Ferill 372. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1032  —  372. mál.
Nr. 24/145.Þingsályktun

um stefnu um nýfjárfestingar.


    Alþingi ályktar að efla skuli nýfjárfestingar í íslensku atvinnulífi og samkeppnishæfni Íslands á sviði nýfjárfestinga. Í því skyni verði lögð áhersla á nýfjárfestingarverkefni:
     1.      sem byggjast á styrkleikum Íslands og sérstöðu,
     2.      sem stuðla að aukinni fjölbreytni og afleiddri innlendri starfsemi,
     3.      sem ýta undir vöxt alþjóðlega samkeppnishæfs þekkingariðnaðar,
     4.      sem styðjast við nýjustu og bestu fáanlegu tækni og umhverfisviðmið, m.a. með tilliti til skuldbindinga Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember 2015,
     5.      sem skapa innlendan virðisauka og hafa margföldunaráhrif, t.d. með samstarfi við starfandi íslensk fyrirtæki og með fjárfestingum í íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum,
     6.      sem skila sem mestum virðisauka og innleiða nýja þekkingu.
    Tryggt verði að markaðs- og kynningarstarfsemi stjórnvalda, tengd nýfjárfestingum, sé í samræmi við þær áherslur sem fram koma í ályktun þessari.

Samþykkt á Alþingi 16. mars 2016.