skilyrða um samlagningu eignarhluta, sem mælt er fyrir um í 4. og 5. mgr. 12. gr. þeirrar tilskipunar.
    Aðildarríki skulu ekki taka tillit til atkvæðisréttar eða hlutabréfa sem fjárfestingarfyrirtæki eða lánastofnanir kunna að eiga eftir að hafa veitt sölutryggingu vegna fjármálagerninga og/eða markaðssett fjármálagerninga á skuldbindandi grundvelli skv. 6. lið A-þáttar í I. viðauka við tilskipun 2004/39/EB, að því tilskildu að þessi réttindi séu ekki nýtt eða notuð á annan hátt til að hlutast til um stjórn útgefandans og að þeim sé ráðstafað innan eins árs frá yfirtökunni.
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/ 109/EB frá 15. desember 2004 um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað (Stjtíð. ESB L 390, 31.12.2004, bls. 38).“
2.    í stað 19. gr. komi eftirfarandi:
     „19. gr.
     Yfirtökur
    1.     Aðildarríkin skulu krefjast þess að einstaklingur eða lögaðili, eða slíkir aðilar í samstarfi (hér á eftir nefndir fyrirhugaður yfirtökuaðili), sem hafa tekið ákvörðun um að annaðhvort yfirtaka, beint eða óbeint, virka eignarhlutdeild í endurtryggingafélagi eða auka frekar, beint eða óbeint, virka eignarhlutdeild sína í endurtryggingafélagi svo mikið að hlutfall viðkomandi aðila af atkvæðisrétti eða hlutafé nemi eða fari yfir 20%, 30% eða 50% eða þannig að endurtryggingafélagið yrði dótturfélag hans (hér á eftir nefnd fyrirhuguð yfirtaka), tilkynni það áður skriflega lögbærum yfirvöldum í ríki endurtryggingafélagsins, sem þeir hyggjast yfirtaka eða auka eignarhlutdeild sína í, og skýri þeim frá hve stórum hluta í félaginu þeir hyggjast ráða yfir, eins og um getur í 4. mgr. 19. gr. a.     Aðildarríkin þurfa ekki að beita 30% viðmiðunarmörkunum ef þau, í samræmi við a-lið 3. mgr. 9. gr. tilskipunar 2004/109/EB, beita viðmiðunarmörkum sem miðast við einn þriðja hluta.“
    2.     Lögbær yfirvöld skulu, þegar í stað og a.m.k. innan tveggja virkra daga frá viðtöku tilkynningarinnar, sem og frá hugsanlegri viðtöku síðar á upplýsingum, sem um getur í 3. mgr., senda fyrirhuguðum yfirtökuaðila kvittun fyrir viðtöku.
    Lögbær yfirvöld skulu hafa mest 60 daga frá þeim degi þegar þeim berst kvittun fyrir viðtöku tilkynningarinnar og allra þeirra skjala sem aðildarríkið fer fram á að fylgi tilkynningunni á grundvelli skrárinnar sem um getur í 4. mgr. 19. gr. a (hér á eftir nefnt matstímabil) til þess að framkvæma matið sem kveðið er á um í 1. mgr. 19. gr. a (hér á eftir nefnt matið).
    Lögbær yfirvöld skulu tilkynna fyrirhuguðum yfirtökuaðila um það hvenær matstímabilinu lýkur þegar þau kvitta fyrir viðtöku.
    3.     Á matstímabilinu er lögbærum yfirvöldum heimilt, ef þörf krefur og eigi síðar en á 50. virka degi matstímabilsins, að fara fram á nánari upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að ljúka við matið. Slíkar beiðnir skulu vera skriflegar og í þeim skal tilgreina hvaða viðbótarupplýsinga sé þörf.
    Á tímabilinu frá því að lögbær yfirvöld biðja um upplýsingarnar þar til svar berst frá fyrirhuguðum yfirtökuaðila skal gera hlé á matstímabilinu. Hléið má ekki vara lengur en 20 virka daga. Lögbærum yfirvöldum er heimilt að biðja um frekari eða nánari upplýsingar en það má ekki leiða til þess að hlé sé gert á matstímabilinu.
