Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 679. máls.

Þskj. 1196  —  679. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um staðfestingu samnings milli Íslands og Noregs
um kolvetnisauðlindir sem liggja yfir markalínur.

(Lögð fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd samning milli Íslands og Noregs um kolvetnisauðlindir sem liggja yfir markalínur sem gerður var í Reykjavík 3. nóvember 2008.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á samningi milli Íslands og Noregs um kolvetnisauðlindir sem liggja yfir markalínur sem undirritaður var af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra Íslands, og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, í Reykjavík 3. nóvember 2008. Samningurinn er prentaður sem fylgiskjal I með tillögu þessari.
    Um er að ræða rammasamning um einingarnýtingu kolvetnisauðlinda sem er að finna beggja vegna markalína landgrunns Íslands og Noregs. Þar er að finna meginreglur um einingarnýtingu en með því hugtaki er átt við að viðkomandi auðlind er nýtt sem ein eining samkvæmt samkomulagi aðila. Samkvæmt samningnum skal í þeim tilvikum þegar olíu- eða gasauðlind nær yfir á landgrunn beggja landanna gera sérstakan samning um skiptingu auðlindarinnar milli landanna og um nýtingu hennar sem einingar.
    Með samkomulagi milli Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál frá 28. maí 1980, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 9/1980, var 200 sjómílna efnahagslögsaga Íslands viðurkennd, en fjarlægðin milli Íslands og Jan Mayen er 292 sjómílur. Með samkomulagi landanna um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen frá 22. október 1981, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 3/1982, var kveðið á um að mörk landgrunnsins á svæðinu skyldu vera hin sömu og mörk efnahagslögsögu þeirra. Jafnframt var afmarkað sameiginlegt nýtingarsvæði og á Ísland rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi á þeim hluta svæðisins sem liggur norðan markalínu landgrunnsins en Noregur á rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi á þeim hluta svæðisins sem liggur sunnan markalínunnar.
    Með viðbótarbókun frá 11. nóvember 1997 við samkomulagið frá 28. maí 1980 og samkomulagið frá 22. október 1981, sbr. auglýsingu í C-deild Stjórnartíðinda nr. 9/1998, var gengið frá vestasta hluta markalínunnar milli landgrunns Íslands og Noregs í framhaldi af afmörkun lítils þríhyrnds hafsvæðis milli Íslands, Grænlands og Jan Mayen.
    Hinn 20. september 2006 var undirrituð samþykkt fundargerð (e. Agreed Minutes) um afmörkun landgrunns utan 200 sjómílna milli Íslands, Færeyja og Noregs í suðurhluta Síldarsmugunnar. Skipting landgrunnsins samkvæmt fundargerðinni er með fyrirvara um að aðilum takist hverjum fyrir sig með greinargerð til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna að sýna fram á tilkall sitt til jafnstórs hafsbotnssvæðis og fundargerðin kveður á um að hann skuli fá í sinn hlut. Gert er ráð fyrir að aðilar skuli svo fljótt sem verða má, og seinast þremur mánuðum eftir að málsmeðferð þeirra gagnvart landgrunnsnefndinni er lokið, ganga frá þremur formlegum tvíhliða samningum þar sem kveðið verði endanlega á um afmörkun landgrunnsins þeirra á milli. Þar á meðal verður samningur milli Íslands og Noregs.
    Í 8. gr. samkomulagsins milli Íslands og Noregs frá 22. október 1981 segir:
    „Finnist olíuefni á svæði sem liggur báðum megin markalínu efnahagslögsögu landanna eða sé það allt sunnan markalínunnar en teygist út yfir þau hnit sem nefnd eru í 2. gr. [hnit hins sameiginlega nýtingarsvæðis] skulu venjulegar meginreglur um einingarnýtingu auðlinda („unitisering“) gilda um skiptingu og nýtingu fundarins. Aðilar skulu semja um nánari reglur sem gilda eiga í slíkum tilvikum.
    Finnist olíuefni á svæði sem allt liggur norðan markalínu, en teygist út yfir þau hnit sem nefnd eru í 2. gr., skal það allt teljast liggja innan hnitanna, sbr. 5., 6. og 7. gr.“
    Með samningnum um kolvetnisauðlindir sem liggja yfir markalínur er kveðið á um umræddar meginreglur um einingarnýtingu auðlinda og settar nánari reglur. Reglurnar eru almennt sambærilegar við ákvæði annarra milliríkjasamninga á þessu sviði en taka sérstakt tillit til hins sameiginlega nýtingarsvæðis, þar á meðal þeirra sérstöku réttinda sem Ísland nýtur þar umfram Noreg samkvæmt samkomulaginu frá 22. október 1981. Reglurnar gilda ekki aðeins um markalínu landgrunnsins milli Íslands og Jan Mayen, heldur um markalínu landgrunnsins milli Íslands og Noregs í heild. Ákvæðin gilda því einnig um þann hluta markalínunnar sem skilgreindur er í viðbótarbókuninni frá 11. nóvember 1997 og um fyrirhugaðan hluta markalínunnar utan 200 sjómílna sem gert er ráð fyrir í samþykktu fundargerðinni frá 20. september 2006.
