Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 236. máls.

Þskj. 267  —  236. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2010 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2010, frá 30. apríl 2010, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB um að koma á grunngerð fyrir landupplýsingar í Evrópubandalaginu (INSPIRE).

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


1.     Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2010, frá 30. apríl 2010, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB um að koma á grunngerð fyrir landupplýsingar í Evrópubandalaginu (INSPIRE).
    Megintilgangurinn með tilskipun 2007/2/EB er að samræma og samnýta opinberar landupplýsingar í allri Evrópu og þá einna helst í þágu umhverfismála. Innleiðing hennar kallar á lagabreytingar hér á landi og var umrædd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar því tekin með stjórnskipulegum fyrirvara.
    Í tillögu þessari er gerð grein fyrir efni gerðarinnar sem hér um ræðir, en hún felur ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem hér um ræðir er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðinni sjálfri.

2.     Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar, nema eitthvert þeirra beiti heimild skv. 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum.
    Að því er Ísland varðar hefur stjórnskipulegur fyrirvari almennt einungis verið settur þegar innleiðing ákvörðunar kallar á lagabreytingar hér landi, en í því tilviki leiðir af 21. gr. stjórnarskrárinnar að afla ber samþykkis Alþingis áður en ákvörðun er staðfest. Slíkt samþykki getur Alþingi alltaf veitt samhliða viðeigandi lagabreytingu, en einnig hefur tíðkast að heimila stjórnvöldum að skuldbinda sig að þjóðarétti með þingsályktun áður en landsréttinum er með lögum breytt til samræmis við viðkomandi ákvörðun.
    Áðurnefnd 21. gr. stjórnarskrárinnar tekur til gerðar þjóðréttarsamninga en hún á augljóslega einnig við um þau tilvik þegar breytingar eru gerðar á slíkum samningum. Samkvæmt ákvæðinu er samþykki Alþingis áskilið ef samningur felur í sér afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef hann horfir til breytinga á stjórnarhögum ríkisins. Síðarnefnda atriðið hefur verið túlkað svo að samþykki Alþingis sé áskilið ef gerð þjóðréttarsamnings kallar á lagabreytingar hér á landi.
    Umrædd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar felur í sér breytingu á EES-samningnum en þar sem hún kallar á lagabreytingar hér á landi var hún tekin með stjórnskipulegum fyrirvara. Í samræmi við það sem að framan segir er óskað eftir samþykki Alþingis fyrir þeirri breytingu á EES-samningnum sem í ákvörðuninni felst.

3.     Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB um að koma á grunngerð fyrir landupplýsingar í Evrópubandalaginu (INSPIRE).
    Markmið tilskipunarinnar er eins og áður segir að samræma og samnýta opinberar landupplýsingar og þá einna helst í þágu umhverfismála. Landupplýsingar eru hvers kyns hnitsettar upplýsingar um fyrirbæri í umhverfinu, bæði náttúruleg og manngerð. Vegna mikilvægis umhverfismála og pólitískrar stefnumörkunar innan Evrópusambandsins er talið nauðsynlegt að aðildarríkin geti skipst á landupplýsingum yfir landamæri og að gögnin séu samnýtanleg. Með tilskipuninni eru settar reglur um hvernig skipulag, upplýsingamiðlun og aðgengi landupplýsingagagna skuli vera auk þess sem sett eru fyrirmæli um það hvernig eftirliti með slíkum gögnum skuli háttað. Talið er að helmingur allra upplýsinga sem falla undir tilskipunina sé á forræði umhverfisráðuneytisins og stofnana þess.
    Í hugmyndafræði tilskipunarinnar felast mikil tækifæri til umbóta hér á landi því vegna hennar er nauðsynlegt að innleiða staðla við skráninguna svo að unnt sé að miðla lýsigögnum (metadata) og gögnunum sjálfum á netinu. Hún nær eingöngu til landupplýsinga á rafrænu formi og fjallar einkum um miðlun, aðgengi og samræmingu þeirra. Í meginatriðum má skipta henni í sex eftirfarandi kafla: 1) Lýsigögn (Metadata), 2) Samhæfing gagna og þjónustu (Interoperability), 3) Netþjónusta (Network services), 4) Miðlun gagna (Data sharing), 5) Samhæfing (Coordination) og 6) Vöktun og eftirfylgni (Monitoring).
    Af hálfu EFTA-ríkjannna var gerð krafa um þá aðlögun við upptöku gerðarinnar í EES- samninginn að tryggt yrði að EES/EFTA-ríkin fengju jafnlangan tíma og ESB-ríki fá til þess að innleiða þær skyldur sem Inspire-gerðin leggur þeim á herðar. Aðlögunartexti þessa efnis kemur fram í 1. gr. ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2010.

4.     Lagabreytingar og hugsanleg áhrif hér á landi.
    Til að tryggja að þær grunnbreytingar sem tilskipunin kveður á um komist til framkvæmda er áætlað að setja ný lög um grunngerð landupplýsinga. Einstakir efnisþættir hennar verða innleiddir í tímasettum áföngum allt til ársins 2019. Verður það gert með reglugerðum, innleiðingarreglum og leiðbeiningum um meginkafla tilskipunarinnar.
    Þau gögn sem tilskipunin nær til falla undir svið nokkurra ráðuneyta og var hún send til umsagnar þeirra sem og til Sambands íslenskra sveitarfélaga en tilskipunin varðar sveitarfélögin í landinu vegna skipulagsgagna. Almennt telja þeir sem í stjórnsýslunni starfa að hún ýti á nauðsynlegar úrbætur varðandi skipulag og umsýslu landupplýsinga hér á landi sem nú er dreifð og oft illa aðgengileg. Einnig má benda á að ekki liggur fyrir heildarstefnumörkun stjórnvalda á þessu sviði hér á landi.
    Innleiðing tilskipunarinnar hefur að mati umhverfisráðuneytisins í för með sér verulegan samfélags- og fjárhagslegan ávinning á komandi árum en hún mun koma til góða vegna skipulagsmála, viðbragða við náttúruhamförum, náttúruverndar og ferðaþjónustu svo eitthvað sé nefnt. 1
    Að þessu leyti mun ávinningur fyrst og fremst koma fram í hagræðingu, aukinni samvinnu og samnýtingu sem fylgir því að gögn verða aðgengilegri. Mun innleiðing þannig koma í veg fyrir tvíverknað og að margir aðilar séu að vinna að öflun sömu upplýsinga. Aukinn útlagður kostnaður ríkissjóðs vegna innleiðingar er áætlaður 39 millj. kr. á ári í fimm ár auk vinnuframlags innan ráðuneyta og stofnana sem ætla má að muni nema allt að 80 millj. kr. á ári. Á sama fimm ára tímabili er áætlað að árlegur kostnaður sveitarfélaganna nemi 15 millj. kr. auk 30 millj. kr. innri kostnaðar. Talið er að fjárhagslegur ávinningur af innleiðingu sé fimmfaldur útlagður kostnaður ef miðað er við mat annarra ríkja en hann mun koma fram síðar og ekki hjá sömu aðilum og verða fyrir kostnaði.



Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 55/2010

frá 30. apríl 2010

um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN

með vísan til samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist „samningurinn“ í því sem hér fer á eftir, einkum ákvæða 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)         XX. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 27/2010 frá 12. mars 2010 ( 1 ).

2)         Fella ber inn í samninginn tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB frá 14. mars 2007 um að koma á grunnvirki fyrir staðtengdar upplýsingar í Evrópubandalaginu (INSPIRE) ( 2 ).

ÁKVÖRÐUNIN ER SVOHLJÓÐANDI:

1. gr.


Eftirfarandi liður bætist við á eftir lið 1i (tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/35/EB) í XX. viðauka við samninginn:

„1j.          32007 L 0002: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/2/EB frá 14. mars 2007 um að koma á grunnvirki fyrir staðtengdar upplýsingar í Evrópubandalaginu (INSPIRE) (Stjtíð. ESB L 108, 25.4.2007, bls. 1).

            Ákvæði tilskipunarinnar skulu, að því er samning þennan varðar, aðlöguð sem hér segir:

            a)    Að því er EFTA-ríkin varðar skal lesa ákvæði um tímamörk í stafl. a) og b) í 6. gr. og 3. mgr. 7. gr. þannig að talið sé frá gildistökudegi þeirra ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar sem hafa að geyma ákvæði um að fella inn í EES- samninginn framkvæmdarreglurnar sem um getur í þessum greinum.

            b)    Að því er EFTA-ríkin varðar skal lesa ákvæði um tímamörk í 2. og 3. mgr. 21. gr. og 1. mgr. 24. gr., en samkvæmt þeim skal talið frá gildistökudegi tilskipunarinnar, þannig að talið sé frá gildistökudegi ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 55/2010 frá 30. apríl 2010 sem hefur að geyma ákvæði um að fella þessa tilskipun inn í EES-samninginn.“

2. gr.


Íslenskur og norskur texti tilskipunar 2007/2/EB, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.

3. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi 1. maí 2010, að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi borist sameiginlegu EES-nefndinni ( * ).

4. gr.


Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.
Fylgiskjal II.


TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2007/2/EB
frá 14. mars 2007
um að koma á grunngerð fyrir landupplýsingar í Evrópubandalaginu (INSPIRE)


EVRÓPUÞINGIÐ OG RÁÐ EVRÓPUSAMBANDSINS HAFA,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins, einkum 1. mgr. 175. gr.,
með hliðsjón af tillögu framkvæmdastjórnarinnar,
með hliðsjón af áliti efnahags- og félagsmálanefndar Evrópubandalaganna ( 1 ),
að höfðu samráði við svæðanefndina,
í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í 251. gr. sáttmálans, á grundvelli sameiginlegs texta sem sáttanefndin samþykkti 17. janúar 2007 ( 2 ),
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)          Umhverfisstefna Bandalagsins skal miða að víðtækri vernd með tilliti til margbreytilegra aðstæðna á hinum ýmsu svæðum Bandalagsins. Enn fremur eru upplýsingar, þ.m.t. landupplýsingar, nauðsynlegar fyrir framsetningu og framkvæmd þessarar stefnu og annarra stefnumála Bandalagsins sem verða að samþættast kröfum um umhverfisvernd í samræmi við 6. gr. sáttmálans. Til þess að slík samþætting megi verða er nauðsynlegt að koma á tiltekinni samræmingu milli notenda og veitenda upplýsinganna þannig að sameina megi upplýsingar og þekkingu á mismunandi sviðum.
2)          Í sjöttu aðgerðaáætluninni á sviði umhverfismála, sem var samþykkt með ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1600/2002/EB frá 22. júlí 2002 ( 3 ) er þess krafist að áhersla sé lögð á að tryggja að stefnumótun Bandalagsins í umhverfismálum sé framkvæmd á samræmdan hátt, að teknu tilliti til svæðisbundins og staðarbundins mismunar. Allmörg vandamál eru til staðar varðandi það hve tiltækar landupplýsingar eru, svo og varðandi gæði, skipulag, aðgengi að og samnýtingu þeirra landupplýsinga sem nauðsynlegar eru í því skyni að ná fram markmiðunum sem sett eru fram í áætluninni.
3)          Vandamálin, sem tengjast því hve tiltækar landupplýsingar eru, gæðum þeirra, skipulagi, aðgengi og samnýtingu, eru sameiginleg fjölmörgum þemum á sviði stefnumótunar og upplýsinga og þeirra verður vart á ýmsum stigum opinberra yfirvalda. Til að leysa þessi vandamál þarf að gera ráðstafanir sem fela í sér skipti á rekstrarsamhæfðum landgögnum og landgagnaþjónustu, samnýtingu þeirra, aðgang að þeim og notkun þeirra á ýmsum stigum opinberra yfirvalda og á mismunandi sviðum. Því skal koma á fót grunngerð fyrir landupplýsingar innan Bandalagsins.
4)          Grunngerð fyrir landupplýsingar innan Evrópubandalagsins (Inspire-áætluninni) er ætlað að hjálpa við stefnumótun í tengslum við stefnumál og aðgerðir sem geta haft bein eða óbein áhrif á umhverfið.
5)          Inspire-áætlunin skal byggjast á grunngerðum fyrir landupplýsingar sem settar hafa verið upp í aðildarríkjunum og samrýmast almennum framkvæmdarreglum, og bætt skal við hana ráðstöfunum á vettvangi Bandalagsins. Þessum ráðstöfunum er ætlað að tryggja að grunngerðir fyrir landupplýsingar, sem komið er á fót í aðildarríkjunum, séu samhæfðar og nothæfar innan Bandalagsins og yfir landamæri.
6)          Grunngerðir fyrir landupplýsingar í aðildarríkjunum skulu þannig hannaðar að tryggt sé að landgögn séu geymd, að þau séu tiltæk og þeim viðhaldið á þeim vettvangi sem ákjósanlegastur er, að mögulegt sé að sameina landgögn, sem eiga sér mismunandi uppruna í Bandalaginu, á samræmdan hátt og deila þeim meðal ýmissa notenda og ýmiskonar hugbúnaðar, að mögulegt sé að safna saman landgögnum hjá opinberu yfirvaldi á tilteknu stigi og nota þau meðal annarra opinberra yfirvalda á öðrum stigum, að aðgengi að landgögnum sé þannig að víðtæk notkun þeirra sé ekki takmörkuð á ótilhlýðilegan hátt, að auðvelt sé að finna tiltæk landgögn og meta hve hentug þau eru í ákveðnum tilgangi ásamt því að skilyrðin um notkun þeirra séu ljós.
7)          Nokkur skörun er á landupplýsingum, sem þessi tilskipun nær til, og þeim upplýsingum sem fjallað er um í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/4/EB frá 28. janúar 2003 um almennan aðgang að upplýsingum um umhverfismál ( 1 ). Þessi tilskipun skal ekki hafa áhrif á tilskipun 2003/4/EB.
8)          Þessi tilskipun skal ekki hafa áhrif á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/98/EB frá 17. nóvember 2003 um endurnotkun upplýsinga frá hinu opinbera ( 2 ) en markmið hennar eru til fyllingar markmiðum þessarar tilskipunar.
9)          Þessi tilskipun skal hvorki hafa áhrif á tilvist né eignarhald opinberra yfirvalda á hugverkaréttindum.
10)          Inspire-áætlunin hefur í för með sér umtalsvert aukið vægi fyrir önnur framtaksverkefni Bandalagsins og hún hefur einnig ávinning af þeim, eins og reglugerð ráðsins (EB) nr. 876/ 2002 frá 21. maí 2002 um að koma á fót sameiginlega fyrirtækinu Galíleó ( 3 ) og orðsendingu framkvæmdastjórnarinnar til Evrópuþingsins og ráðsins „Hnattrænn umhverfis- og öryggiseftirlitsvettvangur (GMES): Hnattrænum umhverfis- og öryggiseftirlitsvettvangi komið á fót fyrir 2008 (aðgerðaáætlun (2004– 2008))“. Aðildarríkin skulu íhuga að nota gögn og þjónustu sem til verður vegna fyrirtækisins Galíleó og Hnattræns umhverfis- og öryggisvettvangs jafnóðum og þau verða tiltæk, einkum þau sem varða tíma- og rýmisvísanir frá fyrirtækinu Galíleó.
11)          Ráðist er í mörg framtaksverkefni í hverju ríki fyrir sig og á vettvangi Bandalagsins til að safna, samræma eða skipuleggja miðlun eða notkun landupplýsinga. Koma má þessum framtaksverkefnum á fót með löggjöf Bandalagsins, eins og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2000/479/EB frá 17. júlí 2000 um að taka upp evrópska skrá yfir losun mengandi efna (EPER) í samræmi við 15. gr. tilskipunar ráðsins 96/61/EB um samþættar mengunarvarnir og eftirlit með mengun (IPPC) ( 4 ) og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2152/2003 frá 17. nóvember 2003 um eftirlit með skógum og víxlverkun umhverfisþátta í Bandalaginu (Forest Focus) ( 5 ), innan ramma áætlana sem fjármagnaðar eru af Bandalaginu (t.d. Corine-flokkun landgerða, Upplýsingakerfi um stefnu Evrópu í flutningamálum) eða í tengslum við framtaksverkefni í hverju ríki fyrir sig eða á tilteknum svæðum. Þessi tilskipun er ekki aðeins viðbót við slík framtaksverkefni með því að láta í té ramma sem gerir þeim kleift að verða rekstrarsamhæfð heldur byggir hún einnig á fyrirliggjandi reynslu og framtaksverkefnum í stað þess að endurtaka það sem þegar hefur verið gert í þessu tilliti.
12)          Þessi tilskipun gildir um landgögn, sem eru í vörslu opinberra yfirvalda eða á vegum þeirra, og um notkun opinberra yfirvalda á landgögnum við framkvæmd opinberra verkefna sinna. Með fyrirvara um tilteknar aðstæður skal tilskipunin þó einnig gilda um landgögn í vörslu einstaklinga eða lögaðila, sem ekki eru opinber yfirvöld, að því tilskildu að viðkomandi einstaklingar eða lögaðilar fari fram á það.
13)          Í þessari tilskipun skulu ekki settar fram kröfur um söfnun nýrra gagna, eða um tilkynningu slíkra upplýsinga til framkvæmdastjórnarinnar, þar sem þau mál falla undir aðra löggjöf sem varðar umhverfið.
14)          Grunngerðum, í hverju ríki fyrir sig, skal komið upp, stig af stigi og eftir því skulu landgagnaþemun, sem falla undir þessa tilskipun, hafa mismunandi forgang. Framkvæmdin skal taka mið af því hversu mikil þörf er fyrir landgögn, vegna fjölbreyttrar notkunar í ýmsum málaflokkum, forgangsröðun aðgerða í stefnumálum Bandalagsins þar sem þörf er samhæfðra landgagna og þeirri framför sem þegar hefur orðið með samhæfingarátaki af hálfu aðildarríkjanna.
15)          Ein meginhindrunin í vegi þess að unnt sé að fullnýta tiltæk gögn er það hversu mikill tími og mikið fjármagn fer forgörðum við leit að landgögnum, sem til eru, eða við að ákvarða hvort nota megi þau í tilteknum tilgangi. Aðildarríki skulu því leggja fram lýsingar á tiltækum landgagnasöfnum og -þjónustu í formi lýsigagna.
16)          Fjölbreytni sniðs og skipanar, sem notuð er við að skipuleggja og fá aðgang að landgögnum í Bandalaginu, gerir það að verkum að erfitt reynist, með skilvirkum hætti, að móta, framkvæma, fylgjast með og leggja mat á þá löggjöf Bandalagsins, sem beint eða óbeint hefur áhrif á umhverfið, og því skal vera unnt að grípa til framkvæmdarráðstafana sem auðvelda notkun landgagna sem eiga sér mismunandi uppruna í aðildarríkjunum. Þessar ráðstafanir skulu miða að því að gera landgagnasöfn rekstrarsamhæfð og aðildarríki skulu tryggja að gögn eða upplýsingar, sem nauðsynlegar eru til þess að ná fram rekstrarsamhæfi, séu tiltækar með skilmálum sem takmarka ekki notkun þeirra í þeim tilgangi. Framkvæmdarreglur skulu byggjast á alþjóðlegum stöðlum, ef unnt er og skulu ekki hafa í för með sér óhóflegan kostnað fyrir aðildarríkin.
