Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 276. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Nr. 21/139.

Þskj. 1204  —  276. mál.


Þingsályktun

um úttekt á öryggisbúnaði Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs.


    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra að gera könnun á nauðsyn þess að endurnýja björgunarbúnað Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Ráðherra kynni samgöngunefnd Alþingis niðurstöður könnunarinnar.

Samþykkt á Alþingi 31. mars 2011.