    Samkvæmt 1. gr. samningsins um kolvetnisauðlindir sem liggja yfir markalínur getur hvorugur aðila byrjað að hagnýta sér kolvetnisauðlind, sem nær yfir á landgrunn hins aðilans, fyrr en gerður hefur verið samningur milli aðila um nýtingu auðlindarinnar sem einingar.
    Í 2. gr. segir að sé staðfest að kolvetnisauðlind sé að finna í eða á landgrunni annars aðilans og hinn aðilinn telji að fyrrnefnd auðlind nái yfir á landgrunn hans geti síðarnefndi aðilinn tilkynnt þeim fyrrnefnda um það og samtímis lagt fram þau gögn sem hann byggir álit sitt á. Ef slíkt álit er látið í ljós skulu aðilar hefja viðræður sín á milli um hversu langt auðlindin nær og um möguleika á nýtingu hennar. Meðan viðræðurnar standa yfir skal sá aðili sem átti frumkvæði að þeim renna stoðum undir álit sitt með frekari sönnunargögnum byggðum á jarðeðlisfræðilegum og/eða jarðfræðilegum gögnum, þ.m.t. aðgengilegum borunargögnum, og skulu báðir aðilar kappkosta að tryggja að allar upplýsingar, sem málið varða, liggi fyrir í viðræðunum. Leiði viðræðurnar í ljós að auðlindin nái yfir á landgrunn beggja aðila og að unnt sé að nýta auðlindina á landgrunni annars aðilans frá landgrunni hins aðilans að öllu leyti eða að hluta, eða að nýting auðlindarinnar á landgrunni annars aðilans mundi hafa áhrif á möguleika á nýtingu auðlindarinnar á landgrunni hins aðilans, skal, að ósk annars aðilans, gera samning um skiptingu auðlindarinnar milli aðilanna og um nýtingu hennar sem einingar, m.a. um tilnefningu rekstraraðila einingar, hvernig auðlindin verður nýtt á sem skilvirkastan hátt og hvernig skipta ber afrakstrinum. Slíkan samning skal gera í formi samnings um einingarnýtingu.
    Í 3. gr. samningsins eru talin upp ítarleg ákvæði sem samningur um einingarnýtingu skv. 2. gr. skal innihalda.
    Í 4. gr. er fjallað um lausn deilumála og í 5. gr. um gerðardóm. Í 6. gr. segir að nái aðilar ekki samkomulagi um skiptingu auðlindar sín á milli beri þeim að skipa óháðan sérfræðing til þess að ákvarða skiptinguna. Ákvörðun hins óháða sérfræðings er bindandi fyrir aðilana.
    Í 7. gr. er fjallað um endurskoðun skiptingar auðlindar eftir að framleiðsla er hafin á því svæði sem lýst hefur verið eining.
    Í 8. gr. samningsins er tekið fram að ákvæði 2.–7. gr. skuli, þegar við á, gilda að breyttu breytanda um sérhverja kolvetnisauðlind sem kann að ná þvert yfir eina eða fleiri þeirra lína, sem skilgreindar eru í 2. gr. samkomulagsins frá 22. október 1981 og afmarka hið sameiginlega nýtingarsvæði, með fyrirvara um 2. mgr. 8. gr. þess samkomulags. Skal hvor aðili um sig tryggja að öllum gögnum, sem nauðsynleg eru til að ákvarða hvort kolvetnisauðlind nái yfir eina eða fleiri þessara lína, sé safnað og senda hinum aðilanum öll þau gögn án ástæðulausrar tafar.
    Í 9. gr. er tekið fram að samningurinn sé með fyrirvara um afstöðu hvors aðila um sig til álitamála, sem samningurinn fjallar ekki um, þ.m.t. álitamála er varða beitingu fullveldisréttinda eða lögsögu samkvæmt þjóðarétti.
    Samkvæmt 10. gr. öðlast samningurinn gildi þegar aðilarnir hafa tilkynnt hvor öðrum skriflega að nauðsynlegri innlendri málsmeðferð sé lokið.
    Samhliða undirritun samningsins um kolvetnisauðlindir sem liggja yfir markalínur var undirrituð samþykkt fundargerð (e. Agreed Minutes) þar sem nánar er kveðið á um 25% þátttökurétt Íslands og Noregs í olíustarfsemi á hluta hvors annars af landgrunninu á hinu sameiginlega nýtingarsvæði milli Íslands og Jan Mayen samkvæmt samkomulaginu frá 22. október 1981. Fundargerðin er prentuð sem fylgiskjal II með þingsályktunartillögu þessari.
    Hvort tveggja samningurinn og sameiginlega fundargerðin eru forsenda þess að unnt sé að veita leyfi til leitar og vinnslu á kolvetnisauðlindum á Drekasvæðinu á íslenska landgrunninu, en það svæði nær norður til þess hluta hins sameiginlega nýtingarsvæðis milli Íslands og Jan Mayen sem liggur sunnan markalínunnar. Til glöggvunar er prentuð mynd sem fylgiskjal III með tillögu þessari sem sýnir hið sameiginlega nýtingarsvæði og norðurhluta Drekasvæðisins.


