Ferill 687. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.Þingskjal 1115  —  687. mál.Tillaga til þingsályktunar

um fullgildingu breytinga á Rómarsamþykktinni um Alþjóðlega sakamáladómstólinn viðvíkjandi glæpum gegn friði.

(Lögð fyrir Alþingi á 145. löggjafarþingi 2015–2016.)
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd breytingar á Rómarsamþykktinni um Alþjóðlega sakamáladómstólinn viðvíkjandi glæpum gegn friði, sem samþykktar voru á endurskoðunarráðstefnu Rómarsamþykktarinnar í Kampala í Úganda 11. júní 2010.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.

    Stofnsamþykkt Alþjóðlega sakamáladómstólsins (Rómarsamþykktin) var undirrituð af hálfu Íslands 26. ágúst 1998 og fullgilt 25. maí 2000 (Stjórnartíðindi C 12/2000 og C 36/2002). Á grundvelli samþykktarinnar var settur á fót varanlegur alþjóðlegur dómstóll sem hefur lögsögu yfir þeim glæpum sem taldir eru varða gjörvallt samfélag þjóðanna: a) hópmorð, b) glæpi gegn mannúð, c) stríðsglæpi og d) glæpi gegn friði.
    Við gerð Rómarsamþykktarinnar reyndist vandasamt verk að ná samkomulagi um skilgreiningu á glæpum gegn friði (e. Crime of Aggression) og fyrirkomulag á lögsögu vegna brotsins. Þótt glæpir gegn friði hafi fallið undir lögsögu Alþjóðlega sakamáladómstólsins frá því að Rómarsamþykktin var gerð, sbr. d-lið 1. mgr. 5. gr. hennar, gat Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn ekki beitt lögsögu sinni vegna þeirra fyrr en aðildarríkin samþykktu skilgreiningu glæpsins og sett hefðu verið skilyrði fyrir því að dómstóllinn gæti beitt lögsögu sinni vegna hans, sbr. 2. mgr. 5. gr. Rómarsamþykktarinnar. Sú skilgreining og þau skilyrði voru síðan samþykkt af þingi aðildarríkjanna á endurskoðunarráðstefnu Rómarsamþykktarinnar í Kampala árið 2010.
    Á ráðstefnunni voru samþykkt þrjú breytingaákvæði á Rómarsamþykktinni er varða glæpi gegn friði: 8. gr. bis sem inniheldur skilgreiningu á glæpum gegn friði; 15. gr. bis sem fjallar um framkvæmd lögsögu yfir brotinu þegar um er að ræða tilvísun frá aðildarríki eða þegar saksóknari hefur rannsókn proprio motu; og 15. gr. ter sem fjallar um framkvæmd lögsögu yfir brotinu þegar um er að ræða tilvísun frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá var samþykkt breyting á þáttagreiningu glæpa þar sem aðildarríkin áréttuðu sinn skilning á skilgreiningunni á glæpum gegn friði (Annex II, Amendments to the Elements of Crimes). Þá hafði ályktunin að geyma óskuldbindandi samkomulag um skilning á framangreindum breytingum (Annex III, Understandings regarding the amendments to the Rome Statute of the International Criminal Court on the crime of aggression).
    Samkvæmt samkomulagi aðildarríkja Alþjóðlega sakamáladómstólsins verður lögsaga hans vegna glæpa gegn friði ekki virk fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar 2017, með sérstakri ákvörðun aukins meiri hluta aðildarríkjanna eftir að a.m.k. 30 ríki hafa fullgilt breytingarnar. Fullgilding ríkis á Kampala-breytingunum taka gildi gagnvart því ríki einu ári eftir fullgildinguna.
    Vestræn ríki, þ.m.t. Ísland, hafa ávallt stutt einarðlega við starf dómstólsins og staðið þéttan vörð um grunngildi hans og hið mikilvæga starf sem hann vinnur. Fullgilding þessara breytinga á Rómarsamþykktinni eru hluti af þeirri viðleitni. Nú í mars höfðu 28 ríki fullgilt breytingarnar að fullu en 30 að hluta, þ.m.t. Finnland að öllu leyti og Noregur að hluta. Með tillögu þessari er lagt til að Ísland fullgildi breytingarnar. Glæpir gegn friði eru ekki sérstakt afbrot samkvæmt íslenskum rétti svo að fullgildingin kallar á lagabreytingar. Utanríkisráðuneytið og innanríkisráðuneytið hafa átt í samstarfi vegna undirbúnings við innleiðingu þeirra í íslenskan rétt.Fylgiskjal.


Breytingar á Rómarsamþykktinni um Alþjóðlega sakamáladómstólinn viðvíkjandi glæpum gegn friði


1.        2. mgr. 5. gr. samþykktarinnar er felld brott.

