Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 493. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Nr. 22/139.

Þskj. 1279  —  493. mál.


Þingsályktun

um eflingu skapandi greina.


    Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að koma á formlegum samstarfsvettvangi með aðild fulltrúa allra stjórnmálaflokka, iðnaðarráðuneytis og fulltrúa skapandi greina sem hafi það hlutverk að ræða starfsumhverfi skapandi greina á Íslandi og móta tillögur um hvernig megi styrkja stöðu þeirra í íslensku atvinnulífi. Lagt verði mat á hvernig opinber stuðningur nýtist skapandi greinum, forsendur úthlutunar og eftirlit með ráðstöfun fjárveitinga.
    Sérstaklega verði leitað leiða til að bæta rekstrarskilyrði skapandi greina á Íslandi, fjölga menntaúrræðum og störfum auk þess að ýta undir nýsköpun innan skapandi greina.
    Niðurstöðum verði skilað til Alþingis fyrir 1. október 2011.

Samþykkt á Alþingi 7. apríl 2011.