Fylgiskjal I.

Samningur
milli Íslands og Noregs
um kolvetnisauðlindir sem liggja yfir markalínur.


Ríkisstjórn Íslands og ríkisstjórn konungsríkisins Noregs,

sem vilja viðhalda hinum góðu tengslum nágrannaþjóðanna Íslendinga og Norðmanna og styrkja þau og

sem vísa til samkomulagsins frá 22. október 1981 milli Íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen, viðbótarbókunarinnar frá 11. nóvember 1997 við samkomulagið milli ríkisstjórna Íslands og Noregs um fiskveiði- og landgrunnsmál og samkomulagið milli ríkisstjórna Íslands og Noregs um landgrunnið milli Íslands og Jan Mayen, og samningsins milli Íslands og Noregs um afmörkun landgrunnsins utan 200 sjómílna sem til stendur að gera á grundvelli samþykktrar fundargerðar frá 20. september 2006 um afmörkun landgrunnsins utan 200 sjómílna milli Færeyja, Íslands og Noregs í suðurhluta Síldarsmugunnar í Norðaustur-Atlantshafi,




hafa orðið ásáttar um eftirfarandi:

1. gr.

    Hvorugur aðila getur byrjað að hagnýta sér kolvetnisauðlind, sem nær yfir á landgrunn hins aðilans, fyrr en gerður hefur verið samningur milli aðila um nýtingu auðlindarinnar sem einingar.


2. gr.

1.     Sé staðfest að kolvetnisauðlind sé að finna í eða á landgrunni annars aðilans og hinn aðilinn telur að fyrrnefnd auðlind nái yfir á landgrunn hans getur síðarnefndi aðilinn tilkynnt þeim fyrrnefnda um það og samtímis lagt fram þau gögn sem hann byggir álit sitt á.

2.     Ef slíkt álit er látið í ljós skulu aðilar hefja viðræður sín á milli um hversu langt auðlindin nær og um möguleika á nýtingu hennar. Meðan viðræðurnar standa yfir skal sá aðili sem átti frumkvæði að þeim renna stoðum undir álit sitt með frekari sönnunargögnum byggðum á jarðeðlisfræðilegum og/eða jarðfræðilegum gögnum, þ.m.t. aðgengileg borunargögn, og skulu báðir aðilar kappkosta að tryggja að allar upplýsingar, sem málið varða, liggi fyrir í viðræðunum.
3.     Leiði fyrrnefndar viðræður í ljós að auðlindin nái yfir á landgrunn beggja aðila og að unnt sé að nýta auðlindina á landgrunni annars aðilans frá landgrunni hins aðilans að öllu leyti eða að hluta, eða að nýting auðlindarinnar á landgrunni annars aðilans myndi hafa áhrif á möguleika á nýtingu auðlindarinnar á landgrunni hins aðilans, skal, að ósk annars aðilans, gera samning um skiptingu auðlindarinnar milli aðilanna og um nýtingu hennar sem einingar, m.a. um tilnefningu rekstraraðila einingar, hvernig auðlindin verður nýtt á sem skilvirkastan hátt og hvernig skipta ber afrakstrinum. Slíkan samning skal gera í formi samnings um einingarnýtingu.






3. gr.

    Samningurinn um einingarnýtingu, sem aðilum ber að gera skv. 3. mgr. 2. gr. um nýtingu skilgreindrar kolvetnisauðlindar sem liggur yfir markalínur, skal innihalda eftirfarandi ákvæði:

     1.      Skilgreina ber kolvetnisauðlindina sem liggur yfir markalínur og til stendur að nýta sem einingu (breiddargráður og lengdargráður venjulega sýndar í sérstöku fylgiskjali).
     2.      Lýsa skal jarðeðlisfræðilegum og jarðfræðilegum eiginleikum kolvetnisauðlindarinnar sem liggur yfir markalínur, ásamt þeirri aðferð sem er beitt við flokkun gagna. Þeir lögaðilar, sem eiga rétt á því að nýta kolvetnisauðlind sem liggur yfir markalínur sem einingu, skulu hafa jafnan aðgang að öllum jarðfræðigögnum sem eru notuð sem grunnur að lýsingu á fyrrnefndum jarðfræðilegum eiginleikum.
     3.      Gefa skal upp áætlað heildarmagn þess forða sem er til staðar í kolvetnisauðlindinni sem liggur yfir markalínur. Lýsa ber þeirri aðferð sem er beitt við þá útreikninga. Greina ber frá skiptingu forðans á milli aðilanna (venjulega í sérstöku fylgiskjali).

