Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 874, 141. löggjafarþing 468. mál: ráðstafanir í ríkisfjármálum (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 146 28. desember 2012.

Lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum (tekjuöflunaraðgerðir, kjarasamningar, verðlagsbreytingar o.fl.).


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

1. gr.

     Orðin „íslenskum kvikmyndum“ í 2. málsl. 4. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
 1. 2. tölul. 2. mgr. fellur brott.
 2. Við 2. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Smokkar.
 3. Við 2. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Margnota bleiur og bleiufóður sem falla undir tollskrárnúmer 9619.0091.
 4. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
 5.      Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skal virðisaukaskattur af útleigu hótel- og gistiherbergja og annarri gistiþjónustu vera 14%.


3. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2013“ í 1. og 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XV í lögunum kemur: 1. janúar 2014.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, með síðari breytingum.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
 1. Í stað „2,45%“ í 1. mgr. kemur: 2,05%.
 2. Í stað „4,99%“ í 3. mgr. kemur: 5,29%.


III. KAFLI
Breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum.

5. gr.

     Við 1. mgr. 1. tölul. A-liðar 7. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir greiði vinnuveitandi kostnað starfsmanna af ferðum til og frá vinnu samkvæmt samningi milli aðila séu nýttar til ferðanna almenningssamgöngur og vistvænar samgöngur, þó ekki með vélknúnum ökutækjum, enda sé fjárhæðin ekki umfram viðmiðunarmörk samkvæmt mati ríkisskattstjóra.

6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á A-lið 68. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðanna „152.331 kr.“, „181.323 kr.“, „253.716 kr.“ og „260.262 kr.“ í 1. og 2. málsl. 4. mgr. kemur: 167.564 kr.; 199.455 kr.; 279.087 kr.; og: 286.288 kr.
 2. Í stað fjárhæðanna „3.600.000 kr.“ og „1.800.000 kr.“ í 3. málsl. 4. mgr. kemur: 4.800.000 kr.; og: 2.400.000 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „61.191 kr.“ í 7. málsl. 4. mgr. kemur: 100.000 kr.


7. gr.

     1. mgr. 111. gr. laganna orðast svo:
     Skattar álagðir samkvæmt lögum þessum renna í ríkissjóð og hefur tollstjóri á hendi innheimtu þeirra í stjórnsýsluumdæmi Reykjavíkur en sýslumenn í öðrum stjórnsýsluumdæmum, sbr. þó 2.–4. mgr. þessarar greinar og ákvæði laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Auk þeirra verkefna sem tollstjóra eru falin skv. 1. málsl. skal tollstjóri annast eftirtalin verkefni sem lúta að framkvæmd við innheimtu skatta og gjalda:
 1. Stefnumótun á sviði innheimtumála á landsvísu með hagræðingu, samræmingu, framþróun og öryggi varðandi innheimtu opinberra gjalda að leiðarljósi.
 2. Samræmingar- og eftirlitshlutverk gagnvart öðrum innheimtumönnum ríkissjóðs, m.a. með setningu verklagsreglna. Tollstjóra er heimilt að beina bindandi fyrirmælum til annarra innheimtumanna um innheimtuaðgerðir í einstökum málum ef settar reglur eru ekki virtar.
 3. Umsjón og þróun tölvukerfa og rafrænnar stjórnsýslu á sviði innheimtu skatta og gjalda.


8. gr.

     Í stað orðanna „og 2012“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVI í lögunum kemur: 2012 og 2013.

9. gr.

     Í stað orðanna „og 2012“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXVII í lögunum kemur: 2012 og 2013.

10. gr.

     Í stað orðanna „árunum 2011 og 2012“ í ákvæði til bráðabirgða XXXVIII í lögunum kemur: árunum 2011, 2012 og 2013.

11. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XLI í lögunum:
 1. Í stað orðanna „og 2012“ í 1.–5. mgr. kemur: 2012 og 2013.
 2. Í stað orðanna „og 2011“ í 1.–5. mgr. kemur: 2011 og 2012.


12. gr.

     Í stað orðanna „og 2012“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XLIV í lögunum kemur: 2012 og 2013.

13. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Við álagningu opinberra gjalda 2014, 2015 og 2016 vegna tekjuáranna 2013, 2014 og 2015 er heimilt að lækka tekjuskatt manns sem ber fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér á landi skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. að því gefnu að hann hafi aflað tekna vegna vinnu erlendis samfellt í sex mánuði eða lengur. Lækkunin skal nema þeim tekjuskatti sem reiknaður er hér á landi af hinum erlendu tekjum. Heimilt er að taka tillit til hinna erlendu tekna þegar tekjuskattur er reiknaður á aðrar tekjur. Lækkun tekjuskatts skv. 1. málsl. er þó eigi heimil ef tvísköttunarsamningur milli Íslands og vinnuríkisins kveður á um að Ísland eigi skattlagningarréttinn á tekjunum.
     Maður telst afla tekna með vinnu erlendis skv. 1. mgr. hafi hann verið sendur af vinnuveitanda sínum til starfa á erlendri grundu og svo fremi sem hann dvelur ekki hér á landi í meira en 6 daga í hverjum mánuði allan ráðningartímann eða samtals lengur en 36 daga miðað við hálft ár eða 72 daga miðað við heilt ár.
     Heimild til lækkunar skv. 1. mgr. á hvorki við um starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem fara til starfa erlendis á vegum launagreiðenda sinna né þá menn sem starfa á íslenskum skipum eða loftförum.
     Kjósi maður sem á rétt á lækkun skv. 1. mgr. að ákvæðum tvísköttunarsamnings milli Íslands og vinnuríkisins verði frekar beitt þarf slíkt að koma fram í umsókn um lækkun.
     Ráðherra skal setja nánari reglur um framkvæmd þessa ákvæðis með reglugerð þar sem fram kemur hvaða gögn skuli fylgja umsókn um lækkun og hvernig lækkun skuli reiknuð.

IV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 165/2011, um fjársýsluskatt.

14. gr.

     Í stað „5,45%“ í 6. gr. laganna kemur: 6,75%.

V. KAFLI
Breyting á lögum nr. 129/2009, um umhverfis- og auðlindaskatta, með síðari breytingum.

15. gr.

     1. gr. laganna ásamt fyrirsögn orðast svo:
Kolefnisgjald á kolefni af jarðefnauppruna.
     Greiða skal í ríkissjóð kolefnisgjald af eldsneyti sem inniheldur kolefni af jarðefnauppruna og notað er á fljótandi eða loftkenndu formi eða í iðnaðarferlum þannig að sú notkun leiði til losunar koltvísýrings í andrúmsloftið. Með eldsneyti sem inniheldur kolefni af jarðefnauppruna á fljótandi eða loftkenndu formi er átt við gas- og dísilolíu, bensín, brennsluolíu og jarðolíugas og annað loftkennt kolvatnsefni.
     Fjárhæð kolefnisgjalds skal vera 5,75 kr. á hvern lítra af gas- og dísilolíu, 5,00 kr. á hvern lítra af bensíni, 7,10 kr. á hvert kílógramm af brennsluolíu og 6,30 kr. á hvert kílógramm af jarðolíugasi og öðru loftkenndu kolvatnsefni.

16. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „0,12 kr.“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: 0,126 kr.

17. gr.

     2. málsl. 13. gr. laganna orðast svo: 2. mgr. 5. gr. laganna, skattur af raforku, fellur úr gildi 31. desember 2015.

VI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., með síðari breytingum.

18. gr.

     3. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
     Lækkun á vörugjaldi sem gjaldanda hlotnast samkvæmt undanþáguflokki 1., 3. og 4. tölul. 2. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr., getur aldrei numið hærri fjárhæð en 1.250.000 kr. Lækkun á vörugjaldi sem gjaldanda hlotnast samkvæmt undanþáguflokki 2. tölul. 2. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr., getur aldrei numið hærri fjárhæð en 750.000 kr.

19. gr.

