Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 255. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 808  —  255. mál.




Svar



velferðarráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur um eftirlit og bótasvik.

     1.      Hvað hafa sparast háar upphæðir við að uppvíst hefur orðið um bótasvik hjá Vinnumálastofnun eftir að eftirlitsdeild hennar hóf störf, sundurgreint eftir helstu tegundum bótasvika?
    Eftirlitsdeild Vinnumálastofnunar tók formlega til starfa í byrjun október 2009. Taflan sýnir áætlaðan sparnað vegna starfsemi deildarinnar á tímabilinu október 2009 – september 2010 og er sparnaðurinn sundurgreindur eftir tegundum verkþátta.

Áætlaður sparnaður á tímabilinu október 2009 – september 2010.


Verkþættir Áætlaður sparnaður
Ábendingar um bótasvik 143.436.324 kr.
Staðfest atvinnuleit erlendis frá 161.749.778 kr.
Virkt eftirlit 246.464.206 kr.
Eftirlitsferðir 23.367.872 kr.
Samkeyrsla við nemendaskrár skóla 109.759.040 kr.
Samkeyrsla við Fangelsismálastofnun 15.108.917 kr.
Samtals 699.886.137 kr.
Heimild: Vinnumálastofnun.

     2.      Hvar er opinberum aðilum hér á landi heimilt að afla upplýsinga sem nýst gætu til að upplýsa bótasvik? Er t.d. heimilt í þessu skyni að fá upplýsingar frá opinberum stofnunum, bönkum, vinnuveitendum, heimili bótaþega og vinnustöðum?
    Opinberir aðilar hafa misjafnar og mismiklar heimildir lögum samkvæmt til að afla upplýsinga sem nýst gætu til að upplýsa ætlaða misnotkun á opinberum greiðslukerfum.
    Í lögum um atvinnuleysistryggingar, nr. 54/2006, með síðari breytingum, er mælt fyrir um heimildir Vinnumálastofnunar til að afla upplýsinga sem nýst gætu til að upplýsa ætlaða misnotkun innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Í lögunum er meðal annars kveðið á um að skattyfirvöld, Tryggingastofnun ríkisins, sjúkratryggingastofnunin, Innheimtustofnun sveitarfélaga, hlutaðeigandi lífeyrissjóðir, Fangelsismálastofnun, viðurkenndar menntastofnanir innan hins almenna menntakerfis og skólar á háskólastigi skuli láta Vinnumálastofnun í té upplýsingar sem nauðsynlegar eru við framkvæmd laganna, sbr. 4. mgr. 9. gr. laganna. Vinnumálastofnun er jafnframt heimilt að óska eftir umsögn frá öðrum aðilum vegna einstakra umsókna um atvinnuleysisbætur þegar ástæða er til að mati stofnunarinnar, sbr. 5. mgr. sömu greinar. Bönkum er hins vegar ekki skylt að veita Vinnumálastofnun upplýsingar. Þá hefur Vinnumálastofnun ekki heimildir til að afla upplýsinga á heimilum þeirra sem fá greiddar atvinnuleysisbætur.
    Vinnumálastofnun er heimilt að óska eftir frekari upplýsingum frá fyrrverandi vinnuveitanda umsækjenda um atvinnuleysisbætur og skattyfirvöldum til að staðreyna þær upplýsingar er fram koma í vottorði vinnuveitanda, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga um atvinnuleysistryggingar.
    Þá er eftirlitsfulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins skylt að senda upplýsingar þær sem fram koma á vinnustaðaskírteini til Vinnumálastofnunar þannig að stofnuninni sé unnt að kanna hvort hlutaðeigandi atvinnurekandi eða viðkomandi starfsmaður starfi í samræmi þau lög sem stofnuninni er ætlað að annast framkvæmd á, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum, nr. 42/2010.

     3.      Hvernig eru þessar eftirlitsheimildir frábrugðnar heimildum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi?