    4.     Lögbær yfirvöld geta framlengt hléið, sem um getur í annarri undirgrein 3. mgr., í allt að 30 virka daga ef fyrirhugaður yfirtökuaðili er:
    a)    staðsettur eða eftirlitsskyldur utan Bandalagsins eða
    b)    einstaklingur eða lögaðili sem ekki heyrir undir eftirlit samkvæmt þessari tilskipun eða tilskipun 85/611/EBE ( *), 92/49/EBE, 2002/ 83/EB, 2004/39/EB eða 2006/48/EB ( **).
    5.     Ákveði lögbær yfirvöld, að loknu mati sínu, að andmæla fyrirhugaðri yfirtöku, skulu þau, innan tveggja virkra daga og á sjálfu matstímabilinu, tilkynna það fyrirhuguðum yfirtökuaðila skriflega og rökstyðja þá ákvörðun. Með fyrirvara um landslög er heimilt að birta opinberlega viðeigandi yfirlýsingu um ástæður fyrir ákvörðuninni að fenginni beiðni fyrirhugaðs yfirtökuaðila. Þetta kemur ekki í veg fyrir að aðildarríki heimili lögbæru yfirvaldi að birta slíka yfirlýsingu þótt ekki liggi fyrir beiðni frá fyrirhuguðum yfirtökuaðila.
    6.     Andmæli lögbær yfirvöld ekki fyrirhugaðri yfirtöku skriflega á matstímabilinu telst hún samþykkt.
    7.     Lögbærum yfirvöldum er heimilt að fastsetja hámarkstímabil til að ganga frá fyrirhugaðri yfirtöku og framlengja það eftir því sem við á.
    8.     Aðildarríkin geta ekki gert strangari kröfur um tilkynningu til lögbærra yfirvalda eða sett strangari skilyrði fyrir samþykki þeirra á beinum eða óbeinum yfirtökum á atkvæðisrétti eða hlutafé en sett eru í þessari tilskipun.
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Tilskipun ráðsins 85/611/EBE frá 20. desember 1985 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um fyrirtæki um sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum (Stjtíð. EB L 375, 31.12.1985, bls. 3). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/1/EB (Stjtíð. ESB L 79, 24.3.2005, bls. 9).
    ( **)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2006/ 48/EB frá 14. júní 2006 um stofnun og rekstur lánastofnana (endursamin) (Stjtíð. ESB L 177, 30.6.2006, bls. 1).Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2007/44/EB.“
3.    eftirfarandi grein bætist við:
     „19. gr. a
     Mat
    1.     Við mat á tilkynningunni, sem kveðið er á um í 1. mgr. 19. gr., og upplýsingunum, sem um getur í 3. mgr. 19. gr., skulu lögbær yfirvöld, til að tryggja trausta og varfærna stjórnun endurtryggingafélagsins, sem fyrirhugað er að yfirtaka, og, að teknu tilliti til hugsanlegra áhrifa fyrirhugaðs yfirtökuaðila á endurtryggingafélagið, leggja mat á hæfi fyrirhugaðs yfirtökuaðila og það hversu fjárhagslega traust fyrirhuguð yfirtaka er með hliðsjón af öllum eftirfarandi viðmiðunum:
    a)    orðspori fyrirhugaðs yfirtökuaðila,
    b)    orðspori og reynslu hvers þess aðila sem kemur til með að stjórna viðskiptum endurtryggingafélagsins í kjölfar fyrirhugaðrar yfirtöku,
    c)    fjárhagsleg trausti fyrirhugaðs yfirtökuaðila, einkum í tengslum við þá gerð viðskipta sem eru stunduð og áformað er að stunda í endurtryggingafélaginu sem fyrirhugað er að yfirtaka,
    d)    því hvort endurtryggingafélagið getur farið að og haldið áfram að fara að varfærniskröfunum, sem byggast á þessari tilskipun og, eftir atvikum, öðrum tilskipunum, nánar tiltekið tilskipun 98/78/EB og 2002/87/EB, einkum hvort uppbygging samstæðunnar, sem það verður hluti af, sé þannig að hægt sé að hafa skilvirkt eftirlit með henni, skiptast á upplýsingum um hana milli lögbærra yfirvalda á skilvirkan hátt og ákvarða skiptingu ábyrgðar milli lögbærra yfirvalda,
    e)    því hvort gildar ástæður séu til að ætla að peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka, í skilningi 1. gr. tilskipunar 2005/60/EB (6) *, eigi sér stað, hafi átt sér stað eða hafi verið reynd í tengslum við fyrirhugaða yfirtöku eða hvort fyrirhuguð yfirtaka geti aukið hættuna á því.