2.          Eftirfarandi texti bætist við eftir 8. gr. samþykktarinnar:

                 8. gr. a
                Glæpir gegn friði.
                  1. Að því er samþykktina varðar merkir „glæpir gegn friði“: áætlanagerð, undir­búningur, byrjun eða framkvæmd árásar af hálfu einstaklings, sem er í stöðu til þess að hafa raunverulegt eftirlit með eða stjórna pólitískri eða hernaðarlegri aðgerð ríkis, þ.e. árásar sem vegna eðlis, alvarleika og umfangs felur í sér augljóst brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna.

                  2. Að því er 1. mgr. varðar merkir „árás“ það þegar ríki beitir hervaldi gegn fullveldi, friðhelgi yfirráðasvæðis eða stjórnmálalegu sjálfstæði annars ríkis eða valdi með annarri þeirri aðferð sem ekki samrýmist markmiðum sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sérhver eftirfarandi aðgerða, án tillits til þess hvort lýst er yfir stríði eður ei, telst vera árás samkvæmt ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 3314 (XXIX) frá 14. desember 1974:

                       (a) innrás eða atlaga herafla ríkis inn á eða að yfirráðasvæði annars ríkis eða hvers kyns herseta, hversu tímabundin sem hún kann að vera, sem leiðir af slíkri innrás eða atlögu, eða hvers kyns innlimun yfirráðasvæðis annars ríkis eða hluta slíks yfirráðasvæðis með valdbeitingu,

                       (b) sprengjuárás sem herafli ríkis gerir inn á yfirráðasvæði annars ríkis eða þegar ríki beitir hvers kyns vopnum gegn yfirráðasvæði annars ríkis,

                       (c) hafnbann eða herkví sem herafli ríkis heldur uppi við hafnir eða strendur annars ríkis,

                       (d) atlaga herafla ríkis að land-, sjó- eða flugher, eða skipa- og flugflota, annars ríkis,

                       (e) að beita herafla ríkis, sem er innan yfirráðasvæðis annars ríkis með samþykki viðtökuríkisins, þannig að brjóti gegn þeim skilyrðum sem kveðið er á um í viðkomandi samningi eða að framlengja dvöl hans á fyrrnefndu yfirráðasvæði eftir að samningurinn er úr gildi fallinn,

                       (f) sú aðgerð ríkis að heimila að yfirráðasvæði sitt, sem það hefur ráðstafað til annars ríkis, verði nýtt af hálfu fyrrnefnds annars ríkis til þess að gera árás á þriðja ríki,

                       (g) þegar ríki sendir fram, eða það er gert fyrir þess hönd, vopnaða flokka, hópa, hermenn utan fastahers eða málaliða, sem beita hervaldi gegn öðru ríki með svo alvarlegum hætti að jafnist á við þær aðgerðir sem eru taldar upp hér að framan, eða þegar viðkomandi ríki á raunverulega aðild að slíku.

3.          Eftirfarandi texti bætist við eftir 15. gr. samþykktarinnar:

                 15. gr. a
                Beiting lögsögu yfir glæpum gegn friði.
                (Vísun ríkis að eigin frumkvæði, proprio motu)


        1. Dómstólnum er heimilt að beita lögsögu yfir glæpum gegn friði skv. a- og c-lið 13. gr., með fyrirvara um ákvæði þessarar greinar.

        2. Dómstólnum er heimilt að beita lögsögu einvörðungu með tilliti til glæpa gegn friði sem eru framdir einu ári eftir fullgildingu eða samþykki breytinganna af hálfu þrjátíu samningsríkja.

        3. Dómstóllinn skal beita lögsögu yfir glæpum gegn friði í samræmi við ákvæði þessarar greinar, með fyrirvara um ákvörðun sem ber að taka eftir 1. janúar 2017 með sama meirihluta samningsríkja og er krafist vegna samþykktar breytingar á samþykkt þessari.

        4. Dómstólnum er heimilt, skv. 12. gr., að beita lögsögu yfir glæpum gegn friði, sem verður til vegna árásar sem samningsríki gerir, nema viðkomandi samningsríki hafi áður lýst því yfir að það samþykki ekki fyrrnefnda lögsögu með því að leggja fram yfirlýsingu hjá dómritara. Heimilt er að afturkalla fyrrnefnda yfirlýsingu hvenær sem er og skal viðkomandi samningsríki taka þá afturköllun til athugunar innan þriggja ára.
        5. Að því er varðar ríki, sem er ekki aðili að samþykkt þessari, skal dómstóllinn ekki beita lögsögu sinni yfir glæpum gegn friði þegar ríkisborgarar þess ríkis fremja þá eða þegar slíkir glæpir eru framdir á yfirráðasvæði þess.