     4.      Hvor aðili um sig á rétt á því að fá í hendur eintök af öllum jarðfræðigögnum, svo og öllum öðrum gögnum sem hafa þýðingu varðandi kolvetnisauðlindina, sem nýta ber sem einingu, og sem safnað hefur verið í tengslum við nýtingu kolvetnisauðlindarinnar.
     5.      Hvor aðili um sig skal veita öll nauðsynleg leyfi sem krafist er samkvæmt landslögum hans vegna úrvinnslu og reksturs kolvetnisauðlindarinnar, sem liggur yfir markalínur, sem einingar í samræmi við samninginn milli Íslands og Noregs um kolvetnisauðlindir sem liggja yfir markalínur.
     6.      Hvor aðili um sig skal skylda viðkomandi lögaðila, sem eiga rétt á því að leita að og framleiða kolvetni hans megin markalínunnar, til þess að gera samstarfssamning sín á milli í því skyni að stjórna nýtingu kolvetnisauðlindarinnar, sem liggur yfir markalínur, sem einingar í samræmi við ákvæði samningsins um einingarnýtingu.
     7.      Eftirfarandi ákvæði skulu gilda með tilliti til samstarfssamningsins:
              *      Samstarfssamningurinn skal vísa til samningsins um einingarnýtingu svo tryggt sé að ákvæði síðarnefnda samningsins gangi framar.
              *      Samstarfssamningurinn skal vera háður samþykki beggja aðila. Samþykki skal gefið án ástæðulausrar tafar og eigi synja um það að ástæðulausu.
              *      Tilnefna skal rekstraraðila einingar sem sameiginlegan fulltrúa þeirra lögaðila sem eiga rétt á því að nýta hina skilgreindu kolvetnisauðlind, sem liggur yfir markalínur, sem einingu í samræmi við meginreglur samningsins um einingarnýtingu. Tilnefning rekstraraðila einingar og sérhver breyting á tilnefningu skal vera háð fyrirframsamþykki beggja aðila.
     8.      Hvorugur aðila skal, með fyrirvara um ákvæði landslaga hvors um sig, synja lögaðilum, sem eiga rétt á því að leita að og framleiða kolvetni hans megin markalínunnar, um leyfi til þess að bora í lindir, eða að það sé gert fyrir þeirra hönd, í því skyni að ákvarða kolvetnisauðlind sem liggur yfir markalínur og skiptingu hennar.

     9.      Aðilarnir skulu sammælast, í tæka tíð áður en framleiðslu kolvetna úr kolvetnisauðlindinni sem liggur yfir markalínur er um það bil að ljúka, um það hvenær framleiðslu úr kolvetnisauðlindinni sem liggur yfir markalínur skuli hætt.
     10.      Aðilarnir tveir skulu eiga samráð sín á milli í því skyni að tryggja að gerðar séu ráðstafanir á sviði heilbrigðis-, öryggis- og umhverfismála í samræmi við ákvæði landslaga hvors um sig.
     11.      Hvor aðili um sig er ábyrgur fyrir eftirliti með kolvetnismannvirkjum, sem eru staðsett á landgrunni hans, og fyrir kolvetnisstarfsemi sem fer fram þar í tengslum við nýtingu kolvetnisauðlindarinnar sem liggur yfir markalínur. Hvor aðili um sig skal tryggja skoðunarmönnum hins aðilans aðgang að fyrrnefndum mannvirkjum að fram kominni ósk þar um og jafnframt tryggja að þeir hafi aðgang að viðeigandi mælikerfum á landgrunni eða landsvæði hvors aðila sem er. Hvor aðili um sig skal enn fremur tryggja að hinn aðilinn fái reglulega viðeigandi upplýsingar til þess að hann geti gætt grundvallarhagsmuna sinna, m.a., en þó ekki einvörðungu, á sviði heilbrigðis-, öryggis- og umhverfismála, kolvetnisframleiðslu og mælinga.
     12.      Rétti til að leita að og framleiða kolvetni, sem annar aðilinn veitir og gildir um kolvetnisauðlind sem liggur yfir markalínur og háð er einingarnýtingu samkvæmt samningnum milli Íslands og Noregs um kolvetnisauðlindir sem liggja yfir markalínur, skal ekki breyta eða ráðstafa til annarra lögaðila án undanfarandi samráðs við hinn aðilann.


4. gr.

    Aðilar skulu leggja allt kapp á að leysa hvern þann ágreining sem kann að rísa eins fljótt og unnt er. Komist aðilar hins vegar ekki að samkomulagi skulu þeir í sameiningu kanna alla aðra viðeigandi kosti til þess að leysa málið.

5. gr.

