Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 476. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1528  —  476. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um athugun á fyrirkomulagi fraktflutninga við austurströnd Grænlands.

Frá utanríkismálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólínu Þorvarðardóttur, formann Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, og Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins.
    Með tillögunni er lagt til að Alþingi feli ríkisstjórninni að kanna vilja grænlensku landsstjórnarinnar til að láta meta hagkvæmni þess að breyta fyrirkomulagi vöruflutninga við austurströnd Grænlands í ljósi þeirra takmarkana sem núverandi sérleyfisfyrirkomulag hefur í för með sér fyrir byggðir þar.
    Tillagan byggist á ályktun nr. 6/2010 sem samþykkt var á ársfundi Vestnorræna ráðsins 24. ágúst 2010 í Tasiilaq á Grænlandi en þar er áskorun þessa efnis beint til ríkisstjórnar Íslands og landsstjórna Færeyja og Grænlands.
    Við umfjöllun nefndarinnar kom fram að frumkvæði í málinu kemur frá landsdeild Grænlendinga vegna ábendinga frá bæjarbúum í Tasiilaq. Ályktun Vestnorræna ráðsins var samþykkt eftir að fulltrúar allra grænlensku stjórnmálaflokkanna afgreiddu einróma tillögu þar um í landsdeild Grænlands að viðstöddum samstarfsráðherra Grænlands.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt.
    Björgvin G. Sigurðsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. maí 2011.Árni Þór Sigurðsson,


form., frsm.


Valgerður Bjarnadóttir.


Birgitta Jónsdóttir.Bjarni Benediktsson.


Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.


Helgi Hjörvar.Ólöf Nordal.


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.