        6. Komist saksóknari að þeirri niðurstöðu að gild rök séu til þess að hefja rannsókn vegna glæpa gegn friði, skal hann ganga fyrst úr skugga um hvort öryggisráðið hafi ákveðið að viðkomandi ríki hafi framið glæpi gegn friði. Saksóknari skal tilkynna aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um stöðu mála fyrir dómstólnum, meðal annars um allar upplýsingar og skjöl sem skipta máli.

        7. Hafi öryggisráðið tekið fyrrnefnda ákvörðun, er saksóknara heimilt að hefja rannsókn vegna glæpa gegn friði.

        8. Sé engin slík ákvörðun tekin innan sex mánaða eftir tilkynningardag, er saksóknara heimilt að hefja rannsókn vegna glæpa gegn friði, að því tilskildu að forréttardeildin hafi heimilað að rannsókn verði hafin vegna glæpa gegn friði í samræmi við þá málsmeðferð er um getur í 15. gr. og að öryggisráðið hafi ekki ákveðið annað skv. 16. gr.

        9. Ákvörðun varðandi árás, sem stofnun utan dómstólsins tekur, hefur ekki áhrif á eigin niðurstöður dómstólsins samkvæmt samþykkt þessari.

        10. Ákvæði þessarar greinar eru með fyrirvara um ákvæðin um beitingu lögsögu með tilliti til annarra glæpa er um getur í 5. gr.

4.          Eftirfarandi texti bætist við eftir 15. gr. a samþykktarinnar:

                    (15. gr. b)
                   Beiting lögsögu yfir glæpum gegn friði.
                   (Vísun öryggisráðsins)


        1. Dómstólnum er heimilt að beita lögsögu yfir glæpum gegn friði skv. b-lið 13. gr., með fyrirvara um ákvæði þessarar greinar.

        2. Dómstólnum er heimilt að beita lögsögu einvörðungu með tilliti til glæpa gegn friði sem eru framdir einu ári eftir fullgildingu eða samþykki breytinganna af hálfu þrjátíu samningsríkja.

        3. Dómstóllinn skal beita lögsögu yfir glæpum gegn friði í samræmi við ákvæði þessarar greinar, með fyrirvara um ákvörðun sem ber að taka eftir 1. janúar 2017 með sama meirihluta samningsríkja og er krafist vegna samþykktar breytingar á samþykkt þessari.

        4. Ákvörðun varðandi árás, sem stofnun utan dómstólsins tekur, hefur ekki áhrif á eigin niðurstöður dómstólsins samkvæmt samþykkt þessari.

        5. Ákvæði þessarar greinar eru með fyrirvara um ákvæði um beitingu lögsögu með tilliti til annarra glæpa er um getur í 5. gr.

5.          Eftirfarandi texti bætist við eftir 3. mgr. 25. gr. samþykktarinnar:

                  3. a Að því er varðar glæpi gegn friði skulu ákvæði þessarar greinar einungis gilda um einstaklinga sem eru í stöðu til þess að hafa raunverulegt eftirlit með eða stjórna pólitískri eða hernaðarlegri aðgerð ríkis.

6.          Eftirfarandi málsliður komi í stað fyrsta málsliðar 1. mgr. 9. gr. samþykktarinnar:

                  1. Dómstóllinn skal styðjast við þáttagreiningu glæpa við túlkun og beitingu 6., 7. og 8. gr. og 8. gr. a.

7.        Eftirfarandi málsgrein komi í stað inngangs að 3. mgr. 20. gr. samþykktarinnar; fram­hald málsgreinarinnar helst óbreytt:

                  3. Ef réttað hefur verið yfir manni fyrir öðrum dómstóli vegna háttsemi sem einnig er bönnuð skv. 6., 7. og 8. gr. eða 8. gr. a skal ekki réttað yfir honum fyrir dómstólnum vegna sömu háttsemi, nema réttarhöldin fyrir hinum dómstólnum:


Amendments to the Rome Statute of the International Criminal Court on the crime of aggression


1.          Article 5, paragraph 2, of the Statute is deleted.

2.          The following text is inserted after article 8 of the Statute:

                    Article 8 bis
                   Crime of aggression

        1. For the purpose of this Statute, “crime of aggression” means the planning, preparation, initiation or execution, by a person in a position effectively to exercise control over or to direct the political or military action of a State, of an act of aggression which, by its character, gravity and scale, constitutes a manifest violation of the Charter of the United Nations.