17)          Netþjónusta er nauðsynleg svo deila megi landgögnum milli mismunandi stiga opinberra yfirvalda innan Bandalagsins. Þessi netþjónusta skal gera kleift að finna, umbreyta, skoða og hala niður landgögn og virkja þjónustu á sviði landgagna og rafrænna viðskipta. Netþjónustan skal starfa í samræmi við almennt samþykktar forskriftir og lágmarksnothæfisviðmiðanir til þess að tryggja rekstrarsamhæfi grunngerðanna sem settar eru upp af hálfu aðildarríkjanna. Netþjónustan skal einnig fela í sér tæknilega möguleika á því að gera opinberum yfirvöldum kleift að gera sín eigin landgagnasöfn og -þjónustu tiltæka.
18)          Tiltekin landgagnasöfn og -þjónusta, sem skiptir máli fyrir stefnumál Bandalagsins og hefur bein eða óbein áhrif á umhverfið, eru varðveitt og starfrækt af hálfu þriðja aðila. Aðildarríki skulu því gefa þriðju aðilum kost á að leggja af mörkum til grunngerða í hverju ríki fyrir sig, að því tilskildu að samloðun og notendavænleiki landgagna og landgagnaþjónustu, sem falla undir þessar grunngerðir, skerðist ekki þar með.
19)          Reynsla aðildarríkjanna hefur sýnt, að til að vel takist til við að koma í framkvæmd grunngerð fyrir landupplýsingar, er mikilvægt að lágmarksfjöldi þjónustuleiða sé tiltækur almenningi án endurgjalds. Aðildarríkin skulu því að lágmarki og án endurgjalds, koma á framfæri, þjónustu sem gerir kleift að leita að og, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, skoða landgagnasöfn.
20)          Í því skyni að styðja við aðlögun grunngerða í hverju ríki fyrir sig að Inspire-áætluninni skulu aðildarríkin veita aðgang að grunngerðum sínum í gegnum landupplýsingagátt (geo-portal) Bandalagsins, sem starfrækt er af hálfu framkvæmdastjórnarinnar, auk aðgangsstaða sem þau ákveða að starfrækja sjálf.
21)          Í því skyni að gera upplýsingar frá mismunandi stigum opinberra yfirvalda tiltækar skulu aðildarríki fjarlægja hindranir, sem mæta opinberum yfirvöldum á lands-, svæðis- og staðarvísu við framkvæmd opinberra verkefna, sem geta haft bein eða óbein áhrif á umhverfið.
22)          Opinber yfirvöld þurfa að hafa hnökralausan aðgang að viðkomandi landgagnasöfnum og -þjónustu við framkvæmd opinberra verkefna sinna. Það getur hindrað slíkan aðgang að hann sé háður einstökum, sértækum samningaviðræðum milli opinberra yfirvalda í hvert skipti sem þörf er á aðgangi. Aðildarríki skulu grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að koma í veg fyrir slíkar hindranir í framkvæmd á samnýtingu gagna, t.d. með því að styðjast við fyrirliggjandi samninga sem gerðar hafa verið á milli opinberra yfirvalda.
23)          Ef opinbert yfirvald leggur öðru opinberu yfirvaldi í sama aðildarríki til landgagnasöfn og -þjónustu, sem krafist er til að efna skuldbindingar um skýrslugjöf samkvæmt löggjöf Bandalagsins að því er varðar umhverfismál, skal viðkomandi aðildarríki frjálst að ákveða að þessi landgagnasöfn og -þjónusta skuli ekki vera gjaldskyld. Fyrirkomulag samnýtingar landgagnasafna og -þjónustu á milli ríkisstjórna og annarra opinberra yfirvalda og einstaklinga eða lögaðila, sem annast opinbera stjórnsýslu samkvæmt landslögum, skal vera með þeim hætti að tekið sé tillit til nauðsynjar þess að standa vörð um fjárhagslega burði opinberra yfirvalda, einkum þeirra sem skylt er að afla tekna. Hvað sem því líður skulu álögð gjöld ekki vera hærri en sem nemur kostnaði við að safna, framleiða, fjölfalda og miðla þeim að viðbættri hæfilegri ávöxtun fjárfestinga.
24)          Netþjónusta skal veitt í fullu samræmi við meginreglurnar um verndun persónuupplýsinga í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 95/46/EB frá 24. október 1995 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga ( 1 ).
25)          Reglurammar um samnýtingu landgagna meðal opinberra yfirvalda, sem tilskipunin skyldar til samnýtingar, skulu vera hlutlausir, að því er varðar slík opinber yfirvöld innan aðildarríkis, en einnig að því er varðar slík opinber yfirvöld í öðrum aðildarríkjum og stofnunum Bandalagsins. Þar sem stofnanir og aðilar í Bandalaginu þurfa oft að samþætta og meta landupplýsingar frá öllum aðildarríkjunum skal þeim gert kleift að fá aðgang að landgögnum og að nota þau ásamt landgagnaþjónustu í samræmi við samræmd skilyrði.
26)          Með það í huga að örva þróun þriðju aðila á virðisaukandi þjónustu, í þágu bæði opinberra yfirvalda og almennings, er nauðsynlegt að auðvelda aðgang að landgögnum sem ná yfir stjórnsýsluleg mörk eða landamæri.
27)          Að koma grunngerðum fyrir landupplýsingar í framkvæmd með árangursríkum hætti, krefst samhæfingar meðal allra þeirra sem hagsmuni hafa af því að setja upp slíkar grunngerðir, hvort sem þeir leggja til efni eða eru notendur. Því skal koma á fót viðeigandi samræmingarskipulagi, sem nær til mismunandi stjórnvaldsstiga, þar sem tekið er tillit til dreifingar valds og ábyrgðar innan aðildarríkjanna.
28)          Svo njóta megi nýjustu tækni og raunverulegrar reynslu af upplýsingagrunngerðum er viðeigandi að ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru fyrir framkvæmd þessarar tilskipunar, styðjist við alþjóðlega staðla og staðla sem samþykktir eru af hálfu evrópskra staðlastofnana í samræmi við málsmeðferðina sem mælt er fyrir um í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/34/EB frá 22. júní 1998 sem setur reglur um tilhögun upplýsingaskipta vegna tæknilegra staðla og reglugerða ( 2 ).
29)          Þar sem Umhverfisstofnun Evrópu, sem komið var á fót með reglugerð ráðsins (EBE) nr. 1210/90 frá 7. maí 1990 um stofnun Umhverfisstofnunar Evrópu og evrópsks upplýsinga- og eftirlitsnets á sviði umhverfismála ( 3 ), hefur það verkefni að veita Bandalaginu hlutlægar, áreiðanlegar og sambærilegar umhverfisupplýsingar á vettvangi Bandalagsins og miðar m.a. að því að bæta flæði upplýsinga um umhverfismál sem varða stefnumörkun, á milli aðildarríkja og stofnana Bandalagsins, skal hún taka virkan þátt í framkvæmd þessarar tilskipunar.
30)          Í samræmi við 34. gr. samstarfssamningsins milli stofnana um betri lagasetningu ( 4 ) eru aðildarríkin hvött til að taka saman, bæði í eigin þágu og í þágu Bandalagsins, eigin töflur sem sýna, eftir því sem við verður komið, samsvörun milli þessarar tilskipunar og ráðstafana til að lögleiða hana og að birta þær.
31)          Nauðsynlegar ráðstafanir til að koma þessari tilskipun í framkvæmd skulu samþykktar í samræmi við ákvörðun ráðsins 1999/468/EB frá 28. júní 1999 um reglur um meðferð framkvæmdavalds sem framkvæmdastjórninni er falið ( 5 ).
32)          Framkvæmdastjórnin skal einkum hafa umboð til þess að aðlaga lýsingu á fyrirliggjandi gagnaþemum sem um getur í I., II., og III. viðauka. Þar eð slíkar ráðstafanir eru almenns eðlis og þeim er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar tilskipunar skulu þær samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferðina með grannskoðun sem kveðið er á um í 5. gr. a í ákvörðun 1999/468/EB.
33)          Einnig skal framkvæmdastjórnin hafa umboð til að samþykkja framkvæmdarreglur, sem kveða á um tæknilega tilhögun rekstrarsamhæfis og samhæfingar á landgagnasöfnum og þjónustu, reglur sem ákvarða skilyrði varðandi aðgang að slíkum söfnum og þjónustu, svo og reglur varðandi tækniforskriftir og skyldur netþjónustu. Þar eð slíkar ráðstafanir eru almenns eðlis og þeim er ætlað að bæta nýjum, veigalitlum þáttum við þessa tilskipun skulu þær samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferðina með grannskoðun sem kveðið er á um í 5. gr. a í ákvörðun 1999/468/ EB.
34)          Undirbúningsvinna vegna ákvarðana, sem varða framkvæmd þessarar tilskipunar og þróunar Inspire-áætlunarinnar í framtíðinni, krefst samfelldrar vöktunar á framkvæmd tilskipunarinnar og reglubundinnar skýrslugjafar.
35)          Þar eð aðildarríkin geta ekki fyllilega náð markmiðum þessarar tilskipunar, þ.e. að koma á fót Inspire-áætluninni, og þeim verður betur náð á vettvangi Bandalagsins vegna hinna fjölþjóðlegu þátta og þeirrar almennu þarfar innan Bandalagsins að samræma skilyrði fyrir aðgangi að landupplýsingum, skiptum á þeim og samnýtingu þeirra, er Bandalaginu heimilt að samþykkja ráðstafanir í samræmi við dreifræðisregluna eins og kveðið er á um í 5. gr. sáttmálans. Í samræmi við meðalhófsregluna, eins og hún er sett fram í þeirri grein, er ekki gengið lengra en nauðsyn krefur í þessari tilskipun til að ná þessum markmiðum.
SAMÞYKKT TILSKIPUN ÞESSA:

I. KAFLI
ALMENN ÁKVÆÐI
1. gr.

1.     Markmið þessarar tilskipunar er að mæla fyrir um almennar reglur sem miða að því að koma á grunngerð fyrir landupplýsingar í Evrópubandalaginu (hér á eftir nefnd Inspire-áætlunin), vegna stefnu Bandalagsins í umhverfismálum og stefnumála eða starfsemi sem getur haft áhrif á umhverfið.
2.     Í Inspire-áætluninni skal byggt á grunngerðum fyrir landupplýsingar sem komið hefur verið á fót í aðildarríkjunum og starfrækt af hálfu þeirra.

2. gr.

1.     Þessi tilskipun gildir með fyrirvara um tilskipanirnar 2003/4/EB og 2003/98/EB.
2.     Þessi tilskipun hefur ekki áhrif á tilvist eða eignarhald opinberra yfirvalda á hugverkaréttindum.

3. gr.

Í þessari tilskipun er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
1.    „grunngerð fyrir landupplýsingar“: lýsigögn, landgagnasöfn og landgagnaþjónusta, netþjónusta og -tækni, samningar um samnýtingu, aðgang og notkun, samræmingar- og eftirlitskerfi, tilhögun, ferli og málsmeðferð sem komið er á fót, starfrækt eða gerð tiltæk í samræmi við þessa tilskipun,
2.    „landgögn“: hvers konar gögn með beina eða óbeina tilvísun til tiltekinnar staðsetningar eða landsvæðis,
3.    „landgagnasafn“: auðgreinanlegt safn af landgögnum,
4.    „landgagnaþjónusta“: aðgerðir sem hægt er, með hjálp tölvuhugbúnaðar, að framkvæma á landgögnum sem geymd eru í landgagnasöfnum eða á tengdum lýsigögnum,
5.    „landhlutur“: óhlutbundin táknun á raunverulegu fyrirbæri sem tengt er tiltekinni staðsetningu eða landsvæði,
6.    „lýsigögn“: upplýsingar sem lýsa landgagnasöfnum og landgagnaþjónustu og gera kleift að leita að þeim, skrá þau og nota,
7.    „rekstrarsamhæfi“: möguleikinn á því að sameina landgagnasöfn og hafa samskipti milli þjónustuleiða, án síendurtekinnar handvirkrar íhlutunar, með þeim hætti að niðurstaðan sé samhangandi og virðisauki gagnasafnanna og þjónustunnar sé aukinn,
8.    „Inspire-landupplýsingagátt“: vefsetur, eða jafngildi þess, sem veitir aðgang að þjónustunni sem um getur í 1. mgr. 11. gr.,
9.    „opinbert yfirvald“:
    a)    ríkisstjórn eða aðrar opinberar stjórnsýslustofnanir, þ.m.t. opinberar ráðgjafastofnanir, á lands-, svæðis- eða staðarvísu,
    b)    sérhver einstaklingur eða lögaðili sem annast opinbera stjórnsýslu samkvæmt landslögum, þ.m.t. sértæk skyldustörf, starfsemi eða þjónusta í tengslum við umhverfið, og
    c)    sérhver einstaklingur eða lögaðili sem ber opinbera ábyrgð, gegnir opinberu hlutverki eða veitir opinbera þjónustu, í tengslum við umhverfið, og heyrir undir stjórn aðila eða einstaklings sem um getur í a- eða b-lið;
    aðildarríki geta kveðið á um að þegar aðilar eða stofnanir starfa að dómsmálum eða lagasetningu skuli þau ekki teljast opinbert yfirvald í skilningi þessarar tilskipunar,
10.    „þriðji aðili“: allir einstaklingar eða lögaðilar aðrir en opinber yfirvöld.

4. gr.

1.     Þessi tilskipun skal taka til landgagnasafna sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a)    þau varða svæði þar sem aðildarríki hefur og/eða beitir lögsögu,
b)    þau eru á rafrænu formi,
c)    þau eru geymd hjá eða fyrir hönd einhvers af eftirfarandi:
    i.    opinbers yfirvalds eftir að opinbert yfirvald lét búa þau til eða tók við þeim, eða þau eru í umsjón þess yfirvalds eða uppfærð af því yfirvaldi og á gildissviði opinberra verkefna þess,
    ii.    þriðja aðila sem hefur fengið aðgang að netinu í samræmi við 12. gr.,
d)    þau varða eitt eða fleiri þemu sem talin eru upp í I., II. eða III. viðauka.
2.     Í tilvikum þar sem mörg samhljóða eintök af sama landgagnasafninu eru geymd hjá mismunandi opinberum yfirvöldum eða fyrir hönd þeirra skal þessi tilskipun aðeins gilda um viðmiðunarútgáfuna sem afritin eru fengin frá.
3.     Þessi tilskipun skal einnig taka til landgagnaþjónustu sem varðar gögn sem eru hluti af landgagnasöfnunum sem um getur í 1. mgr.
4.     Þessi tilskipun krefst þess ekki að nýjum landgögnum sé safnað.
5.     Ef um er að ræða landgagnasöfn, sem eru í samræmi við skilyrðin sem sett eru fram í c-lið 1. mgr. og sem þriðji aðili hefur hugverkaréttindi yfir, getur opinbert yfirvald aðeins grípið til aðgerða samkvæmt þessari tilskipun með samþykki þriðja aðilans sem um ræðir.
6.     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal þessi tilskipun því aðeins ná yfir landgagnasöfn, sem geymd eru hjá eða fyrir hönd opinbers yfirvalds sem starfar á lægsta stjórnsýslustigi aðildarríkis, ef í aðildarríkinu eru lög eða reglugerðir sem krefjast söfnunar eða miðlunar þeirra.
7.     Aðlaga má lýsinguna á fyrirliggjandi gagnaþemum, sem um getur í I., II. og III. viðauka, í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun sem um getur í 3. mgr. 22. gr., í því skyni að taka tillit til breytilegra þarfa fyrir landgögn til að styðja við stefnu Bandalagsins sem hefur áhrif á umhverfið.

II. KAFLI
LÝSIGÖGN
5. gr.

1.     Aðildarríki skulu tryggja að lýsigögn séu búin til fyrir landgagnasöfn og -þjónustu sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I., II., og III. viðauka og að þessi lýsigögn séu uppfærð.
2.     Lýsigögn skulu innihalda upplýsingar um eftirfarandi:
a)    samræmi landgagnasafna við framkvæmdarreglurnar sem kveðið er á um í 1. mgr. 7. gr.,
b)    skilyrði, sem gilda um aðgang að og notkun á landgagnasöfnum og -þjónustu, og, eftir atvikum, samsvarandi gjöld,
c)    gæði og réttmæti landgagnasafna,
d)    opinber yfirvöld sem bera ábyrgð á stofnun, umsjón, viðhaldi og dreifingu landgagnasafna og -þjónustu,
e)    takmarkanir á aðgangi almennings og ástæður slíkra takmarkana í samræmi við 13. gr.
3.     Aðildarríki skulu grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að lýsigögn séu fullgerð og af nægilegum gæðum til að uppfylla markmiðin sem sett eru fram í 6. mgr. 3. gr.
4.     Reglur um framkvæmd þessarar greinar skulu samþykktar eigi síðar en 15. maí 2008 í samræmi við reglunefndarmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 22. gr. Í þessum reglum skal tekið tillit til viðeigandi, fyrirliggjandi alþjóðlegra staðla og þarfa notenda, einkum í tengslum við fullgildingarlýsigögn.

6. gr.

Aðildarríki skulu búa til lýsigögnin, sem um getur í 5. gr., í samræmi við eftirfarandi tímaáætlun:
a)    eigi síðar en tveimur árum eftir dagsetningu samþykktar framkvæmdarreglnanna í samræmi við 4. mgr. 5. gr., ef um er að ræða landgagnasöfn sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I. og II. viðauka,
b)    eigi síðar en fimm árum eftir dagsetningu samþykktar framkvæmdarreglnanna í samræmi við 4. mgr. 5. gr., ef um er að ræða landgagnasöfn sem samsvara þemunum sem talin eru upp í III. viðauka.