Noregur.
    Ákvæði um eftirlitsheimildir systurstofnunar Vinnumálastofnunar í Noregi, Arbeids- og velferdsetaten, eru hvað víðtækust og eru heimildum stofnunarinnar gerð sérstök skil í lögum um almannatryggingar þar í landi (n. lov om folketrygd). Í 1. mgr. 21-4. gr. laganna segir:
    Arbeids- og velferdsetaten [...] har rett til å innhente de opplysninger som er nødvendige for å kontrollere om vilkårene for en ytelse er oppfylt eller har vært oppfylt i tilbakelagte perioder eller for å kontrollere utbetalinger etter en direkte oppgjørsordning. Opplysninger kan innhentes fra helsepersonell, andre som yter tjenester forutsatt at de gjør det for trygdens regning, arbeidsgiver, tidligere arbeidsgiver, postoperatør, utdanningsinstitusjon, barnetilsynsordning, offentlig virksomhet, pensjonsinnretning, forsikringsselskap og annen finansinstitusjon. Den som blir pålagt å gi opplysninger, plikter å gjøre dette uten godtgjørelse.
    Skylda til að láta af hendi upplýsingar nær samkvæmt þessu til heilbrigðisstarfsmanna, annarra sem veita þjónustu á kostnað opinberra greiðslukerfa, vinnuveitenda, fyrri vinnuveitenda, póstþjónustu, menntunarstofnana, leikskóla, opinberra stofnana, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og annarra fjármálastofnana. Skylda þessara aðila til upplýsingagjafar gengur framar þagnarskyldu sem kann að hvíla á þeim og upplýsingarnar skal veita án endurgjalds.
    Jafnframt getur Arbeids- og velferdsetaten krafist upplýsinga frá öðrum en þeim sem nefndir eru í 1. mgr. 21-4. gr. laganna. Þetta á við ef rökstuddur grunur (n. rimelig grunn) liggur fyrir um að ólögmætar bótagreiðslur hafi verið inntar af hendi eða muni verða inntar af hendi auk þess sem upplýsingarnar verða að vera nauðsynlegar til þess að ljóstra upp um eða takmarka slíkar ólögmætar greiðslur. Upplýsingar, sem aflað er í þessu skyni, geta ýmist varðað þá sem fá bæturnar greiddar eða aðra, sbr. 1. mgr. 21-4a. gr. laganna.
    Arbeids- og velferdsetaten getur jafnframt krafist þess að læknir skoði sjúkling eða taki í viðtal í þeim tilgangi að fá fram þær upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að meta hvort skilyrði laganna séu uppfyllt, sbr. 2. mgr. 21-4. gr. laganna:
    Helsepersonell plikter etter krav fra Arbeids- og velferdsetaten [...] å underske eller intervjue en pasient og gi de erklæringer og uttalelser som er nødvendige for å kunne vurdere rettigheter og plikter etter loven her. Det samme gjelder andre som yter tjenester, forutsatt at de gjør det for trygdens regning, og andre særskilt sakkyndige. [...]
    Arbeids- og velferdsetaten getur einnig lagt þá skyldu á tiltekna aðila, meðal annars heilbrigðisstofnanir og fangelsi, að þeir veiti reglubundnar upplýsingar um þá sem koma inn á viðkomandi stofnanir og þá sem fara þaðan út, sbr. 4. mgr. 21-4. gr. laganna:
    Arbeids- og velferdsetaten kan pålegge helseinstitusjoner, fengsler og boformer for heldøgns omsorg og pleie å gi rutinemessige meldinger om innskriving og utskriving av klienter. Skoler kan pålegges å gi rutinemessige meldinger når elever har fravær som kan skyldes utenlandsopphold.
    Enn fremur getur stofnunin hvenær sem er rannsakað fyrirtæki án undanfarandi aðvörunar. Á þetta við um þær atvinnugreinar þar sem telja má að auðvelt geti reynst fyrir þá sem þar starfa að misnota opinber greiðslukerfi, sbr. 2. mgr. 21-4a. gr. norsku almannatryggingalaganna.
    Arbeids- og velferdsdirektoratet eller særskilt utpekte enheter innen Arbeids- og velferdsetaten kan til enhver tid foreta stedlig kontroll i virksomheter uten forutgående varsel. Slik kontroll kan foretas i bransjer som erfaringsmessig er utsatt for trygdemisbruk, og forøvrig ved konkret mistanke om dette. Klage etter forvaltningsloven § 15 skal ikke medføre at stedlig kontroll utsettes, og det kan kreves bistand av politiet til å gjennomføre kontrollen. Under kontrollen kan det kreves at arbeidstakere identifiserer seg for å kontrollere om vedkommende er innmeldt i arbeidstakerregisteret eller mottar trygdeytelser som er uforenlige med arbeidsforholdet. Det kan også kreves innsyn i og kopi av dokumenter som kan avdekke eller hindre urettmessige utbetalinger fra trygden. Helseopplysninger kan likevel bare innhentes etter reglene i § 21-4, jf. § 21-4 c.
    Þá er lífeyrissjóðum, tryggingafélögum og öðrum fjármálastofnunum heimilt að eigin frumkvæði að upplýsa Arbeids- og velferdsetaten um aðstæður sem hafa í för með sér eða geta haft í för með sér ólögmætar bótagreiðslur, sbr. 1. mgr. 21-4b. gr. norsku almannatryggingalaganna.
    Pensjonsinnretninger, forsikringsselskaper og andre finansinstitusjoner kan av eget tiltak og uten hinder av taushetsplikt informere Arbeids- og velferdsetaten om forhold som har medført eller kan medføre urettmessig utbetaling av trygdeytelser.
    Loks er barnaverndarnefndum, félagsþjónustu og stofnunum sveitarfélaga á grundvelli lov om introduksjonsordning og norskopplæring for nyankomne innvandrere (introduksjons- loven) skylt að safna upplýsingum og gera Arbeids- og velferdsetaten viðvart um aðstæður sem hafa þýðingu við framkvæmd norsku almannatryggingalaganna.