        2. For the purpose of paragraph 1, “act of aggression” means the use of armed force by a State against the sovereignty, territorial integrity or political independence of another State, or in any other manner inconsistent with the Charter of the United Nations. Any of the following acts, regardless of a declaration of war, shall, in accordance with United Nations General Assembly resolution 3314 (XXIX) of 14 December 1974, qualify as an act of aggression:

                  (a) The invasion or attack by the armed forces of a State of the territory of another State, or any military occupation, however temporary, resulting from such invasion or attack, or any annexation by the use of force of the territory of another State or part thereof;

                  (b) Bombardment by the armed forces of a State against the territory of another State or the use of any weapons by a State against the territory of another State;

                  (c) The blockade of the ports or coasts of a State by the armed forces of another State;

                  (d) An attack by the armed forces of a State on the land, sea or air forces, or marine and air fleets of another State;

                  (e) The use of armed forces of one State which are within the territory of another State with the agreement of the receiving State, in contravention of the conditions provided for in the agreement or any extension of their presence in such territory beyond the termination of the agreement;

                  (f) The action of a State in allowing its territory, which it has placed at the disposal of another State, to be used by that other State for perpetrating an act of aggression against a third State;

                  (g) The sending by or on behalf of a State of armed bands, groups, irregulars or mercenaries, which carry out acts of armed force against another State of such gravity as to amount to the acts listed above, or its substantial involvement therein.

3.         The following text is inserted after article 15 of the Statute:

                 Article 15 bis
                Exercise of jurisdiction over the crime of aggression
                (State referral, proprio motu)

        1. The Court may exercise jurisdiction over the crime of aggression in accordance with article 13, paragraphs (a) and (c), subject to the provisions of this article.

        2. The Court may exercise jurisdiction only with respect to crimes of aggression committed one year after the ratification or acceptance of the amendments by thirty States Parties.

        3. The Court shall exercise jurisdiction over the crime of aggression in accordance with this article, subject to a decision to be taken after 1 January 2017 by the same majority of States Parties as is required for the adoption of an amendment to the Statute.

        4. The Court may, in accordance with article 12, exercise jurisdiction over a crime of aggression, arising from an act of aggression committed by a State Party, unless that State Party has previously declared that it does not accept such jurisdiction by lodging a declaration with the Registrar. The withdrawal of such a declaration may be effected at any time and shall be considered by the State Party within three years.

        5. In respect of a State that is not a party to this Statute, the Court shall not exercise its jurisdiction over the crime of aggression when committed by that State's nationals or on its territory.

        6. Where the Prosecutor concludes that there is a reasonable basis to proceed with an investigation in respect of a crime of aggression, he or she shall first ascertain whether the Security Council has made a determination of an act of aggression committed by the State concerned. The Prosecutor shall notify the Secretary-General of the United Nations of the situation before the Court, including any relevant information and documents.

        7. Where the Security Council has made such a determination, the Prosecutor may proceed with the investigation in respect of a crime of aggression.

        8. Where no such determination is made within six months after the date of notification, the Prosecutor may proceed with the investigation in respect of a crime of aggression, provided that the Pre-Trial Division has authorized the commencement of the investigation in respect of a crime of aggression in accordance with the procedure contained in article 15, and the Security Council has not decided otherwise in accordance with article 16.

        9. A determination of an act of aggression by an organ outside the Court shall be without prejudice to the Court's own findings under this Statute.

        10. This article is without prejudice to the provisions relating to the exercise of jurisdiction with respect to other crimes referred to in article 5.

4.         The following text is inserted after article 15 bis of the Statute:

                 Article 15 ter
                Exercise of jurisdiction over the crime of aggression
                (Security Council referral)

        1. The Court may exercise jurisdiction over the crime of aggression in accordance with article 13, paragraph (b), subject to the provisions of this article.

        2. The Court may exercise jurisdiction only with respect to crimes of aggression committed one year after the ratification or acceptance of the amendments by thirty States Parties.

        3. The Court shall exercise jurisdiction over the crime of aggression in accordance with this article, subject to a decision to be taken after 1 January 2017 by the same majority of States Parties as is required for the adoption of an amendment to the Statute.

        4. A determination of an act of aggression by an organ outside the Court shall be without prejudice to the Court's own findings under this Statute.

        5. This article is without prejudice to the provisions relating to the exercise of jurisdiction with respect to other crimes referred to in article 5.

5.         The following text is inserted after article 25, paragraph 3, of the Statute:

        3 bis. In respect of the crime of aggression, the provisions of this article shall apply only to persons in a position effectively to exercise control over or to direct the political or military action of a State.

6.         The first sentence of article 9, paragraph 1, of the Statute is replaced by the following sentence:

        1. Elements of Crimes shall assist the Court in the interpretation and application of articles 6, 7, 8 and 8 bis.

7.         The chapeau of article 20, paragraph 3, of the Statute is replaced by the following paragraph; the rest of the paragraph remains unchanged:

        3. No person who has been tried by another court for conduct also proscribed under article 6, 7, 8 or 8 bis shall be tried by the Court with respect to the same conduct unless the proceedings in the other court: