Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 71. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Nr. 24/139.

Þskj. 1350  —  71. mál.


Þingsályktun

um olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi.


    Alþingi ályktar að tryggðir verði fjármunir til að nú þegar verði hafnar markvissar rannsóknir á því hvort olía eða gas finnst á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi. Leitað verði samstarfs við erlenda aðila um rannsóknir eftir því sem við á og við staðarval verði stuðst við fyrri rannsóknir.

Samþykkt á Alþingi 2. maí 2011.