     Við 5. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Bílaleigur sem hyggjast nýta lækkun á vörugjaldi samkvæmt undanþáguflokki 2. tölul. 2. mgr. þessarar greinar, sbr. 1. mgr. 3. gr., skulu standa skil á leyfisgjaldi bílaleiga sem njóta lækkaðra vörugjalda skv. 2. mgr. áður en lækkun vörugjalda er veitt.
     Leyfisgjald bílaleiga sem njóta lækkaðra vörugjalda skal nema 1.750.000 kr. vegna innflutnings á allt að 35 ökutækjum á lækkuðu vörugjaldi á hverju almanaksári. Vegna innflutnings á allt að 250 ökutækjum á lækkuðu vörugjaldi á hverju almanaksári skal greiða 3.750.000 kr. en vegna innflutnings á fleiri en 250 ökutækjum á lækkuðu vörugjaldi á hverju almanaksári skal greiða 6.750.000 kr.
     Tollstjóri skal innheimta gjaldið í fyrsta sinn sem viðkomandi bílaleiga óskar eftir niðurfellingu vörugjalda á því almanaksári. Óski bílaleiga eftir að flytja inn fleiri bíla en leyfi segir til um skal viðkomandi bílaleigu heimilt að greiða gjald sem nemur heildargjaldi að frádreginni þeirri fjárhæð sem greidd var fyrir fyrra leyfi á sama almanaksári.

20. gr.

     Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     
     a. (I.)
     Þrátt fyrir ákvæði 3. gr. skal vörugjald í eftirfarandi gjaldbilum gilda fyrir ökutæki sem falla undir undanþáguflokk 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. vegna ökutækja sem tollafgreidd eru á árinu 2013:
Gjaldbil Skráð losun CO2 Gjald í %
A 0–80 0
B 81–100 0
C 101–120 0
D 121–140 5
E 141–160 10
F 161–180 15
G 181–200 20
H 201–225 25
I 226–250 30
J yfir 250 35

     
     b. (II.)
     Þrátt fyrir ákvæði 2. tölul. 2. mgr. 5. gr. er bílaleigu heimilt á árinu 2013 að selja 20% af þeim fjölda ökutækja sem voru í eigu bílaleigunnar 1. janúar 2013 án þess að komi til uppgreiðslu á mismun á fjárhæð vörugjalds sem greitt var og þeirri fjárhæð sem borið hefði að greiða ef ekki hefði komið til lækkunar, hafi seld ökutæki verið í eigu bílaleigunnar í a.m.k. sex mánuði og hafi á þeim tíma verið ekið a.m.k. 20 þús. km.

VII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum.

21. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „106,93 kr.“ í 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna kemur: 111,85 kr.

22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 9. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „365,64 kr.“ í 1. tölul. kemur: 439,83 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „7,21 kr.“ í 2. tölul. kemur: 14,42 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „13,08 kr.“ í 3. tölul. kemur: 15,73 kr.


23. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 10. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „459,29 kr.“ í 1. tölul. kemur: 552,48 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „22,96 kr.“ í 2. tölul. kemur: 27,62 kr.


VIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.

24. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða VIII í lögunum:
 1. Í stað orðanna „1. janúar 2012 til 1. október 2012“ í 1. mgr. kemur: 1. janúar 2013 til 1. janúar 2014.
 2. Í stað dagsetningarinnar „1. janúar 2012“ í 2. og 3. mgr. kemur: 1. janúar 2013.


25. gr.

     Í stað dagsetningarinnar „1. október 2012“ í 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IX í lögunum kemur: 1. janúar 2014.

26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða XIV í lögunum:
 1. Orðin „og 2013“ í 1. málsl. falla brott.
 2. Orðin „og 1. nóvember 2013“ í 2. málsl. falla brott.
 3. Orðin „og 1. nóvember 2012“ í 3. málsl. falla brott.
 4. Orðin „og 2011“ í 3. málsl. falla brott.


