Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 578. máls.

Þskj. 978  —  578. mál.Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2008 um breytingu á XX. viðauka (Umhverfisvernd) við EES-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)
    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2008, frá 25. apríl 2008, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og fella inn í samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 916/2007 frá 31. júlí 2007 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2216/2004 um staðlað og varið skráakerfi samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 280/2004/EB.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


1. Inngangur.
    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 56/2008, frá 25. apríl 2008, um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn frá 2. maí 1992, og til að fella inn í samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 916/2007 frá 31. júlí 2007 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2216/2004 um staðlað og varið skráakerfi samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 280/2004/EB.
    Reglugerð nr. 916/2007 útfærir og breytir að hluta til þeirri tæknilegu útfærslu sem komið var á með reglugerð 2216/2004, varðandi skráningarkerfi yfir losun gróðurhúsalofttegunda.
    Í tillögu þessari er gerð grein fyrir efni gerðarinnar sem hér um ræðir, en hún felur ekki í sér breytingar á þeim meginreglum sem í EES-samningnum felast. Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem hér um ræðir er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari ásamt gerðinni sjálfri.

2. Um stjórnskipulegan fyrirvara.
    Samkvæmt EES-samningnum skuldbinda ákvarðanir sameiginlegu EES-nefndarinnar aðildarríkin að þjóðarétti um leið og þær hafa verið teknar, nema eitthvert þeirra beiti heimild skv. 103. gr. EES-samningsins til að setja fyrirvara um að ákvörðun geti ekki orðið bindandi strax vegna stjórnskipulegra skilyrða heima fyrir. Viðkomandi aðildarríki hefur þá sex mánaða frest frá töku ákvörðunar í sameiginlegu nefndinni til að aflétta fyrirvaranum.
    Að því er Ísland varðar hefur stjórnskipulegur fyrirvari almennt einungis verið settur þegar innleiðing ákvörðunar kallar á lagabreytingar hér landi, en í því tilviki leiðir af 21. gr. stjórnarskrárinnar að afla ber samþykkis Alþingis áður en ákvörðun er staðfest. Slíkt samþykki getur Alþingi alltaf veitt samhliða viðeigandi lagabreytingu, en einnig hefur tíðkast að heimila stjórnvöldum að skuldbinda sig að þjóðarétti með þingsályktun áður en landsréttinum er með lögum breytt til samræmis við viðkomandi ákvörðun.
    Áðurnefnd 21. gr. stjórnarskrárinnar tekur til gerðar þjóðréttarsamninga en hún á augljóslega einnig við um þau tilvik þegar breytingar eru gerðar á slíkum samningum. Samkvæmt ákvæðinu er samþykki Alþingis áskilið ef samningur felur í sér afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef hann horfir til breytinga á stjórnarhögum ríkisins. Síðarnefnda atriðið hefur verið túlkað svo að samþykki Alþingis sé áskilið ef gerð þjóðréttarsamnings kallar á lagabreytingar hér á landi.
    Umrædd ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar felur í sér breytingu á EES-samningnum en þar sem hún kallar á lagabreytingar hér á landi var hún tekin með stjórnskipulegum fyrirvara. Í samræmi við það sem að framan segir er óskað eftir samþykki Alþingis fyrir þeirri breytingu á EES-samningnum sem í ákvörðuninni felst.

3. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 916/2007 frá 31. júlí 2007 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2216/2004 um staðlað og varið skráakerfi samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 280/2004/EB.
         Reglugerð nr. 916/2007 felur í sér breytingar á reglugerð nr. 2216/2004 og breytir að hluta til tæknilegri útfærslu á því skráningarkerfi sem komið var á fót með ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 280/2004/EB, til skráningar á losun gróðurhúsalofttegunda vegna viðskiptakerfis með heimildir til losunar slíkra lofttegunda (e. Emission Trading Scheme, ETS). Breytingarnar eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis, en með þeim er fyrirkomulagið fært nær því kerfi sem loftslagssamningur Sameinuðu þjóðanna kveður á um.

4. Lagabreytingar og hugsanleg áhrif hér á landi.
    Eins og nafn hennar gefur til kynna tengist reglugerð nr. 916/2007 tilskipun 2003/87/EB, sem kom á fót viðskiptakerfi með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Evrópusambandsins. Tilskipunin hefur ekki verið innleidd hér á landi en hún krefst breytinga á lögum nr. 65/2007, um losun gróðurhúsalofttegunda. Reglugerðin krefst hins vegar ekki efnislegra lagabreytinga en lagt er upp með að hún verði innleidd með reglugerð sem sett yrði með stoð í fyrrgreindum lögum. Slík reglugerðarheimild yrði tryggð með þeim lagabreytingum sem gera á á lögunum en umhverfisráðherra fyrirhugar að leggja fram á yfirstandandi löggjafarþingi frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 65/2007 til innleiðingar á tilskipuninni og fleiri gerðum ESB sem tengjast viðskiptakerfinu, m.a. reglugerðinni sem hér um ræðir. Verði frumvarpið að lögum mun það skapa fullnægjandi lagastoð fyrir innleiðingu umræddrar reglugerðar.
    Hvað varðar kostnað við innleiðingu reglugerðarinnar er í ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 280/2004/EB kveðið á um að koma skuli á stöðluðu og öruggu kerfi fyrir skrá yfir losun gróðurhúsalofttegunda. Slíku kerfi hefur í raun þegar verið komið á hér á landi með lögum nr. 65/2007, um losun gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt þeim lögum skal Umhverfisstofnun halda bókhald og skráningarkerfi yfir losun gróðurhúsalofttegunda. Í reglugerðinni er hins vegar einungis verið að breyta tæknilegum atriðum þessa kerfis. Kostnaður vegna kerfisins hefur einungis verið metinn heildstætt og því er ekki gert ráð fyrir sérstökum kostnaði fyrir ríkissjóð við innleiðingu reglugerðar nr. 916/2007 í íslenskan rétt. Í lögum nr. 65/2007 er kveðið á um að kostnaður af rekstri kerfisins sé borinn af þeim atvinnurekstri sem sækir um úthlutun á losunarheimildum. Fylgiskjal I.


ÁKVÖRÐUN SAMEIGINLEGU EES-NEFNDARINNAR nr. 56/2008

frá 25. apríl 2008
um breytingu á XX. viðauka (Umhverfismál) við EES-samninginn.


SAMEIGINLEGA EES-NEFNDIN HEFUR TEKIÐ NEÐANGREINDA ÁKVÖRÐUN,


með hliðsjón af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, með áorðnum breytingum samkvæmt bókun um breytingu á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er nefnist hér á eftir „samningurinn“, einkum 98. gr.,

og að teknu tilliti til eftirfarandi:

1)        XX. viðauka við samninginn var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 35/2008 frá 14. mars 2008 ( 1 ).

2)        Fella ber inn í samninginn reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 916/2007 frá 31. júlí 2007 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2216/2004 um staðlað og varið skráningarkerfi samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 280/2004/EB ( 2 ).

3)        Ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 280/2004/EB frá 11. febrúar 2004 um kerfi til að vakta losun gróðurhúsalofttegunda í Bandalaginu og um framkvæmd Kýótóbókunarinnar ( 3 ) hefur ekki verið felld inn í samninginn og sérstakar kröfur þeirrar ákvörðunar um skýrslugjöf taka því ekki til EFTA-ríkjanna.

ÁKVEÐIÐ EFTIRFARANDI:

1. gr.


Eftirfarandi bætist við í lið 21an (reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2216/2004) í XX. viðauka við samninginn:

„eins og henni var breytt með:

–     32007 R 0916: Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 916/2007 frá 31. júlí 2007 (Stjtíð. ESB L 200, 1.8.2007, bls. 5).“

2. gr.Íslenskur og norskur texti reglugerðar (EB) nr. 916/2007, sem verður birtur í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins, telst fullgiltur.

3. gr.


Ákvörðun þessi öðlast gildi 26. apríl 2008 að því tilskildu að allar tilkynningar samkvæmt 1. mgr. 103. gr. samningsins hafi borist sameiginlegu EES-nefndinni ( * ).

4. gr.

Ákvörðun þessi skal birt í EES-deild Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og EES-viðbæti við þau.

Gjört í Brussel 25. apríl 2008.

Fyrir hönd sameiginlegu EES-nefndarinnar
Alan Seatter

formaður.
Fylgiskjal II.


REGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (EB) nr. 916/2007
frá 31. júlí 2007
um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2216/2004 um staðlað og varið skráakerfi samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 280/2004/EB
(Texti sem varðar EES)


FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af stofnsáttmála Evrópubandalagsins,
með hliðsjón af tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB frá 13. október 2003 um að koma á fót kerfi fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins og um breytingu á tilskipun ráðsins 96/61/EB ( 1 ), einkum 3. mgr. 19. gr.,
með hliðsjón af ákvörðun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 280/2004/EB frá 11. febrúar 2004 um aðferð til að vakta losun gróðurhúsalofttegunda í Bandalaginu og um framkvæmd Kýótóbókunarinnar ( 2 ), einkum öðrum málslið fyrstu undirgreinar 1. mgr. 6. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
1)          Í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 2216/2004 ( 3 ) er mælt fyrir um almenn ákvæði, starfrænar og tæknilegar forskriftir og kröfur um starfshætti og viðhald varðandi staðlað og varið skráakerfi sem samanstendur af skrám, í formi staðlaðra, rafrænna gagnagrunna sem geyma sameiginleg gagnastök, og óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins.
2)          Ef boðskipti verða milli skráa og óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins gegnum óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) er eingöngu unnt, vegna uppbyggingar skráakerfisins, að breyta boðleiðinni fyrir allar skrárnar samtímis. Skrá, sem er ekki tilbúin innan tiltekinna tímamarka, skal einnig verða að hætta þátttöku sinni í kerfi til að eiga viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda innan Bandalagsins ef önnur aðildarríki tengjast óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar án viðkomandi skrár. Þegar óháða viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er tilbúin til starfrækslu skal tryggja að hún tengist óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins ásamt skránum, annaðhvort þegar óháða viðskiptadagbókin og allar skrárnar eru tæknilega færar um slíka tengingu eða þegar Bandalagið telur að rétt sé að tengja viðskiptadagbækurnar tvær.
3)          Sem stendur er gert ráð fyrir því að þegar tenging er komin á milli óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins tengist skrárnar óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins gegnum óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Hins vegar yrðu boðskipti milli óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins og skránna mun einfaldari og sveigjanlegri ef skrárnar tengdust óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar gegnum óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins. Yfirstjórnandinn skal því hafa vald til að ákveða röð tenginganna.
4)          Bæði aðildarríkin og Bandalagið skulu sjá til þess að skrár þeirra tengist óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar eins fljótt og unnt er og afhenda stjórnanda óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar nauðsynleg skjöl til að frumstilla viðkomandi skrá með hliðsjón af dagbókinni í samræmi við starfrænar og tæknilegar forskriftir fyrir gagnaskiptastaðla fyrir skráakerfi samkvæmt Kýótóbókuninni sem eru útfærðir samkvæmt ákvörðun 24/CP.8 frá ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
5)          Bandalagið skal gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að skrár allra aðildarríkjanna, óháða viðskiptadagbók Bandalagsins og óháða viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar verði samtengdar fyrir 1. desember 2007.
6)          Skrárnar skulu þannig úr garði gerðar að kleift verði að tryggja að eingöngu sé unnt að færa inn sannprófaða losun í skrárnar ef skýrsla um sannprófaða losun hefur verið afhent lögbæru yfirvaldi, og eftir tímamörkin fyrir afhendingu losunarheimilda skulu gögn um sannprófaða losun eingöngu leiðrétt ef ákvörðun lögbærs yfirvalds fjallar einnig um samræmisstöðu stöðvar þar sem sannprófuð losun er leiðrétt.
7)          Samþykkja skal ákvæði til að tryggja að þeim aðildarríkjum, sem ekki geta gefið út einingar úthlutaðs magns (AAU) af öðrum ástæðum en að ákvarðað hafi verið að þau séu ekki hæf til að millifæra eða afla sér losunarskerðingareininga (ERU) og einingar úthlutaðs magns og nota einingar vottaðrar losunarskerðingar (CER) í samræmi við ákvæði ákvörðunar 11/CMP.1 í Kýótóbókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC), sé gert kleift að halda áfram jafnri þátttöku sinni í kerfi Bandalagsins fyrir viðskipti með losunarheimildir, því annars yrði komið í veg fyrir þátttöku þeirra á árunum 2008–2012 þar eð, ólíkt öllum öðrum aðildarríkjum, gætu þau ekki gefið út losunarheimildir sem hefur verið umbreytt úr einingum úthlutaðs magns. Jöfn þátttaka af þessu tagi skal gerð möguleg með kerfi innan skrár Bandalagsins sem gerir rekstraraðilum í aðildarríkjunum, sem eiga ekki einingar úthlutaðs magns, kleift að skipta losunarheimildum, sem ekki hefur verið breytt úr einingum úthlutaðs magns, í losunarheimildir, sem hefur verið breytt úr einingum úthlutaðs magns, þegar losunarheimildir eru millifærðar á reikninga í skrám aðildarríkja sem ekki eiga einingar úthlutaðs magns. Hliðstætt ferli skal gera sambærilega millifærslu í gagnstæða átt mögulega. Með því að breyta reglum um útreikning á samræmisstöðu stöðvar, sem er sú tala sem er notuð í skrám til að sýna hvort rekstraraðili hefur uppfyllt skyldu sína um að skila inn losunarheimildum í samræmi við tilskipun 2003/87/ EB, er komið í veg fyrir að litið sé svo á að rekstraraðili uppfylli ekki skyldur sínar samkvæmt tilskipun 2003/87/EB vegna þess að hann skilaði inn losunarheimildum fyrir ár sem er ekki árið á undan núverandi ári.
8)          Úthlutun aðildarríkjanna á losunarheimildum úr varasjóðnum til nýrra stöðva og streymi losunarheimilda í varasjóðinn vegna lokunar stöðva skal koma fram í töflunni fyrir landsúthlutunaráætlun sem veitir almenningi aðgang að ítarlegum og uppfærðum upplýsingum er varða slík viðskipti.
9)          Til að tryggja að óháða viðskiptadagbók Bandalagsins geti starfað sjálfstætt ef bilun kemur upp í óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skulu þær prófanir, sem eru skilgreindar í starfrænum og tæknilegum forskriftum fyrir gagnaskiptastaðla fyrir skráakerfi samkvæmt Kýótóbókuninni og er útfært samkvæmt ákvörðun 24/CP.8. frá ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og sem skal fara fram á vegum óháðu viðskiptadagbókar UNFCCC og er sem stendur á vegum óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins, falla undir löggjöf Bandalagsins.
10)          Afar brýnt er að tilgreina frest til að birta upplýsingar um sannprófaða losun stöðva í því skyni að ljúka árlegri sannprófunarlotu. Í ljósi fenginnar reynslu skal, í stað gildandi frests til birtingar umræddra upplýsinga, setja ákvæði sem tryggir að aðildarríkin og framkvæmdastjórnin birti upplýsingarnar eins fljótt og auðið er og á samræmdan og samhæfðan hátt.
11)          Þar eð upplýsingarnar, sem koma fram í óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins og varða efndir stöðva á skuldbindingum um innskil eins og krafist er í ákvæðum XVI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 2216/2004, eru ekki alltaf skýrar, einkum að því er varðar hugsanlegar breytingar á samræmisstöðu stöðvar eftir að tímamörk innskila eru liðin, skulu upplýsingarnar, sem varða efndir á skuldbindingum um innskil, gerðar ítarlegri og sértækari.
12)          Til að tryggja jafnan aðgang að markaðstengdum upplýsingum, sem er grundvallarkrafa vel starfhæfs markaðar, skal óháða viðskiptadagbók Bandalagsins veita almenningi aðgang að viðbótarupplýsingum, s.s. upplýsingum um hvort reikningur sé lokaður, um gjöld vegna mismunandi skráa, varasjóðstöfluna, sem krafa er gerð um samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2006/780/EB frá 13. nóvember 2006 um að komast hjá því að tvíreikna skerðingu á losun gróðurhúsalofttegunda í kerfi Bandalagsins um viðskipti með heimildir til losunar, að því er varðar verkefnistengdar aðgerðir samkvæmt Kýótóbókuninni, í samræmi við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/ 87/EB ( 1 ), um hlutfall stöðva, sem þegar hafa gefið upp sannprófaða losun sína og um hlutfall losunarheimilda sem ekki hefur tengst neinum viðskiptum milli úthlutunar og innskila.
13)          Því ber að breyta reglugerð (EB) nr. 2216/2004 til samræmis við það.
14)          Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit nefndarinnar um loftslagsbreytingar.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:

1. gr.

