Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 28. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Nr. 14/139.

Þskj. 1063  —  28. mál.


Þingsályktun

um flug til Grænlands um Ísafjarðarflugvöll.


    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að gera úttekt á kostnaði og mögulegum leiðum til þess að tryggja að á Ísafjarðarflugvelli verði nægjanlegur búnaður og aðstaða til að unnt verði að sinna þaðan flugi til Grænlands. Úttektin og niðurstöður hennar verði kynntar samgöngunefnd Alþingis eins fljótt og auðið er.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2011.