    Geti aðilarnir ekki komist að samkomulagi um nýtingu kolvetnisauðlindar, sem liggur yfir markalínur, sem einingar skal leysa ágreininginn með samningaviðræðum. Reynist ógerlegt að leysa deiluna með fyrrnefndum hætti eða eftir öðrum leiðum, sem aðilar koma sér saman um, ber að vísa deilunni, að ósk annars aðilans, til sérlegs gerðardóms sem er skipaður með eftirfarandi hætti:
    Hvor aðili um sig skal tilnefna einn gerðarmann og þeir tveir, sem þannig eru tilnefndir, skulu velja þriðja gerðarmanninn sem skal vera forseti dómsins. Forsetinn skal ekki hafa ríkisfang eða fasta búsetu á Íslandi eða í Noregi. Láti annar aðilinn hjá líða að tilnefna gerðarmann innan þriggja mánaða frá því að beiðni berst um það getur hvor aðilinn sem er farið þess á leit við forseta Alþjóðadómstólsins í Haag að hann skipi gerðarmann. Sama málsmeðferð gildir hafi þriðji gerðarmaðurinn ekki verið valinn innan eins mánaðar frá því að annar gerðarmaðurinn var tilnefndur eða skipaður. Gerðardómurinn setur sér starfsreglur, en þó skulu allar ákvarðanir teknar, liggi samhljóða samþykki ekki fyrir, með meirihluta atkvæða þeirra sem í dóminum sitja. Ákvarðanir gerðardómsins eru bindandi fyrir aðilana.

6. gr.

    Nái aðilar ekki samkomulagi um skiptingu auðlindarinnar sín á milli ber þeim að skipa óháðan sérfræðing til þess að ákvarða skiptinguna. Ákvörðun hins óháða sérfræðings er bindandi fyrir aðilana.


7. gr.

    Hvor aðili um sig getur farið fram á að hafnar verði viðræður um endurskoðun skiptingar auðlindarinnar eftir að framleiðsla er hafin á því svæði sem lýst hefur verið eining. Sérhver ósk um endurskiptingu skal byggð á umtalsverðum nýjum jarðfræðigögnum. Báðir aðilar skulu gera sitt ítrasta til þess að tryggja að öll viðeigandi gögn liggi fyrir vegna viðræðnanna. Aðilar geta á þessum grundvelli komið sér saman um að skipta auðlindinni sín á milli að nýju samkvæmt nánari tilgreindum skilyrðum.


8. gr.

1.     Ákvæði 2.–7. gr. samnings þessa skulu, þegar við á, gilda að breyttu breytanda um sérhverja kolvetnisauðlind sem kann að ná þvert yfir eina eða fleiri þeirra lína, sem skilgreindar eru í 2. gr. samkomulagsins frá 22. október 1981 um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen, með fyrirvara um 2. mgr. 8. gr. þess samkomulags.
2.     Hvor aðili um sig skal tryggja að öllum gögnum, sem nauðsynleg eru til að ákvarða hvort kolvetnisauðlind nái yfir eina eða fleiri þeirra lína sem skilgreindar eru í 2. gr. fyrrnefnds samkomulags frá 22. október 1981, sé safnað og senda hinum aðilanum öll þau gögn án ástæðulausrar tafar.

9. gr.

    Samningur þessi er með fyrirvara um afstöðu hvors aðila um sig til álitamála, sem samningur þessi fjallar ekki um, þ.m.t. álitamál er varða beitingu fullveldisréttinda eða lögsögu samkvæmt þjóðarétti.


10. gr.

    Samningur þessi öðlast gildi þegar aðilarnir hafa tilkynnt hvor öðrum skriflega að nauðsynlegri innlendri málsmeðferð sé lokið.

Gjört í Reykjavík hinn 3. nóvember 2008 á íslensku, norsku og ensku og eru allir textar jafngildir. Ef ágreiningur rís um túlkun skal enski textinn ráða.



Fyrir hönd Íslands          Fyrir hönd Noregs

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir     Jonas Gahr Støre

Agreement
between Iceland and Norway
concerning transboundary hydrocarbon deposits


The Government of Iceland and the Government of the Kingdom of Norway,

Desiring to maintain and strengthen the good neighbourly relations between Iceland and Norway, and


Referring to the Agreement of 22 October 1981 between Iceland and Norway on the Continental Shelf in the Area between Iceland and Jan Mayen, the Additional Protocol of 11 November 1997 to the Agreement between the Governments of Iceland and Norway on Fisheries and Continental Shelf Issues and the Agreement between the Governments of Iceland and Norway on the Continental Shelf between Iceland and Jan Mayen, and the Agreement between Iceland and Norway concerning the delimitation of the continental shelf beyond 200 nautical miles to be concluded on the basis of the Agreed Minutes of 20 September 2006 on the Delimitation of the Continental Shelf beyond 200 Nautical Miles between the Faroe Islands, Iceland and Norway in the Southern Part of the Banana Hole of the Northeast Atlantic,

Have agreed as follows:

Article 1

    Neither Party can begin exploitation of any hydrocarbon deposit which extends to the continental shelf of the other Party until agreement on the exploitation of the deposit as a unit is reached between the Parties.