Reglugerð (EB) nr. 2216/2004 er breytt sem hér segir:
1.    Ákvæðum 2. gr. er breytt sem hér segir:
    a)    í stað e-liðar komi eftirfarandi:
        „e)    „eining úthlutaðs magns“ (AAU): eining sem er gefin út skv. 3. mgr. 7. gr. ákvörðunar nr. 280/2004/EB eða af aðila að Kýótóbókunarinnar“.
    b)    Í p-lið bætist eftirfarandi málsliður við:
        „Sérákvæði gilda um skrár sem eru tilgreindar í 63. gr. a.“
2.    Eftirfarandi undirgrein bætist við 3. mgr. í 3. gr.:
    „Frá og með 1. febrúar 2008 skal hver skrá geta framkvæmt á réttan hátt öll þau ferli er varða sjálfvirkar breytingar á töflum fyrir landsúthlutunaráætlanir sem settar eru fram í XI. viðauka a.“
3.    Ákvæðum 5. gr. er breytt sem hér segir:
    a)    Í stað 4. og 5. mgr. komi eftirfarandi:
        „4. Yfirstjórnandinn skal veita aðgang að þeim stýriferlum, sem um getur í XI. viðauka, í því skyni að stuðla að heilleika gagnanna innan skráakerfisins, og veita aðgang að þeim ferlum sem tengjast sjálfvirkum breytingum á töflunni fyrir landsúthlutunaráætlunina, sem um getur í XI. viðauka a, til að tryggja að töflur fyrir landsúthlutunaráætlunina endurspegli þann fjölda losunarheimilda sem er gefinn út og úthlutað til stöðva.
        5. Yfirstjórnandinn skal því aðeins framkvæma ferli er varða losunarheimildir, sannprófaða losun, sjálfvirkar breytingar á töflum fyrir landsúthlutunaráætlanirnar, reikninga eða Kýótóeiningar að það sé nauðsynlegt til að hann geti sinnt verkefnum sínum sem yfirstjórnandi.“
    b)    Eftirfarandi undirgrein bætist við 6. mgr.:
        „Frá og með 1. febrúar 2008 skal í tengslum við óháða viðskiptadagbók Bandalagsins vera unnt að framkvæma á réttan hátt öll þau ferli er varða sjálfvirkar breytingar á töflum fyrir landsúthlutunaráætlanir sem sett eru fram í XI. viðauka a.“
4.    Í stað 2. mgr. 6. gr. komi eftirfarandi:
    „2. Frá 1. febrúar 2008 og þar til boðleiðinni, sem um getur í 7. gr., hefur verið komið á skal framkvæma öll ferli er varða losunarheimildir, sannprófaða losun, sjálfvirkar breytingar á töflum fyrir landsúthlutunaráætlanir og reikninga með gagnaskiptum gegnum óháða viðskiptadagbók Bandalagsins.“
5.    Í stað 7. gr. komi eftirfarandi:
     „7. gr.
     Boðleið milli óháðu viðskiptadagbókanna
    1. Líta skal svo á að komið hafi verið á boðleið milli óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins og óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar þegar þessi kerfi hafa tengst á grundvelli ákvörðunar yfirstjórnandans að höfðu samráði við nefndina um loftslagsbreytingar. Yfirstjórnandinn skal koma á og viðhalda slíkri tengingu þegar
    a)    allar skrár hafa lokið frumstillingarferli rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og
    b)    óháða viðskiptadagbók Bandalagsins og óháða viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar búa yfir nauðsynlegri virkni og geta tengst hvor annarri.
    2. Ef skilyrðin, sem kveðið er á um í 1. mgr., hafa ekki verið uppfyllt getur framkvæmdastjórnin, að fengnum stuðningi meirihluta í nefndinni um loftslagsbreytingar, gefið yfirstjórnandanum fyrirmæli um að koma á og viðhalda slíkri tengingu.
    3. Eftir að tengingunni, sem lýst er í 1. lið, hefur verið komið á skal ljúka öllum ferlum er varða losunarheimildir, sannprófaða losun, reikninga, sjálfvirkar breytingar á töflum fyrir landsúthlutunaráætlanir og Kýótóeiningar með gagnaskiptum gegnum óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og þaðan til óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins.
    4. Framkvæmdastjórnin skal meta og upplýsa nefndina um loftslagsbreytingar um aðra valkosti en þá sem lýst er í 3. lið er varða tengingu skráa, óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins. Einkum skal vega og meta hvort öll ferlin, er varða losunarheimildir og Kýótóeiningar, skuli framkvæmd með gagnaskiptum gegnum óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins til óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og hvort öll ferlin er varða sannprófaða losun, reikninga og sjálfvirkar breytingar á töflum fyrir landsúthlutunaráætlanir skuli framkvæmd með gagnaskiptum gegnum óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins.
    5. Hvert aðildarríki skal afhenda stjórnanda óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og yfirstjórnandanum nauðsynleg skjöl til að frumtengja hverja skrá við óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og skal hver skrá vera tæknilega undirbúin eigi síðar en 1. september 2007 þannig að frumstillingarferlið hefjist í samræmi við starfrænar og tæknilegar forskriftir fyrir gagnaskiptastaðla fyrir skráakerfi samkvæmt Kýótóbókuninni sem eru útfærðir samkvæmt ákvörðun 24/CP.8 frá ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
    6. Sé þess kostur skal samþykkja ákvarðanirnar, sem um getur í 1. og 2. mgr., a.m.k. þremur mánuðum áður en þeim er hrint í framkvæmt.“
6.    Í stað 3. mgr. 10. gr. komi eftirfarandi:
    „3. Hvert lögbært yfirvald og skrárstjórnandi skal því aðeins framkvæma ferli er varða losunarheimildir, sannprófaða losun, sjálfvirkar breytingar á töflum fyrir landsúthlutunaráætlanir, reikninga eða Kýótóeiningar að það sé nauðsynlegt til að þau geti sinnt verkefnum sínum sem lögbært yfirvald eða skrárstjórnandi.“
7.    Í stað 1. mgr. 15. gr. komi eftirfarandi:
    „1. Eigi síðar en 14 dögum eftir gildistöku leyfis til losunar gróðurhúsaloftegunda, sem er gefið út til rekstraraðila stöðvar sem hefur ekki áður fengið slíkt leyfi, eða eftir að komið hefur verið á boðleið milli skrárinnar og óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins, hvort heldur ber síðar að, skal lögbæra yfirvaldið eða rekstraraðilinn, ef lögbæra yfirvaldið krefst þess, veita skrárstjórnanda aðildarríkis þær upplýsingar sem tilgreindar eru í III. viðauka.“
8.    Eftirfarandi 3. mgr. bætist við í 17. gr.:
    „3. Ef lögbæra yfirvaldið hefur tilkynnt skrárstjórnanda um ógildingu eða innskil leyfis til losunar gróðurhúsalofttegunda sem tilheyrir stöð í tengslum við reikning, sem á færslu í viðkomandi töflu fyrir landsúthlutunaráætlun sem lögð er fram í samræmi við 44. gr., skal skrárstjórnandi, áður en hann lokar reikningnum, leggja fyrir yfirstjórnandann eftirfarandi breytingar á töflunni fyrir landsúthlutunaráætlunin:
    a)    að fella brott úr töflunni fyrir landsúthlutunaráætlunina allar losunarheimildir, sem hefur ekki verið úthlutað til stöðvarinnar fyrir tillögðu breytinguna á töflunni fyrir landsúthlutunaráætlunina, og setja núll í stað þeirra,
    b)    að bæta samsvarandi fjölda losunarheimilda við þann hluta töflunnar fyrir landsúthlutunaráætlunina sem svarar til þess fjölda losunarheimilda sem ekki hefur verið úthlutað til þeirra stöðva sem fyrir eru.
    Tillagan skal lögð fyrir óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins sem fer sjálfvirkt yfir hana og hrindir henni í framkvæmd í samræmi við ferlin sem sett eru fram í XI. viðauka a.“
9.    Í stað 28. gr. komi eftirfarandi:
     „28. gr.
     Uppgötvun misræmis í gegnum óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins
    1. Yfirstjórnandinn skal tryggja að óháða viðskiptadagbók Bandalagsins framkvæmi sjálfvirkar prófanir, sem sett er fram í VIII., IX. og XI. viðauka og XI. viðauka a, með öllum ferlum er varða losunarheimildir, sannprófaða losun, reikninga, sjálfvirkar breytingar á töflum fyrir landsúthlutunaráætlanir og Kýótóeiningar til að tryggja að ekkert misræmi sé fyrir hendi.
    2. Komi misræmi í ljós við sjálfvirku prófanirnar, sem um getur í 1. mgr., í einu af ferlunum í VIII., IX. og XI. viðauka og XI. viðauka a skal yfirstjórnandinn þegar í stað tilkynna viðkomandi skrárstjórnanda eða -stjórnendum um það með því að senda viðkomandi sjálfvirkt svar með ítarlegum upplýsingum um misræmið og nota til þess svarkóðana sem settir eru fram í VIII., IX. og XI. viðauka og XI. viðauka a.
    Við móttöku þess konar svarkóða fyrir ferli í VIII. og IX. viðauka eða XI. viðauka a skal skrárstjórnandi upphafsskrárinnar stöðva viðkomandi ferli og tilkynna óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins um það.
    Yfirstjórnandinn skal ekki uppfæra upplýsingarnar í óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins.
    Hlutaðeigandi skrárstjórnandi eða -stjórnendur skulu þegar í stað tilkynna viðkomandi reikningshöfum að ferlið hafi verið stöðvað.“
10.    Ákvæðum 29. gr. er breytt sem hér segir:
    a)    Í stað fyrstu undirgreinar 1. mgr. komi eftirfarandi:
        „Yfirstjórnandinn skal sjá til þess að óháða viðskiptadagbók Bandalagsins gangsetji reglulega afstemmingarferli gagna sem sett er fram í X. viðauka. Í því skyni skal óháða viðskiptadagbók Bandalagsins skrá öll ferli er varða losunarheimildir, reikninga, sjálfvirkar breytingar á töflum fyrir landsúthlutunaráætlanir og Kýótóeiningar.“
    b)    Eftirfarandi 3. mgr. bætist við:
        „3. Skrárstjórnandinn skal, að beiðni yfirstjórnandans, leggja afrit af töflunni yfir sannprófaða losun í skrá sinni fyrir yfirstjórnandann. Yfirstjórnandinn skal ganga úr skugga um að taflan yfir sannprófaða losun í skránni sé í samræmi við upplýsingarnar í óháðri viðskiptadagbók Bandalagsins. Ef yfirstjórnandinn kemur auga á mismun skal hann þegar í stað tilkynna skrárstjórnandanum um það og fara þess á leit að hann eyði mismuninum með því að fara eftir ferli við uppfærslu á sannprófaðri losun sem sett er fram í VIII. viðauka.
        Allar breytingar á töflunni fyrir sannprófaða losun skal skráð í óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins.“
11.    Í stað 32. gr. komi eftirfarandi:
     „32. gr.
     Ferli
    Hvert ferli skal fylgja að fullu boðskiptarunu fyrir viðkomandi tegund af ferli eins og sett er fram í VIII., IX., X. og XI. viðauka og XI. viðauka a. Hver boð skulu uppfylla kröfur um snið og upplýsingar, sem eru útfærðar samkvæmt rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar eða Kýótóbókuninni, með notkun lýsingarmáls yfir vefþjónustu (WSDL).“
12.    Í stað 33. gr. komi eftirfarandi:
     „33. gr.
     Auðkenniskóðar
    Skrárstjórnandinn skal úthluta hverju ferli, sem um getur í VIII. viðauka og XI. viðauka a, ótvíræðan samsvörunarauðkenniskóða og hverju ferli, sem um getur í IX. viðauka, ótvíræðan viðskiptaauðkenniskóða. Hver auðkenniskóði skal samanstanda af þeim þáttum sem settir eru fram í VI. viðauka.“
13.    Í stað 34. gr. komi eftirfarandi:
     „34. gr.
     Lok ferla er varða reikninga, sjálfvirkar breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun og sannprófaða losun
    Þegar boðleið hefur verið komið á milli beggja óháðu viðskiptadagbókanna, og ef öll ferlin er varða reikninga, sjálfvirkar breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun og sannprófaða losun eru framkvæmd með gagnaskiptum gegnum óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, skal líta svo á að þeim sé lokið þegar báðar óháðu viðskiptadagbækurnar hafa tilkynnt upphafsskránni að þær hafi ekki fundið neitt misræmi í tillögunni sem upphafsskráin sendi. Í öllum öðrum tilvikum en þeim sem um getur í fyrstu málsgrein skal líta svo á að öllum ferlum er varða reikninga, sjálfvirkar breytingar á töflum fyrir landsúthlutunaráætlanir og sannprófaða losun sé lokið þegar óháða viðskiptadagbók Bandalagsins hefur tilkynnt upphafsskránni að hún hafi ekki fundið neitt misræmi í tillögunni sem upphafsskráin sendi.“
14.    Eftirfarandi 34. gr. a bætist við:
     „34. gr. a
     Handvirk bakfærsla lokinna viðskipta sem hófust fyrir mistök
    1. Ef reikningshafi eða skrárstjórnandi, sem starfar á vegum reikningshafa, hefur án ásetnings eða fyrir mistök átt viðskipti skv. 52., 53., 58. eða 62. gr. (2. mgr.) er honum heimilt með skriflegri beiðni, sem er undirrituð af viðurkenndum fulltrúa eða viðurkenndum fulltrúum reikningshafa sem geta hafið viðskipti og er send innan fimm virkra daga eftir að viðskiptunum er lokið eða reglugerðin tekur gildi, hvort heldur ber síðar að, að leggja til að skrárstjórnandinn bakfæri viðskiptin handvirkt. Í beiðninni skal vera yfirlýsing þar sem fram kemur að viðskiptin hafi orðið fyrir mistök eða án ásetnings.
    2. Skrárstjórnandanum er heimilt að tilkynna yfirstjórnandanum um beiðnina, ásamt því að ætlunin sé að gera sértækar, handvirkar breytingar á viðkomandi gagnagrunni til að bakfæra viðskiptin, innan 30 almanaksdaga frá ákvörðuninni um að bakfæra viðskiptin en eigi síðar en 60 almanaksdögum frá því að viðskiptunum lauk eða reglugerðin tók gildi, hvort heldur ber síðar að. Yfirstjórnandinn skal, innan 30 almanaksdaga frá móttöku tilkynningar skrárstjórnandans samkvæmt fyrstu undirgrein 2. mgr., gera handvirka breytingu á gagnagrunni óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins, sem svarar til þeirrar sem er tilgreind í tilkynningu skrárstjórnandans, ef
    a)    tilkynningin var send innan þeirra tímamarka sem tilgreind eru í fyrstu undirgrein 2. mgr.,
    b)    tillögð, handvirk breyting snýr einungis við áhrifum viðskipta sem voru hafin án ásetnings eða fyrir mistök og felur ekki í sér að áhrifum síðari viðskipta með sömu losunarheimildir eða Kýótóeiningar sé snúið við.
    3. Skrárstjórnandinn má ekki bakfæra viðskipti skv. 52. og 53. gr. ef það verður til þess að rekstraraðili uppfylli ekki kröfur fyrir fyrra ár.“
15.    Í stað 2. mgr. 44. gr. komi eftirfarandi:
    „2. Aðildarríki skal tilkynna framkvæmdastjórninni um allar leiðréttingar á úthlutunaráætlun sinni ásamt öllum samsvarandi leiðréttingum í töflu fyrir úthlutunaráætlun sína. Ef leiðréttingin í töflunni fyrir landsúthlutunaráætlun byggist á landsúthlutunaráætlun, sem framkvæmdastjórninni hefur verið tilkynnt um og hún hefur ekki hafnað skv. 3. mgr. 9. gr. tilskipunar 2003/87/EB eða sem hún hefur samþykkt breytingar á og leiðréttingin er til komin vegna bættra upplýsinga, skal framkvæmdastjórnin gefa yfirstjórnandanum fyrirmæli um að gera samsvarandi leiðréttingu á töflunni fyrir landsúthlutunaráætlunina í óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins.
    Allar slíkar leiðréttingar, er varða nýja þátttakendur, skulu gerðar í samræmi við ferlið í tengslum við sjálfvirkar breytingar á töflunni fyrir landsúthlutunaráætlunina sem er sett fram í XI. viðauka a við þessa reglugerð.
    Allar slíkar leiðréttingar, er varða ekki nýja þátttakendur, skulu gerðar í samræmi við frumtengingarferlið sem er sett fram í XIV. viðauka við þessa reglugerð.
    Í öllum öðrum tilvikum skal aðildarríkið tilkynna framkvæmdastjórninni um leiðréttingu á landsúthlutunaráætlun sinni og ef framkvæmdastjórnin hafnar ekki þessari leiðréttingu, í samræmi við málsmeðferðina í 3. mgr. 9. gr. í tilskipun 2003/ 87/EB, skal framkvæmdastjórnin gefa yfirstjórnandanum fyrirmæli um að færa samsvarandi leiðréttingu inn í töfluna fyrir landsúthlutunaráætlun, sem er í óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins, í samræmi við frumtengingarferlið sem sett er fram í XIV. viðauka við þessa reglugerð.“
16.    Í stað 46. gr. komi eftirfarandi:
     „46. gr.
     Úthlutun losunarheimilda til rekstraraðila
    Með fyrirvara um 2. mgr. 44. gr. og 47. gr. skal skrárstjórnandinn, eigi síðar en 28. febrúar 2008 og eigi síðar en 28. febrúar á hverju ári þar á eftir, millifæra af vörslureikningi aðila yfir á vörslureikning rekstraraðila þann hluta af heildarfjölda losunarheimilda, útgefinn af skrárstjórnanda skv. 45. gr., sem samsvarandi stöð hefur fengið úthlutað fyrir viðkomandi ár, í samræmi við viðeigandi hluta töflunnar fyrir landsúthlutunaráætlunina.
    Skrárstjórnanda er heimilt að millifæra þennan hluta síðar á hverju ári ef gert er ráð fyrir því fyrir viðkomandi stöð í landsúthlutunaráætlun aðildarríkis.
    Úthluta skal losunarheimildum í samræmi við ferlið við úthlutun losunarheimilda sem sett er fram í IX. viðauka.“
17.    Í stað 48. gr. komi eftirfarandi:
     „48. gr.
     Úthlutun losunarheimilda til nýrra þátttakenda
    Ef lögbært yfirvald gefur skrárstjórnanda fyrirmæli þar að lútandi skal hann millifæra hluta losunarheimilda, sem skrárstjórnandi hefur gefið út skv. 45. gr., sem er á vörslureikningi aðila yfir á vörslureikning rekstraraðila nýs þátttakanda í samræmi við viðeigandi hluta töflunnar fyrir landsúthlutunaráætlun fyrir nýja þátttakandann fyrir viðkomandi ár.
    Millifæra skal losunarheimildir í samræmi við ferlið við úthlutun losunarheimilda sem sett er fram í IX. viðauka.“
18.    Eftirfarandi 48. gr. a bætist við:
     „48. gr. a
     Úthlutun losunarheimilda í kjölfar sölu aðildarríkjanna
    Ef lögbært yfirvald, í kjölfar sölu á losunarheimildum í eigu tiltekins aðildarríkis, gefur fyrirmæli þar að lútandi skal skrárstjórnandi millifæra tiltekinn fjölda losunarheimilda af vörslureikningi aðila yfir á vörslureikning kaupandans sem er annaðhvort einka- eða rekstraraðili.
