Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 480. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 1532  —  480. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um samvinnu milli vestnorrænu ríkjanna um stjórn veiða úr sameiginlegum fiskstofnum.

Frá utanríkismálanefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ólínu Þorvarðardóttur, formann Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, og Þórð Þórarinsson, framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins.
    Með tillögunni er lagt til að Alþingi feli ríkisstjórninni að koma á samvinnu við Færeyjar og Grænland um stjórn veiða úr sameiginlegum fiskstofnum og skori jafnframt á hana að vinna með löndunum tveimur að undirbúningi viðræðna og samstarfs við aðrar fiskveiðiþjóðir á Norður-Atlantshafi um stjórn veiða úr sameiginlegum fiskstofnum.
    Tillagan byggist á ályktun nr. 4/2010 sem samþykkt var á ársfundi Vestnorræna ráðsins 24. ágúst 2010 í Tasiilaq á Grænlandi en þar er áskorun þessa efnis beint til ríkisstjórnar Íslands og landsstjórna Færeyja og Grænlands.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:    Í stað orðanna „koma á“ í tillögugreininni komi: efla.

    Björgvin G. Sigurðsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 18. maí 2011.Árni Þór Sigurðsson,


form., frsm.


Valgerður Bjarnadóttir.


Birgitta Jónsdóttir.Bjarni Benediktsson.


Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.


Helgi Hjörvar.Ólöf Nordal.


Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.