    2.     Lögbær yfirvöld geta ekki andmælt fyrirhugaðri yfirtöku nema til þess liggi haldbær rök á grundvelli viðmiðananna sem settar eru fram í 1. mgr. eða upplýsingarnar, sem fyrirhugaður yfirtökuaðili veitir, séu ófullnægjandi.
    3.     Aðildarríki skulu hvorki setja nein fyrirfram skilyrði um hlutfall eignarhlutdeildar sem verður að yfirtaka, né heimila lögbærum yfirvöldum sínum að kanna fyrirhugaða yfirtöku með tilliti til hagrænna þarfa markaðarins.
    4.     Aðildarríkin skulu birta opinberlega skrá yfir upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma matið og senda ber lögbærum yfirvöldum um leið og tilkynninguna sem um getur í 1. mgr. 19. gr. Upplýsingarnar, sem krafist er, skulu vera í réttu hlutfalli við eðli fyrirhugaðs yfirtökuaðila og fyrirhugaðrar yfirtöku og lagaðar að því. Aðildarríkin skulu ekki krefjast annarra upplýsinga en þeirra sem skipta máli varðandi varfærnismatið.
    5.     Hafi lögbæru yfirvaldi verið tilkynnt um tvær eða fleiri fyrirhugaðar yfirtökur eða tvö eða fleiri tilvik fyrirhugaðrar aukningar á virkri eignarhlutdeild í sama endurtryggingafélagi skal, með fyrirvara um 2., 3. og 4. mgr. 19. gr., meðferð þess á fyrirhuguðum yfirtökuaðilum vera án mismununar.
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/ 60/EB frá 26. október 2005 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis og til fjármögnunar hryðjuverkastarfsemi (Stjtíð. ESB L 309, 25.11.2005, bls. 15).“
4.    í stað 20. gr. komi eftirfarandi:
     „20. gr.
     Yfirtökur af hálfu eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja
    1.     Viðeigandi lögbær yfirvöld skulu hafa fullt samráð sín á milli þegar þau framkvæma mat ef fyrirhugaður yfirtökuaðili er:
    a)    lánnastofnun, líftryggingafélag, vátryggingafélag, endurtryggingafélag, fjárfestingarfyrirtæki eða rekstrarfélag í skilningi 2. liðar 1. gr. a í tilskipun 85/611/EBE (hér á eftir nefnt rekstrarfélag verðbréfasjóðs) með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð,
    b)    móðurfélag lánastofnunar, líftryggingafélags, vátryggingafélags, endurtryggingafélags, fjárfestingarfyrirtækis eða rekstrarfélags verðbréfasjóðs með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð, eða
    c)    einstaklingur eða lögaðili sem hefur yfirráð yfir lánastofnun, líftryggingafélagi, vátryggingafélagi, endurtryggingafélagi, fjárfestingarfyrirtæki eða rekstrarfélagi verðbréfasjóðs með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð.
    2.     Lögbær yfirvöld skulu veita hver öðrum, án óþarfa tafa, allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru eða skipta máli fyrir matið. Að því er þetta varðar skulu lögbæru yfirvöldin senda hver öðrum allar upplýsingar sem málið varðar, ef óskað er eftir því, og allar mikilvægar upplýsingar að eigin frumkvæði. Taki lögbæra yfirvaldið, sem veitt hefur endurtryggingafélaginu, sem fyrirhugað er að yfirtaka, starfsleyfi, ákvörðun skal tilgreina í henni sjónarmið eða fyrirvara sem lögbæra yfirvaldið, sem ber ábyrgð á fyrirhuguðum yfirtökuaðila, hefur látið í ljósi eða gert“.
