Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 17. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Nr. 13/139.

Þskj. 1062  —  17. mál.


Þingsályktun

um gerð samninga um gagnkvæma vernd fjárfestinga.


    Alþingi ályktar að fela utanríkisráðherra að hefja stefnumótun um gerð samninga við önnur ríki um gagnkvæma vernd fjárfestinga. Verði að því stefnt að fjölga gerð slíkra samninga til þess að efla traust og skapa hagfelld skilyrði fyrir beina erlenda fjárfestingu hér á landi sem og fjárfestingu íslenskra aðila erlendis. Gerð slíkra samninga stuðlar jafnframt að aukinni milliríkjaverslun og veitir fjárfestum aukna vernd. Sérstaklega verði að því stefnt að gera samninga af þessu tagi við þau ríki þar sem Íslendingar hafa mestu viðskiptahagsmunina.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2011.