Danmörk.
    Eftirlitsheimildum systurstofnana Vinnumálastofnunar í Danmörku, Arbejdsdirektoratet og Arbejdskasse, er öðruvísi farið en í Noregi og ekki er tekið á þeim í lögum um atvinnuleysistryggingar (d. lov om arbejdsløshedsforsikring). Þegar fjallað er um eftirlitsheimildir stjórnvalda, þar á meðal Arbejdsdirektoratet og Arbejdskassene, verður meðal annars að líta til dönsku stjórnsýslulaganna (d. forvaltningsloven) og dönsku réttaröryggislaganna (d. lov om retssikkerhed og administration på det sociale område). Vegna ákvæða um þagnarskyldu er meginreglan sú að umsækjandi um atvinnuleysisbætur eða sá sem fær greiddar slíkar bætur verður að gefa samþykki sitt fyrir upplýsingagjöf á milli stjórnvalda, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 28. gr. dönsku stjórnsýslulaganna. Enn fremur er heimilt að veita upplýsingar á milli stjórnvalda ef lagaheimild stendur til þess, sbr. 2. tölul. 2. mgr. 28. gr. laganna. Ákvæði 2. mgr. 11. gr. a dönsku réttaröryggislaganna leiðir í raun til þess að stjórnvald getur fengið allar nauðsynlegar upplýsingar frá öðrum stjórnvöldum án samþykkis umsækjanda um atvinnuleysisbætur eða þess sem fær greiddar slíkar bætur.
     Myndigheden kan uden samtykke til brug for behandlingen af en enkelt sag eller til brug for generel kontrol kræve oplysninger om økonomiske forhold om den, der ansøger om eller får hjælp, og dennes ægtefælle eller samlever, fra andre offentlige myndigheder samt fra arbejdsløshedskasser. Tilsvarende oplysninger kan indhentes om andre husstandsmedlemmer. Oplysninger kan samkøres og sammenstilles med data fra myndighedens egne, andre myndigheders og arbejdsløshedskassers it-systemer, når dette er nødvendigt for at kontrollere, om betingelserne for at yde hjælp er opfyldt, herunder med henblik på efterfølgende kontrol af, om der er sket fejl eller misbrug i forbindelse med ydelse af hjælp. Oplysningerne kan indhentes, selv om den person, som oplysningerne vedrører, ikke bor i den kommune, som indhenter oplysningerne.
    Enn fremur er í dönsku stjórnsýslulögunum mælt fyrir um að sé stjórnvöldum heimilt að veita upplýsingar, t.d. á grundvelli framangreindrar 2. mgr. 11. gr. a dönsku réttaröryggislaganna, þá ber þeim skylda til að gera slíkt, sbr. 31. gr. laganna.
    I det omfang en forvaltningsmyndighed er berettiget til at videregive en oplysning, skal myndigheden på begæring af en anden forvaltningsmyndighed videregive oplysningen, hvis den er af betydning for myndighedens virksomhed eller for en afgørelse, som myndigheden skal træffe.
    Það er jafnframt ítrekað að starfsmönnum er ekki heimilt að afla sér upplýsinga sem ekki hafa þýðingu fyrir viðkomandi mál, sbr. 32. gr. laganna.
    Hvað varðar upplýsingaöflun frá einstaklingum eða einkaaðilum verður lagaheimild að vera til staðar en þó eru vissar undantekningar á því, m.a. varðandi heimildir stjórnvalda til að fara inn í fyrirtæki án dómsúrskurðar í því skyni að afla upplýsinga um laun og vinnuaðstæður sem kunna að hafa áhrif á rétt einstaklinga til greiðslna frá stjórnvöldum. Stjórnvöldum er hins vegar ekki heimilt að fara inn á heimili fólks í því skyni að afla upplýsinga, sbr. 12. gr. a dönsku réttaröryggislaganna:
    Kommunen har til enhver tid uden retskendelse adgang til en virksomheds lokaler m.v. samt på arbejdssteder uden for virksomhedens lokaler med henblik på at kontrollere de oplysninger om borgernes løn- og arbejdsforhold, som ligger til grund for udbetaling af ydelser i sager, der er omfattet af denne lov. Det er den kommune, som virksomheden ligger i, der kan foretage kontrollen. Kommunen har ikke uden retskendelse adgang til at foretage kontrollen i private hjem.
    Þá er stjórnvöldum heimilt að óska eftir upplýsingum úr tekjuskrá einstaklings ef það er nauðsynlegt til að leysa verkefni viðkomandi stjórnvalds, sbr. lov om indkomstregister. Þannig geta stjórnvöld nálgast upplýsingar um laun, greiðslur frá hinu opinbera og námsstyrki svo að eitthvað sé nefnt.