5.    Í stað annarrar málsgreinar í 21. gr. komi eftirfarandi:
    „Hlutaðeigandi skal einnig tilkynna lögbærum yfirvöldum ef hann hefur tekið ákvörðun um að minnka virka eignarhlutdeild sína svo mikið að hlutfall atkvæðisréttar eða hlutafjár hans fari niður fyrir 20%, 30% eða 50% eða að endurtryggingafélagið hætti að vera dótturfélag hans. Aðildarríkin þurfa ekki að beita 30% viðmiðunarmörkunum ef þau, í samræmi við a-lið 3. mgr. 9. gr. tilskipunar 2004/109/EB, beita viðmiðunarmörkum sem miðast við einn þriðja hluta.“
6.    eftirfarandi liður bætist við í 56. gr.:
    breytingar á viðmiðunum, sem settar eru fram í 1. mgr. 19. gr. a, með framtíðarþróun í huga og til að tryggja samræmda beitingu þessarar tilskipunar.“

5. gr.
Breytingar á tilskipun 2006/48/EB

Tilskipun 2006/48/EB er hér með breytt sem hér segir:
1.    í stað annarrar undirgreinar í 1. mgr. 12. gr. komi eftirfarandi:
    „Við ákvörðun á því hvort viðmiðanirnar fyrir virka eignarhlutdeild, í tengslum við þessa grein, séu uppfylltar ber að taka tillit til atkvæðisréttarins sem um getur í 9. og 10. gr. tilskipunar 2004/109/EB ( *), svo og til skilyrða um samlagningu eignarhluta sem mælt er fyrir um í 4. og 5. mgr. 12. gr. þeirrar tilskipunar.
    Aðildarríki skulu ekki taka tillit til atkvæðisréttar eða hlutabréfa sem fjárfestingarfyrirtæki eða lánastofnanir kunna að eiga eftir að hafa veitt sölutryggingu vegna fjármálagerninga og/eða markaðssett fjármálagerninga á skuldbindandi grundvelli skv. 6. lið A-þáttar í I. viðauka við tilskipun 2004/39/EB ( **), að því tilskildu að þessi réttindi séu ekki nýtt eða notuð á annan hátt til að hlutast til um stjórn útgefandans og að þeim sé ráðstafað innan eins árs frá yfirtökunni.
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/ 109/EB frá 15. desember 2004 um samhæfingu krafna um gagnsæi í tengslum við upplýsingar um útgefendur verðbréfa sem eru skráð á skipulegan markað (Stjtíð. ESB L 390, 31.12.2004, bls. 38).
    ( **)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/ 39/EB frá 21. apríl 2004 um markaði fyrir fjármálagerninga (Stjtíð. ESB L 145, 30.4. 2004, bls. 1).Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2007/44/EB (Stjtíð. ESB L 247, 21.9.2007, bls. 1)“
2.    í stað 19. gr. komi eftirfarandi:
     „19. gr.
    1.     Aðildarríkin skulu krefjast þess að einstaklingur eða lögaðili, eða slíkir aðilar í samstarfi (hér á eftir nefndir fyrirhugaður yfirtökuaðili), sem hafa tekið ákvörðun um að annaðhvort yfirtaka, beint eða óbeint, virka eignarhlutdeild í lánastofnun eða auka frekar, beint eða óbeint, virka eignarhlutdeild sína í lánastofnun svo mikið að hlutfall viðkomandi aðila af atkvæðisrétti eða hlutafé nemi eða fari yfir 20%, 30% eða 50% eða þannig að lánastofnunin yrði dótturfélag hans (hér á eftir nefnd fyrirhuguð yfirtaka), tilkynni það áður skriflega lögbærum yfirvöldum í ríki lánastofnunarinnar, sem þeir hyggjast yfirtaka eða auka eignarhlutdeild sína í og skýri þeim frá hve stórum hluta í félaginu þeir hyggjast ráða, eins og um getur í 4. mgr. 19. gr. a. Aðildarríkin þurfa ekki að beita 30% viðmiðunarmörkunum ef þau, í samræmi við a-lið 3. mgr. 9. gr. tilskipunar 2004/109/EB, beita viðmiðunarmörkum sem miðast við einn þriðja hluta.“
    2.     Lögbær yfirvöld skulu, þegar í stað og a.m.k. innan tveggja virkra daga frá viðtöku tilkynningarinnar, sem og frá hugsanlegri viðtöku síðar á upplýsingum, sem um getur í 3. mgr., senda fyrirhuguðum yfirtökuaðila kvittun fyrir viðtöku.