    Losunarheimildir, sem eru millifærðar innan sömu skrár, skulu millifærðar í samræmi við ferli við innri millifærslu sem sett er fram í IX. viðauka. Losunarheimildir, sem eru millifærðar frá einni skrá til annarrar, skulu millifærðar í samræmi við ferli við ytri millifærslu (2008–2012 og þaðan í frá) sem sett er fram í IX. viðauka.“
19.    Ákvæðum 50. gr. er breytt sem hér segir:
    a)    Í stað fyrstu undirgreinar 1. mgr. komi eftirfarandi:
        „Þegar boðleiðinni hefur verið komið á milli óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins í samræmi við 7. gr. þessarar reglugerðar er aðildarríki óheimilt að millifæra eða afla sér losunarskerðingareininga eða eininga úthlutaðs magns fyrr en 16 mánuðir eru liðnir frá því að það lagði fram skýrslu sína í samræmi við 1. mgr. 7. gr. ákvörðunar nr. 280/2004/ EB, nema skrifstofa rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hafi tilkynnt viðkomandi aðildarríki að málsmeðferð hefjist ekki vegna þess að ekki hefur verið staðið við skuldbindingar.“
    b)    Í stað 2. mgr. komi eftirfarandi:
        „2. Ef, frá og með 1. janúar 2008, inneign losunarskerðingareininga, eininga vottaðrar losunarskerðingar, eininga úthlutaðs magns og bindingareininga fyrir viðeigandi fimm ára tímabil, sem eru inni á vörslureikningi aðila, vörslureikningi rekstraraðila, einkavörslureikningi og innlausnarreikningi í aðildarríki, er minna en 1% meiri en varasjóður skuldbindingartímabilsins, sem reiknast sem 90% af úthlutuðum einingum eða 100% af nýjasta, yfirfarna uppgjörinu, margfölduðu með fimm, eftir því hvor útkoman er lægri, skal yfirstjórnandi tilkynna viðkomandi aðildarríki þar að lútandi.“
20.    Í stað 51. gr. komi eftirfarandi:
     „51. gr.
     Sannprófuð losun stöðvar
    1. Þegar sannprófað hefur verið að skýrsla rekstraraðila um losun frá stöð fyrir fyrra ár sé fullnægjandi í samræmi við ítarlegar kröfur, sem aðildarríkin settu skv. V. viðauka við tilskipun 2003/87/EB, skal hver sannprófandi. þ.m.t. þau lögbæru yfirvöld sem gegna hlutverki sannprófanda, færa inn eða samþykkja færsluna fyrir árlega, sannprófaða losun frá viðkomandi stöð fyrir viðkomandi ár inn í þann hluta töflunnar fyrir sannprófaða losun sem varðar viðkomandi stöð fyrir viðkomandi ár í samræmi við ferli við uppfærslu á sannprófaðri losun sem sett er fram í VIII. viðauka við þessa reglugerð.
    2. Skrárstjórnandinn getur bannað að færð sé inn árleg, sannprófuð losun frá stöð þar til lögbæru yfirvaldi hefur borist skýrslan um sannprófaða losun, sem rekstraraðilar leggja fram skv. 3. mgr. 14. gr. í tilskipun 2003/87/EB fyrir viðkomandi stöð, og yfirvaldið hefur gert skránni kleift að taka á móti árlegri, sannprófaðri losun.
    3. Lögbært yfirvald getur gefið skrárstjórnandanum fyrirmæli um að leiðrétta árlega, sannprófaða losun frá stöð fyrir fyrra ár til að tryggja að farið sé að ítarlegum kröfum, sem aðildarríkin settu skv. V. viðauka við tilskipun 2003/87/EB, með því að færa inn leiðréttu, árlegu, sannprófuðu losunina frá viðkomandi stöð fyrir viðkomandi ár inn í þann hluta töflunnar fyrir sannprófaða losun sem varðar viðkomandi stöð fyrir viðkomandi ár í samræmi við ferli við uppfærslu á sannprófaðri losun sem sett er fram í VIII. viðauka við þessa reglugerð.
    4. Ef lögbært yfirvald gefur skrárstjórnandanum fyrirmæli um að leiðrétta árlegu, sannprófuðu losunina frá stöð fyrir fyrra ár eftir að fresturinn, sem tilgreindur er í 2. mgr. 6. gr. í tilskipun 2003/87/EB, til að skila inn losunarheimildum sem samsvara losun síðastliðins árs, skal yfirstjórnandinn einungis leyfa slíka leiðréttingu ef hann var upplýstur um ákvörðun lögbærs yfirvalds um nýja samræmisstöðu sem gildir um stöðina vegna leiðréttingar á sannprófaðri losun.“
21.    Í stað 55. gr. komi eftirfarandi:
     „55. gr.
     Útreikningur á tölum fyrir samræmisstöðu
    Þegar fært er inn í hluta töflunnar fyrir innskilaðar losunarheimildir eða hluta töflunnar fyrir sannprófaða losun, sem varðar tiltekna stöð, skal skrárstjórnandinn ákvarða eftirfarandi:
    a)    fyrir árin 2005, 2006 og 2007: samræmisstöðu fyrir viðkomandi stöð og fyrir hvert ár með því að leggja saman allar innskilaðar losunarheimildir skv. 52., 53. og 54. gr. fyrir árin 2005–2007, að frádreginni allri sannprófaðri losun á fimm ára tímabili, til og með yfirstandandi árs,
    b)    fyrir 2008 og á hverju ári eftir það: samræmisstöðu fyrir viðkomandi stöð og fyrir hvert ár með því að leggja saman allar þær losunarheimildir, sem skilað er inn skv. 52., 53. og 54. gr. fyrir árin 2005–2007, að frádreginni allri sannprófaðri losun frá árinu 2008 til og með yfirstandandi árs, ásamt leiðréttingarstuðli.
    Leiðréttingarstuðullinn, sem um getur í b-lið, er núll ef talan fyrir árið 2007 var hærri en núll en er sá sami og talan fyrir árið 2007 ef talan fyrir það ár er núll eða lægri.“
22.    Í stað 57. gr. komi eftirfarandi:
     „57. gr.
     Færslur í töfluna fyrir sannprófaða losun
    Ef ekki hefur verið færð inn tala fyrir sannprófaða losun 1. maí 2006, og 1. maí á hverju ári þar á eftir, inn í töfluna fyrir sannprófaða losun frá stöð fyrir næstliðið ár skal ekki færa í töfluna neina aðra tölu, sem er ákvörðuð skv. 1. mgr. 16. gr. tilskipunar 2003/87/EB, nema hún hafi verið reiknuð út á eins nákvæman hátt og mögulegt er í samræmi við þær ítarlegu kröfur, sem aðildarríkið setti skv. V. viðauka við tilskipun 2003/87/ EB.“
23.    Í stað fyrstu undirgreinar í 58. gr. komi eftirfarandi:
    „Hinn 30. júní 2006, 2007 og 2008 skal skrárstjórnandinn ógilda tiltekinn fjölda losunarheimilda, eininga vottaðrar losunarskerðingar og losunarheimilda vegna óviðráðanlegra atvika í vörslureikningi aðila skv. 52., 53. og 54. gr. Fjöldi losunarheimilda, eininga vottaðrar losunarskerðingar og losunarheimilda fyrir óviðráðanleg atvik, sem skal ógilda, skal vera sá sami og heildarfjöldi innskilaðra losunarheimilda við ógildingu eins og fært er í töfluna fyrir innskilaðar losunarheimildir á tímabilinu frá 1. janúar 2005 þar til ógilding fer fram 2006, frá ógildingu 2006 þar til ógilding fer fram 2007, og frá ógildingu 2007 til ársins þar til ógilding fer fram 2008.“
24.    Í stað 59. gr. komi eftirfarandi:
     „59. gr.
     Ógilding og innlausn innskilaðra losunarheimilda fyrir tímabilið 2008–2012 og næstu tímabil
    1. Eigi síðar en 30. júní 2009 og 30. júní á hverju ári þar á eftir skal skrárstjórnandinn ógilda losunarheimildir, sem skilað er inn, fyrir tímabilið 2008–2012 og hvert fimm ára tímabil þar á eftir með því:
    a)    að umbreyta tilteknum fjölda losunarheimilda, sem gefinn er út fyrir viðkomandi fimm ára tímabil og eru á vörslureikningi aðila, sem er jafn heildarfjölda innskilaðra losunarheimilda skv. 52. gr. eins og hann er færður í töfluna fyrir innskilaðar losunarheimildir frá 1. janúar á fyrsta ári viðkomandi tímabils til 31. maí næsta árs á eftir og frá 1. júní næstliðins árs til 31. maí á hverju ári þar á eftir, í einingar úthlutaðs magns með því að fjarlægja losunarheimildarþáttinn frá ótvíræðum einingarauðkenniskóða af hverri slíkri einingu úthlutaðs magns sem samanstendur af þáttunum, sem settir eru fram í VI. viðauka í samræmi við ferlið við „umbreytingu innskilaðra losunarheimilda til innlausnar (2008– 2012 og áfram)“ sem sett er fram í IX. viðauka og
    b)    að millifæra tiltekinn fjölda Kýótóeininga af þeirri tegund sem lögbært yfirvald tilgreinir, að undanskildum Kýótóeiningum frá verkefnum sem um getur í 3. mgr. 11. gr. a í tilskipun 2003/87/EB, sem er jafn heildarfjölda losunarheimilda, sem skilað er inn skv. 52. og 53. gr. eins og fært er í töfluna fyrir losunarheimildir frá 1. janúar á fyrsta ári viðkomandi tímabils til 31. maí næsta árs og frá 1. júní næsta árs á undan til 31. maí á hverju ári þar á eftir, af vörslureikningi aðila yfir á innlausnarreikning fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við ferlið við „innlausn losunarheimilda sem skilað hefur verið inn (2008– 2012 og áfram)“ sem sett er fram í IX. viðauka.
    2. Eftir 30. júní 2013 og 30. júní fyrsta ársins eftir að hverju fimm ára tímabili lýkur er skrárstjórnandanum heimilt að innleysa allar losunarheimildir sem ekki hefur verið úthlutað til rekstraraðila með því að umbreyta þeim í einingar úthlutaðs magns með því að fjarlægja þáttinn fyrir losunarheimildina af ótvíræðum einingarauðkenniskóða allra slíkra eininga úthlutaðs magns sem samanstendur af þáttunum, sem tilgreindir eru í VI. viðauka, í samræmi við ferli við „umbreytingu losunarheimilda sem ekki hefur verið úthlutað (2008–2012 og áfram)“ sem sett er fram í IX. viðauka og millifæra þær af vörslureikningi aðila yfir á innlausnarreikning fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við ferli við „innlausn losunarheimilda sem ekki hefur verið úthlutað (2008–2012 og áfram)“ sem sett er fram í IX. viðauka.“
25.    Í stað a-liðar 60. gr. komi eftirfarandi:
    „a)    að millifæra tiltekinn fjölda losunarheimilda, sem er jafn fjölda losunarheimilda í skránum og voru gefnar út fyrir árin 2005–2007, að frádregnum þeim fjölda losunarheimilda sem skilað er inn við ógildingu og útskipti skv. 52. og 54. gr. og við innlausn 30. júní næsta árs á undan frá viðkomandi vörslureikningi, sem um getur í 1. og 2. mgr. 11. gr., yfir á ógildingarreikning fyrir árin 2005–2007.“
26.    Í stað a- og b-liðar 61. gr. komi eftirfarandi:
    „a)    að millifæra allar losunarheimildir sem rekstraraðilum var úthlutað á undangengnu fimm ára tímabili frá vörslureikningum rekstraraðila og einkavörslureikningum yfir á vörslureikning aðila,
    b)    að umbreyta tilteknum fjölda losunarheimilda á skránum sem er jafn fjölda losunarheimilda í skránni og er úthlutað úr einhverri skrá fyrir undangengið fimm ára tímabil, að frádregnum þeim fjölda losunarheimilda, sem skilað er inn skv. 52. gr. frá 31. maí næsta árs á undan, í einingar úthlutaðs magns með því að fjarlægja þáttinn fyrir losunarheimildina af ótvíræðum einingarauðkenniskóða allra slíkra eininga úthlutaðs magns sem samanstendur af þáttunum sem settir eru fram í VI. viðauka.“
27.    Í stað 1. mgr. 63. gr. komi eftirfarandi:
    „1. Ef viðkomandi stofnun gefur fyrirmæli þar að lútandi skal skrárstjórnandi millifæra þann fjölda og þær tegundir Kýótóeininga, sem viðkomandi aðili tilgreinir og hafa ekki verið innleystar skv. 59. gr. af vörslureikningi aðila yfir á viðeigandi innlausnarreikning, á skrá hans í samræmi við ferli við „innlausn Kýótóeininga (2008–2012 og áfram)“ sem sett er fram í IX. viðauka.“
28.    Eftirfarandi V. kafla A er bætt við á eftir 63. gr.:
    „V. KAFLI A
     REKSTUR SKRÁA AÐILDARRÍKJA SEM HAFA EKKI EININGAR ÚTHLUTAÐS MAGNS
     63. gr. a
     Rekstur skráa aðildarríkja sem hafa ekki einingar úthlutaðs magns
    1. Aðildarríki, sem geta ekki gefið út einingar úthlutaðs magns af öðrum ástæðum en að ákvarðað hafi verið að þau séu óhæf til að millifæra og afla sér losunarskerðingareininga og eininga úthlutaðs magns og nota einingar vottaðrar losunarskerðingar í samræmi við ákvæði ákvörðunar 11/CMP.1 í Kýótóbókuninni við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, skulu koma á fót, reka og viðhalda skrám sínum í samræmi við skrá Bandalagsins.
    Ákvæði 3. (3. mgr.), 4., 6., 11. (1., 3. og 4. mgr.), 30. (1. mgr.), 34., 35., 36., 44. (3. mgr.), 45., 49. (1. mgr.), 59., 60., 61. og 65. gr. gilda ekki um þær skrár.
    2. Frá og með 1. janúar 2008 skulu skrár, sem eru reknar í samræmi við 1. mgr., geta framkvæmt ferlin sem eiga við um þær í VIII., IX., X. og XI. viðauka og XI. viðauka a.
     63. gr. b
     Boðleið milli skráa sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a og óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins
    Skrár, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a, skulu hafa boðskipti við óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins gegnum boðleiðina sem skrá Bandalagsins kemur á. Yfirstjórnandinn skal virkja boðleiðina eftir að prófunarferli, sem sett er fram í XIII. viðauka, og frumtengingarferli, sem sett er fram í XIV. viðauka, er lokið með viðunandi hætti og tilkynna stjórnanda skrár Bandalagsins um það.
     63. gr. c
     Rekstur skráa í samræmi við 63. gr. a: greining misræmis og ósamkvæmni í gegnum óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar
    Óháða viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skal upplýsa skrá, sem er rekin í samræmi við 63. gr. a, um hugsanlegt misræmi sem kemur í ljós í ferli sem viðkomandi skrá hefur hafið gegnum stjórnanda skrár Bandalagsins.
    Skráin, sem er rekin í samræmi við 63. gr. a, skal stöðva viðkomandi ferli og skal stjórnandi skrár Bandalagsins upplýsa óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar um það. Stjórnandi skrárinnar, sem er rekin í samræmi við 63. gr., ásamt öllum öðrum hlutaðeigandi skrárstjórnendum, skal þegar í stað tilkynna viðkomandi reikningshöfum að ferlið hafi verið stöðvað.
     63. gr. d
     Rekstur skráa í samræmi við 63. gr. a: lok ferla er varða reikninga, sannprófaða losun og sjálfvirkar breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun
    Þegar boðleið hefur verið komið á milli óháðu viðskiptadagbókanna, og ef ferli sem varða reikninga, sannprófaða losun og sjálfvirkar breytingar á töflum fyrir landsúthlutunaráætlun eru framkvæmd gegnum óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, skal líta svo á að ferlunum sé lokið þegar báðar óháðu viðskiptadagbækurnar hafa tilkynnt skrá Bandalagsins að þær hafi ekki fundið neitt ósamræmi í tillögu skrárinnar sem rekin er í samræmi við 63. gr. a.
    Í öllum öðrum tilvikum en þeim sem um getur í fyrstu málsgrein skal líta svo á að öllum ferlum, sem um getur í VIII. og XI. viðauka a, sé lokið þegar óháða viðskiptadagbók Bandalagsins hefur tilkynnt skrá Bandalagsins að hún hafi ekki fundið neitt ósamræmi í tillögunni skrárinnar sem rekin er í samræmi við 63. gr. a.
     63. gr. e
     Rekstur skráa í samræmi við 63. gr. a: lok ferla er varða viðskipti innan skráa
    Líta skal svo á að öllum ferlum sem um getur í IX. viðauka, að undanskildu ferli í tengslum við ytri millifærslu, sé lokið þegar báðar óháðu viðskiptadagbækurnar hafa upplýst skrá Bandalagsins um það að þær hafi ekki fundið neitt ósamræmi í tillögu skrárinnar sem rekin er í samræmi við 63. gr. a. og skrá Bandalagsins hefur sent staðfestingu til óháðu viðskiptadagbókanna þess efnis að skráin, sem rekin er í samræmi við 63. gr. a, hafi uppfært gögn sín í samræmi við tillögu sína.
    Áður en boðleið milli óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins og óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er komið á skal hins vegar líta svo á að öllum ferlum sem um getur í IX. viðauka, að undanskildu ferli í tengslum við ytri millifærslu, sé lokið þegar óháða viðskiptadagbók Bandalagsins hefur upplýst skrá Bandalagsins um það að hún hafi ekki fundið neitt ósamræmi í tillögunni sem lögð var fram af hálfu skrárinnar sem rekin er í samræmi við 63. gr. a. og skrá Bandalagsins hefur tekist að senda staðfestingu til óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins þess efnis að skráin, sem rekin er í samræmi við 63. gr. a, hafi uppfært gögn sín í samræmi við tillögu sína.
     63. gr. f
     Skrár, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a: lok ferlis er varðar ytri millifærslu
    Líta skal svo á að ferli í tengslum við ytri millifærslu, sem varðar skrá sem er rekin í samræmi við 63. gr. a, sé lokið þegar báðar óháðu viðskiptadagbækurnar hafa upplýst viðtökuskrána (eða skrá Bandalagsins ef viðtökuskráin er skrá sem er rekin í samræmi við 63. gr. a) að þær hafi ekki fundið neitt misræmi í tillögunni sem upphafsskráin sendi (eða skrá Bandalagsins ef upphafsskráin er skrá sem er rekin í samræmi við 63. gr. a.) og viðtökuskráin (eða skrá Bandalagsins ef viðtökuskráin er skrá sem er rekin í samræmi við 63. gr. a) hefur tekist að senda staðfestingu til beggja óháðu viðskiptadagbókanna þess efnis að viðtökuskráin hafi uppfært gögn sín í samræmi við tillögu upphafsskrárinnar. Áður en boðleið milli óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins og óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er komið á skal hins vegar líta svo á að ferli í tengslum við ytri millifærslu, sem varðar skrá sem er rekin í samræmi við 63. gr. a, sé lokið þegar óháða viðskiptadagbók Bandalagsins hefur upplýst viðtökuskrána (eða skrá Bandalagsins ef viðtökuskráin er skrá sem er rekin í samræmi við 63. gr. a) að hún hafi ekki fundið neitt misræmi í tillögunni sem upphafsskráin sendi (eða skrá Bandalagsins ef upphafsskráin er skrá sem er rekin í samræmi við 63. gr. a.) og viðtökuskráin (eða skrá Bandalagsins ef viðtökuskráin er skrá sem er rekin í samræmi við 63. gr. a) hefur tekist að senda staðfestingu til óháðu viðskiptadagbókanna þess efnis að hún hafi uppfært gögn sín í samræmi við tillögu upphafsskrárinnar.
     63. gr. g
    
