Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 416. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Prentað upp.

Þskj. 886  —  416. mál.
Leiðrétting.




Svar



innanríkisráðherra við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur um umferðarslys og vöruflutninga á þjóðvegum.

     1.      Hve mörg umferðarslys hafa orðið sl. 10 ár á þjóðvegum landsins, sundurliðað eftir slysaflokkum:
              a.      banaslys,
              b.      slys sem hafa haft í för með sér alvarleg meiðsl á fólki,
              c.      slys þar sem lítil meiðsl hafa orðið eða eingöngu eignatjón, og
              d.      slys sem falla utan framangreindra skilgreininga?
     2.      Í hve mörgum þeirra umferðarslysa sem tilgreind eru í 1. tölul. hafa vöruflutningabifreiðar komið við sögu?
    Í eftirfarandi töflum er miðað við heil tíu ár frá og með desember 2000 til og með nóvember 2010 þar sem desember 2010 hefur ekki verið skráður enn.
    Spurt er um þjóðvegi landsins en ekki er ljóst hvort átt er við öll slys, slys í dreifbýli eða öll slys á vegum sem Vegagerðin ber ábyrgð á. Hér eru því sett fram þrenns konar svör miðað við framangreint.

Öll slys á landinu.

Fjöldi slysa Slys þar sem vörubílar komu við sögu
Banaslys 175 28
Alvarleg meiðsl á fólki 1.372 90
Lítil meiðsl eða eingöngu eignatjón 7.550 433
Annað 65.795 5.419
Beinn árlegur kostnaður 37,3 milljarðar kr.

Öll slys á vegum Vegagerðarinnar;
vegir í dreifbýli og stofnvegir í kaupstöðum.

Fjöldi slysa Slys þar sem vörubílar komu við sögu
Banaslys 156 27
Alvarleg meiðsl á fólki 883 68
Lítil meiðsl eða eingöngu eignatjón 4.707 305
Annað 25.810 2793
Beinn árlegur kostnaður 29 milljarðar kr.


Slys í dreifbýli eingöngu.

Fjöldi slysa Slys þar sem vörubílar komu við sögu
Banaslys 128 23
Alvarleg meiðsl á fólki 615 51
Lítil meiðsl eða eingöngu eignatjón 2.465 192
Annað 10.228 1.545
Beinn árlegur kostnaður 21,9 milljarðar kr.


     3.      Hver er áætlaður árlegur beinn og óbeinn kostnaður íslensks samfélags vegna umferðarslysa á þjóðvegum þar sem vöruflutningabifreiðar koma við sögu?

Slysatölur Kostnaðartölur
1. des. 2000 –
30. nóv. 2010
Slys alls Slys þar sem vörubifreiðar koma við sögu Hlutfall Kostnaður á atvik 2005 (þús. kr.) Kostnaður á atvik 2010 (þús. kr.) Kostnaður vegna vörubílaslysa (millj. kr.)
Öll slys
Banaslys 175 28 16,0% 389.148 546.293 15.296
Alvarleg slys 1.372 90 6,6% 60.392 84.779 7.630
Slys með litlum meiðslum 7.550 433 5,7% 9.607 13.486 5.840
Óhöpp án meiðsla 65.795 5.419 8,2% 1.123 1.576 8.543
Samtals 74.892 5.970 8,0% 37.309
Slys á vegum Vegagerðar
Banaslys 156 27 17,3% 89.148 546.293 14.750
Alvarleg slys 883 68 7,7% 60.392 84.779 5.765
Slys með litlum meiðslum 4.707 305 6,5% 9.607 13.486 4.113
Óhöpp án meiðsla 25.810 2.793 10,8% 1.123 1.576 4.403
Samtals 31.556 3.193 10,1% 29.031
Slys í dreifbýli
Banaslys 128 23 18,0% 389.148 546.293 12.565
Alvarleg slys 615 51 8,3% 60.392 84.779 4.324
Slys með litlum meiðslum 2.465 192 7,8% 9.607 13.486 2.589
Óhöpp án meiðsla 10.228 1.545 15,1% 1.123 1.576 2.436
Samtals 13.436 1.811 13,5% 21.914

    Kostnaðartölur eru byggðar á skýrslu Línuhönnunar um kostnað vegna umferðarslysa frá 2006 en fjárhæðir eru uppfærðar miðað við verðlag 2010. Sú skýrsla var byggð á framreikningum úr skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði árið 1996. Í skýrslunni er tekið tilliti til vanskráningar, þ.e. skráningarhlutfall slysa er áætlað.
    Kostnaði vegna umferðarslysa má skipta í samfélagsleg slysaútgjöld og persónulegt slysatjón. Samfélagsleg slysaútgjöld eru útgjöld sem falla beint á samfélagið, t.d. í formi löggæslu og læknisþjónustu en persónulegt slysatjón er tjón sem slysþolar og aðstandendur verða fyrir og er það að talsverðu leyti huglægt.
       *      Samfélagsleg slysaútgjöld: Sá kostnaður sem samfélagið greiðir vegna umferðarslysa í formi bóta, þjónustu o.s.frv.
       *      Persónulegt slysatjón:
Sú upphæð sem greiða þyrfti einstaklingi þannig að hann væri jafn vel settur fyrir umferðaróhapp og eftir það.
    Skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ „Kostnaður vegna umferðarslysa á Íslandi“ kom út árið 1996. Þar var metinn kostnaður vegna umferðarslysa á verðlagi ársins 1995 og var skýrslan unnin að beiðni Vegagerðarinnar, umferðarráðs, landlæknisembættisins og slysavarnaráðs. Í skýrslunni voru færð rök fyrir því að kostnaður vegna umferðarslysa á Íslandi væri mun meiri en eldri kannanir höfðu leitt í ljós og að kostnaðurinn næmi um 11–15 milljörðum íslenskra króna árlega á verðlagi ársins 1995. Á verðlagi ársins 2005 samsvarar þetta 21–29 milljörðum íslenskra króna árlega ef núvirt er með hliðsjón af meðalvísitölu launa 1995 og 2005.
    Þessi skýrsla er eina viðmiðið sem notað er nú til útreikninga á kostnaði vegna umferðarslysa. Útreikningarnir eru að sjálfsögðu takmarkaðir að því leyti að forsendurnar eru allar frá 1995.

     4.      Hver er hluti þess áætlaða árlega kostnaðar ríkissjóðs við viðhald og viðgerðir á þjóðvegum sem rekja má til umferðar vöruflutningabifreiða?
    Ekki eru tiltækar ítarlegar upplýsingar um niðurbrot vega eftir mismunandi umferðarflokkum. Þungaumferð er talin vera um 8% af heildarumferð. Þungaumferðin er samsett af um 6% vöruflutningaumferð og 2% annarri þungaumferð.
    Fjárveiting til viðhalds vega árið 2011 er 4.679 millj. kr. Gróflega má áætla að rekja megi rúmlega helming af þessum kostnaði til vöruflutningabifreiða.
    Ef horft er til allrar þungaumferðar má áætla að rekja megi um tvo þriðju af þessum kostnaði til hennar.