Article 2

1.     If the existence of a hydrocarbon deposit in or on the continental shelf of one of the Parties is established and the other Party is of the opinion that the said deposit extends to its continental shelf, the latter Party may notify the former Party accordingly and, at the same time, submit the data on which it bases its opinion.
2.     If such an opinion is submitted, the Parties shall initiate discussions on the extent of the deposit and the possibility for its exploitation. In the course of these discussions, the Party initiating them shall support its opinion with further evidence from geophysical data and/or geological data, including any available drilling data, and both Parties shall make their best efforts to ensure that all relevant information is made available for the purpose of these discussions.
3.     If it is established during these discussions that the deposit extends to the continental shelf of both Parties and that the deposit on the continental shelf of the one Party can be exploited wholly or in part from the continental shelf of the other Party, or that the exploitation of the deposit on the continental shelf of the one Party would affect the possibility of exploitation of the deposit on the continental shelf of the other Party, agreement on the apportionment of the deposit between the Parties and on the exploitation of it as a unit shall be reached at the request of one of the Parties, including as to the appointment of a unit operator, the manner in which any such deposit shall be most effectively exploited and the manner in which the proceeds relating thereto shall be apportioned. Such agreement shall be reached in the form of a Unitisation Agreement.

Article 3

    The Unitisation Agreement to be agreed by the Parties in accordance with Article 2, paragraph 3, concerning the exploitation of a defined transboundary hydrocarbon deposit shall include the provisions set out below:
     1.      The transboundary hydrocarbon deposit to be exploited as a unit shall be defined (latitudes and longitudes normally shown in a separate attachment).
     2.      The geographical and geological characteristics of the transboundary hydrocarbon deposit and the methodology used for data classification shall be described. The legal persons holding rights to exploit the transboundary hydrocarbon deposit as a unit shall have equal access to any geological data used as a basis for such geological characterisation.

     3.      The estimated total amount of the reserves in place in the transboundary hydrocarbon deposit shall be stated. The methodology used for such calculation shall be stated. The apportionment of the reserves between the Parties shall be set out (normally in a separate attachment).
     4.      Each Party shall be entitled to copies of all geological data, as well as all other data of relevance for the unitised hydrocarbon deposit, and which are gathered in connection with the exploitation of the hydrocarbon deposit.

     5.      The two Parties shall individually grant all necessary authorisations required by their respective national laws for the development and operation of the transboundary hydrocarbon deposit as a unit in accordance with the Agreement between Iceland and Norway concerning transboundary hydrocarbon deposits.
     6.      Each Party shall require the relevant legal persons holding rights to explore for and produce hydrocarbons on its respective side of the delimitation line to enter into a Joint Operating Agreement between them to regulate the exploitation of the transboundary hydrocarbon deposit as a unit in accordance with the Unitisation Agreement.
     7.      The following provisions shall apply in relation to the Joint Operating Agreement:
              *      The Joint Operating Agreement shall refer to the Unitisation Agreement to ensure that the provisions contained therein shall prevail.
              *      The Joint Operating Agreement shall be subject to approval by both Parties. Such approval shall be given with no undue delay and shall not be unduly withheld.
              *      A unit operator shall be appointed as the joint agent of the legal persons holding the rights to exploit the defined transboundary hydrocarbon deposit as a unit in accordance with the principles set out in the Unitisation Agreement. The appointment of, and any change of, the unit operator shall be subject to prior approval by the two Parties.
     8.      Subject to its national laws, neither Party shall withhold a permit for the drilling of wells by, or on account of, the legal persons holding rights to explore for and produce hydrocarbons on its respective side of the delimitation line for purposes related to the determination and apportionment of the transboundary hydrocarbon deposit.
     9.      In due time before the production of hydrocarbons from the transboundary hydrocarbon deposit is about to cease, the two Parties shall agree on the timing of cessation of the production from the transboundary hydrocarbon deposit.
     10.      The two Parties shall consult each other with a view to ensuring that health, safety and environmental measures are taken in accordance with the national laws of each Party.
     11.      Each Party shall be responsible for inspection of hydrocarbon installations located on its continental shelf and for the hydrocarbon activities carried out thereon in relation to the exploitation of the transboundary hydrocarbon deposit. Each Party shall ensure inspectors of the other Party access to such installations on request, and that they have access to relevant metering systems on the continental shelf or in the territory of either Party. Each Party shall also ensure that relevant information is given to the other Party on a regular basis to enable it to safeguard its fundamental interests including, but not limited to health, safety, environment, hydrocarbon production and metering.

     12.      A right to explore for and produce hydrocarbons awarded by one Party, and which applies to a transboundary hydrocarbon deposit that is subject to unitisation in accordance with the Agreement between Iceland and Norway concerning transboundary hydrocarbon deposits, shall not be altered or assigned to new legal persons without prior consultation with the other Party.

Article 4

    The Parties shall make every effort to resolve any disagreement as rapidly as possible. If, however, the Parties fail to agree, they shall jointly consider all other relevant options for resolving the impasse.

