Ferill 102. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Nr. 21/146.

Þingskjal 1005  —  102. mál.


Þingsályktun

um jafnræði í skráningu foreldratengsla.


    Alþingi ályktar að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í samráði við dómsmálaráðherra að sjá til þess að tryggt verði að jafnræði ríki með foreldrum barna með tilliti til skráningar foreldratengsla í þjóðskrá og afnumin verði sú mismunun sem nú á sér stað gagnvart mæðrum í samkynja hjúskap eða sambúð.

Samþykkt á Alþingi 31. maí 2017.