Ferill 122. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


148. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 191  —  122. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu.

Frá Olgu Margréti Cilia.


     1.      Hvernig miðar vinnu að því marki í aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum að aðgengi að gagnreyndri meðferð sálfræðinga við algengustu geðröskunum, svo sem þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreitu, verði á 90% heilsugæslustöðva í lok árs 2019, sbr. lið A3 í þingsályktun nr. 28/145?
     2.      Náðist það markmið samkvæmt sama lið að fyrrgreind meðferð sálfræðinga yrði aðgengileg á 50% heilsugæslustöðva í árslok 2017? Ef svo var ekki, hvert var hlutfallið?
     3.      Hvernig er árangur mælanlegra markmiða sama liðar í þingsályktuninni mældur?
     4.      Hyggst ráðherra beita sér að öðru leyti að því að koma upp aðgengilegu kerfi fyrir þá sem þurfa á aðstoð að halda vegna geðsjúkdóma og þá hvernig?
     5.      Er fyrirhugað að sálfræðiþjónusta sem veitt er utan heilsugæslustöðva verði felld undir sjúkratryggingar á kjörtímabilinu? Ef svo er, hvenær telur ráðherra að sú breyting muni koma til? Ef svo er ekki, hvers vegna?


Skriflegt svar óskast.