    Lögbær yfirvöld skulu hafa mest 60 daga frá þeim degi þegar þeim berst kvittun fyrir viðtöku tilkynningarinnar og allra þeirra skjala sem aðildarríkið fer fram á að fylgi tilkynningunni á grundvelli skrárinnar sem um getur í 4. mgr. 19. gr. a (hér á eftir nefnt matstímabil) til þess að framkvæma matið sem kveðið er á um í 1. mgr. 19. gr. a (hér á eftir nefnt matið).
    Lögbær yfirvöld skulu tilkynna fyrirhuguðum yfirtökuaðila um það hvenær matstímabilinu lýkur þegar þau kvitta fyrir viðtöku.
    3.     Á matstímabilinu er lögbærum yfirvöldum heimilt, ef þörf krefur og eigi síðar en á 50. virka degi matstímabilsins, að fara fram á nánari upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að ljúka við matið. Slíkar beiðnir skulu vera skriflegar og í þeim skal tilgreina hvaða viðbótarupplýsinga sé þörf.
    Á tímabilinu frá því að lögbær yfirvöld biðja um upplýsingarnar þar til svar berst frá fyrirhuguðum yfirtökuaðila skal gera hlé á matstímabilinu. Hléið má ekki vara lengur en 20 virka daga. Lögbærum yfirvöldum er heimilt að biðja um frekari eða nánari upplýsingar en það má ekki leiða til þess að hlé sé gert á matstímabilinu.
    4.     Lögbær yfirvöld geta framlengt hléið, sem um getur í annarri undirgrein 3. mgr., í allt að 30 virka daga ef fyrirhugaður yfirtökuaðili er:
    a)    staðsettur eða eftirlitsskyldur utan Bandalagsins eða
    b)    einstaklingur eða lögaðili sem ekki heyrir undir eftirlit samkvæmt þessari tilskipun eða tilskipunum 85/611/EBE ( *), 92/49/EBE ( **), 2002/83/EB ( ***), 2004/39/EB eða 2005/68/ EB (4) *.
    5.     Ákveði lögbær yfirvöld, að loknu mati sínu, að andmæla fyrirhugaðri yfirtöku, skulu þau, innan tveggja virkra daga og á sjálfu matstímabilinu, tilkynna það fyrirhuguðum yfirtökuaðila skriflega og rökstyðja þá ákvörðun. Með fyrirvara um landslög er heimilt að birta opinberlega viðeigandi yfirlýsingu um ástæður fyrir ákvörðuninni, að fenginni beiðni fyrirhugaðs yfirtökuaðila. Þetta kemur ekki í veg fyrir að aðildarríki heimili lögbæru yfirvaldi að birta slíka yfirlýsingu þótt ekki liggi fyrir beiðni frá fyrirhuguðum yfirtökuaðila.
    6.     Andmæli lögbær yfirvöld ekki fyrirhugaðri yfirtöku skriflega á matstímabilinu telst hún samþykkt.
    7.     Lögbærum yfirvöldum er heimilt að fastsetja hámarkstímabil til að ganga frá fyrirhugaðri yfirtöku og framlengja það eftir því sem við á.
    8.     Aðildarríkin geta ekki gert strangari kröfur um tilkynningu til lögbærra yfirvalda eða sett strangari skilyrði fyrir samþykki þeirra á beinum eða óbeinum yfirtökum á atkvæðisrétti eða hlutafé en sett eru í þessari tilskipun.
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Tilskipun ráðsins 85/611/EBE frá 20. desember 1985 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum um fyrirtæki um sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum (Stjtíð. EB L 375, 31.12.1985, bls. 3). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2005/1/EB.
    ( **)    Tilskipun ráðsins 92/49/EBE frá 18. júní 1992 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum varðandi frumtryggingar, aðrar en líftryggingar (þriðja tilskipun um skaðatryggingar) (Stjtíð. EB L 228, 11.8. 1992, bls. 1).Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2007/44/EB.