Skrár, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a: sannvottun
    
Sannvotta skal skrár, sem reknar eru í samræmi við 63. gr. a, fyrir óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar gegnum skrá Bandalagsins með stafrænu vottorðunum sem skrifstofa rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar eða stofnun, sem hún tilnefnir, gefur út. Þar til boðleið milli óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins og óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er komið á skal hins vegar sannvotta skrárnar gagnvart óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins gegnum skrá Bandalagsins með því að nota stafræn vottorð, notendanöfn og aðgangsorð eins og tilgreint er í XV. viðauka. Framkvæmdastjórnin eða stofnun, sem hún tilnefnir, skal vera vottunaryfirvald fyrir öll stafræn vottorð ásamt því að úthluta notendanöfnum og aðgangsorðum.
     63. gr. h
     Sérákvæði um tilteknar skuldbindingar stjórnenda skráa sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a
    Stjórnandi skrár Bandalagsins skal, að því er varðar stjórnendur skráa, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a, uppfylla þær skyldur sem kveðið er á um í 71. gr. og 2. og 3. mgr. 72. gr.
     63. gr. i
     Skrár, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a: reikningar
    1. Í skrám, sem reknar eru í samræmi við 63. gr. a, skulu vera a.m.k. tveir vörslureikningar aðila sem eru stofnaðir í samræmi við 12. gr.
    2. Einungis einn af vörslureikningum aðila skal hafa losunarheimildir með upprunalegu einingartegundinni 1 og skal engum öðrum vörslureikningi aðila en þeim sem hefur losunarheimildir með upprunalegu einingartegundinni 1 vera heimilt að taka þátt í ytri millifærslu milli skráa, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a, og annarra skráa en þeirra sem þannig eru reknar. Ekki skal nota vörslureikning aðila, sem inniheldur losunarheimildir með upprunalegu einingartegundinni 1, fyrir önnur viðskipti en ytri millifærslu milli skráa, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a, og annarra skráa en þeirra sem þannig eru reknar og sem innihalda eingöngu einingar með upprunalegu einingartegundinni 1.
    3. Á vörslureikningi rekstraraðila, sem er stofnaður skv. 2. mgr. 11. gr., skulu ekki vera losunarheimildir með upphaflegu einingartegundinni 1 við lok viðskipta. Einkavörslureikningar í skrám, sem reknar eru í samræmi við 63. gr. a, mega ekki taka þátt í ytri millifærslu milli skráa, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a, og annarra skráa en þeirra sem þannig eru reknar.
     63. gr. j
     Skrár, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a: tafla fyrir landsúthlutunaráætlun fyrir tímabilið 2008–2012 og hvert fimm ára tímabil þar á eftir
    Í kjölfar hugsanlegra leiðréttinga á töflu fyrir landsúthlutunaráætlunina skv. 2. mgr. 44. gr. sem eiga sér stað eftir að losunarheimildir hafa verið gefnar út skv. 45. gr. og draga úr heildarfjölda losunarheimilda, sem gefinn er út skv. 45. gr. fyrir árin 2008–2012 eða næsta fimm ára tímabil, skulu skrár, sem reknar eru í samræmi við 63. gr. a, millifæra þann fjölda losunarheimilda, sem lögbært yfirvald tilgreinir, af vörslureikningunum, sem um getur í 2. mgr. 11. gr. og 63. gr. i, yfir á ógildingareikning í skrá Bandalagsins fyrir viðkomandi tímabil.
     63. gr. k
     Skrár, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a: útgáfa losunarheimilda
    Stjórnandi skrár, sem er rekin í samræmi við 63. gr. a, skal, eftir að taflan fyrir landsúthlutunaráætlunina hefur verið færð inn í óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins og, með fyrirvara um 2. mgr. 44. gr., eigi síðar en 28. febrúar á fyrsta ári tímabilsins 2008–2012 og eigi síðar en 28. febrúar á fyrsta ári hvers fimm ára tímabils eftir það, gefa út heildarfjölda losunarheimilda sem kemur fram í töflunni fyrir landsúthlutunaráætlunina sem færist á vörslureikning aðila.
    Við útgáfu slíkra losunarheimilda skal skrárstjórnandi úthluta hverri losunarheimild ótvíræðum einingaauðkenniskóða, sem samanstendur af þáttunum sem settir eru fram í VI. viðauka, þar sem upphaflega einingartegundin er 0 og viðbótareiningartegundin er 4.
    Gefa skal út losunarheimildir í samræmi við ferli við útgáfu losunarheimilda (skrár sem um getur í 63. gr. a) sem sett er fram í IX. viðauka.
     63. gr. l
     Skrár, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a: millifærsla losunarheimilda milli vörslureikninga rekstraraðila í skrám sem reknar eru í samræmi við 63. gr. a og í öðrum skrám
    1. Skrárnar, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a, skulu sjá um alla millifærslu losunarheimilda með upprunalegu einingartegundina 0 og viðbótareiningartegundina 4 milli vörslureikninga samkvæmt beiðni reikningshafa:
    a)    innan skrár í samræmi við ferli við innri millifærslu sem sett er fram í IX. viðauka,
    b)    milli tveggja skráa, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a, í samræmi við ferli við „millifærslu milli tveggja skráa, sem um getur í 63. gr. a“, sem sett er fram í IX. viðauka,
    c)    milli skrár, sem er rekin í samræmi við 63. gr. a, og annarra skráa í samræmi við ferli við „ytri millifærslu (milli skrár, sem um getur í 63. gr. a, og annarrar skrár)“ sem sett er fram í IX. viðauka. Handhafar einkavörslureikninga mega ekki fara fram á millifærslu losunarheimilda með upphaflegu einingartegundinni 0 og viðbótareiningartegundinni 4 yfir á skrár sem eru ekki reknar í samræmi við 63. gr. a. Óháða viðskiptadagbók Bandalagsins skal hindra öll viðskipti sem hafa í för með sér millifærslu losunarheimilda með upphaflegu einingartegundinni 0 og viðbótareiningartegundinni 4 yfir á skrár sem ekki eru reknar í samræmi við 63. gr. a.
     63. gr. m
     Skrár, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a: ógilding skv. 58. eða 62. gr.
    Þegar stjórnandi skrár, sem rekin er í samræmi við 63. gr. a, beitir ógildingu eða innlausn í samræmi við 58. gr. eða valfrjálsa ógildingu í samræmi við 62. gr. skal hann framkvæma ógildinguna með því að millifæra losunarheimildir, eins og krafist er skv. 58. eða 62. gr., inn á ógildingar- eða innlausnarreikninginn í skrá Bandalagsins.
     63. gr. n
     Skrár, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a: ógilding og innlausn losunarheimilda og eininga vottaðrar losunarskerðingar, sem hefur verið skilað inn, fyrir tímabilið 2008–2012 og næstu tímabil
    1. Eigi síðar en 30. júní 2009 og 30. júní á hverju ári upp frá því skal stjórnandi skrár, sem rekin er í samræmi við 63. gr. a, ógilda tiltekinn fjölda losunarheimilda og einingar vottaðrar losunarskerðingar sem eru á vörslureikningi aðila skv. 52. og 53. gr. Sá fjöldi losunarheimilda og eininga vottaðrar losunarskerðingar, sem skal ógilda, skal svara til heildarfjölda losunarheimilda sem hefur verið skilað inn og færður í töfluna fyrir losunarheimildir sem hefur verið skilað inn frá 1. janúar á fyrsta ári viðkomandi tímabils til 31. maí næsta árs og frá 1. júní næsta árs á undan til 31. maí á hverju ári þar á eftir.
    2. Ógilding fer fram með millifærslu losunarheimilda og eininga vottaðrar losunarskerðingar, að undanskildum einingum vottaðrar losunarskerðingar frá verkefnum sem um getur í 3. mgr. 11. gr. a í tilskipun 2003/87/EB, af vörslureikningi aðila yfir á innlausnarreikning í skrá Bandalagsins fyrir viðkomandi tímabil í samræmi við ferli við „innlausn (skrár sem um getur í 63. gr. a)“ sem sett er fram í IX. viðauka.
     63. gr. o
     Skrár, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a: ógilding og útskipti losunarheimilda sem gefnar eru út fyrir tímabilið 2005–2007
    1. Hinn 1. maí 2008 skal hver stjórnandi skrár, sem er rekin í samræmi við 63. gr. a, ógilda og, ef lögbært yfirvald fer fram á það, skipta út losunarheimildum á skrá sinni í samræmi við ferli við ógildingu og útskipti losunarheimilda, sem sett er fram í IX. viðauka, með því:
    a)    að millifæra tiltekinn fjölda losunarheimilda sem er jafn fjölda losunarheimilda sem gefnar voru út fyrir árin 2005–2007, að frádregnum þeim fjölda losunarheimilda sem skilað er inn við ógildingu og útskipti skv. 52. og 54. gr. frá 30. júní næstliðins árs frá viðkomandi vörslureikningi, sem um getur í 2. mgr. 11. gr. og 63. gr. i, yfir á ógildingarreikning skrár Bandalagsins fyrir viðkomandi tímabil,
    b)    ef lögbært yfirvald gefur fyrirmæli þar að lútandi, að gefa út þann fjölda útskiptalosunarheimilda, sem lögbæra yfirvaldið tilgreinir, með því að gefa út jafn margar losunarheimildir fyrir tímabilið 2008–2012 og úthluta hverri losunarheimild einingarauðkenniskóða sem samanstendur af þáttunum sem settir eru fram í VI. viðauka,
    c)    að millifæra útskiptalosunarheimildirnar, sem um getur í b-lið, af vörslureikningi aðila yfir á vörslureikninga rekstraraðila og einkavörslureikninga sem lögbært yfirvald tilgreinir og sem losunarheimildir voru millifærðar af skv. a-lið.
    63. gr. p
     Skrár, sem eru reknar í samræmi við 63. gr. a: ógilding og útskipti losunarheimilda sem gefnar eru út fyrir tímabilið 2008–2012 og næstu tímabil þar á eftir
    1. Hinn 1. maí 2013 og 1. maí á fyrsta ári hvers fimm ára tímabils þar á eftir skal hver stjórnandi skrár, sem er rekin í samræmi við 63. gr. a, ógilda losunarheimildir og skipta þeim út í skrá sinni í samræmi við ferli við ógildingu og útskipti losunarheimilda, sem sett er fram í IX. viðauka, með því:
    a)    að millifæra tiltekinn fjölda losunarheimilda sem er jafn fjölda losunarheimildanna sem gefnar voru út á næstu fimm árum á undan að frádregnum þeim fjölda losunarheimilda sem skilað er inn skv. 52. gr. frá 31. maí næsta árs á undan af viðkomandi vörslureikningi, sem um getur í 2. mgr. 11. gr. og 63. gr. i, yfir á ógildingarreikning Bandalagsins fyrir viðkomandi tímabil,
    b)    að gefa út jafn margar útskiptalosunarheimildir með viðbótareiningartegundinni 4 fyrir yfirstandandi tímabil inn á vörslureikning aðila og úthluta hverri losunarheimild sérstakan einingarauðkenniskóða sem samanstendur af þeim þáttum sem tilgreindir eru í VI. viðauka,
    c)    að millifæra tiltekinn fjölda þessara losunarheimilda, sem eru gefnar út í samræmi við b- lið, fyrir yfirstandandi tímabil af vörslureikningi aðila yfir á vörslureikninga rekstraraðila og einkavörslureikninga, þaðan sem losunarheimildir voru millifærðar í samræmi við a- lið, sem er jafn fjölda losunarheimilda sem voru millifærðar frá þessum reikningum skv. a-lið.“
29.    Ákvæðum 72. gr. er breytt sem hér segir:
    a)    Eftirfarandi málsliður bætist við í 1. mgr.:
        „Eftir slíka samræmingu skal yfirstjórnandinn ákvarða á hvaða degi skrár og óháða viðskiptadagbók Bandalagsins innleiða hverja nýja útgáfu af starfrænu og tæknilegu forskriftunum fyrir gagnaskiptastaðla fyrir skráakerfi samkvæmt Kýótóbókuninni.“
    b)    Í stað 2. mgr. komi eftirfarandi.:
        „2. Ef þörf er á nýrri útgáfu af skrá skal hver skrárstjórnandi og yfirstjórnandinn ljúka á skilvirkan hátt við prófunarferlin, sem sett eru fram í XIII. viðauka, áður en boðleið er komið á og gerð virk milli nýju útgáfunnar af skránni og óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins og óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.“
    c)    Eftirfarandi málsgrein 2a bætist við:
        „2a. Yfirstjórnandinn skal boða reglulega til funda með skrárstjórnendum til að hafa samráð um málefni og málsmeðferðir er varða breytingastjórnun, atvikastjórnun og öll önnur tæknileg atriði í tengslum við rekstur skráa og framkvæmd þessarar reglugerðar.“
30.    Í stað 1. mgr. 73. gr. komi eftirfarandi:
    „1. Yfirstjórnandi og hver skrárstjórnandi skulu geyma gögn, er varða öll ferli og reikningshafa sem tilgreind eru í III., IV., VIII., IX., X. og XI. viðauka og XI. viðauka a, þar til hugsanleg vafamál er varða framkvæmd í tengslum við ferli og reikningshafa hafa verið leyst, þó í a.m.k. 15 ár.“
31.    Ákvæðum I., II., III., VI. til XIII. og XVI. viðauka er breytt eins og fram kemur í I. viðauka við þessa reglugerð.
32.    Ákvæðum XI. viðauka A er bætt við eins og þau eru sett fram í II. viðauka við þessa reglugerð.

