Ferill 328. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1498  —  328. mál.
Nr. 50/145.


Þingsályktun

um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum.


    Alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Umhverfisstofnun, að móta áætlun sem miði að því að kurluðu dekkjagúmmíi verði skipt út fyrir hættuminni efni á þeim leik- og íþróttavöllum þar sem það er nú að finna. Því verki verði lokið fyrir árslok 2016.

Samþykkt á Alþingi 2. júní 2016.