Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 477. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1524  —  477. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um vestnorrænt samstarf til að bæta aðstæður einstæðra foreldra á Vestur- Norðurlöndum.

Frá utanríkismálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólínu Þorvarðardóttur, formann Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, og Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins.
    Með tillögunni er lagt til að Alþingi skori á ríkisstjórnina að hafa frumkvæði að samstarfi við Færeyjar og Grænland um að stuðla að umbótum á aðstæðum einstæðra foreldra á Vestur-Norðurlöndum. Lagt er til að samstarf við Færeyjar og Grænland verði aukið, m.a. með því að ríkin skiptist á hugmyndum, þekkingu og reynslu. Markmiðið verði að leggja fram sameiginlegar tillögur um það hvernig best væri að bæta aðstæður fjölskyldna einstæðra foreldra. Sem fyrsta skref er skorað á velferðarráðherra að skipuleggja ráðstefnu, í samvinnu við velferðarráðherra Færeyja og Grænlands, þar sem skipst verði á hugmyndum og árangursríkar aðgerðir kynntar.
    Tillagan byggist á ályktun nr. 1/2010 sem samþykkt var á ársfundi Vestnorræna ráðsins 24. ágúst 2010 í Tasiilaq á Grænlandi en þar er áskorun þessa efnis beint til ríkisstjórnar Íslands og landsstjórna Færeyja og Grænlands.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Björgvin G. Sigurðsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. maí 2011.Árni Þór Sigurðsson,


form., frsm.


Valgerður Bjarnadóttir.


Birgitta Jónsdóttir.Bjarni Benediktsson.


Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.


Helgi Hjörvar.Ólöf Nordal.


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.