2. gr.

1. Reglugerð þessi öðlast gildi á þriðja degi eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
2. Ákvæði 1.–4., 6.–12., 15., 16., 17., 20., 21. og 27.–30. liðar 1. gr. og 2., 3., 4., 5. (c-, e-, f-, g- og i- liðir), 6. (b-liður), 10., 11. og 13. liðar (i. liður d- liðar, f- og g-liðir) I. og II. viðauka koma til framkvæmda frá og með 1. febrúar 2008.
3. Ákvæði 24. og 26. liðar 1. gr. og 13. liðar (a-, b- og c-liðir, ii. og iii. liðir d-liðar og e-liður) I. viðauka koma til framkvæmda frá og með 1. janúar 2009. Þó er heimilt að beita a-, b- og c-lið, ii. og iii. lið d-liðar og e-lið 13. liðar í I. viðauka fyrir 1. janúar 2009.

Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 31. júlí 2007.

Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
Stavros DIMAS
framkvæmdastjóri.


I. VIÐAUKI

Ákvæðum I., II., III., VI.–XIII. og XVI. viðauka við reglugerð (EB) nr. 2216/2004 er breytt sem hér segir:
1.     Ákvæðum I. viðauka er breytt sem hér segir:
    a)     Í stað 2. mgr. komi eftirfarandi.:
        „2.    Þar til boðleið er komið á milli óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins og óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skal:
            a)    stilla tímaskráningu í óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins og í hverri skrá saman við heimstíma (GMT),
            b)    ljúka öllum ferlum er varða losunarheimildir, sannprófaða losun, sjálfvirkar breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun og á reikningum með skiptum á gögnum, sem eru rituð með XML- ívafsmálinu („eXtensible Markup Language“) með notkun SOAP-samskiptastaðalsins (e. Simple Object Access Protocol) útgáfu 1.1 gegnum HTTP-samskiptastaðalinn (Hypertext Transfer Protocol) útgáfa 1.1 (RPC-samskiptamáti (e. Remote Procedure Call, encoded style).“
    b)     Í stað 3. mgr. komi eftirfarandi.:
        „3.    Þegar boðleið er komið á milli óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins og óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skal:
            a)    stilla saman tímaskráninguna í óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins og hverri skrá,
            b)    ljúka öllum ferlum er varða losunarheimildir og Kýótóeiningar með gagnaskiptum
            í samræmi við kröfur varðandi vél- og hugbúnað sem settar eru fram í starfrænum og tæknilegum forskriftum fyrir gagnaskiptastaðla fyrir skráakerfi samkvæmt Kýótóbókuninni sem eru útfærðir samkvæmt ákvörðun 24/CP.8 frá ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
            Ef ferlum, sem varða sannprófaða losun, reikninga og sjálfvirkar breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun, er lokið með gagnaskiptum gegnum óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar við óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins skulu gagnaskiptin fara fram í samræmi við kröfur varðandi vél- og hugbúnað sem settar er fram í starfrænum og tæknilegum forskriftum fyrir gagnaskiptastaðla fyrir skráakerfi samkvæmt Kýótóbókuninni sem eru útfærðir samkvæmt ákvörðun 24/CP.8 frá ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
            Ef ferlum, sem varða sannprófaða losun, reikninga og sjálfvirkar breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun, er lokið með gagnaskiptum gegnum óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins skulu gagnaskiptin fara fram í samræmi við b-lið 2. mgr.“
2.     Í III. viðauka bætast eftirfarandi málsliður við 1. mgr.:
    „Nafn rekstraraðilans skal vera hið sama og nafn einstaklingsins eða lögaðilans sem er handhafi viðkomandi leyfis fyrir losun gróðurhúsalofttegunda. Heiti stöðvarinnar skal svara til þess heitis sem tilgreint er á viðkomandi leyfi fyrir losun gróðurhúsalofttegunda.“
3.     Ákvæðum VI. viðauka er breytt sem hér segir:
    a)    Í töflu VI-1 er textanum „4 = Losunarheimildir, sem aðildarríki, sem eiga ekki einingar úthlutaðs magns, gefa út fyrir árin 2008–2012 og næstu fimm ára tímabil á eftir“ bætt við í línunni „Supplementary unit type“ í dálknum „Bil eða kóðar“.
    b)    Eftirfarandi lína bætist við í töflu VI-2:
„0 4 Losunarheimildir, sem aðildarríki, sem eiga ekki einingar úthlutaðs magns, gefa út fyrir árin 2008–2012 og næstu fimm ára tímabil á eftir og er ekki breytt úr einingum úthlutaðs magns eða öðrum Kýótóeiningum“
    c)    Í töflu VI-3 er textanum „Yfirstjórnandinn skal skilgreina sérstakt undirbil þessara gilda fyrir skrá Bandalagsins og hverja skrá, sem rekin er í samræmi við skrá Bandalagsins“ bætt við textann í línunni „Account Identifier“ í dálknum „Bil eða kóðar“.
    d)    Í töflu VI-5 koma orðin „Account Holder Identifier“ í stað „Permit Identifier“.
    e)    Í stað 14. mgr. komi eftirfarandi.:
        „14.    Í töflu VI-7 eru tilgreindir þættir samsvörunarauðkenniskóðanna. Hverju ferli, sem um getur í VIII. viðauka og XI. viðauka a, skal úthlutað samsvörunarauðkenniskóða. Skrár skulu mynda samsvörunarauðkenniskóða sem eru ótvíræðir í öllu skráakerfinu. Hver samsvörunarauðkenniskóði skal einungis notaður einu sinni. Ef ferli, sem varðar reikning eða sannprófaða losun og hefur áður verið stöðvað eða ógilt, er endurtekið skal því úthlutað nýjum, ótvíræðum samsvörunarauðkenniskóða.“
4.     Ákvæðum VII. viðauka er breytt sem hér segir:
    a)     Í töflunni undir 4. lið er eftirfarandi lína felld brott:
„05-00 Innlausn (2008–2012 og áfram)“
    b)     Í töflunni undir 4. lið er eftirfarandi línum bætt við:
„10-61 umbreyting innskilaðra losunarheimilda til innlausnar (2008–2012 og áfram)
10-62 umbreyting óúthlutaðra losunarheimilda til innlausnar (2008–2012 og áfram)
05-00 Innlausn Kýótóeininga (2008–2012 og áfram)
05-01 Innlausn innskilaðra losunarheimilda (2008–2012 og áfram)
05-02 Innlausn óúthlutaðra losunarheimilda (2008–2012 og áfram)
01-22 Útgáfa losunarheimilda (skrár sem um getur í 63. gr. a)
03-00 Ytri millifærsla (milli skrá, sem um getur í 63. gr. a, og annarrar skrár)
10-22 Millifærsla milli tveggja skráa sem um getur í 63. gr. a
05-22 Innlausn (skrár sem um getur í 63. gr. a)“
    c)     Í töflunni undir 5. lið er eftirfarandi línu bætt við:
„4 Losunarheimildir, sem aðildarríki, sem eiga ekki einingar úthlutaðs magns, gefa út fyrir árin 2008–2012 og næstu fimm ára tímabil á eftir og er ekki umbreytt úr einingum úthlutaðs magns eða öðrum Kýótóeiningum“
5.     Ákvæðum VIII. viðauka er breytt sem hér segir:
    a)     Í stað c-liðar 1. liðar komi eftirfarandi:
        „c)    Að því tilskildu að þessi ferli séu framkvæmd með gagnaskiptum gegnum óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar til óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins skal skrárstjórnandi virkja viðeigandi aðgerð hjá vefþjónustu óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar fyrir reikningsstjórn. Í öllum öðrum tilvikum skal skrárstjórnandi virkja viðeigandi aðgerð hjá vefþjónustu óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins fyrir reikningsstjórn.“
    b)    Í stað 2. liðar komi eftirfarandi.:
        „2.    Að því tilskildu að þessi ferli séu framkvæmd með gagnaskiptum gegnum óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins til óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skal skrárstjórnanda, sem sendir beiðni, berast kvittun fyrir móttöku frá óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar innan 60 sekúndna ásamt tilkynningu um staðfestingu frá óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins innan sólarhrings. Í öllum öðrum tilvikum skal skrárstjórnanda, sem sendir beiðni, berast kvittun fyrir móttöku frá óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins innan 60 sekúndna ásamt tilkynningu um staðfestingu frá óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins innan sólarhrings.“
    c)    Í stað eftirfarandi línu í töflu VIII-5, VIII-11 og VIII-12:
„FaxNumber Skyldubundið“
        komi:
„FaxNumber      Valkvætt“
    d)    Í stað eftirfarandi texta í töflu VIII-9: „Upphafsskráin (Originating Registry) sannvottar óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (eða óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins þar til tengingunni milli óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins og óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er komið á) með því að virkja aðgerðina AuthenticateMessage() og prófar útgáfu viðskiptadagbókarinnar með því að virkja aðgerðina CheckVersion()“ komi eftirfarandi texti:
        „Upphafsskráin (Originating Registry) sannvottar óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (eða óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins ef öllum ferlunum, sem um getur í VIII. viðauka, er lokið með gagnaskiptum milli óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins) með því að virkja aðgerðina Authenticate Message() og prófar útgáfu viðskiptadagbókarinnar með því að virkja aðgerðina Check Version().“
    e)    Í töflu VIII-11 er númerinu „7162“ bætt við í síðustu línunni.
    f)     Í töflu VIII-12 og VIII-14 er eftirfarandi línu bætt við á eftir línunni „PermitIdentifier“:
„PermitDate Skyldubundið“
    g)     Í töflu VIII-13 er eftirfarandi línu bætt við á eftir línunni „PermitIdentifier“:
„PermitDate Valkvætt“
    h)     Í töflu VIII-15 er númerinu „7161“ bætt við í síðustu línunni.
    i)     Í stað 6. liðar komi eftirfarandi.:
        „6.    Óháða viðskiptadagbók Bandalagsins skal framkvæma prófanir er varða útgáfu og sannvottun skráa ásamt prófunum er varða gildi skilaboða fyrir hvert ferli sem varðar reikning eða sannprófaða losun og ef misræmi kemur í ljós skal hún senda viðeigandi svarkóða eins og sett er fram í töflu XII-1 á bilinu 7900–7999. Framangreindar prófanir eru jafngildar þeim prófunum sem tengjast svarkóðunum sem settir eru fram í starfrænu og tæknilegu forskriftunum fyrir gagnaskiptastaðla fyrir skráakerfi samkvæmt Kýótóbókuninni sem eru útfærðir samkvæmt ákvörðun 24/CP.8. frá ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og eru tilgreindir í síðasta dálki í töflu XII-1 samhliða samsvarandi svarkóðum á bilinu 7900–7999. Ef stjórnandi óháðu viðskiptadagbókarinnar (ITL) breytir prófun samkvæmt framangreindum gagnaskiptastöðlum, sem svarar til þeirra prófana, er tengjast þeim svarkóðum sem settir eru fram í töflu XII-1 á bilinu 7900–7999, eða framkvæmd óháðu viðskiptadagbóka rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, skal yfirstjórnandinn gera samsvarandi prófun óvirka.“
    j)     Í töflu VIII-17 er númerinu „7525“ bætt við í síðustu línunni.
6.     Ákvæðum IX. viðauka er breytt sem hér segir:
    a)     Í stað 4. liðar komi eftirfarandi.:
        „4.    Óháða viðskiptadagbók Bandalagsins skal framkvæma eftirfarandi forprófanir á öllum ferlum varðandi viðskipti:
            a)     prófanir er varða útgáfu og sannvottun skráa,
            b)     prófanir er varða gildi skilaboða,
            c)     prófanir er varða heilleika gagna,
            d)     almennar prófanir er varða viðskipti og
            e)     prófanir er varða skilaboðarunu.
                Ef misræmi kemur í ljós skal óháða viðskiptadagbók Bandalagsins senda viðeigandi svarkóða eins og sett er fram í töflu XII-1 á bilinu 7900–7999.Framangreindar prófanir eru jafngildar þeim prófunum sem tengjast svarkóðunum sem settir eru fram í starfrænu og tæknilegu forskriftunum fyrir gagnaskiptastaðla fyrir skráakerfi samkvæmt Kýótóbókuninni sem eru útfærðir samkvæmt ákvörðun 24/CP.8 frá ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og eru tilgreindir í síðasta dálki í töflu XII-1 samhliða samsvarandi svarkóðum á bilinu 7900–7999. Ef prófun samkvæmt fyrrgreindum gagnaskiptastöðlum svarar til þeirra prófana er tengjast þeim svarkóðum sem settir eru fram í töflu XII-1 á bilinu 7900–7999, og framkvæmd óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar á slíkri prófun er breytt af hálfu stjórnanda óháðu viðskiptadagbókarinnar skal yfirstjórnandinn gera samsvarandi prófun óvirka.“
    b)     Töflu IX-1 er breytt sem hér segir:
        i.    Textanum „á bilinu 7221–7222“ er bætt við í dálkinum „Svarkóðar óháðrar viðskiptadagbókar Bandalagsins“ í línunni „Ytri millifærsla (2008–2012 og áfram)“.
        ii.    Textanum „á bilinu 7221–7222“ er bætt við í dálknum „Svarkóðar óháðrar viðskiptadagbókar Bandalagsins“ í línunni „Ytri millifærsla (2005–2007)“.
        iii.    Textanum „(skrár sem um getur í 63. gr. a), 7219, 7223–7224, 7360, 7402, 7404, 7406, 7407– 7408, 7202“ er bætt við í dálknum „Svarkóðar óháðrar viðskiptadagbókar Bandalagsins“ í línunni „Ógilding og útskipti“.
        iv.    Eftirfarandi lína er felld brott:
„Innlausn (2008–2012 og áfram) 05-00 7358–7361“
        v.     Eftirfarandi línum er bætt við:
„Umbreyting innskilaðra losunarheimilda til innlausnar (2008–2012 og áfram) 10-61 7358
Umbreyting óúthlutaðra losunarheimilda til innlausnar (2008–2012 og áfram) 10-62 7364, 7366
Innlausn Kýótóeininga (2008–2012 og áfram) 05-00 7360
7365
Innlausn innskilaðra losunarheimilda (2008–2012 og áfram) 05-01 7359–7361
7365
Innlausn óúthlutaðra losunarheimilda (2008–2012 og áfram) 05-02 7360, 7361
7363–7365
Ytri millifærsla (milli skrár sem um getur í 63. gr. a og annarrar skrár) 03-00 7225–7226
Útgáfa losunarheimilda (skrár sem um getur í 63. gr. a) 01-22 7201–7203
7219
7224
Innlausn (skrár sem um getur í 63. gr. a) 05-22 7227–7228
7357
7360–7362
Millifærsla milli tveggja skráa sem um getur í 63. gr. a 10-22 7302, 7304
7406–7407
7224
7228“