Article 5

    If the Parties fail to agree on exploitation of a transboundary deposit as a unit, the disagreement shall be resolved by negotiation. If any such dispute cannot be resolved in this manner or by any other procedure agreed to by the Parties the dispute shall, at the request of either Party, be submitted to an ad hoc arbitral tribunal composed as follows:

    Each Party shall designate one arbitrator, and the two arbitrators so designated shall elect a third arbitrator, who shall be the Chairman. The Chairman shall not be a national of or habitually reside in Iceland or Norway. If either Party fails to designate an arbitrator within three months of a request to do so, either Party may request the President of the International Court of Justice to appoint an arbitrator. The same procedure shall apply if, within one month of the designation or appointment of the second arbitrator, the third arbitrator has not been elected. The tribunal shall determine its own procedure, save that all decisions shall be taken, in the absence of unanimity, by a majority vote of the members of the tribunal. The decisions of the tribunal shall be binding upon the Parties.

Article 6

    If the Parties fail to agree on the apportionment of the deposit between themselves, they shall appoint an independent expert to determine the apportionment. The decision of the independent expert shall be binding upon the Parties.

Article 7

    Each Party may after commencement of production from the unitised field request discussions to be initiated on review of the apportionment of the deposit. Any request for reapportionment must be based on substantial new geological information. Both Parties shall make their best efforts to ensure that all relevant information is made available for the purpose of these discussions. The Parties may on this basis agree that the deposit shall be reapportioned between themselves according to specified conditions.

Article 8

1.     The provisions of Articles 2–7 of this Agreement shall, where applicable, apply mutatis mutandis to any hydrocarbon deposit which may extend across one or more of the lines defined in Article 2 of the Agreement of 22 October 1981 on the Continental Shelf in the Area between Iceland and Jan Mayen, subject to Article 8, paragraph 2, of that Agreement.
2.     Each Party shall ensure that all data necessary to establish whether a hydrocarbon deposit extends beyond one or more of the lines defined in Article 2 of the said Agreement of 22 October 1981 are collected and shall submit all such data to the other Party without undue delay.

Article 9

    This Agreement is without prejudice to the respective Parties' views on questions that are not governed by this Agreement, including questions relating to the exercise of sovereign rights or jurisdiction under international law.

Article 10

    This Agreement enters into force when the Parties have notified each other in writing that the necessary internal procedures have been completed.

Done at Reykjavik on the 3rd day of November 2008 in the Icelandic, Norwegian and English languages, all texts being equally authentic. In case of any divergence of interpretation, the English text shall prevail.

For Iceland                    For Norway

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir     Jonas Gahr Støre
Fylgiskjal II.

Samþykkt fundargerð
varðandi þátttökurétt samkvæmt 5. og 6. gr. samkomulags frá 22. október 1981 milli Íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen.


    Samkvæmt samkomulagi frá 22. október 1981 milli Íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen hafa Ísland og Noregur, sem hér eftir eru nefnd „aðilar“, rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi á landgrunni hins aðilans í samræmi við ákvæði samkomulagsins.


    Aðilar eru sammála um að beita eftirfarandi málsmeðferð að því er þátttökurétt þennan varðar.

     1.      Áður en aðili tilkynnir um svæði, sem sækja má um leitar- og vinnsluleyfi á, innan þess svæðis sem skilgreint er í 2. gr. samkomulagsins skal hann upplýsa hinn aðilann um fyrirhugaða tilkynningu.

     2.      Í tilkynningunni skulu koma fram upplýsingar um þátttökurétt hins aðilans og rétt hans sem þar af leiðir til að hafa einnig aðgang að öllum umsóknum ásamt tilheyrandi skjölum.

     3.      Aðilinn sem veitir leyfi skal láta hinum aðilanum í té afrit af öllum umsóknum ásamt tilheyrandi skjölum án ótilhlýðilegrar tafar eftir að þau hafa borist.
     4.      Aðilinn sem veitir leyfi skal hafa samráð við hinn aðilann þegar hann semur skyldubundnar verkáætlanir vegna leyfa sem veita skal og skal tryggja síðarnefnda aðilanum tímalegan aðgang að viðeigandi upplýsingum þar að lútandi.
     5.      Til þess að gera hinum aðilanum kleift að taka upplýsta ákvörðun um hvort hann beitir þátttökurétti sínum, og ef svo er að hve miklu leyti, skal aðilinn sem veitir leyfi án ótilhlýðilegrar tafar láta fyrrnefnda aðilanum í té áætlanir og tillögur um leyfisveitingar, þ.á m. allar verkáætlanir og önnur drög að skjölum.
     6.      Innan 30 daga frá viðtöku allra upplýsinga sem vísað er til í 5. mgr. skal hinn aðilinn tilkynna aðilanum sem veitir leyfi um ákvörðun sína um hvort hann beitir þátttökurétti sínum, og ef svo er að hve miklu leyti. Að því er varðar þátttökurétt Íslands skv. 5. gr. samkomulagsins má gefa slíka tilkynningu allt að 30 dögum eftir tilkynningu Noregs, ásamt tilheyrandi skjölum, um að því hafi verið lýst yfir að arðbær kolvetnisauðlind hafi fundist. Noregur skal upplýsa Ísland þegar ákvörðunarferli hefst varðandi yfirlýsingu um að arðbær kolvetnisauðlind hafi fundist og skal láta Íslandi í té allar viðeigandi upplýsingar.

