Ferill 101. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


144. löggjafarþing 2014–2015.
Nr. 19/144.

Þingskjal 1581  —  101. mál.


Þingsályktun

um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.


    Alþingi ályktar að fela innanríkisráðherra, í samstarfi við hlutaðeigandi sveitarfélög og stofnanir, að láta kanna hagkvæmni lestarsamgangna milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur annars vegar og léttlestakerfis innan höfuð­borgar­svæðisins hins vegar. Kannaðir verði kostir þessa sam­göngumáta og gallar, sem og hugsanlegar leiðir. Sjónum verði einkum beint að kostnaði og ávinningi samfélagsins og efnahagslegum, um­hverfislegum og skipulagslegum áhrifum. Í þessu skyni verði leitað til sérfræðinga innan lands og utan. Niðurstöður athugunarinnar liggi fyrir um mitt ár 2016.

Samþykkt á Alþingi 1. júlí 2015.