    c)     Eftirfarandi 7. liður bætist við:
        „7.    Ytri millifærsla milli skrár, sem um getur í 63. gr. a, og annarrar skrár skal fara fram á eftirfarandi hátt:
            a)    að beiðni reikningshafa þess efnis að millifæra losunarheimildir með viðbótareiningartegundinni 4 af reikningi í skrá, sem um getur í 63. gr. a, skal millifærsluskráin:
                i.    kanna hvort staðan á vörslureikningi aðilans í skránni, sem um getur í 63. gr. a, sem getur eingöngu innihaldið losunarheimildir af viðbótareiningartegundunum 1, 2 eða 3, svari a.m.k. til þess fjölda sem skal millifæra,
                ii.    færa losunarheimildirnar aftur á vörslureikning aðilans í skránni, sem um getur í 63. a, og getur eingöngu innihaldið losunarheimildir af viðbótareiningartegundinni 4,
                iii.    millifæra samsvarandi fjölda losunarheimilda af viðbótareiningartegundunum 1, 2 eða 3 af vörslureikningi aðila, sem getur eingöngu innihaldið losunarheimildir með viðbótareiningartegundunum 1, 2, eða 3, yfir á reikning þess reikningshafa sem hefur viðskiptin,
                iv.    millifæra þessar losunarheimildir af viðbótareiningartegundunum 1, 2 eða 3 af reikningi þess reikningshafa sem hefur viðskiptin yfir á viðtökureikninginn,
            b)    að beiðni reikningshafa þess efnis að millifæra losunarheimildir af viðbótareiningartegundunum 1, 2 eða 3 á reikning í skrá, sem um getur í 63. gr. a, skal viðtökuskráin:
                i.    millifæra losunarheimildir af viðbótareiningartegundunum 1, 2 eða 3 á viðtökureikninginn,
                ii.    millifæra þessar losunarheimildir af viðtökureikningnum yfir á vörslureikning aðila í skránni, sem um getur í 63. gr. a, sem getur eingöngu innihaldið losunarheimildir af viðbótareiningartegundunum 1, 2 eða 3,
                iii.    millifæra samsvarandi fjölda losunarheimilda af viðbótareiningartegundinni 4 af vörslureikningi aðila, sem getur eingöngu innihaldið losunarheimildir af upphaflegu einingartegundinni 0 og viðbótareiningartegundinni 4, yfir á viðtökureikninginn. Ef inneignin á vörslureikningi aðila, sem getur innihaldið losunarheimildir af viðbótareiningartegundinni 4, er minni en sá fjöldi sem þarf að millifæra skal bæta við þeim losunarheimildum af viðbótareiningartegundinni 4 sem á vantar inn á vörslureikning aðila áður en millifærslan fer fram.“
7.     Ákvæðum X. viðauka er breytt sem hér segir:
    a)     Í stað inngangssetningarinnar í 1. lið komi eftirfarandi:
        „Þar til boðleið hefur verið komið á milli óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins og óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skal hver skrá bregðast við beiðni óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins um að leggja fram eftirfarandi upplýsingar sem varða tiltekinn tíma og dag:“
    b)     Í stað inngangssetningarinnar í 2. lið komi eftirfarandi:
        „Þegar boðleið hefur verið komið á milli óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins og óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skal hver skrá bregðast við beiðni óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar þess efnis að leggja fram eftirfarandi upplýsingar sem varða tiltekinn tíma og dag:“
    c)     Í stað inngangssetningarinnar í 3. lið komi eftirfarandi:
        „Þegar boðleið hefur verið komið á milli óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins og óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skal hver skrá bregðast við beiðni óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem lögð er fram fyrir hönd óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins, eða beiðni óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins þess efnis að leggja fram eftirfarandi upplýsingar sem varða tiltekinn tíma og dag:“
    d)     Í stað 6. liðar komi eftirfarandi:
        „6.    Óháða viðskiptadagbók Bandalagsins skal framkvæma prófanir er varða útgáfu og sannvottun skráa, gildi skilaboða og heilleika gagna meðan á afstemmingarferlinu stendur og ef misræmi kemur í ljós skal hún senda viðeigandi svarkóða eins og sett er fram í töflu XII-1 á bilinu 7900–7999. Framangreindar prófanir eru jafngildar þeim prófunum sem tengjast svarkóðunum sem settir eru fram í starfrænu og tæknilegu forskriftunum fyrir gagnaskiptastaðla fyrir skráakerfi samkvæmt Kýótóbókuninni sem eru útfærðir samkvæmt ákvörðun 24/CP.8 frá ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og eru tilgreindir í síðasta dálkinum í töflu XII-1 samhliða samsvarandi svarkóðum á bilinu 7900–7999. Ef prófun samkvæmt fyrrgreindum gagnaskiptastöðlum svarar til þeirra prófana er tengjast þeim svarkóðum sem settir eru fram í töflu XII-1 á bilinu 7900–7999, og framkvæmd óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar á slíkri prófun er breytt af hálfu stjórnanda óháðu viðskiptadagbókarinnar skal yfirstjórnandinn gera samsvarandi prófun óvirka.“
8.     Í XI. viðauka komi eftirfarandi í stað 2. liðar:
    „2.    Þegar boðleið hefur verið komið á milli óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins og óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og öllum ferlum, er varða losunarheimildir, sannprófaða losun, reikninga, sjálfvirkar breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun og Kýótóeiningar, hefur verið lokið með gagnaskiptum gegnum óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar til óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins skal óháða viðskiptadagbók Bandalagsins aðeins halda áfram að annast stýriferlana skv. b-lið 1. liðar.“
9.     Ákvæðum XII. viðauka er breytt sem hér segir:
    a)     Í stað 1. liðar komi eftirfarandi.:
        „1.    Óháða viðskiptadagbók Bandalagsins skal senda svarkóða sem hluta af hverju ferli ef það er tekið fram í VIII.–XI. viðauka a. Hver svarkóði skal samanstanda af heilli tölu á bilinu 7000–7999. Merking hvers svarkóða er gefin upp í töflu XII-1.“
    b)     Töflu XII-1 er breytt sem hér segir:
        i)     Fyrirsagnir dálksins og eftirfarandi lína eru felldar brott:
„Svarkóði

Lýsing

7149 Bréfasímanúmer (FaxNumber) aðilans er ekki á gildu sniði eða liggur utan tiltekins bils“
        ii.     Eftirfarandi dálkafyrirsögnum og línum er bætt við í viðeigandi númeraröð:
„Svarkóði Lýsing Samsvarandi svarkóði samkvæmt gagnaskiptastöðlunum
7161 Stöðin, sem tengist vörslureikningi rekstraraðilans, er ekki tilgreind sem „lokuð“ í töflunni fyrir landsúthlutunaráætlunina og því er ekki unnt að loka reikningnum
7162 Stöðin, sem tengist vörslureikningi rekstraraðilans, á enga færslu í töflunni fyrir landsúthlutunaráætlunina og því er ekki unnt að opna reikninginn
7221 Viðtöku- eða millifærslureikningurinn má ekki vera í skrá sem um getur í 63. gr. a
7222 Losunarheimildirnar, sem á að millifæra, mega ekki hafa viðbótareiningartegundina 4
7223 Viðtökureikningurinn skal vera ógildingarreikningurinn fyrir viðkomandi tímabil
7224 Losunarheimildir, sem skal gefa út, skulu vera með viðbótareiningartegundinni 4
7225 Samanlögð inneign eftir viðskipti beggja vörslureikninga aðilanna, sem taka þátt í viðskiptunum í skránni, sem um getur í 63. gr. a, skal svara til samanlagðrar inneignar fyrir viðskiptin
7226 Inneignin á reikningi aðila, sem getur innihaldið losunarheimildir af viðbótareiningartegundunum 1, 2 eða 3, skal vera meiri eða jafn þeim fjölda sem skal millifæra af skránni sem um getur í 63. gr. a
7227 Viðtökureikningurinn verður að vera innlausnarreikningurinn fyrir yfirstandandi tímabil
7228 Gefa skal út losunarheimildir á yfirstandandi tímabili
7363 Fjöldi eininga úthlutaðs magns, sem skal fella niður, er ekki jafn þeim fjölda losunarheimilda sem er umbreytt samkvæmt ferlinu „umbreyting óúthlutaðra losunarheimilda til innlausnar“
7364 Viðskiptin hafa ekki hafist eftir 30. júní næsta árs eftir síðasta ár viðkomandi fimm ára tímabils
7365 Einingarnar, sem skal innleysa, eru losunarheimildir og því ekki unnt að fella þær niður
7366 Fjöldi losunarheimilda, sem skal umbreyta, skal ekki vera meiri en fjöldi þeirra eininga, sem er gefinn út, en ekki úthlutað
7408 Fjöldi losunarheimilda, sem skal ógilda, skal vera jafn fjölda losunarheimilda sem skal ógilda í samræmi við 63. gr. o
7451 Heildarfjöldi losunarheimilda í uppfærðri landsúthlutunaráætlun skal vera sá sami og í gildandi landsúthlutunaráætlun
7452 Fjöldi losunareininga, sem er úthlutað til nýrra þátttakenda, skal ekki vera meiri en sá fjöldi sem varasjóðurinn minnkar um
7525 Ekki er unnt að leiðrétta töluna yfir sannprófaða losun miðað við árið X eftir 30. apríl ársins X+1 nema lögbært yfirvald tilkynni yfirstjórnanda um nýju samræmisstöðuna sem gildir fyrir stöðina ef sannprófaða losun hennar er leiðrétt
7700 Kóði skuldbindingartímabils er utan tiltekins bils
7701 Úthlutun skal fara fram fyrir öll árin á skuldbindingartímabilinu að undanskildum árunum á undan yfirstandandi ári
7702 Nýi varasjóðurinn verður að vera í plús eða á núlli
7703 Fjöldi losunarheimilda, sem skal úthluta til stöðvar fyrir tiltekið ár, skal vera núll eða meiri
7704 Leyfisauðkenni (PermitIdentifier) skal vera fyrir hendi og vera tengt stöðvarauðkenninu (InstallationIdentifier)
7705 Fjöldi losunarheimilda, sem skal úthluta til stöðvar fyrir tiltekið ár í uppfærðri, landsúthlutunaráætlun (NAP), skal vera meiri eða jafn fjöldanum í gildandi, landsúthlutunaráætlun
7706 Fjöldi losunarheimilda, sem felldur er brott úr landsúthlutunaráætlun til stöðvar fyrir tiltekið ár, skal vera jafn þeim fjölda sem fjölgar um í varasjóðnum
7901 Upphafsskráin (InitiatingRegistry) skal vera tilgreind í skrártöflunni 1501
7902 Staða upphafsskrár skal gera kleift að leggja fram tillögur um viðskipti. (Óháða viðskiptadagbók Bandalagsins (CITL) viðheldur gildandi stöðu hverrar skrár. Í því tilviki skal óháða viðskiptadagbókin viðurkenna að skráin sé að fullu starfhæf.) 1503
7903 Staða viðtökuskrár skal gera kleift að samþykkja viðskipti. (Óháða viðskiptadagbók Bandalagsins viðheldur gildandi stöðu hverrar skrár. Í því tilviki skal óháða viðskiptadagbókin viðurkenna að skráin sé að fullu starfhæf.) 1504
7904 Staða skrár skal gera kleift að framkvæma afstemmingaraðgerðir. (Óháða viðskiptadagbók Bandalagsins viðheldur núverandi stöðu hverrar skrár. Í því tilviki skal óháða viðskiptadagbókin viðurkenna að skráin sé aðgengileg fyrir afstemmingu.) 1510
7905 Viðskiptaauðkenni (Transaction ID) skal samanstanda af gildum skráningarkóða ásamt tölugildum 2001
7906 Viðskiptategundarkóði skal vera gildur 2002
7907 Viðbótarviðskiptategundarkóði skal vera gildur 2003
7908 Viðskiptastöðukóði skal vera gildur 2004
7909 Reikningstegundarkóði skal vera gildur 2006
7910 Auðkenni fyrir stofnreikning (Initiating Account Identifier) skal vera hærri en núll 2007
7911 Auðkenniskóði fyrir viðtökureikning (Acquiring Account Identifier) skal vera hærri en núll 2008
7912 Upphafsskrá (Originating Registry) allra einingabálka skal vera gild 2010
7913 Einingartegundarkóði skal vera gildur 2011
7914 Viðbótareiningartegundarkóði skal vera gildur 2012
7915 Upphafseiningarraðbálkur (Unit Serial Block Start) og endaeiningarraðbálkur (Unit Serial Block End) skulu vera fyrir hendi 2013
7916 Endaeiningarraðbálkur skal vera stærri eða jafn upphafseiningarraðbálki 2014
7917 Bindingareiningar, losunarskerðingareiningar, sem hefur verið umbreytt úr bindingareiningum, t-einingar vottaðrar losunarskerðingar og l-einingar vottaðrar losunarskerðingar skulu hafa gildan LULUCF-flokkunarkóða (LULUCF-landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt) 2015
7918 Einingar úthlutaðs magns, losunarskerðingareiningar, sem hefur verið umbreytt úr einingum úthlutaðs magns, og einingar vottaðrar losunarskerðingar skulu ekki hafa LULUCF- flokkunarkóða 2016
7919 Losunarskerðingareiningar, einingar vottaðrar losunarskerðingar, t-einingar vottaðrar losunarskerðingar og l-einingar vottaðrar losunarskerðingar skulu hafa gildan verkefnisauðkenniskóða (Project ID) 2017
7920 Einingar úthlutaðs magns og bindingareiningar skulu ekki hafa verkefnisauðkenniskóða 2018
7921 Losunarskerðingareiningar skulu hafa gildan rakningarkóða (Track Code) 2019
7922 Einingar úthlutaðs magns, bindingareiningar, einingar vottaðrar losunarskerðingar, t-einingar vottaðrar losunarskerðingar og l-einingar vottaðrar losunarskerðingar skulu ekki hafa rakningarkóða 2020
7923 Einingar úthlutaðs magns, bindingareiningar, losunarskerðingareiningar og einingar vottaðrar losunarskerðingar skulu ekki hafa fyrningardagsetningu (Expiry Date) 2022
7924 Viðskiptaauðkenniskóði fyrirhugaðra viðskipta skulu ekki nú þegar vera í óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins 3001
7925 Viðskiptaauðkenniskóði yfirstandandi viðskipta skulu nú þegar vera í óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins 3002
7926 Ekki er hægt að endurtaka viðskipti sem hefur áður verið lokið 3003
7927 Ekki er hægt að ljúka viðskiptum sem áður hefur verið hafnað 3004
7928 Ekki er hægt að ljúka viðskiptum ef fundist hefur misræmi í tengslum við þau í óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins 3005
7930 Ekki er hægt að ljúka viðskiptum sem áður hafa verið stöðvuð 3007
7931 Ekki er hægt að ljúka viðskiptum sem áður hafa verið gerð ógild 3008
7932 Ekki er hægt að hætta ytri viðskiptum sem hafa áður verið samþykkt 3009
7933 Viðskiptastaðan samþykkt (Accepted) eða hafnað (Rejected) er ekki gild fyrir innri viðskipti 3010
7934 Viðskiptastaða frá upphafsskrá skal gefa til kynna hvort staðan sé tillagt (Proposed), lokið (Completed) eða stöðvað (Terminated) 3011
7935 Viðskiptastaða frá viðtökuskrá fyrir ytri millifærslu skal gefa til kynna stöðuna hafnað eða samþykkt 3012
7936 Viðkomandi skuldbindingartímabil skal samsvara yfirstandandi eða næsta skuldbindingartímabili (þ.m.t. „true-up“- tímabil þeirra) 4001
7937 Einingar, sem tilgreindar eru í viðskiptunum, skulu nú þegar vera til í óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins 4002
7938 Einingar, sem tilgreindar eru í viðskiptunum, skulu vera í vörslu upphafsskrárinnar 4003
7939 Allar eigindir allra einingarbálka skulu vera í samræmi við eigindir einingarbálka óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins nema eigindunum sé breytt með yfirstandandi viðskiptum 4004
7940 Allir einingarbálkar í viðskiptum skulu vera frá einu skuldbindingartímabili 4005
7941 Í öllum viðskiptum, að undanskildum ytri millifærslum, skal upphafsskráin vera sú sama og viðtökuskráin 4006
7942 Í ytri millifærslum skal upphafsskráin ekki vera sú sama og viðtökuskráin 4007
7943 Í einingum, sem tilgreindar eru í viðskiptunum, skal ekki gæta ósamkvæmni sem kemur fram við afstemmingu við óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins 4008
7945 Einingar, sem tilgreindar eru í viðskiptunum, skulu ekki vera hluti af öðrum viðskiptum 4010
7946 Einingar, sem hafa verið gerðar ógildar, skulu ekki notaðar í frekari viðskiptum 4011
7947 Viðskiptatillaga skal taka til a.m.k. eins einingarbálks 4012
7948 Ekki skal úthluta fleiri en einni einingartegund fyrir hver viðskipti 5004
7949 Upphaflegt skuldbindingartímabil skal vera það sama fyrir allar einingar sem gefnar eru út í tengslum við viðskiptin 5005
7950 Viðeigandi skuldbindingartímabil skal vera það sama og upphaflegt skuldbindingartímabil fyrir allar einingar sem gefnar eru út í tengslum við viðskiptin 5006
7951 Ógilding yfir á ógildingarreikning fyrir umframútgáfu (Excess Issuance Cancellation Account) skal ekki fara fram í landsskrá 5152
7952 Viðtökureikningurinn fyrir ógildingarviðskipti skal vera ógildingarreikningur 5153
5153 Tilgreina skal reikningsauðkenni fyrir viðtökureikninga í ógildingarviðskiptum 5154
7954 Einingarbálkarnir, sem skal ógilda, skulu hafa sama gildandi skuldbindingartímabilið og ógildingarreikningurinn 5155
7955 Upphafsskráin, sem ógildir einingar, skal vera landsskrá eða skrá Bandalagsins 5251
7956 Viðtökureikningurinn í innlausnarviðskiptum skal vera innlausnarreikningur 5252
7957 Tilgreina skal reikningsauðkenni fyrir viðtökureikninga í innlausnarviðskiptum 5253
7958 Einingarbálkarnir, sem eru innleystir, skulu hafa sama gildandi skuldbindingartímabil og innlausnarreikningurinn 5254
7959 Upphafsskráin, sem yfirfærir einingar, skal vera landsskrá 5301
7960 Stofnreikningurinn fyrir yfirfærsluviðskipti skal vera vörslureikningur 5302
7961 Aðeins skal færa einingar yfir á næsta skuldbindingartímabil á eftir 5303
7962 Afstemmingarauðkenni (Reconciliation Identifier) skal vera hærra en núll 6201
7963 Afstemmingarauðkennið skal samanstanda af gildum skráningarkóða og tölugildum á eftir 6202
7964 Gildi afstemmingarstöðu skal vera á bilinu 1–11 6203
7965 Skyndimynd fyrir afstemmingu (Reconciliation snapshot) skal vera dagsetning frá 1. október 2004 til núverandi dagsetningar, að viðbættum 30 dögum 6204
7966 Reikningstegund skal vera gild 6205
7969 Afstemmingarauðkenni skal vera fyrir hendi í dagbókartöflu fyrir afstemmingu (Reconciliation Log table) 6301
7970 Afstemmingarstaða, sem skrá sendir, skal vera gild 6302
7971 Afstemmingarstaðan, sem berst, skal vera sú afstemmingarstaða sem óháða viðskiptadagbók Bandalagsins skráir 6303
7972 Afstemmingarskyndimynd DataTime skrárinnar skal vera í samræmi við DateTime afstemmingarskyndimynd óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins 6304“
        iii.     Í stað línunnar:
„7301 Viðvörun: hætta er á að brátt verði farið yfir mörkin fyrir varasjóð skuldbindingartímabilsins“
            komi:
„7301      Viðvörun: inneign, sem er reiknuð samkvæmt ákvörðun 24/CP.8 frá ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, er aðeins 1% yfir varasjóði skuldbindingartímabilsins“
10.     Ákvæðum XIII. viðauka er breytt sem hér segir:
    a)     Í stað e-liðar 3. liðar komi eftirfarandi:
        „e)    Samþætt ferlisprófun: prófa skal getu skrárinnar til að framkvæma öll ferlin, þ.m.t. allar stöður og skref sem skipta máli og eru sett fram í VIII.–XI. viðauka og XI. viðauka a, og til að gera kleift að framkvæma handvirka íhlutun á gagnagrunninum skv. X. viðauka.“
    b)     Í stað 4. liðar komi eftirfarandi:
        „4.    Yfirstjórnandinn skal gera þá kröfu að skrá sýni að ílagskóðana, sem um getur í VII. viðauka, og svarkóðana, sem um getur í VIII.–XI. viðauka og XI. viðauka a, megi finna í gagnagrunni viðkomandi skrár og að þeir séu túlkaðir og notaðir á viðeigandi hátt með tilliti til ferlanna.“
11.     Í stað 7. liðar í XIV. viðauka komi eftirfarandi:
    „7.    Nota skal eftirfarandi XML-gerðarlýsingu til að leggja töflu yfir landsúthlutunaráætlun fyrir framkvæmdastjórnina:
        <?xml version="1.0" encoding="UTF-8"?>
        <xs:schema targetNamespace="urn:KyotoProtocol:RegistrySystem:CITL:1.0:0.0"
        xmlns:xs="http://www.w3.org/2001/XMLSchema"
        xmlns="urn:KyotoProtocol:RegistrySystem:CITL:1.0:0.0" elementFormDefault="qualified">
            <xs:simpleType name="ISO3166MemberStatesType">
                <xs:restriction base="xs:string">
                    <xs:enumeration value="AT"/>
                    <xs:enumeration value="BE"/>
                    <xs:enumeration value="BG"/>
                    <xs:enumeration value="CY"/>
                    <xs:enumeration value="CZ"/>
                    <xs:enumeration value="DE"/>
                    <xs:enumeration value="DK"/>
                    <xs:enumeration value="EE"/>
                    <xs:enumeration value="ES"/>
                    <xs:enumeration value="FI"/>
                    <xs:enumeration value="FR"/>
                    <xs:enumeration value="GB"/>
                    <xs:enumeration value="GR"/>
                    <xs:enumeration value="HU"/>
                    <xs:enumeration value="IE"/>
                    <xs:enumeration value="IT"/>
                    <xs:enumeration value="LT"/>
                    <xs:enumeration value="LU"/>
                    <xs:enumeration value="LV"/>
                    <xs:enumeration value="MT"/>
                    <xs:enumeration value="NL"/>
                    <xs:enumeration value="PL"/>
                    <xs:enumeration value="PT"/>
                    <xs:enumeration value="RO"/>
                    <xs:enumeration value="SE"/>
                    <xs:enumeration value="SI"/>
                    <xs:enumeration value="SK"/>
                    </xs:restriction>
                </xs:simpleType>
                <xs:simpleType name="AmountOfAllowancesType">
                    <xs:restriction base="xs:integer">
                        <xs:minInclusive value="0"/>
                        <xs:maxInclusive value="999999999999999"/>
                    </xs:restriction>
                </xs:simpleType>
                <xs:group name="YearAllocation">
                    <xs:sequence>
                        <xs:element name="yearInCommitmentPeriod">
                            <xs:simpleType>
                                <xs:restriction base="xs:int">
                                    <xs:minInclusive value="2005"/>
                                    <xs:maxInclusive value="2058"/>
                                </xs:restriction>
                            </xs:simpleType>
                        </xs:element>
                    <xs:element name="allocation" type="AmountOfAllowancesType"/>
                </xs:sequence>
            </xs:group>