    ( ***)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2002/ 83/EB frá 5. nóvember 2002 um líftryggingar (Stjtíð. EB L 345, 19.12.2002, bls. 1). Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2007/44/EB.
    (4) *    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/ 68/EB frá 16. nóvember 2005 um endurtryggingu (Stjtíð. ESB L 323, 9.12.2005, bls. 1),Tilskipuninni var breytt með tilskipun 2007/44/EB.“;
3.    eftirfarandi greinar bætist við:
     „19. gr. a
    1.     Við mat á tilkynningunni, sem kveðið er á um í 1. mgr. 19. gr., og upplýsingunum, sem um getur í 3. mgr. 19. gr., skulu lögbær yfirvöld, til að tryggja trausta og varfærna stjórnun lánastofnunarinnar, sem fyrirhugað er að yfirtaka, og að teknu tilliti til hugsanlegra áhrifa fyrirhugaðs yfirtökuaðila á lánastofnunina, leggja mat á hæfi fyrirhugaðs yfirtökuaðila og það hversu fjárhagslega traust fyrirhuguð yfirtaka er með hliðsjón af öllum eftirfarandi viðmiðunum:
    a)    orðspori fyrirhugaðs yfirtökuaðila,
    b)    orðspori og reynslu hvers þess aðila sem kemur til með að stjórna viðskiptum lánastofnunarinnar í kjölfar fyrirhugaðrar yfirtöku,
    c)    fjárhagslegu trausti fyrirhugaðs yfirtökuaðila, einkum í tengslum við þá gerð viðskipta sem eru stunduð og áformað er að stunda í lánastofnuninni sem fyrirhugað er að yfirtaka,
    d)    því hvort lánastofnunin getur farið að og haldið áfram að fara að varfærniskröfunum, sem byggjast á þessari tilskipun og, eftir atvikum, öðrum tilskipunum, nánar tiltekið tilskipun 2000/46/EB, 2002/87/EB og 2006/49/ EB, einkum hvort uppbygging samstæðunnar, sem hún verður hluti af, sé þannig að hægt sé að hafa skilvirkt eftirlit með henni, skiptast á upplýsingum um hana milli lögbærra yfirvalda á skilvirkan hátt og ákvarða skiptingu ábyrgðar milli lögbærra yfirvalda,
    e)    því hvort gildar ástæður séu til að ætla að peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka, í skilningi 1. gr. tilskipunar 2005/60/EB ( *), eigi sér stað, hafi átt sér stað eða hafi verið reynd í tengslum við fyrirhugaða yfirtöku eða hvort fyrirhuguð yfirtaka geti aukið hættuna á því.
    2.     Lögbær yfirvöld geta ekki andmælt fyrirhugaðri yfirtöku nema til þess liggi haldbær rök á grundvelli viðmiðananna sem settar eru fram í 1. mgr. eða upplýsingarnar, sem fyrirhugaður yfirtökuaðili veitir, séu ófullnægjandi.
    3.     Aðildarríki skulu hvorki setja nein fyrirfram skilyrði um hlutfall eignarhlutdeildar, sem verður að yfirtaka, né heimila lögbærum yfirvöldum sínum að kanna fyrirhugaða yfirtöku með tilliti til hagrænna þarfa markaðarins.
    4.     Aðildarríkin skulu birta opinberlega skrá yfir upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma matið og senda ber lögbærum yfirvöldum um leið og tilkynninguna sem um getur í 1. mgr. 19. gr. Upplýsingarnar, sem krafist er, skulu vera í réttu hlutfalli við eðli fyrirhugaðs yfirtökuaðila og fyrirhugaðrar yfirtöku og lagaðar að því. Aðildarríkin skulu ekki krefjast annarra upplýsinga en þeirra sem skipta máli varðandi varfærnismatið.
    5.     Hafi lögbæru yfirvaldi verið tilkynnt um tvær eða fleiri fyrirhugaðar yfirtökur eða tvö eða fleiri tilvik fyrirhugaðrar aukningar á virkri eignarhlutdeild í sömu lánastofnun skal, með fyrirvara um 2., 3. og 4. mgr. 19. gr., meðferð þess á fyrirhuguðum yfirtökuaðilum vera án mismununar.