Svíþjóð.
    Í lögum um atvinnuleysistryggingar í Svíþjóð (s. lag om arbetslöshetsförsäkring) er ekki heldur að finna ákvæði um eftirlitsheimildir systurstofnana Vinnumálastofnunar, Arbetsförmedlingen og Arbetslöshetskassa. Í reglugerð um atvinnuleysistryggingar (s. förordning om arbetslöshetsförsäkring) er reyndar mælt fyrir um upplýsingaskyldu á milli Arbetsförmedlingen og Arbetslöshetskassa auk þess sem kveðið er á um upplýsingaskyldu á milli þessara tveggja stofnana og försäkringskassan, pensionsmyndigheten auk centrala studiestödsnämnden. Stofnanirnar eiga að upplýsa hverja aðra um þann stuðning sem einstaklingur þiggur frá hverri og einni. Þá eiga sýslumenn rétt á tilteknum upplýsingum um einstakling sem þiggur stuðning, sbr. 20.–25. gr. b reglugerðarinnar.
    Í Svíþjóð tóku nýverið gildi lög (s. lag om underrättelseskyldighet vid felaktiga utbetalningar från välfärdssystemen) sem mæla fyrir um skyldu tiltekinna stjórnvalda til að tilkynna öðrum stjórnvöldum um fyrirliggjandi grun um ranglega greiddar bætur, sbr. 3. gr. laganna. Lögin taka meðal annars til Arbetsförmedlingen og Arbetslöshetskassa, sbr. 2. gr. laganna:
    Underrättelseskyldighet enligt lagen gäller för Migrationsverket, Försäkringskassan, Pensions-myndigheten, Skatteverket, Kronofogdemyndigheten, Centrala studiestödsnämnden, Arbetsförmedlingen och arbetslöshetskassorna. Skyldigheten gäller dock inte i Skatteverkets brottsbekämpande verksamhet.
    Rétt er að nefna í þessu samhengi að árið 2007 tóku gildi í Svíþjóð lög um bótasvik (s. bidragsbrottslagen) sem eiga sérstaklega við um bótasvik og taka við þar sem ákvæðum sænsku hegningarlaganna sleppir.
    Jafnframt er rétt að taka fram að þrátt fyrir framangreint er meginreglan í Svíþjóð samt sem áður sú að þagnarskylda gildir á milli opinberra stofnana, sbr. 3. gr. sekretesslagen:
     Gäller enligt denna lag sekretess för uppgift som förekommer hos viss myndighet, får uppgiften inte röjas för annan myndighet i andra fall än som anges i denna lag eller i lag eller förordning till vilken denna lag hänvisar.

Finnland.
    Við vinnslu svarsins reyndist ekki unnt að afla upplýsinga frá Finnlandi.