IX. KAFLI
Breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.

27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 14. gr. laganna:
 1. Í stað fjárhæðarinnar „7.700 kr.“ í a-lið 1. tölul. kemur: 8.200 kr.
 2. Í stað fjárhæðarinnar „15.200 kr.“ í b-lið 1. tölul. kemur: 16.200 kr.
 3. Í stað fjárhæðarinnar „3.850 kr.“ í c-lið 1. tölul. kemur: 4.100 kr.
 4. Í stað fjárhæðarinnar „2.900 kr.“ í a-lið 2. tölul. kemur: 3.100 kr.
 5. Í stað fjárhæðarinnar „5.650 kr.“ í b-lið 2. tölul. kemur: 6.100 kr.
 6. Í stað fjárhæðarinnar „1.450 kr.“ í c-lið 2. tölul. kemur: 1.550 kr.
 7. Í stað fjárhæðarinnar „7.700 kr.“ í a-lið 3. tölul. kemur: 8.200 kr.
 8. Í stað fjárhæðarinnar „15.200 kr.“ í b-lið 3. tölul. kemur: 16.200 kr.
 9. Í stað fjárhæðarinnar „2.900 kr.“ í c-lið 3. tölul. kemur: 3.100 kr.
 10. Í stað fjárhæðarinnar „5.650 kr.“ í d-lið 3. tölul. kemur: 6.100 kr.


X. KAFLI
Breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald, með síðari breytingum.

28. gr.

     1. mgr. og 1. málsl. 3. mgr. 6. gr. og 8. gr. laganna falla brott.

29. gr.

     Við lögin bætast tvö ný ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     
     a. (I.)
     Þeir sem hafa einkaleyfi samkvæmt samningi við sveitarfélag eða samtök sveitarfélaga til reksturs almenningsvagna í áætlunarferðum innan þéttbýliskjarna sveitarfélags eða samliggjandi þéttbýliskjarna fleiri en eins sveitarfélags skulu fá endurgreidd 57% olíugjalds af olíu vegna rekstrar almenningsvagna í áætlunarferðum frá 1. janúar 2013 til 31. desember 2013 og 29% olíugjalds frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2014. Sama gildir um sveitarfélög sem reka sömu starfsemi í eigin nafni. Eingöngu skal endurgreiða olíugjald af olíu sem nýtt er beint til reksturs almenningsvagna innan þéttbýliskjarna. Þeir sem eiga rétt á endurgreiðslu olíugjalds skulu halda í bókhaldi sínu skrá yfir akstur ökutækja. Jafnframt skulu þeir halda í bókhaldi sínu reikninga og skrár yfir olíukaup og olíunotkun og annað sem máli skiptir fyrir sönnun á réttmæti endurgreiðslunnar. Vanræki aðili að skrá akstur eða færa fullnægjandi bókhald fellur niður réttur til endurgreiðslu fyrir tímabilið þegar bókhald eða skráning var ekki fullnægjandi. Beiðnir um endurgreiðslu skulu afgreiddar af ríkisskattstjóra sem jafnframt tilkynningu til beiðanda skal tilkynna ákvörðun sína til innheimtumanns ríkissjóðs til útborgunar hjá honum.
     
     b. (II.)
     Ef ekki er komið með ökutæki til álestrar á öðru álestrartímabili ársins 2012, sem stendur frá 1. til 15. desember 2012, sbr. 1. mgr. 14. gr., skal reikna út meðaltal ekinna kílómetra á dag á tímabilinu milli álestra. Þá skal hið nýja gjald innheimt eftir meðaltalsakstri eftir 1. janúar 2013.
     Við ákvörðun kílómetragjalds og sérstaks kílómetragjalds skv. 13. gr. á álestrartímabilinu 1. júní til 15. júní 2013 skal ríkisskattstjóri deila eknum kílómetrum frá fyrri álestri með dagafjölda sama tímabils og reikna kílómetragjald af hverjum eknum kílómetra miðað við fjölda gjaldskyldra daga fyrir 1. janúar 2013 og fjölda gjaldskyldra daga eftir 1. janúar 2013.

XI. KAFLI
Breyting á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.

30. gr.

     Í stað fjárhæðarinnar „9.182 kr.“ í 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 9.604 kr.

XII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald, með síðari breytingum.

31. gr.