     19. gr. b
    1.     Viðeigandi lögbær yfirvöld skulu hafa fullt samráð sín á milli þegar þau framkvæma mat ef fyrirhugaður yfirtökuaðili er:
    a)    lánastofnun, líftryggingafélag, vátryggingafélag, endurtryggingafélag, fjárfestingarfyrirtæki eða rekstrarfélag í skilningi 2. liðar 1. gr. a í tilskipun 85/611/EBE (hér á eftir nefnt,rekstrarfélag verðbréfasjóðs) með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð,
    b)    móðurfélag lánastofnunar, líftryggingafélags, vátryggingafélags, endurtryggingafélags, fjárfestingarfyrirtækis eða rekstrarfélags verðbréfasjóðs með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð eða
    c)    einstaklingur eða lögaðili sem hefur yfirráð yfir lánastofnun, líftryggingafélagi, vátryggingafélagi, endurtryggingafélagi, fjárfestingarfyrirtæki eða rekstrarfélagi verðbréfasjóðs með starfsleyfi í öðru aðildarríki eða öðrum geira en þeim þar sem yfirtakan er fyrirhuguð.
    2.     Lögbær yfirvöld skulu veita hver öðrum, án óþarfa tafa, allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru eða skipta máli fyrir matið. Að því er þetta varðar skulu lögbæru yfirvöldin senda allar upplýsingar sem málið varðar, ef óskað er eftir því, og allar mikilvægar upplýsingar að eigin frumkvæði. Taki lögbæra yfirvaldið, sem veitt hefur lánastofnuninni, sem fyrirhugað er að yfirtaka, starfsleyfi, ákvörðun skal tilgreina í henni sjónarmið eða fyrirvara sem lögbæra yfirvaldið, sem ber ábyrgð á fyrirhuguðum yfirtökuaðila, hefur látið í ljósi eða gert.
    

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *)    Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/ 60/EB frá 26. október 2005 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis og til fjármögnunar hryðjuverkastarfsemi (Stjtíð. ESB L 309, 25.11.2005, bls. 15).“
4.    í stað 20. gr. komi eftirfarandi:
     „20. gr.
    Aðildarríkin skulu krefjast þess að einstaklingur eða lögaðili, sem hefur tekið ákvörðun um ráðstafa, beint eða óbeint, virkri eignarhlutdeild í lánastofnun, tilkynni það áður skriflega lögbærum yfirvöldum og skýri þeim frá hve stórum hluta í stofnuninni hann hyggst halda eftir. Hlutaðeigandi skal einnig tilkynna lögbærum yfirvöldum ef hann hefur tekið ákvörðun um að minnka virka eignarhlutdeild sína svo mikið að hlutfall atkvæðisréttar eða hlutafjár hans fari niður fyrir 20%, 30% eða 50% eða að lánastofnunin hætti að vera dótturfélag hans. Aðildarríkin þurfa ekki að beita 30% viðmiðunarmörkunum ef þau, í samræmi við a-lið 3. mgr. 9. gr., beita viðmiðunarmörkum sem miðast við einn þriðja hluta.“
5.    í stað 3. mgr. 21. gr. komi eftirfarandi:
    „3. Við ákvörðun á því hvort viðmiðanirnar fyrir virka eignarhlutdeild í tengslum við 19. og 20. gr. og þessa grein séu uppfylltar ber að taka tillit til atkvæðisréttarins sem um getur í 9. og 10. gr. tilskipunar 2004/109/EB, svo og skilyrða um samlagningu eignarhluta sem mælt er fyrir um í 4. og 5. mgr. 12. gr. þeirrar tilskipunar.
    Við ákvörðun á því hvort viðmiðanirnar um virka eignarhlutdeild, sem um getur í þessari grein, séu uppfylltar, skulu aðildarríki ekki taka tillit til atkvæðisréttar eða hlutabréfa, sem fjárfestingarfyrirtæki eða lánastofnanir kunna að eiga eftir að hafa veitt sölutryggingu vegna fjármálagerninga og/eða markaðssett fjármálagerninga á skuldbindandi grundvelli skv. 6. lið A-þáttar í I viðauka við tilskipun 2004/39/EB, að því tilskildu að þessi réttindi séu ekki nýtt eða notuð á annan hátt til að hlutast til um stjórn útgefandans og að þeim sé ráðstafað innan eins árs frá yfirtökunni.“
6.    í 2. mgr. 150. gr. bætist eftirfarandi liður við:
    „f)    breytingar á viðmiðunum, sem settar eru fram í 1. mgr. 19. gr. a, með framtíðarþróun í huga og til að tryggja samræmda beitingu þessarar tilskipunar.“

6. gr.