III. KAFLI
REKSTRARSAMHÆFI LANDGAGNASAFNA OG -ÞJÓNUSTU
7. gr.

1.     Framkvæmdarreglur, sem mæla fyrir um tæknilega tilhögun rekstrarsamhæfis, og, þegar slíkt er gerlegt, samræmingu landgagnasafna og -þjónustu, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar reglugerðar með því að bæta við hana, skulu samþykktar í samræmi við þá reglunefndarmeðferð með grannskoðun sem um getur í 3. mgr. 22. gr. Þegar framkvæmdarreglurnar eru samdar skal tekið tillit til viðeigandi þarfa notenda, fyrirliggjandi framtaksverkefna og alþjóðlegra staðla um samhæfingu landgagnasafna, ásamt sjónarmiðum sem tengjast hagkvæmni og kostnaðarávinningi. Ef stofnanir, sem komið er á fót samkvæmt alþjóðalögum, hafa samþykkt viðeigandi staðla til að tryggja rekstrarsamhæfi eða samhæfingu landgagnasafna og -þjónustu skulu þessir staðlar samþættir og vísað skal til fyrirliggjandi tæknilegra úrræða, ef við á, í framkvæmdarreglunum sem um getur í þessari málsgrein.
2.     Þegar framkvæmdastjórnin semur framkvæmdarreglurnar, sem kveðið er á um í 1. mgr., skal hún byggja á greiningu sem hún tekur að sér að framkvæma til að tryggja að reglurnar séu raunhæfar og hóflegar með hliðsjón af líklegum kostnaði og ávinningi og miðla niðurstöðum slíkrar greiningar til nefndarinnar sem um getur í 1. mgr. 22. gr. Aðildarríkin skulu, sé þess óskað, veita framkvæmdastjórninni nauðsynlegar upplýsingar til að gera henni kleift að framkvæma slíkar greiningar.
3.     Aðildarríkin skulu tryggja að öll gagnasöfn, sem nýlega hafa verið tekin saman og að stórum hluta endurskipulögð, og samsvarandi landgagnaþjónusta séu tiltæk í samræmi við framkvæmdarreglurnar, sem um getur í 1. mgr., innan tveggja ára frá samþykkt þeirra og að önnur gagnasöfn og -þjónusta, sem enn eru í notkun, séu tiltæk í samræmi við framkvæmdarreglurnar innan sjö ára frá samþykkt þeirra. Landgagnasöfn skulu gerð tiltæk í samræmi við framkvæmdarreglurnar annaðhvort með aðlögun gildandi landgagnasafna eða með umbreytingarþjónustunni sem um getur í d-lið 1. mgr. 11. gr.
4.     Framkvæmdarreglurnar, sem um getur í 1. mgr., skulu taka til skilgreininga og flokkunar á landhlutum, sem skipta máli í landgagnasöfnum og tengjast þemunum sem talin eru upp í I., II. eða III. viðauka, og því hvernig vísað er landfræðilega til þessara landgagna.
5.     Fulltrúar aðildarríkja á lands-, svæðis- og staðarvísu, auk annara einstaklinga og lögaðila sem hafa hagsmuni af viðkomandi landgögnum með skírskotun til hlutverks þeirra í grunngerð fyrir landupplýsingar, þ.m.t. notendur, framleiðendur, veitendur virðisaukandi þjónustu eða hvers konar samræmingaraðilar, skulu fá tækifæri til að taka þátt í undirbúningsviðræðum um innihald framkvæmdarreglnanna, sem um getur í 1. mgr., áður en nefndin, sem um getur í 1. mgr. 22. gr., fær þær til umfjöllunar.

8. gr.

1.     Ef um er að ræða landgagnasöfn, sem samsvara einu eða fleiri þemum, sem talin eru upp í I. eða II. viðauka, skulu framkvæmdarreglurnar, sem kveðið er á um í 1. mgr. 7. gr., uppfylla skilyrðin sem mælt er fyrir um í 2., 3. og 4. mgr. þessarar greinar.
2.     Í framkvæmdarreglunum skal fjallað um eftirfarandi þætti landgagna:
a)    sameiginlegan ramma fyrir einkvæma auðkenningu landhluta þangað sem hægt er að varpa auðkennum í landsbundnum kerfum svo tryggja megi rekstrarsamhæfi á milli þeirra,
b)    tengsl landhluta,
c)    lykileigindir og samsvarandi fjöltyngd samheitasöfn, sem almennt er krafist, vegna stefnumála sem geta haft áhrif á umhverfið,
d)    upplýsingar um tímaþátt gagnanna,
e)    uppfærslu gagnanna.
3.     Framkvæmdarreglurnar skulu útfærðar þannig að þær tryggi samræmi milli upplýsinga, sem vísa til sömu staðsetningar, eða milli upplýsinga, sem vísa til sama hlutar, sem táknaður er í mismunandi hlutföllum.
4.     Framkvæmdarreglurnar skulu útfærðar þannig að þær tryggi að upplýsingar, sem leiddar eru af mismunandi landgagnasöfnum, séu sambærilegar að því er varðar atriðin sem um getur í 4. mgr. 7. gr. og í 2. mgr. þessarar greinar.

9. gr.

Framkvæmdarreglurnar, sem kveðið er á um í 1. mgr. 7. gr., skulu samþykktar í samræmi við eftirfarandi tímaáætlun:
a)    eigi síðar en 15. maí 2009 ef um er að ræða landgagnasöfn sem samsvara þemunum sem talin eru upp í I. viðauka,
b)    eigi síðar en 15. maí 2012 ef um er að ræða landgagnasöfn sem samsvara þemunum sem talin eru upp í II. eða III. viðauka,

10. gr.

1.     Aðildarríki skulu tryggja að allar upplýsingar, þ.m.t. gögn, kóðar og tæknilegar flokkanir, sem nauðsynlegar eru til að fara að framkvæmdarreglunum sem kveðið er á um í 1. mgr. 7. gr., séu gerðar tiltækar opinberum yfirvöldum eða þriðju aðilum í samræmi við skilyrði sem takmarka ekki notkun þeirra í þeim tilgangi.
2.     Í því skyni að tryggja að landgögn, sem varða landfræðilegar fitjur sem ná yfir landamæri tveggja eða fleiri aðildarríkja, séu í samhengi, skulu aðildarríki, eftir því sem við á, ákveða, með gagnkvæmu samþykki, framsetningu á slíkum sameiginlegum fitjum ásamt staðsetningu þeirra.

IV. KAFLI
NETÞJÓNUSTA
11. gr.

1.     Aðildarríki skulu koma á fót og starfrækja net fyrir eftirfarandi þjónustu, að því er varðar landgagnasöfn og -þjónustu sem lýsigögn hafa verið búin til fyrir, í samræmi við þessa tilskipun:
a)    leitarþjónustu, sem gerir kleift að leita að landgagnasöfnum og -þjónustu á grundvelli innihalds samsvarandi lýsigagna, og að birta innihald lýsigagnanna,
b)    skoðunarþjónustu sem gerir kleift, að lágmarki, að birta, rápa um, þysja að/frá, skotra eða leggja gagnalag yfir sýnileg landgagnasöfn og til að birta skýringartexta og allt viðeigandi innihald lýsigagna,
c)    niðurhalsþjónustu sem gerir kleift að hala niður afrit af landgagnasöfnum eða hluta slíkra safna og, ef unnt er, fá beinan aðgang að þeim,
d)    umbreytingarþjónustu sem gerir kleift að umbreyta landgagnasöfnum með það í huga að ná fram rekstrarsamhæfi,
e)    þjónustu sem gerir kleift að virkja landgagnaþjónustu;
Þessi þjónusta skal taka tillit til viðkomandi þarfa notenda og skal vera auðveld í notkun, tiltæk almenningi og aðgengileg á Netinu eða með öðrum viðeigandi fjarskiptaúrræðum.
2.     Að því er varðar þjónustuna, sem um getur í a-lið 1. mgr., skal a.m.k. innleiða eftirfarandi samsetningu leitarskilyrða:
a)    lykilorð,
b)    flokkun landgagna og þjónustu,
c)    gæði og réttmæti landgagnasafna,
d)    samræmi við framkvæmdarreglurnar sem kveðið er á um í 1. mgr. 7. gr.,
e)    landfræðilega staðsetning,
f)    skilyrði sem gilda um aðgang að og notkun á landgagnasöfnum og -þjónustu,
g)    opinber yfirvöld sem bera ábyrgð á stofnun, umsjón, viðhaldi og dreifingu landgagnasafna og -þjónustu.
3.     Umbreytingarþjónustan, sem um getur í d-lið 1. mgr., skal sameinuð annarri þjónustu, sem um getur í þeirri málsgrein, þannig að kleift sé að starfrækja alla þjónustuþættina í samræmi við framkvæmdarreglurnar sem kveðið er á um í 1. mgr. 7. gr.

12. gr.

Aðildarríki skulu tryggja að opinber yfirvöld hafi tæknilega möguleika á því að tengja landgagnasöfn og -þjónustu við netið sem um getur í 1. mgr. 11. gr. Þessi þjónusta skal einnig gerð tiltæk þriðju aðilum, sé óskað eftir því, ef landgagnasöfn og -þjónusta þeirra fara að framkvæmdarreglum þar sem sérstaklega er mælt fyrir um skuldbindingar að því er varðar lýsigögn, netþjónustu og rekstrarsamhæfi.

13. gr.

