Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1529, 144. löggjafarþing 650. mál: úrvinnslugjald (stjórn Úrvinnslusjóðs).
Lög nr. 39 7. júlí 2015.

Lög um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002, með síðari breytingum (stjórn Úrvinnslusjóðs).


1. gr.

     1. mgr. 16. gr. laganna orðast svo:
     Ráðherra skipar sjö manna stjórn Úrvinnslusjóðs til fjögurra ára í senn. Ráðherra skipar formann stjórnar og varamann hans án tilnefningar en sex meðstjórnendur og jafnmargir til vara skulu skipaðir að fenginni tilnefningu eftirfarandi aðila: einn samkvæmt tilnefningu Samtaka iðnaðarins, einn samkvæmt tilnefningu SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu, einn samkvæmt tilnefningu Félags atvinnurekenda, einn samkvæmt tilnefningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og tveir samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Varaformaður sem skipaður er af ráðherra eftir tilnefningu stjórnar skal koma úr hópi stjórnarmanna.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 30. júní 2015.