            <xs:simpleType name="ActionType">
                <xs:annotation>
                    <xs:documentation>The action to be undertaken for the installation
            A = Add the installation to the NAP
            U = Update the allocations for the installation in the NAP
            D = Delete the installation from the NAP
            For each action, all year of a commitment period need to be given
            </xs:documentation>
                </xs:annotation>
                <xs:restriction base="xs:string">
                    <xs:enumeration value="A"/>
                    <xs:enumeration value="U"/>
                    <xs:enumeration value="D"/>
                </xs:restriction>
            </xs:simpleType>
            <xs:complexType name="InstallationType">
                <xs:sequence>
                    <xs:element name="action" type="ActionType"/>
                    <xs:element name="installationIdentifier">
                        <xs:simpleType>
                            <xs:restriction base="xs:integer">
                                <xs:minInclusive value="1"/>
                                <xs:maxInclusive value="999999999999999"/>
                            </xs:restriction>
                        </xs:simpleType>
                    </xs:element>
                    <xs:element name="permitIdentifier">
                        <xs:simpleType>
                            <xs:restriction base="xs:string">
                                <xs:minLength value="1"/>
                                <xs:maxLength value="50"/>
                                <xs:pattern value="[A-Z0-9\-]+"/>
                            </xs:restriction>
                        </xs:simpleType>
                    </xs:element>
                    <xs:group ref="YearAllocation" minOccurs="3" maxOccurs="5"/>
                </xs:sequence>
            </xs:complexType>
            <xs:simpleType name="CommitmentPeriodType">
                <xs:restriction base="xs:int">
                    <xs:minInclusive value="0"/>
                    <xs:maxInclusive value="10"/>
                </xs:restriction>
            </xs:simpleType>
            <xs:element name="nap">
                <xs:complexType>
                    <xs:sequence>
                        <xs:element name="originatingRegistry" type="ISO3166MemberStatesType"/>
                        <xs:element name="commitmentPeriod" type="CommitmentPeriodType"/>
                        <xs:element name="installation" type="InstallationType" maxOccurs="unbounded">
                            <xs:unique name="yearAllocationConstraint">
                                <xs:selector xpath="yearInCommitmentPeriod"/>
                                <xs:field xpath="."/>
                            </xs:unique>
                        </xs:element>

                        <xs:element name="reserve" type="AmountOfAllowancesType"/>
                    </xs:sequence>
                </xs:complexType>
                <xs:unique name="installationIdentifierConstraint">
                    <xs:selector xpath="installation"/>
                    <xs:field xpath="installationIdentifier"/>
                </xs:unique>
            </xs:element>
        </xs:schema>“.
12.     Ákvæðum XV. viðauka er breytt sem hér segir:
    a)     Í stað inngangssetningarinnar í 1. lið komi eftirfarandi:
        „Þar til boðleið hefur verið komið á milli óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins og óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skulu öll ferli er varða losunarheimildir, sjálfvirkar breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun, sannprófaða losun og reikninga framkvæmd með notkun boðleiðar með eftirfarandi eiginleikum:“
    b)     Í stað 2. liðar komi eftirfarandi:
        „2.    Þegar boðleið er komið á milli óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins og óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skulu öll ferli er varða losunarheimildir, sjálfvirkar breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun, sannprófaða losun, reikninga og Kýótóeiningar framkvæmd með notkun boðleiðar með þeim eiginleikum sem settir eru fram í starfrænum og tæknilegum forskriftum fyrir gagnaskiptastaðla fyrir skráakerfi samkvæmt Kýótóbókuninni sem eru útfærðir samkvæmt ákvörðun 24/CP.8 frá ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.“
13.     Ákvæðum XVI. viðauka er breytt sem hér segir:
    a)     Í stað 1. liðar komi eftirfarandi:
        „1.    Yfirstjórnandinn skal birta og uppfæra upplýsingar, sem tilgreindar eru í 2. lið til 4. liðar a og varða skráakerfið, á almennu svæði á vefsetri óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins í samræmi við tiltekna tímasetningu og skal hver skrárstjórnandi birta og uppfæra þessar upplýsingar, að því er varðar eigin skrá, á almennu svæði vefsíðu sinnar í samræmi við tilgreindu tímasetninguna.“
    b)     Ákvæðum 2. liðar er breytt sem hér segir:
        i.     Í a-lið bætist eftirfarandi málsliður við:
            „Þegar um er að ræða vörslureikninga rekstraraðila skal nafn reikningshafans vera hið sama og nafn einstaklingsins eða lögaðilans sem er handhafi viðkomandi leyfis fyrir losun gróðurhúsalofttegunda.“
        ii.     Í stað c-liðar komi eftirfarandi:
            „c)        Nafn, heimilisfang, borg, póstnúmer, land, símanúmer, bréfasímanúmer og tölvupóstfang fyrsta og annars viðurkennds fulltrúa, sem reikningshafi hefur tilgreint fyrir viðkomandi reikning, nema skrárstjórnandinn heimili reikningshöfum að fara fram á að farið sé með allar upplýsingarnar eða hluta þeirra sem trúnaðarmál og reikningshafi hafi farið þess skriflega á leit við skrárstjórnandann um að birta ekki þessar upplýsinga, að hluta eða í heild.“
    c)     Ákvæðum 3. liðar er breytt sem hér segir:
        i.     Í stað d-liðar komi eftirfarandi:
            „d)    Losunarheimildir og allar losunarheimildir vegna óviðráðanlegra tilvika sem hefur verið úthlutað og gefnar út til stöðvar, sem tengist vörslureikningi rekstraraðila, og sem tengjast töflu fyrir landsúthlutunaráætlun eða er nýr þátttakandi, skv. 11. gr. tilskipunar 2003/87/EB, ásamt hugsanlegum breytingum á þess konar úthlutunum.“
        ii.     Eftirfarandi e-liður bætist við:
            „e)        Gildistökudagur leyfis fyrir losun gróðurhúsalofttegunda og dagsetning opnunar reikningsins.“
    d)     Ákvæðum 4. liðar er breytt sem hér segir:
        i)     Í stað a-liðar komi eftirfarandi:
            „a)         Tala yfir sannprófaða losun ásamt leiðréttingum í samræmi við 51. gr. fyrir stöðina, sem tengist vörslureikningi rekstraraðila fyrir árið X, skal vera aðgengileg frá og með 15. maí ársins (X+1).“
        ii.     Í stað c-liðar komi eftirfarandi:
            „c)         Tákn, sem sýnir hvort stöðin, sem tengist vörslureikningi rekstraraðilans, skilaði inn tilskildum fjölda losunarheimilda fyrir árið X fyrir 30. apríl ársins (X+1) í samræmi við e-lið 2. mgr. 6. gr. í tilskipun 2003/87/EB ásamt síðari breytingum á stöðunni samkvæmt leiðréttingum á sannprófaðri losun í samræmi við 4. mgr. 51. gr. í þessari reglugerð skal liggja fyrir frá og með 15. maí ársins (X+1). Með hliðsjón af tölu yfir samræmisstöðu hjá stöðinni og rekstrarstöðu skrárinnar skal birta eftirfarandi tákn ásamt eftirfarandi yfirlýsingum:

Tafla XVI-1: samræmisyfirlýsingar

Tala yfir samræmisstöðu fyrir árið X, skv. 55. gr., þann 30. apríl ársins (X+1) Tákn Yfirlýsing
sem birta skal í óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins og í skrám
Heildarfjöldi losunarheimilda, sem hefur verið skilað inn í samræmi við 52., 53. og 54. gr. fyrir tímabilið ? sannprófuð losun á tímabilinu og til yfirstandandi árs A „Fjöldi losunarheimilda og Kýótóeininga, sem var skilað inn fyrir 30. apríl, er meiri eða jafn sannprófaðri losun“
Heildarfjöldi losunarheimilda sem hefur verið skilað inn í samræmi við 52., 53. og 54. gr. fyrir tímabilið < sannprófuð losun á tímabilinu og til yfirstandandi árs B „Fjöldi losunarheimilda og Kýótóeininga, sem var skilað inn fyrir 30. apríl, er minni en sannprófuð losun“
C „Sannprófuð losun hafði ekki verið gefin upp þann 30. apríl“
Sannprófuð losun á tímabilinu til yfirstandandi árs var leiðrétt skv. 51. gr. D „Lögbært yfirvald leiðrétti sannprófaða losun eftir 30. apríl ársins X. Lögbært yfirvald aðildarríkisins úrskurðaði að stöðin uppfyllti ekki kröfur á árinu X.“
Sannprófuð losun á tímabilinu til yfirstandandi árs var leiðrétt skv. 51. gr. E „Lögbært yfirvald leiðrétti sannprófaða losun eftir 30. apríl ársins X. Lögbært yfirvald aðildarríkisins úrskurðaði að stöðin uppfyllti kröfur á árinu X.“
X „Ekki var unnt að skrá og/eða skila inn sannprófaðri losun fyrir 30. apríl þar sem ferli, er varðar innskil losunarheimilda og/eða uppfærslu sannprófaðrar losunar, var tímabundið stöðvað í samræmi við 3. mgr. 6. gr. að því er varðar skrá aðildarríkisins.““
        iii.     Eftirfarandi d-liður bætist við:
            „d)    Tákn, sem gefur til kynna hvort reikningur stöðvar sé lokaður í samræmi við 1. mgr. 27. gr., skal liggja fyrir frá og með 31. mars ársins (X+1).“
    e)     Eftirfarandi 4. liður a og 4. liður b bætast við:
        „4a.    Tafla fyrir landsúthlutunaráætlun þar sem tilgreindar eru úthlutanir til stöðva og fjöldi þeirra losunarheimilda sem eru geymdar fyrir síðari úthlutanir eða sölu skal birt og hún uppfærð þegar taflan fyrir landsúthlutunaráætlun er leiðrétt þar sem skýrt er tekið fram í hverju leiðréttingarnar felast.
        4b.        Birta skal reglulega gjöld sem eru innheimt fyrir opnun og árlegt viðhald vörslureikninga í hverri skrá. Skrárstjórnandi skal tilkynna yfirstjórnanda um uppfærslur á þessum upplýsingum innan 15 daga frá breytingum á gjöldum.“
    f)     Eftirfarandi e-liður bætist við í 6. mgr.:
        „e)        allar varasjóðstöflur sem gerðar eru í samræmi við tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2006/ 780/EB ( *).
        