1.     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 11. gr. er aðildarríkjum heimilt að takmarka aðgang almennings að landgagnasöfnum og -þjónustu gegnum þjónustuna, sem um getur í a-lið 1. mgr. 11. gr., ef slíkur aðgangur hefði óhagstæð áhrif á milliríkjasamskipti, almannaöryggi eða landvarnir.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 11. gr. er aðildarríkjum heimilt að takmarka aðgang almennings að landgagnasöfnum og -þjónustu gegnum þjónustuna, sem um getur í b- til e-lið í 1. mgr. 11. gr., eða þjónustu á sviði rafrænna viðskipta, sem um getur í 3. mgr. 14. gr., ef slíkur aðgangur hefði óhagstæð áhrif á eitthvað af eftirfarandi:
a)    trúnað, sem varðar málsmeðferð opinberra yfirvalda, ef kveðið er á um trúnaðarkvöð af því tagi í lögum,
b)    milliríkjasamskipti, almannaöryggi eða landvarnir,
c)    meðferð mála fyrir dómstólum, möguleika einstaklinga til að hljóta réttláta málsmeðferð fyrir dómi eða möguleika opinbers yfirvalds til að láta fara fram rannsókn sem varðar refsiverðan verknað eða agabrot,
d)    leynd, sem varðar upplýsingar í viðskiptum eða iðnaði, ef kveðið er á um leynd af því tagi í landslögum eða lögum Bandalagsins í því skyni að vernda réttmæta, efnahagslega hagsmuni, þ.m.t. almannahagsmunir sem fólgnir eru í að virða trúnaðarkvöð í hagskýrslum og skattaleynd,
e)    hugverkarétt,
f)    vernd persónuupplýsinga og/eða skjala sem varða einstakling hafi viðkomandi ekki veitt samþykki sitt fyrir birtingu upplýsinganna og ef kveðið er á um slíka trúnaðarkvöð í landslögum eða lögum Bandalagsins,
g)    hagsmuni eða vernd annarra einstaklinga hafi þeir veitt umbeðnar upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja án þess að þeim sé það skylt samkvæmt lögum eða unnt sé að skylda þá til þess samkvæmt lögum nema þeir hafi veitt samþykki sitt fyrir birtingu viðkomandi upplýsinga,
h)    vernd þess hluta umhverfisins sem slíkar upplýsingar varða, t.d. heimkynni fágætra tegunda lífvera.
2.     Ástæður fyrir takmörkunum á aðgangi, sem kveðið er á um í 1. mgr., skulu túlkaðar þröngt að teknu tilliti til þeirra hagsmuna almennings sem þjónað er með því að veita þennan aðgang í einstökum tilvikum. Í hverju tilviki skal vega og meta þá hagsmuni almennings, sem fylgja birtingu upplýsinganna, gagnvart þeim hagsmunum sem þjónað er með því að takmarka eða skilyrða aðganginn. Aðildarríkin mega ekki, með skírskotun til a-, d-, f-, g- og h-liðar 1. mgr., takmarka aðgang að upplýsingum um mengandi losun út í umhverfið.
3.     Aðildarríkin skulu, innan þessa ramma og að því er varðar beitingu f-liðar 1. mgr., tryggja að kröfur í tilskipun 95/46/EB séu uppfylltar.

14. gr.

1.     Aðildarríki skulu tryggja að þjónustan, sem um getur í a- og b-lið 1. mgr. 11. gr., sé tiltæk almenningi án endurgjalds.
2.     Þrátt fyrir 1. mgr. er aðildarríkjum heimilt að leyfa opinberu yfirvaldi, sem veitir þjónustu sem um getur í b-lið 1. mgr. 11. gr., að leggja á gjöld ef þau gjöld tryggja viðhald landgagnasafna og samsvarandi landgagnaþjónustu, einkum í tilvikum þar sem um er að ræða mjög mikið magn gagna sem eru oft uppfærð.
3.     Gögn sem gerð eru tiltæk með skoðunarþjónustunni, sem um getur í b-lið 1. mgr. 11. gr., mega vera með sniði sem kemur í veg fyrir að þau séu notuð aftur í viðskiptalegum tilgangi.
4.     Ef opinber yfirvöld leggja gjöld á þjónustuna, sem um getur í b-, c- eða e-lið 1. mgr. 11. gr., skulu aðildarríki tryggja að þjónusta, sem byggist á rafrænum viðskiptum, sé í boði. Slík þjónusta getur fallið undir fyrirvara, leyfi sem fæst með smelli eða, ef nauðsyn krefur, leyfi.

15. gr.

1.     Framkvæmdastjórnin skal koma á fót og starfrækja Inspire-landupplýsingagátt á vettvangi Bandalagsins.
2.     Aðildarríki skulu veita aðgang að þjónustunni, sem um getur í 1. mgr. 11. gr., um Inspire-landupplýsingagátt sem um getur í 1. mgr. Aðildarríkjum er einnig heimilt að veita aðgang að þessari þjónustu um eigin afgreiðslustaði.

16. gr.

Samþykkja skal framkvæmdarreglur, sem er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessa kafla með því að bæta við hann, í samræmi við reglunefndarmeðferð með grannskoðun, sem um getur í 3. mgr. 22. gr. og skal einkum mæla fyrir um eftirfarandi:
a)    tækniforskriftir fyrir þjónustuna, sem um getur í 11. og 12. gr., og lágmarksnothæfisviðmiðanir fyrir þessa þjónustu, að teknu tilliti til gildandi krafna um skýrslugjöf og tilmæla sem samþykkt eru innan ramma umhverfislöggjafar Bandalagsins, gildandi þjónustu sem byggist á rafrænum viðskiptum og tæknilegri framþróun,
b)    skyldur sem um getur í 12. gr.

V. KAFLI
SAMNÝTING GAGNA
17. gr.

1.     Öll aðildarríkin skulu samþykkja ráðstafanir til að samnýta landgagnasöfn og -þjónustu meðal opinberra yfirvalda sem um getur í a- og b-lið 9. mgr. 3. gr. Þessar ráðstafanir skulu gera þessum opinberu yfirvöldum kleift að fá aðgang að landgagnasöfnum og -þjónustu og að skiptast á og nota söfnin og þjónustuna vegna opinberra verkefna sem geta haft áhrif á umhverfið.
2.     Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í 1. mgr., skulu útiloka allar takmarkanir sem líklegt er að skapi hindranir, sem koma fyrir á notkunarstað, við framkvæmd á samnýtingu landgagnasafna og -þjónustu.
3.     Aðildarríkin mega heimila opinberum yfirvöldum, sem dreifa landgagnasöfnum og -þjónustu, að úthluta til þeirra opinberu yfirvalda eða stofnana og aðila innan Bandalagsins sem nota þessi landgagnasöfn eða -þjónustu, leyfum þar að lútandi og/eða krefja þau um greiðslu fyrir þau. Öll slík gjöld og leyfi skulu samrýmast að öllu leyti hinu almenna markmiði að auðvelda samnýtingu landgagnasafna og þjónustu meðal opinberra yfirvalda. Ef gjöld eru innheimt skal halda þeim í því lágmarki sem þarf til að tryggja nauðsynleg gæði og afhendingu á landgagnasöfnum og -þjónustu ásamt sanngjarnri ávöxtun fjárfestinga, jafnframt því að virða kröfur um eigin fjármögnun opinberra yfirvalda sem dreifa landgagnasöfnum og -þjónustu, eftir því sem við á. landgagnasöfn og -þjónusta, sem aðildarríki veita stofnunum og aðilum Bandalagsins, í því skyni að uppfylla kvaðir um skýrslugjöf samkvæmt löggjöf Bandalagsins, að því er varðar umhverfismál, skulu ekki vera háð neinni gjaldtöku.
4.     Fyrirkomulag á samnýtingu landgagnasafna og -þjónustu, sem um getur í 1., 2. og 3. mgr., skulu vera aðgengileg opinberum yfirvöldum annarra aðildarríkja, sem um getur í a- og b-lið 9. mgr. 3. gr., og stofnunum og aðilum Bandalagsins vegna opinberra verkefna sem geta haft áhrif á umhverfið.
5.     Fyrirkomulag á samnýtingu landgagnasafna og -þjónustu, sem um getur í 1., 2. og 3. mgr., skulu vera aðgengileg, á gagnkvæmum og jafngildum grundvelli, aðilum sem komið er á fót með alþjóðasamningum, sem Bandalagið og aðildarríkin eiga aðild að, vegna opinberra verkefna sem geta haft áhrif á umhverfið.
6.     Ef fyrirkomulag við samnýtingu landgagnasafna og -þjónustu, sem kveðið er á um í 1., 2. og 3. mgr., er gert aðgengilegt, í samræmi við 4. og 5. mgr., mega kröfur fylgja fyrirkomulaginu sem skilyrða notkun þess samkvæmt landslögum.
7.     Þrátt fyrir þessa grein er aðildarríkjum heimilt að takmarka samnýtingu ef hún myndi stofna réttvísi, almannaöryggi, landvörnum eða alþjóðlegum samskiptum í hættu.
8.     Aðildarríkin skulu veita stofnunum og aðilum Bandalagsins aðgang að landgagnasöfnum og -þjónustu í samræmi við samræmd skilyrði. Framkvæmdarreglur, sem gilda um þessi skilyrði og er ætlað að breyta veigalitlum þáttum þessarar tilskipunar með því að bæta við hana, skulu samþykktar í samræmi við reglunefndarmeðferðina með grannskoðun sem um getur í 3. mgr. 22. gr. Þessar framkvæmdarreglur skulu að öllu leyti virða meginreglurnar sem settar eru fram í 1. til 3. mgr.

VI. KAFLI
RÁÐSTAFANIR TIL SAMRÆMINGAR OG FYLLINGAR
18. gr.

Aðildarríki skulu tryggja að viðeigandi skipulag og tilhögun séu tilgreind til þess að samræma, á mismunandi stjórnsýslustigum, framlag allra þeirra sem hafa hagsmuni af grunngerðum þeirra fyrir landupplýsingar.
Þetta skipulag skal samræma framlag, m.a., notenda, framleiðenda, virðisaukandi þjónustuveitenda og samræmingaraðila að því er varðar auðkenningu viðkomandi gagnasafna, þarfir notenda, veitingu upplýsinga um gildandi starfsvenjur og endurgjöf um framkvæmd þessarar tilskipunar.

19. gr.

1.     Framkvæmdastjórnin skal bera ábyrgð á samræmingu Inspire-áætlunarinnar á vettvangi Bandalagsins og skal í því skyni njóta aðstoðar viðkomandi stofnana, einkum Umhverfisstofnunar Evrópu.
2.     Hvert aðildarríki skal tilnefna tengilið, yfirleitt opinbert yfirvald, sem ber ábyrgð á samskiptum við framkvæmdastjórnina í tengslum við þessa tilskipun. Þessi tengiliður nýtur stuðnings samræmingarskipulags þar sem tillit er tekið til dreifingar valds og ábyrgðar innan aðildarríkisins.

20. gr.

Í framkvæmdarreglunum, sem um getur í þessari tilskipun, skal tekið tilhlýðilegt tillit til staðla, sem evrópskar staðlastofnanir samþykkja í samræmi við málsmeðferðina, sem mælt er fyrir um í tilskipun 98/34/EB, auk alþjóðlegra staðla.

VII. KAFLI
LOKAÁKVÆÐI
21. gr.

1.     Aðildarríkin skulu hafa eftirlit með framkvæmd og notkun grunngerða fyrir landupplýsingar. Þau skulu gera niðurstöður eftirlitsins aðgengilegar framkvæmdastjórninni og almenningi að staðaldri.
2.     Eigi síðar en 15. maí 2010 skulu aðildarríkin senda framkvæmdastjórninni skýrslu sem inniheldur samantekt lýsingar:
a)    á því hvernig veitendur og notendur landgagnasafna og -þjónustu í opinbera geiranum og milliliðir eru samhæfðir og á tengslum við þriðju aðila og skipulagi gæðatryggingar,
b)    á framlagi opinberra yfirvalda eða þriðju aðila til virkni og samræmingar á grunngerðinni fyrir landupplýsingar,
c)    á upplýsingum um notkun grunngerðar fyrir landupplýsingar,
d)    á samkomulagi opinberra yfirvalda um samnýtingu gagna,
e)    á kostnaði og ávinningi af framkvæmd þessarar tilskipunar.
3.     Á þriggja ára fresti, þar sem fyrsta skiptið er eigi síðar en 15. maí 2013, skulu aðildarríkin senda framkvæmdastjórninni skýrslu með uppfærðum upplýsingum varðandi atriðin sem um getur í 2. mgr.
4.     Samþykkja skal ítarlegar reglur um framkvæmd þessarar greinar í samræmi við reglunefndarmeðferðina sem um getur í 2. mgr. 22. gr.

22. gr.

1.     Framkvæmdastjórnin skal njóta aðstoðar nefndar.
2.     Þegar vísað er til þessarar málsgreinar gilda ákvæði 5. og 7. gr. ákvörðunar 1999/468/EB með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. hennar.
Fresturinn, sem mælt er fyrir um í 6. mgr. 5. gr. ákvörðunar 1999/468/EB, skal vera þrír mánuðir.
3.     Þegar vísað er til þessarar málsgreinar gilda ákvæði 1.–4. mgr. 5. gr. a og 7. gr. ákvörðunar 1999/ 468/EB með hliðsjón af ákvæðum 8. gr. hennar.

23. gr.

Eigi síðar en 15. maí 2014 og á sex ára fresti þaðan í frá skal framkvæmdastjónin leggja skýrslu fyrir Evrópuþingið og ráðið um framkvæmd þessarar tilskipunar sem byggð er, m.a., á skýrslum aðildarríkjanna í samræmi við 2. og 3. mgr. 21. gr.
Ef þörf krefur skulu skýrslunni fylgja tillögur um aðgerðir Bandalagsins.

24. gr.

1.     Aðildarríkin skulu samþykkja nauðsynleg lög og stjórnsýslufyrirmæli til að fara að tilskipun þessari eigi síðar en 15. maí 2009.
Þegar aðildarríkin samþykkja þessar ráðstafanir skal vera í þeim tilvísun í þessa tilskipun eða þeim fylgja slík tilvísun þegar þær eru birtar opinberlega. Aðildarríkin skulu setja nánari reglur um slíka tilvísun.
2.     Aðildarríkin skulu senda framkvæmdastjórninni helstu ákvæði úr landslögum sem þau samþykkja um málefni sem tilskipun þessi nær til.

25. gr.

Tilskipun þessi öðlast gildi á tuttugasta degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.

26. gr.

Tilskipun þessari er beint til aðildarríkjanna.

Gjört í Strassborg 14. mars 2007.
Fyrir hönd Evrópuþingsins, Fyrir hönd ráðsins,
H.-G. PÖTTERING G. GLOSER
forseti. forseti.

I. VIÐAUKI
LANDGAGNAÞEMU SEM UM GETUR Í A-LIÐ 6. GR., 1. MGR. 8. GR. OG A-LIÐ 9. GR.

1.     Viðmiðunarhnitakerfi
    Kerfi fyrir einkvæmar vísanir í landupplýsingar í rúmi, sem mengi hnita (x, y, z) og/eða breiddargráður og lengdargráður og hæðir, sem byggjast á láréttu og lóðréttu landmælingaviðmiði.
2.     Landfræðileg reitakerfi
    Samræmt reitanet með breytilegri upplausn, sameiginlegum upphafspunkti og staðlaðri staðsetningu og stærð reita.
3.     Örnefni
    Heiti svæða, landsvæða, staða, borga, úthverfa, bæja eða byggða eða hvers konar landfræðilegar eða staðfræðilegar fitjur sem hafa opinbert eða sögulegt gildi.
4.     Stjórnsýslueiningar
    Stjórnsýslueiningar, sem skipta svæðum þar sem aðildarríki hafa og/eða beita lögsögu, að því er varðar stjórnun á lands-, svæðis- og staðarvísu, aðskildar með stjórnsýslumörkum.
5.     Heimilisföng
    Staðsetning fasteigna sem byggist á auðkennum heimilisfanga, yfirleitt eftir götuheiti, húsnúmer, póstnúmer.
6.     Landareignir og lóðir
    Svæði sem skilgreind eru út frá fasteignaskrá eða jafngildi hennar.
7.     Flutninganet
    Net fyrir flutninga á vegum, með járnbrautum, í lofti, á sjó og á vatnaleiðum ásamt tengdum grunnvirkjum. Tengingar milli mismunandi neta eru þar meðtaldar. Einnig telst þar með samevrópska flutningakerfið eins og það er skilgreint í ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1692/96/EB frá 23. júlí 1996 um viðmiðunarreglur Bandalagsins við uppbyggingu samevrópska flutningakerfisins ( 1 ), og síðari endurskoðunum á þeirri ákvörðun.
8.     Vatnafar
    Vatnafarsþættir þ.m.t. hafsvæði og öll önnur vatnshlot og tengd atriði, þ.m.t. vatnasvið og undirvatnasvið. Eftir því sem við á, samkvæmt skilgreiningum sem settar eru fram í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB frá 23. október 2000 um aðgerðaramma Bandalagsins um stefnu í vatnsmálum ( 2 ) og á formi netkerfa.
9.     Verndarsvæði
    Svæði sem tilnefnd eru eða stjórnað innan ramma alþjóðalaga, löggjafar Bandalagsins og aðildarríkjanna til að ná fram tilteknum verndunarmarkmiðum.

II. VIÐAUKI
LANDGAGNAÞEMU SEM UM GETUR Í A-LIÐ 6. GR., 1. MGR. 8. GR. OG B-LIÐ 9. GR.

1.     Hæð
    Stafræn hæðarlíkön fyrir yfirborð lands, íss og hafs. Inniheldur jarðbundna hæð, dýptarmælingar og strandlengju.
2.     Landgerðir
    Efnisleg og líffræðileg þekja yfirborðs jarðar þ.m.t. tilbúið yfirborð, landbúnaðarsvæði, skógar, lítt snert eða ósnert svæði, votlendi, vatnslón.
3.     Uppréttar fjarkönnunarmyndir
    Myndir af yfirborði jarðar með landfræðilegum tilvísunum, annaðhvort frá gervihnöttum eða skynjurum í lofti.
4.     Jarðfræði
    Jarðfræði sem lýst er samkvæmt samsetningu og gerð. Inniheldur berggrunn, veiti og landmótun.