     Á eftir 24. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, 24. gr. a – 24. gr. d, svohljóðandi:
     
     a. (24. gr. a.)
     Þrátt fyrir ákvæði 8. og 24. gr. skulu skjöl, sem fela í sér breytingar á skilmálum á fasteignaveðskuldabréfum einstaklinga, eða ný veðskuldabréf, sem gefin eru út til uppgreiðslu vanskila á fasteignaveðskuldabréfum einstaklinga, vera undanþegin greiðslu stimpilgjalds að því tilskildu að sömu aðilar séu að fasteignaveðskuldabréfinu og hinu nýja skjali. Undanþágan á ekki við þegar skilmálabreyting verður til þess að skjalið uppfyllir skilyrði 1. málsl. 1. mgr. 24. gr.
     
     b. (24. gr. b.)
     Þrátt fyrir ákvæði 24. og 26. gr. skal, þegar fasteignaveðskuldabréf einstaklings er endurnýjað með nýju fasteignaveðskuldabréfi sem kemur í stað þess eldra að hluta eða öllu leyti samkvæmt áritun á útgefnu skuldabréfi til endurfjármögnunar, ekki greiða stimpilgjald af þeim hluta nýja fasteignaveðskuldabréfsins sem svarar til uppreiknaðs virðis eldra fasteignaveðskuldabréfsins ásamt vanskilum. Er ákvæði þetta óháð því hvort um nýjan kröfuhafa er að ræða samkvæmt hinu nýja fasteignaveðskuldabréfi.
     
     c. (24. gr. c.)
     Þrátt fyrir ákvæði 8. og 24. gr. skulu skjöl sem fela í sér breytingar á skilmálum á bílalánum einstaklinga vera undanþegin greiðslu stimpilgjalds, að því tilskildu að sömu aðilar séu að bílaláninu og hinu nýja skjali.
     
     d. (24. gr. d.)
     Þrátt fyrir ákvæði 24. og 26. gr. skal, þegar bílalán einstaklings er endurnýjað með nýju bílaláni sem kemur í stað þess eldra, ekki greiða stimpilgjald af þeim hluta nýja bílalánsins sem svarar til uppreiknaðs virðis eldra bílalánsins ásamt vanskilum. Er ákvæði þetta óháð því hvort um nýjan kröfuhafa er að ræða samkvæmt hinu nýja bílaláni.

XIII. KAFLI
Breyting á lögum nr. 91/1987, um sóknargjöld o.fl., með síðari breytingum.

32. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. gr. laganna, með síðari breytingum, skal gjald sem rennur til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga vera 728 kr. á mánuði árið 2013 fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í lok næstliðins árs á undan gjaldári.

XIV. KAFLI
Breyting á lögum nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, með síðari breytingum.

33. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði laganna skal skuldbinding ríkisins skv. 60. gr. á árinu 2013 samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar vera 1.412 millj. kr. á árinu 2013. Framlag til Kristnisjóðs skal vera 73,1 millj. kr. á árinu 2013.

XV. KAFLI
Breyting á tollalögum, nr. 88/2005, með síðari breytingum.

34. gr.

     Tollskrárnúmerið 9619.0090 í 96. kafla tollskrár í viðauka I við lögin skiptist upp og orðast svo:
A E
% %
– Annars:
9619.0091 – – Barnableiur og laust bleiufóður úr öðru en pappír eða vatti, margnota 15 0
9619.0099 – – Annað 15 0


XVI. KAFLI
Gildistaka.

35. gr.

Lög þessi öðlast gildi og koma til framkvæmda sem hér segir:
 1. 1., 5., 7., 15.–19., 21.–23., 27., 28. og 32. gr. öðlast gildi 1. janúar 2013.
 2. A- og d-liður 2. gr. öðlast gildi 1. september 2013 og taka til afhendingar og útleigu hótel- og gistiherbergja og annarrar gistiþjónustu frá og með þeim degi. B-liður 2. gr. öðlast gildi 1. janúar 2013. C-liður 2. gr. og 34. gr. öðlast gildi 1. júlí 2013.
 3. 3., 8.–13., 20., 24.–26., 29., 31. og 33. gr. öðlast þegar gildi.
 4. 4. gr. öðlast gildi 1. janúar 2013 og kemur til framkvæmda við staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2013 og álagningu á árinu 2014.
 5. 6. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við ákvörðun barnabóta í fyrirframgreiðslu og við álagningu opinberra gjalda á árinu 2013.
 6. 14. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda í staðgreiðslu vegna launagreiðslna frá og með 1. janúar 2013.
 7. 30. gr. öðlast þegar gildi og kemur til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2013 vegna tekna ársins 2012.

Samþykkt á Alþingi 22. desember 2012.