Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 481. máls.
139. löggjafarþing 2010–2011.
Nr. 56/139.

Þskj. 1968  —  481. mál.


Þingsályktun

um samvinnu milli ríkissjónvarpsstöðva vestnorrænu ríkjanna.


    Alþingi ályktar að hvetja mennta- og menningarmálaráðherra f.h. Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV) til að útvíkka og styrkja samstarf RÚV við KNR (Útvarp Grænlands) og ÚF (Útvarp Færeyja) með því að auka framboð á fréttum og fréttatengdu efni frá Færeyjum og Grænlandi. Ríkisútvarpið geri sjónvarpsútsendingar frá Færeyjum og Grænlandi aðgengilegar í svo miklum mæli sem unnt er. Til lengri tíma litið verði stefnt að samstarfi milli stöðvanna um framleiðslu á efni, svo sem sjónvarpsþáttaröðum.

Samþykkt á Alþingi 16. september 2011.