Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 477. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Nr. 53/139.

Þskj. 1965  —  477. mál.


Þingsályktun

um vestnorrænt samstarf til að bæta aðstæður einstæðra foreldra á Vestur-Norðurlöndum.


    Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hafa frumkvæði að samstarfi við Færeyjar og Grænland um að stuðla að umbótum á aðstæðum einstæðra foreldra á Vestur-Norðurlöndum. Samstarf við Færeyjar og Grænland verði aukið, m.a. með því að ríkin skiptist á hugmyndum, þekkingu og reynslu með það að markmiði að leggja fram sameiginlegar tillögur um það hvernig best væri að bæta aðstæður fjölskyldna einstæðra foreldra. Sem fyrsta skref er skorað á velferðarráðherra að skipuleggja ráðstefnu, í samvinnu við velferðarráðherra Færeyja og Grænlands, þar sem skipst verði á hugmyndum og árangursríkar aðgerðir kynntar.

Samþykkt á Alþingi 16. september 2011.