     7.      Hvor aðili á rétt á að framselja sinn hlut – í heild eða að hluta til – í leyfi sem hinn aðilinn hefur veitt honum samkvæmt samkomulaginu, að undangengnu samráði og í samræmi við löggjöf aðilans sem veitir leyfi.

     8.      Beita skal þátttökurétti á grundvelli leyfis og innan ramma samnings um sameiginlegt verkefni. Aðili sem ákveður að taka þátt í olíustarfsemi á landgrunni hins aðilans skal annaðhvort sjálfur vera aðili að samningnum um sameiginlegt verkefni eða tilnefna lögaðila til að koma þar fram fyrir sína hönd.

     9.      Samningurinn um sameiginlegt verkefni skal hafa að geyma reglur um atkvæðagreiðslu sem í jafnvægi hvort tveggja endurspegla hagsmuni af þátttöku og vernda hagsmuni minnihluta. Samningurinn um sameiginlegt verkefni skal hafa að geyma ákvæði sem heimila þátttakanda að ákveða sjálfstætt hvort hann tekur þátt í vinnsluáætlun varðandi kolvetnisauðlindir á tilteknu svæði eða ekki, og til að framselja þátttökurétt.
     10.      Málsmeðferðin, sem kveðið er á um í þessari fundargerð, hefur ekki áhrif á hin sérstöku ákvæði 5. og 8. gr. samkomulags frá 22. október 1981 milli Íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli Íslands og Jan Mayen.


Undirritað í tvíriti í Reykjavík hinn 3. nóvember 2008 á ensku.

F.h. Íslands                    F.h. Noregs

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir     Jonas Gahr Støre

Agreed Minutes
concerning the Right of Participation pursuant to Articles 5 and 6 of the Agreement of 22 October 1981 between Iceland and Norway on the continental shelf in the area between Iceland and Jan Mayen


    In accordance with the Agreement of 22 October 1981 between Iceland and Norway on the continental shelf in the area between Iceland and Jan Mayen, Iceland and Norway, hereinafter referred to as “the Parties”, have the right to participate with a share of 25 percent in petroleum activities on the other Party's continental shelf, in conformity with the terms of the said Agreement.
    The Parties agree that the following procedures shall apply in relation to these rights of participation.
     1.      Before a Party announces an area, for which applications for exploration and production licences may be submitted, within the area defined in Article 2 of the Agreement, that Party shall inform the other Party about the forthcoming announcement.
     2.      The announcement shall include information concerning the other Party's right of participation and hence, its right to also have access to all applications with appurtenant documentation.
     3.      A copy of all applications with appurtenant documentation shall be submitted by the awarding Party to the other Party with no undue delay after they have been received.
     4.      The awarding Party shall consult the other Party when formulating mandatory work programmes for licences to be awarded and shall ensure the other Party timely access to relevant information in that respect.

     5.      In order to enable the other Party to make an informed decision on whether to exercise its right of participation, and if so to what extent, the awarding Party shall without undue delay forward to the other Party plans and proposals to award licences, including all work programmes and other draft documents.
     6.      Within 30 days of receipt of all information referred to in paragraph 5, the other Party shall notify the awarding Party of its decision on whether to exercise its right of participation, and if so to what extent. With regard to Iceland's right of participation pursuant to Article 5 of the Agreement, such notification may be given up to 30 days after a notification, with appurtenant documentation, from Norway that a hydrocarbon deposit has been declared commercial. Norway shall inform Iceland when a decision-making process for a declaration on commercialization of a hydrocarbon deposit has been initiated and shall submit all relevant information to Iceland.
     7.      Each Party has the right to transfer its share – in whole or in part – in any licence awarded to it by the other Party in accordance with the Agreement, subject to prior consultation and in accordance with the awarding Party's national legislation.
     8.      Participation rights shall be exercised on the basis of a licence and within the framework of a joint venture agreement. A Party deciding to participate in the petroleum activities on the continental shelf of the other Party shall either itself be a party to the joint venture agreement or appoint a legal person to hold this position on its behalf.
     9.      The joint venture agreement shall contain voting rules which in a balanced manner both reflect the participating interest and protect a minority interest. The joint venture agreement shall contain provisions allowing a participant to individually decide whether or not to take part in a particular field development plan for hydrocarbon deposits, and the right to assign a participating interest.

     10.      The procedures set out in these Agreed Minutes do not affect the particular provisions contained in Articles 5 and 8 of the Agreement of 22 October 1981 between Iceland and Norway on the continental shelf in the area between Iceland and Jan Mayen.

Signed in duplicate at Reykjavik on 3 November 2008 in the English language.

For Iceland                    For Norway

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir     Jonas Gahr Støre
Fylgiskjal III.

Sameiginlegt nýtingarsvæði á landgrunninu milli Íslands og Noregs og norðurhluti Drekasvæðisins.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.