III. VIÐAUKI
LANDGAGNAÞEMU SEM UM GETUR Í B-LIÐ 6. GR. OG B-LIÐ 9. GR.

1.     Tölfræðilegar einingar
    Einingar fyrir miðlun eða notkun tölfræðilegra upplýsinga.
2     Byggingar
    Landfræðileg staðsetning bygginga.
3.     Jarðvegur
    Jarðvegur og jarðvegsgrunnur samkvæmt dýpt, hrýfi, gerð og innihaldi agna og lífræns efnis, hlutfalli steina, veðrun, meðalhallatölu þar sem við á, og áætluðu geymslurými fyrir vatn.
4.     Landnotkun
    Landsvæði sem lýst er samkvæmt núverandi og fyrirhuguðum starfrænum þáttum eða félagshagfræðilegum tilgangi (t.d. íbúðasvæði, iðnaðarsvæði, verslunarsvæði, landbúnaðarsvæði, skógræktarsvæði, tómstundasvæði).
5.     Heilbrigði og öryggi manna
    Landfræðileg útbreiðsla ráðandi meinsemda (ofnæmis, krabbameins, öndunarfærasjúkdóma o.s.frv.), upplýsingar sem gefa til kynna áhrif á heilbrigði (lífmerki, samdráttur í frjósemi, farsóttir) eða vellíðan manna (þreyta, streita o.s.frv.) sem tengjast beint (loftmengun, íðefnum, eyðingu ósonlagsins, hávaða o.s.frv.) eða óbeint (matvælum, erfðabreyttum lífverum o.s.frv.) gæðum umhverfisins.
6.     Veitur og þjónusta á vegum stjórnvalda
    Til hennar teljast virki eins og skólplagnir, meðhöndlun úrgangs, orkuveitur og vatnsveitur, svo og stjórnsýsla og félagsleg þjónusta á vegum stjórnvalda, svo sem opinber stjórnsýsla, almannavarnasvæði, skólar og sjúkrahús.
7.     Umhverfisvöktunaraðstaða
    Staðsetning og starfræksla umhverfisvöktunaraðstöðu felur í sér eftirlit með og mælingar á losun, stöðu umhverfissviða og öðrum mæliþáttum vistkerfisins (líffræðilegri fjölbreytni, vistfræðilegum skilyrðum gróðurs o.s.frv.) á vegum opinberra yfirvalda eða fyrir hönd þeirra.
8.     Framleiðslu- og iðnaðaraðstaða
    Athafnasvæði iðnaðarframleiðslu, þ.m.t. mannvirki sem falla undir tilskipun ráðsins 96/61/EB frá 24. september 1996 um samþættar mengunarvarnir og eftirlit með mengun ( 1 ) og vatnstökuvirki, námur, geymslusvæði.
9.     Aðstaða fyrir landbúnað og lagareldi
    Landbúnaðartæki og framleiðslutæki (þ.m.t. áveitukerfi, gróðurhús og gripahús).
10.     Mannfjöldadreifing – lýðfræði
    Landfræðileg dreifing íbúa, þ.m.t. einkenni og atvinnustig íbúa, gögn söfnuð saman eftir reitum, svæðum, stjórnsýslueiningum eða öðrum greiningareiningum.
11.     Svæði sem lúta stjórnun/takmörkunum/reglugerðum og skýrslugjafareiningar
    Svæði sem er stjórnað, eru háð reglum eða notuð við skýrslugjöf á alþjóðlegum og evrópskum vettvangi og á lands-, svæðis- og staðarvísu. Til þeirra teljast losunarstaðir, svæði með takmarkaðan aðgang í kringum drykkjarvatnslindir, svæði sem eru viðkvæm fyrir nítrati, merktar siglingaleiðir á hafi úti eða á víðáttumiklum innri vatnaleiðum sem eru háðar reglugerðum, svæði ætluð fyrir losun úrgangs, svæði með hávaðatakmörkunum, svæði þar sem leit og námugröftur eru leyfð, vatnasviðaumdæmi, viðeigandi skýrslugjafareiningar og strandstjórnunarsvæði.
12.     Náttúruleg áhættusvæði
    Viðkvæm svæði sem einkennast af náttúruhamförum (öll andrúmslofts-, vatnafræðileg, jarðskjálfta-, jarðelda- og eldfyrirbæri sem, vegna staðsetningar, alvarleika og tíðni, geta haft alvarleg áhrif á samfélagið), t.d. flóð, skriðuföll og landsig, snjóflóð, skógareldar, jarðskjálftar, eldgos.
13.     Skilyrði í lofthjúp
    Eðlisfræðileg skilyrði í andrúmsloftinu. Tekur til landgagna sem byggjast á mælingum, líkönum eða samsetningu þeirra og staðsetningar mælinga.
14.     Veðurfræðilegar landfræðifitjur
    Veðurskilyrði og mælingar á þeim, úrkoma, hitastig, gufun, vindhraði og vindátt.
15.     Haffræðilegar landfræðifitjur
    Eðlisfræðileg skilyrði í úthöfum (straumar, selta, ölduhæð o.s.frv.)
16.     Innhafsvæði
    Eðlisfræðileg skilyrði í innhöfum og saltvatnshlotum sem skipt er í svæði og undirsvæði með sameiginlegum einkennum.
17.     Líflandfræðileg svæði
    Svæði með tiltölulega einsleit vistfræðileg skilyrði með sameiginlegum einkennum.
18.     Búsvæði og lífvist
    Landsvæði sem einkennast af tilteknum vistfræðilegum skilyrðum, ferlum, uppbyggingu og virkni (til stuðnings lífi) sem eru efnislegur grundvöllur lífvera sem lifa þar. Þar með teljast land- og lagarsvæði sem einkennast af landfræðilegum, ólífrænum og lífrænum fitjum, hvort sem þau eru náttúrleg eða hálfnáttúrleg.
19.     Útbreiðsla tegunda
    Landfræðileg útbreiðsla dýra- og plöntutegunda, gögn söfnuð saman eftir reitum, svæðum, stjórnsýslueiningum eða öðrum greiningareiningum.
20.     Orkuauðlindir
    Orkuauðlindir, þ.m.t. vetniskolefni, vatnsorka, líforka, sólarorka, vindorka o.s.frv., ásamt hæðar- og dýptarupplýsingum um umfang auðlindanna, ef við á.
21.     Jarðefnaauðlindir
    Jarðefnaauðlindir, þ.m.t. málmgrýti, jarðefni til iðnaðarnota o.s.frv., ásamt hæðar- og dýptarupplýsingum um umfang auðlindanna, ef við á.
Neðanmálsgrein: 1
    1 Sjá nánar INSPIRE. Tilskipun Evrópusambandsins um samræmda notkun landupplýsinga. Greinargerð og tillögur. Landmælingar Íslands, nóvember 2008. Aðgengileg á heimasíðu Landmælinga: www.lmi.is/ Files/Skra_0032203.pdf.
Neðanmálsgrein: 2
(1)    Stjtíð. ESB L 143, 10.6.2010, bls. 20, og EES-viðbætir nr. 30, 10.6.2010, bls. 26.
Neðanmálsgrein: 3
(2)    Stjtíð. ESB L 108, 25.4.2007, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 4
(*)    Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 5
(1)    Stjtíð. ESB C 221, 8.9 2005, bls. 33.
Neðanmálsgrein: 6
(2)    Álit Evrópuþingsins frá 7. júní 2005 (Stjtíð. ESB C 124 E, 25.5.2006, bls. 116), sameiginleg afstaða ráðsins frá 23. janúar 2006 (Stjtíð. ESB C 126 E, 30.5.2006, bls. 16) og afstaða Evrópuþingsins frá 13. júní 2006 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum ESB). Ákvörðun ráðsins frá 29. janúar 2007 og lagaleg ályktun Evrópuþingsins frá 13. febrúar 2007 (hefur enn ekki verið birt í Stjórnartíðindum ESB).
Neðanmálsgrein: 7
(3)    Stjtíð. EB L 242, 10.9.2002, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 8
(1)    Stjtíð. ESB L 41, 14.2.2003, bls. 26
Neðanmálsgrein: 9
(2)    Stjtíð. ESB L 345, 31.12.2003, bls. 90.
Neðanmálsgrein: 10
(3)    Stjtíð. EB L 138, 28.5.2002, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 11
(4)    Stjtíð. EB L 192, 28.7.2000, bls. 36.
Neðanmálsgrein: 12
(5)    Stjtíð. ESB L 324, 11.12.2003, bls. 1. Reglugerðinni var síðast breytt með reglugerð (EB) nr. 788/2004 (Stjtíð. ESB L 138, 30.4.2004, bls. 17).
Neðanmálsgrein: 13
(1)    Stjtíð. EB L 281, 23.11.1995, bls. 31. Tilskipuninni var síðast breytt með reglugerð (EB) nr. 1882/2003 (Stjtíð. ESB L 284, 31.10.2003, bls. 1).
Neðanmálsgrein: 14
(2)    Stjtíð. EB L 204, 21.7.1998, bls. 37. Tilskipuninni var síðast breytt með aðildarlögunum frá 2003.
Neðanmálsgrein: 15
(3)    Stjtíð. EB L 120, 11.5.1990, bls. 1. Tilskipuninni var síðast breytt með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1641/2003 (Stjtíð. ESB L 245, 29.9.2003, bls. 1).
Neðanmálsgrein: 16
(4)    Stjtíð. ESB C 321, 31.12.2003, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 17
(5)    Stjtíð. EB L 184, 17.7.1999, bls. 23. Ákvörðuninni var breytt með ákvörðun 2006/512/EB (Stjtíð. ESB L 200, 22.7.2006, bls. 11).
Neðanmálsgrein: 18
(1)    Stjtíð. EB L 228, 9.9.1996, bls. 1. Ákvörðuninni var síðast breytt með reglugerð ráðsins (EB) nr. 1791/2006 (Stjtíð. ESB L 363, 20.12.2006, bls. 1).
Neðanmálsgrein: 19
(2)    Stjtíð. EB L 327, 22. 12.2000, bls. 1. Tilskipuninni var breytt með ákvörðun nr. 2455/2001/EB (Stjtíð. L 331, 15.12.2001, bls. 1).
Neðanmálsgrein: 20
(1)    Stjtíð. EB L 257, 10.10.1996, bls. 26. Tilskipuninni var síðast breytt með reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 166/2006 (Stjtíð. ESB L 33, 4.2.2006, bls. 1).