Ferill 865. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


145. löggjafarþing 2015–2016.
Þingskjal 1676  —  865. mál.

Síðari umræða.


Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Frá Páli Val Björnssyni.


    Í stað orðanna „sem undirritaður var“ í tillögugreininni komi: og valkvæðan viðauka við samninginn, sem hvort tveggja var undirritað.

Greinargerð.

    Lagt er til að auk samningsins verði viðauki hans einnig fullgiltur. Viðaukinn felur í sér mikilvægar réttarbætur fyrir fatlað fólk, annars vegar kvörtunarleið fyrir einstaklinga til nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hins vegar leið fyrir nefnd­ina til að rannsaka alvarleg eða kerfisbundin brot gegn samningnum, með samþykki viðkom­andi aðildarríkis.