Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 617. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Nr. 16/139.

Þskj. 1072  —  617. mál.


Þingsályktun

um kynningarefni um Icesave-samningana fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.


    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að láta Lagastofnun Háskóla Íslands gera hlutlaust og aðgengilegt kynningarefni um Icesave-samningana fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem verður haldin 9. apríl 2011 og senda það öllum heimilum í landinu samhliða sérprentun laganna, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Kostnaður við kynningu þessa greiðist úr ríkissjóði.

Samþykkt á Alþingi 17. mars 2011.