Ferill 146. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 828  —  146. mál.

Síðari umræða.


Breytingartillaga


við tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um orkuskipti.

Frá atvinnuveganefnd.


     1.      Í stað orðanna ,,Land og haf“ í aðgerð A.1 komi: Land.
     2.      Í stað orðanna ,,Endurskoðun á þriggja ára fresti“ í aðgerð A.2 komi: Endurskoðun verði á þriggja ára fresti.
     3.      Í stað orðanna ,,Hvatning til að“ í aðgerð A.5 komi: Hvatt verði til að.
     4.      Í stað orðanna ,,Bifreiðar að mestu“ í aðgerð A.6 komi: Bifreiðar verði að mestu.
     5.      Í stað orðanna ,,Land, haf og loft“ í aðgerð B.4 komi: Land og haf.
     6.      Liðurinn Lýsing í aðgerð C.1 orðist svo: Gefin verði út samgöngustefna fyrir Stjórnarráðið og undirstofnanir sem feli í sér setningu markmiðs um aukna hlutdeild vistvænna bifreiða í opinberum innkaupum. Meginreglan verði að vistvænar bifreiðar verði fyrsti valkostur í innkaupum nema starfsaðstæður og notkun krefjist annarra lausna.
     7.      Síðari málsliður liðarins Lýsing í aðgerð C.2 orðist svo: Sveitarfélög landsins verði hvött til að innleiða formlega samgöngustefnu sem taki mið af vistvænum samgöngum með áherslu á bættar almenningssamgöngur og hjóla- og göngustígagerð, sem og með úthlutun lóða til fjölorkustöðva og ívilnunum fyrir hreinorkubifreiðar.
     8.      Við C-lið bætist ný aðgerð er verði C.6, svohljóðandi:
             Svið: Land, haf og loft.
             Lýsing: Reiknað verði út hvaða áhrif aðgerðaáætlun um orkuskipti hafi á samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda með tilliti til skuldbindinga Íslands í loftslagsmálum, sbr. samning milli Íslands og Evrópusambandsins og aðildarríkja þess um þátttöku Íslands í sameiginlegum efndum á skuldbindingum Íslands, Evrópusambandsins og aðildarríkja þess á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og sambærilegan samning við Evrópusambandið og aðildarríki þess vegna Parísarsamkomulags Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem nú er unnið að.
             Ábyrgð: Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Umhverfisstofnun.