Endurskoðun

Framkvæmdastjórnin skal, eigi síðar en 21. mars 2011 og í samráði við aðildarríkin, endurskoða beitingu þessarar tilskipunar og senda skýrslu þar að lútandi til Evrópuþingsins og ráðsins, ásamt viðeigandi tillögum að breytingum.

7. gr.
Lögleiðing

1.     Aðildarríkin skulu samþykkja nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að tilskipun þessari fyrir 21. mars 2009. Þau skulu tilkynna það framkvæmdastjórninni þegar í stað.
Þegar aðildarríkin samþykkja þessar ráðstafanir skal vera í þeim tilvísun í þessa tilskipun eða þeim fylgja slík tilvísun þegar þær verða birtar opinberlega. Aðildarríkin skulu setja nánari reglur um slíka tilvísun.
2.     Aðildarríkin skulu senda framkvæmdastjórninni helstu ákvæði úr landslögum sem þau samþykkja um málefni sem tilskipun þessi nær til.

8. gr.
Gildistaka

1.     Tilskipun þessi öðlast gildi á þeim degi sem hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
2.     Matsmeðferð vegna fyrirhugaðra yfirtaka, sem tilkynntar hafa verið lögbærum yfirvöldum, skv. 1. gr. (2. mgr.), 2. gr. (2. mgr.), 3. gr. (2. mgr.), 4. gr. (2. mgr.) og 5. gr. (2. mgr.), áður en nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að tilskipun þessari taka gildi, skal fara fram í samræmi við gildandi landslög aðildarríkjanna á þeim tíma þegar tilkynning er send.

9. gr.
Viðtakendur

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.
Gjört í Strassborg 5. september 2007.
Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
H.-G. PÖTTERING M. LOBO ANTUNES
forseti. forseti.

Neðanmálsgrein: 1
(1)    Stjtíð. ESB L 257, 25.9.2008, bls. 29, og EES-viðbætir við Stjtíð. ESB nr. 58, 25.9.2008, bls. 11.
Neðanmálsgrein: 2
(2)    Stjtíð. ESB L 247, 21.9.2007, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 3
(*)    Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 4
(1)    Stjtíð. ESB C 93, 27.4.2007, bls. 22.
Neðanmálsgrein: 5
(2)    Stjtíð. ESB C 27, 7.2.2007, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 6
(3)    Stjtíð. ESB C 27, 7.2.2007, bls. 1. Álit Evrópuþingsins frá 13. mars 2007 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum ESB) og ákvörðun ráðsins frá 28. júní 2007.
Neðanmálsgrein: 7
(4)    Stjtíð. EB L 228, 11.8.1992, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/68/EB (Stjtíð. ESB L 323, 9.12.2005, bls. 1).
Neðanmálsgrein: 8
(5)    Stjtíð. EB L 345, 19.12.2002, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun ráðsins 2006/101/EB (Stjtíð. ESB L 363, 20.12.2006, bls. 238).
Neðanmálsgrein: 9
(6)    Stjtíð. ESB L 145, 30.4.2004, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með tilskipun 2006/31/EB (Stjtíð. ESB L 114, 27.4.2006, bls. 60).
Neðanmálsgrein: 10
(7)    Stjtíð. ESB L 177, 30.6.2006, bls. 1. Tilskipuninni var breytt með tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2007/18/EB (Stjtíð. ESB L 87, 28.3.2007, bls. 9).
Neðanmálsgrein: 11
(1)    Stjtíð. EB L 184, 17.7.1999, bls. 23. Ákvörðuninni var breytt með ákvörðun 2006/512/EB (Stjtíð. ESB L 200, 22.7.2006, bls. 11).
Neðanmálsgrein: 12
(2)    Stjtíð. ESB C 321, 31.12.2003, bls. 1.