Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 739. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1491  —  739. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um staðfestingu samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2011.

Frá utanríkismálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Tómas Heiðar frá utanríkisráðuneytinu.
    Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta samning milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu á árinu 2011. Samningurinn kveður á um allar heimildir aðila til veiða á uppsjávarfiski hvors í annars lögsögu á árinu 2011, gagnkvæma heimild skipa hvors aðila til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld innan lögsögu hins á árinu 2011 auk þess sem hann kveður á um að hvor aðili skuli veita tveimur skipum sem skráð eru í landi hins aðilans leyfi til tilraunaveiða á túnfiski innan lögsögu sinnar á árinu 2011.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Björgvin G. Sigurðsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. maí 2011.



Árni Þór Sigurðsson,


form., frsm.


Birgitta Jónsdóttir.


Bjarni Benediktsson.



Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.


Helgi Hjörvar.


Ólöf Nordal.



Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.


Valgerður Bjarnadóttir.