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


( *) Stjtíð. ESB L 316, 16.11.2006, bls. 12.“
    g)     Eftirfarandi 12. málsgrein a bætist við:
        „12a.    Yfirstjórnandinn skal gera upplýsingar aðgengilegar á almennu svæði vefseturs óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins frá og með 30. apríl til ársins (X+1) sem gefa til kynna hundraðshluta þeirra losunarheimilda sem skilað var inn í hverju aðildarríki fyrir árið X og voru ekki millifærðar áður en þeim var skilað inn.“

II. VIÐAUKI

Eftirfarandi XI. viðauki a bætist við í reglugerð (EB) nr. 2216/2004:

„XI. viðauki a

Ferli er varða sjálfvirkar breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun

1.    Í samræmi við 3. mgr. 17. gr. og 2. mgr. 44. gr. er skrám heimilt að fara þess á leit við óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins að yfirfara og framkvæma sjálfvirka breytingu á landsúthlutunaráætlun með ferli sem lýst er í þessum viðauka.
Kröfur fyrir hvert ferli
2.    Nota skal eftirfarandi skilaboðarunu fyrir ferli er varða sjálfvirkar breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun :
    a)    skrárstjórnandinn skal hefja ferli við sjálfvirka breytingu á töflu landsúthlutunaráætlun með því að úthluta beiðninni ótvíræðum samsvörunarauðkenniskóða sem tekur til þeirra þátta sem settir eru fram í VI. viðauka,
    b)    skrárstjórnandinn skal virkja viðeigandi aðgerð hjá vefþjónustu óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins fyrir sjálfvirka breytingu á landsúthlutunaráætlun,
    c)    óháða viðskiptadagbók Bandalagsins skal staðfesta beiðnina með því að virkja viðeigandi staðfestingaraðgerð í óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins,
    d)    ef beiðnin er staðfest og þar með samþykkt skal upplýsingum óháðu viðskiptadagbókar Bandalagsins breytt í samræmi við beiðnina,
    e)    óháða viðskiptadagbók Bandalagsins skal virkja aðgerðina „receiveNapManagementOutcome“ hjá vefþjónustu skrárinnar, sem sendi beiðnina, fyrir sjálfvirka breytingu á landsúthlutunaráætlun og tilkynna skránni um hvort beiðnin hafi verið staðfest og þar með samþykkt eða hvort fundist hafi misræmi í beiðninni og því hafi henni verið hafnað,
    f)    ef beiðnin var staðfest og þar með samþykkt skal skrárstjórnandinn, sem sendi beiðnina, breyta upplýsingunum í skránni í samræmi við þessa staðfestu beiðni en ef misræmi hefur fundist í beiðninni og því hafi henni verið hafnað skal skrárstjórnandinn, sem sendi beiðnina, ekki breyta upplýsingunum í skránni í samræmi við beiðnina sem var hafnað.
3.    Að því tilskildu að ferli í tengslum við sjálfvirkar breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun séu framkvæmd gegnum óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skal skrárstjórnanda, sem sendir beiðni, berast kvittun fyrir móttöku frá óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar innan 60 sekúndna ásamt tilkynningu um staðfestingu frá óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins innan sólarhrings. Í öllum öðrum tilvikum skal skrárstjórnanda, sem sendir beiðni, berast kvittun fyrir móttöku frá óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins innan 60 sekúndna ásamt tilkynningu um staðfestingu frá óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins innan sólarhrings.
4.    Þeir þættir og þær aðgerðir sem notast er við í skilaboðarununni eru sýnd í töflu XIa-1 til XIa-6. Ílagsgögn allra aðgerða hafa verið sett upp í samræmi við kröfur um snið og upplýsingar sem lýst er með lýsingarmáli yfir vefþjónustu (WSDL) og settar fram í starfrænum og tæknilegum forskriftum fyrir gagnaskiptastaðla fyrir skráakerfi samkvæmt Kýótóbókuninni sem eru útfærðir samkvæmt ákvörðun 24/CP.8 frá ráðstefnu aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Stjarna „( *)“ hefur verið notuð til að sýna að einn þáttur getur komið mörgum sinnum fram sem ílag.

Tafla XIa-1: Þættir og aðgerðir fyrir ferli er varða sjálfvirkar breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun

Þáttur Aðgerð Notkunarsvið
NAPTableManagementWS AddNEInstallationtoNAP() Opinbert
IncreaseNAPallocationtoNEInstallation() Opinbert
RemoveNAPallocationofclosingInstallation() Opinbert

Tafla XIa-2: Þátturinn NAPTableManagementWS

Markmið
Markmið þessa þáttar er að vinna úr beiðnum vefþjónustu um stjórnun sjálfvirkra breytinga á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun
Aðgerðir sem eru aðgengilegar hjá vefþjónustum
AddNEInstallationtoNAP() Vinnur úr beiðnum um að bæta nýjum stöðvum nýrra þátttakenda í töfluna fyrir landsúthlutunaráætlun
IncreaseAllocationtoNEInstallationinNAP() Vinnur úr beiðnum um að fjölga losunarheimildum í töflu fyrir landsúthlutunaráætlun fyrir þær stöðvar sem fyrir eru og eru nýir þátttakendur
RemoveNAPallocationofclosingInstallation() Vinnur úr beiðnum um að fella brott losunarheimildir úr töflu fyrir landsúthlutunaráætlun fyrir þær stöðvar sem skal loka

Aðrar aðgerðir

Á ekki við

Hlutverk

Óháð viðskiptadagbók Bandalagsins (að því er varðar allar aðgerðir) og skrá (aðeins að því er varðar aðgerðina receiveNapManagementOutcome)

Tafla XIa-3: Aðgerðin NAPTableManagementWS.AddNEInstallationtoNAP()

Markmið

Þessari aðgerð berst beiðni um að bæta nýjum stöðvum nýrra þátttakenda í töflu fyrir landsúthlutunaráætlun. Losunarheimildir, sem úthlutað er fyrir árin fyrir yfirstandandi ár, skulu hafa gildið núll. Ef ný stöð nýs þátttakanda fær ekki úthlutað hefur fjöldi losunarheimilda gildið núll. Ef ný stöð nýs þátttakanda er úthlutað losunarheimildum minnkar varasjóðurinn um samsvarandi fjölda.
Óháða viðskiptadagbók Bandalagsins sannvottar upphafsskrána (Originating Registry) með því að virkja aðgerðina Authenticate Message() og prófar útgáfu upphafsskrárinnar með því að virkja aðgerðina Check Version().
Ef sannvottun og prófun á útgáfu er lokið með tilskildum árangri berst niðurstöðuauðkennið „l“ án nokkurs svarkóða, inntak beiðninnar er skrifað í skrá með því að virkja aðgerðina WriteToFile() og beiðnin sett í biðröð.
Ef sannvottun eða prófun á útgáfu er ekki lokið með tilskildum árangri berst niðurstöðuauðkennið „0“ ásamt einum svarkóða sem gefur til kynna ástæðu villunnar.
„PermitIdentifier“: er leyfisauðkenniskóði sem samanstendur af þeim þáttum sem settir eru fram í VI. viðauka.

Ílagsþættir

From Skyldubundið
To Skyldubundið
CorrelationId Skyldubundið
MajorVersion Skyldubundið
MinorVersion Skyldubundið
InitiatingRegistry Skyldubundið
CommitmentPeriod Skyldubundið
NewValueofReserve Skyldubundið
    Installation (*) Skyldubundið
        PermitIdentifier Skyldubundið
        InstallationIdentifier Skyldubundið
        Allocation (*) Skyldubundið
            YearinCommitmentPeriod Skyldubundið
            AmountofAllowances Skyldubundið

Frálagsþættir

Result Identifier Skyldubundið
Response Code Valkvætt

Notkun

    AuthenticateMessage
    WriteToFile
    CheckVersion

Notandi

Á ekki við (virkjuð sem vefþjónusta).

Tafla XIa-4: Aðgerðin NAPTableManagementWS.IncreaseAllocationtoNEInstallationin NAPIncreaseallocationto-NEInstallationinNAP()

Markmið

Þessari aðgerð berst beiðni um að fjölga úthlutunum til stöðva sem fyrir eru í töflu fyrir landsúthlutunaráætlun og teljast vera nýir þátttakendur. Losunarheimildum, sem úthlutað er fyrir árin fyrir yfirstandandi ár, er ekki breytt. Varasjóðurinn minnkar um samsvarandi fjölda losunarheimilda og þeim sem var úthlutað í þessu ferli.
Óháða viðskiptadagbók Bandalagsins sannvottar upphafsskrána (Originating Registry) með því að virkja aðgerðina Authenticate Message() og prófar útgáfu upphafsskrárinnar með því að virkja aðgerðina Check Version().
Ef sannvottun og prófun á útgáfu er lokið með tilskildum árangri berst niðurstöðuauðkennið „l“ án nokkurs svarkóða, inntak beiðninnar er skrifað í skrá með því að virkja aðgerðina WriteToFile() og beiðnin sett í biðröð.
Ef sannvottun og prófun á útgáfu er ekki lokið með tilskildum árangri berst niðurstöðuauðkennið „0“ ásamt einum svarkóða sem gefur til kynna ástæðu villunnar.

Ílagsþættir

From Skyldubundið
To Skyldubundið
CorrelationId Skyldubundið
MajorVersion Skyldubundið
MinorVersion Skyldubundið
InitiatingRegistry Skyldubundið
CommitmentPeriod Skyldubundið
NewValueofReserve Skyldubundið
    Installation (*) Skyldubundið
        InstallationIdentifier Skyldubundið
        Allocation (*) Skyldubundið
            Yearincommitmentperiod Skyldubundið
            AmountofAllowances Skyldubundið

Frálagsþættir

ResultIdentifier Skyldubundið
ResponseCode Valkvætt

Notkun

    AuthenticateMessage
    WriteToFile
    CheckVersion

Notandi

Á ekki við (virkjuð sem vefþjónusta).

Tafla XIa-5: Aðgerðin NAPTableManagementWS RemoveNAPallocationofclosingInstallation()

Markmið

Þessari aðgerð berst beiðni um að fella brott stöðvar sem fyrir eru í töflu fyrir landsúthlutunaráætlun. Losunarheimildir, sem ekki hefur verið úthlutað, verða felldar brott og samsvarandi fjölda losunarheimilda bætt við varasjóðinn.
Óháða viðskiptadagbók Bandalagsins sannvottar upphafsskrána (Originating Registry) með því að virkja aðgerðina Authenticate Message() og prófar útgáfu upphafsskrárinnar með því að virkja aðgerðina Check Version().
Ef sannvottun og prófun á útgáfu er lokið með tilskildum árangri berst niðurstöðuauðkennið „l“ án nokkurs svarkóða, inntak beiðninnar er skrifað í skrá með því að virkja aðgerðina WriteToFile() og beiðnin sett í biðröð.
Ef sannvottun og prófun á útgáfu er ekki lokið með tilskildum árangri berst niðurstöðuauðkennið „0“ ásamt einum svarkóða sem gefur til kynna ástæðu villunnar.

Ílagsþættir

From Skyldubundið
To Skyldubundið
CorrelationId Skyldubundið
MajorVersion Skyldubundið
MinorVersion Skyldubundið
InitiatingRegistry Skyldubundið
CommitmentPeriod Skyldubundið
NewValueofReserve Skyldubundið
    Installation (*) Skyldubundið
        InstallationIdentifier Skyldubundið

Frálagsþættir

Result Identifier Skyldubundið
Response Code Valkvætt

Notkun

    AuthenticateMessage
    WriteToFile
    CheckVersion

Notandi

Á ekki við (virkjuð sem vefþjónusta).

Tafla XIa-6: Aðgerðin NAPTableManagementWS receiveNapManagementOutcome ()

Markmið

Þessari aðgerð berst niðurstaða stjórnunaraðgerðar er varðar landsúthlutunaráætlun.
„Upphafsskráin (Originating Registry) sannvottar óháðu viðskiptadagbók rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (eða óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins ef öll ferlin, sem um getur í VIII. viðauka, eru framkvæmd gegnum óháðu viðskiptadagbók Bandalagsins og áfram til óháðu viðskiptadagbókar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar ) með því að virkja aðgerðina Authenticate Message() og prófar útgáfu viðskiptadagbókarinnar með því að virkja aðgerðina Check Version().
Ef sannvottun og prófun á útgáfu er lokið með tilskildum árangri berst niðurstöðuauðkennið „l“ án nokkurs svarkóða, inntak beiðninnar er skrifað í skrá með því að virkja aðgerðina WriteToFile() og beiðnin sett í biðröð.
Ef sannvottun eða prófun á útgáfu er ekki lokið með tilskildum árangri berst niðurstöðuauðkennið „0“ ásamt einum svarkóða sem gefur til kynna ástæðu villunnar.
Skráin yfir svarkóða inniheldur pör (svarkóði ásamt hugsanlega skrá yfir stöðvaauðkenni) ef niðurstaðan er „0“ fyrir allar aðrar ástæður fyrir villu.

Ílagsþættir

From Skyldubundið
To Skyldubundið
CorrelationId Skyldubundið
MajorVersion Skyldubundið
MinorVersion Skyldubundið
Outcome Skyldubundið
Response List Valkvætt

Frálagsþættir

Result Identifier Skyldubundið
Response Code Valkvætt

Notkun

    AuthenticateMessage
    WriteToFile
    CheckVersion

Notandi

Á ekki við (virkjuð sem vefþjónusta).

Tafla XIa-7: Ferli er varða breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun

Ferlislýsing

Svarkóðar óháðrar viðskiptadagbókar Bandalagsins

NAPTableManagementWS.AddNEInstallationtoNAP 7005, 7122, 7125, 7153, 7154, 7155, 7156, 7159, 7215, 7451, 7452, 7700, 7701, 7702, 7703, 7704
NAPTableManagementWS.IncreaseallocationtoNEInstallationinNAP 7005, 7153, 7154, 7155, 7156, 7159, 7207, 7451, 7452, 7700, 7701, 7702, 7703, 7705
NAPTableManagementWS RemoveNA PallocationofclosingInstallation 7005, 7153, 7154, 7155, 7156, 7159, 7207, 7451, 7700, 7706
5.    Ef öllum prófunum er lokið með tilskildum árangri færir óháða viðskiptadagbók Bandalagsins sjálfkrafa breytingar á töflu fyrir landsúthlutunaráætlun inn í gagnagrunninn og tilkynnir skrárstjórnandanum og yfirstjórnandanum þar að lútandi.“
Neðanmálsgrein: 1

(1)    Stjtíð. ESB L 182, 10.7.2008, bls. 34, og EES-viðbætir við Stjtíð. ESB nr. 42, 10.7.2008, bls. 22.
Neðanmálsgrein: 2
(2)    Stjtíð. ESB L 200, 1.8.2007, bls. 5.
Neðanmálsgrein: 3
(3)    Stjtíð. ESB L 49, 19.2.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 4
(*)    Stjórnskipuleg skilyrði gefin til kynna.
Neðanmálsgrein: 5
(1)    Stjtíð. ESB L 275, 25.10.2003, bls. 32. Tilskipuninni var breytt með tilskipun 2004/101/EB (Stjtíð. ESB L 338, 13.11.2004, bls. 18).
Neðanmálsgrein: 6
(2)    Stjtíð. ESB L 49, 19.2.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 7
(3)    Stjtíð. ESB L 386, 29.12.2004, bls. 1.
Neðanmálsgrein: 8
(1)    Stjtíð. ESB L 316, 16.11.2006, bls. 12.